Alþýðublaðið - 30.06.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.06.1939, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGINN 3Ö. JONI 1939. ALÞfBUBLAftlÐ --------------------——♦ ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓBI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). '".96: Jónas Guðmunds. heima. 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ♦ ---------------------- iiðurstððnr kanp' lagsnefndar. ÞEGAR gripið var til þess þrautaráðs í vor, að lækka gengi krónunnar til þess að reyna að rétta við hag sjávar- útvegsins eftir langvarandi tap- rekstur undanfarinna ára og skapa með því skilyrði fyrir aukinni atvinnu innanlands og bættum hag þjóðarheildarinnar, báru margir kvíðboga fyrir því, að gengislækkunin myndi hafa mjög alvarlega verðhækkun á öllum lífsnauðsynjum, að minsta kosti erlendum, í för með sér og þar af leiðandi koma þungt niður á þeim stéttum, sem fyrir kaupi vinna. Alþýðuflokknum var, einmitt af ótta við þetta, ekki ljúft að fara þessa leið. En heldur en að neita öllum afskiftum af geng- islælckuninni, sem hann þó fyr- irsjáanlega ekki gat hindrað, og láta þannig kylfu ráða kasti um það, hvernig hún yrði fram- kvæmd af Framsóknarfl. og Sjálfstæðisflokknum, kaus hann þá leið, að vera með i ráðum, til þess að gengislækkunin yrði framkvæmd á þann hátt, sem hann taldi . nauðsynlegt til að hún kæmi sjávarútvegnum og þjóðarheildinni að gagni, án þess að hagsmunir hinna lægst launuðu stétta yrðu fyrir borð bornir. Með þetta fyrir augum tókst Alþýðuflokknum að fá þau á- kvæði inn í gengislækkunarlög- in, að kaupgjald ófaglærðs verkafólks og sjómanna, og auk þeirra, iðnlærðra fjölskyldu- manna, sem hefðu minna en sem svaraði 3600 króna árstekj- um í Reykjavík og tilsvarandi lægra annars staðar á landinu, skyldi hæklta þ. 1. júlí, ef fram- færslukostnaðurinn í Reykjavík hækkaði um meira en 5% á mánuðunum apríl, maí og júní frá því, sem hann var mánuð- ina janúar, febrúar og marz, og skyldi kauphækkunin þá nema helmingi þeirrar hækkunar, sem orðið hefði á framfærslu- kostnaðinum, ef hún færi ekki fram úr 10%, en tveimur þriðju af því, sem hækkun framfærslu- kostnaðarins kynni að fara fram úr því. Á sama hátt skyldu breytingar á framfærslukostn- aðinum reiknaðar út fyrir allan síðari helming ársins og kaup- gjald þessara stétta hækka frá þ. 1. janúar 1940 eftir sömu reglu, miðað við framfærslu'- kostnaðinn í Reykjavík mánuð- ina janúar, febrúar og marz 1939. Alþýðuflokkurinn fékk því einnig komið inn í gengislækk- unarlögin, að verðlag á kinda- kjöti og mjólk mætti ekki hækka innanlands nema því að- eins að kaupgjald framan talins ófaglærðs verkafólks, sjómanna og iðnlærðra fjölskyldumanna hækkaði. Og loks fékk hann það ákvæði inn í lögin, að óheim ilt væri að hækka húsaleigu, meðan þau væru í gildi, og að stofnuð væri húsaleigunefnd, sem síðan hefir haft handfast eftirlit með því, að því ákvæði væri fylgt. Þá má að endingu ekki held- ur gleyma því, að fyrir frum- kvæði Alþýðuflokksins hafði þegar áður en gengislækkunin var framkvæmd verið skipuð verðlagsnefnd, sem einnig síð- an hefir haldið áfram störfum og átt verulegan þátt í því að halda niðri verðlagi á þýðing- armiklum erlendum nuðsynja- vörum, meðal annars með því að banna álagningu á þær um- fram það, sem hæfilegt hefir þótt. Með öllum þessum varúðar- ráðstöfunum taldi Alþýðuflokk- urinn líkur til þess að hægt yrði að koma í veg fyrir dýrtíð af völdum gengislækkunarinnar. En ef verðhækkunin skyldi þó, þrátt fyrir alt, reynast óviðráð- anleg, trygði hann það með kaupgj aldsákvæðunum, að hin- ar lægst launuðu stéttir í land- inu fengju að nokkru bætt það tap, sem þær yrðu fyrir af vax- andi dýrtíð. Það er vert þess að taka það greinilega fram, að þess munu engin dæmi, að gengislækkun hafi nokkru sinni í nokkru landi, jafnvel undir Alþýðu- flokksstjórn, verið framkvæmd með slíkum öryggisráðstöfun- um fyrir hinar lægst launuðu stéttir, og mættu þeir menn, sem óánægðir voru í vor með afstöðu Alþýðuflokksins til þessa máls, vel íhuga það og gera sér grein fyrir því, hvort þær öryggisráðstafanir hefðu verið gerðar hér, ef Alþýðu- flokkurinn hefði ekki lagt lóð sitt í vogarskálina. Árangurinn af þessari gætnu og framsýnu stefnu Alþýðu- flokksins í gengislækkunarmál- inu er nú kominn á daginn við skýrslu kauplagsnefndarinnar, sem skipuð var til þess að reikna út hækkun framfærslu- kostnaðarins hér í Reykjavík og nú lagt fyrir ríkisstjórn- ina niðurstöður sínar um verð- lagsbreytingarnar þá þrjá mán- uði, sem liðnir eru síðan geng- islækkunin var framkvæmd. Af þeirri skýrslu verður það ljóst, að til þeirrar kaupgjaldshækk- unar og verðhækkunar á kjöti og mjólk, sem reiknað var með sem möguleika, kemur að vísu ekki þ. 1. júlí. En hún sýnir að öryggisákvæði Alþýðuflokksins hafa borið annan, miklu æski- legri árangur, nefnilega þann, að svo vel hefir tekist að halda verðlaginu í landinu niðri, að framfær,slukostnaðurinn hér í Reykjavík hefir ekki hækkað af völdum gengislækkunarinnar nema um ein rúm 2%. Og það er ekki aðeins hinum lægst launuðu stéttum miklu meira virði heldur en þótt þær hefðu með kaupgjaldshækkun fengið að hálfu leyti bætt það tap, sem þær hefðu orðið fyrir, ef fram- færslukostnaðurinn hefði hækk- að um meira en 5%, heldur einnig útgerðarmönnunum og sjómönnunum, sem því aðeins geta haft varanlegt gagn af geng islækkuninni, að sá hagnaður, sem þeir hafa af henni, sé ekki svo að segja strax aftur af þeim tekinn með hækkuðu verðlagi í landinu og hækkuðu kaup- gjaldi. Verkafólkið, sjómennirnir og útgerðarmennirnir hafa yfir- leitt engan hag af því, að geng- islækkunin hafi verðlagshækk- un og dýrtíð í landinu í för með sér. Þvert á móti. Þessar stéttir og —• það er óhætt að segja — með þeim yfirgnæfandi meiri- hluti þjóðarinnar hefir því á- stæðu til þess að fagna því, að svo vel hefir tekist fram að þessu að halda verðlaginu niðri. Það gefur líka vonir um það, að gengislækkunin hafi ekki verið til einskis gerð. Kaupum tuskur og strigapoka. PF1 Húsgagnavinnustofan 1® Baldursgötu 30. Simi 4166. ramkð\lunr3(opkr\nq. ^rsUKaUa. Salka Valka á frönsku NÝLEGA er „Þú vínviður jj hreini“ kominn út í franskri þýðingu undir nafninu: Salka Valka — Petite fille d'Islande. Alfred Jolivet, prófessor í norð- urlandamálunum við Parísarhá- skóla, hefir þýtt bókina, en þekt bókaútgáfufélag, Nouvelle Revue Frangaise (Gallimard) hefir gefið hana út. Formála fyrir henni ritar Maroel Arland, franskur rithöf- ■undur. Telur hann hin nánu tengsl á milli mannanna og urn- hverfisins einn helzta kost bókar- innar. Að efnisvali kveður Arland Kiljan minna á frönsku natural- istanna, en svipa annars til Thomasar Hardy's að biturri hæðni, tilfinningum, sem að eins eru gefnar í skyn, og tilfinningu fyrir einmanaleik mannsins og ó- sigrum hans, en hins vegar skorti Kiljan víðsýni Hardy's og öryggi í listrænni efnismeðferð og bygg- ingu verksins. Þó að enginn hrósi 6Ígri í bókinni, telur Arland dá- litlum vonarneista bregða þar fyrir. Þótt ekki komi þar fram traúst og trú á lífinu, má þó að minsta kosti finna þar undir- niðri viðkvæma lotningu fyrir líf- jinu í sinni einföldustu mynd. Um þýðingu A. Jolivets pró- fessors skal ekki fjölyrt. En þeir, er þekkja til ritstarfa hans, vita, að hann er allra manna vandvirkastur og nákvæmastur, og mun því óhætt að fullyrða, að „nafn hans sé nægileg trygg- ing fyrir því, að verkið sé vel af hendi leyst.“ Prófessor Jolivet hefir, eins og rnargir íslendingar vita, tekið miklu ástfóstri við íslenzka menningu og bókmentir, og hefir hann enn sýnt það í verkinu með því að leggja á sig það erfiði að þýða þessa bók Hall- dórs Laxness. Er það mikils virði fyrir oss íslendinga að eiga að, í helzta mentasetri álfunnar, annan eins mann og prófessor Jolivet er. Mér er vel kunnugt um, að hann lætur ekkert tækifæri ónot- að til aÖ breiða út þekkingu á íslenzkri menningu og bókment- pm, bæði í ræöu og riti. Hefir hann, að ég hygg, fyrstur franskra prófessora haldið opin- bera fyrirlestra við Sorbonne um íslenzkar bókmentir. Áhugi manna á íslenzkum bókmentum hefir vaxið mikið í Frakklandi hin kíðustu ár, og á starf prófessors Jolivets mestan þátt í því. Má í þessu sambandi benda á, að einn lærisveinn Jolivets, P. Naert, hef- ir nýlega þýtt ljóðabók Tórnas- ar Guðmundssonar, „Fagra ver- öld“, á frönsku, og kom hún út í byrjun þessa árs. Hér skal engu spáð um vin- sældir þær, sem Salka Valka á eftir að afla sér í Frakklandi. En hvernig sem hún kann að falla í smekk hinnar gömlu og vand- fýsnu bókmentaþjóðar, megum vér Islendingar vera prófessor Jolivet þakklátir fyrir hið merka starf hans í þágu íslenzkrar menningar í Frakklandi. Símon Jóh. Ágústsson. Æskan er nýkomin út. Forsiðumyndin er úr Sundhöllinni í Reykjavík. Efni: Sumarstörf og iþróttir, eftír Margréti Jónsdóttur, Vor, kvæði eftir Sigurð Draumland, Þú syngjandi æska, lag eftir Ás- geir Ingvars, Máríuerlan, saga eftir Hans Danrud, Lubbi, kvæði eftir Stefán Jónsson. Bærinn á ströndinni, eftir Gunnar Magnúss o. m. fl. •i Kaupsýslutí'ðindin, 22. tölublað yfirstandandi ár- gangs, er nýkomið út. Hefst þáð á skýrslu um Landsbanka ís- lands. Þá er: Tólf ráð til þess að fá menn á sitt ráð, eftir Dale Carnegie o .m. fl. Mentamál, janúar—júní-heftið er nýkomið út. Efni: Kennarasamtökin á ís- landi 50 ára, Brautryðjendur, Formenn S. I. B. hafa orðið, Fræðslulögin, Snorri Sigfússon, Saga alþýðufræðslunnar o. m. fL- Útbreiðið Alþýðublaðið! Mest og bezt fyrir krónuna með því að nota þvotta- duftið PERLA Jón Gunnarsson: Leiðbeiningar um vatnsræktun. ♦ Niðurl. Eins og áður greinir, breytist reaktion (pH) næringarlagarins jafnframt því, að jurtirnar vaxa, og reaktion þessa verður að prófa annað veifið og lagfæra er þörf krefur. Efni þau, sem þarf til að prófa sýruinnihald vatns eða næringarlagar eru þessi: 1. Bromthymol blár indika- tor er fá má í lyfjabúðum eða í efnasmiðjum, sem vökva, eða í gegnsýrðum pappírsræmum. — Slíkar pappírsræmur gegnsýrð- ar ýmsum öðrum sýrum eru og fáanlegar og eru mjög hentugar til þess að lagfæra sýruinnihald vatns og næringarlagar. 2. Brennisteinssýra. Maður kaupir sér skamt af 3% kem- iskt hreinni brennisteinssýru, sem þynna má enn meira með vatni, ef prófun á næringarleg- inum sýnir, að litla viðbót sýru þurfi til að mynda hæfilega reaktion. Sýrumagið t. d. í einum lítra af vatni eða næringarlegi, getur maður mælt með því að athuga lit indikatorsins, sem bætt var í, eða sýrupappírsins, sem stung ið er í löginn. Noti maður Bromthymol bláan indikator, sýnir gulur litur sýru reaktion og þarf þá eigi neitt að lag- færa), grænn litur sýnir hlut- lausa reaktion, en blár litur al- kaliska reaktion. Ef litur lagar- ins er upphaflega grænn eða blár, skal bæta við 3 % eða daufari brennisteinssýru, smátt og smátt, og hræra í, þar til lög- urinn verður lítið eitt gulur, — (sem merkir ca. pH6). Ekki er vert að bæta í meiru en þetta, þar eð guli liturinn á leginum heldur sér, þótt of mikilli sýru sé bætt við í löginn. Skrifið hjá yður hve miklu þurfti við að bæta af sýru í geymi þann, sem sýnishornið var tekið úr. Því maður veit áður, hve mikið hann tekur, og bætir sýrunni í hlutfallslega við það, sem þurfti að bæta í þenna eina lítra. Breytingar á næringarlegin- um byggðar á efnagreiningu vatnsins. Ef kranavatn er notað í nær- ingarlöginn, er æskilegt, að efna greina það. í sumu vatni er það mikið af kalki, og ef til vill af magnesium og sulfate, að við- bótar er engin þörf, og getur valdið tjóni. Æskilegast er, að geta ætlast á um samsetningu næringarlagarins, og tekið tillit til málmsalta þeirra, sem fyrir eru í vatninu. En þar eð sam- setning næringarlagarins þarf ekki að vera hárnákvæm. er eigi brýn nauðsyn að efnagreina vatnið, sem notað er, nema um mjög mikla málma sé að ræða í vatninu. Mun ég bráðlega birta hér í blaðinu efnagreining vatns þess, sem við höfum hér í Reykjavík og Hafnarfirði. Efnin í næringarlöginn. Margvíslegar blandanir má nota, en að þessu sinni tilgreini ég aðeins eina, sem reynst hefir vel við tilraunir í Berkeley. Efn- in er hægt að fá hér í lyfjabúð- um, en flest eingöngu kemiskt hrein og verða því of dýr úr lyfjabúðum, ef um mikla rækt- un er að ræða, og því æksilegt að fá þau frá Ámeríku. Þau eru þessi í Vz lítra af vatni: Ammonium phosphate (monobasic) 16 gr. Potassium nitrate 62 — Calcium nitrate 94 — Magnesium sulfate (Epsom salt) 47 — æær'öe mw® Sölt þessi eru látin í vatnið, helzt í sömu röð og þau eru til greind hér að framan. í blöndu þessa þarf svo að bæta frum- efnunum járni, boron, mangan- ese, og undir sumum kringum- stæðum, zinki og kopar, en sem þarf að vera í örlitlum skömt- um, vegna þe.ss, að um eitrun getur orðið að ræða fyrir jurt- irnar, ef meira er notað af þess- um efnum, en. til er tekið hér að neðan. Molybdenum og sennilega fleirí frumefni, sem jurtirnar þurfa örlítils af, eru venjulega í óhreíinindum í nær- ingarleginum, eða í vatninu, og þarf því naumast að gefa gaum. a) Boron og manganese upp- lausn: Leysið upp 3 sléttfullar teskeiðar af boric acid og eina teskeið af kemiskt hreinni manganese chloride (Mn C1 2 4H2 0) í ca. 4V2 lítra vatns. Manganese sulfate má nota í stað chloride. Blandið einum hluta af þessari upplausn í tvo hluta vatns (eftir máli). Nota skal.J/á lítra af þessari upplausn í ca. 112 lítra af næringarlegi. Frumefnum þessum, undið lið a.) er bætt í næringarlöginn, þegar hann er búinn til í fyrstu, og þarf einnig að gera það, þeg- ar skift er um löginn. Ef jurrt- irnar bera þess vott, að þær skorti manganese eða boron, má bæta þessari upplausn í löginn hvenær sem þarf. En aðgæzlu er þörf i þessu efni, því of mikið af þessu getur skemt jurtirnar. b) Zink og kopar upplausn: Oftast má sleppa þessari upp- lausn, þar eð þessi efni er oft- ast í óhreinindum í vatninu, söltunum eða í geymunum sjálfum. En þegar þau vantar, er þeim bætt í næringarlöginn, með sama hætti og a.) upplausn- inni. Upplausn b.) er búin til þann- ig, að 4 teskeiðar (ca. 64 grömm) af kemiskt hreinu copper sul- fate (Cu So4 5H2 0) eru látnar í 4V2 lítra af vatni. Einn hluti af þessari upplausn er látinn í 4 hluta af vatni. En aðeins ein teskeið af þessari daufari upp- lausn er notuð í 112 lítra af næringarlegi. c. Járni bætt í næringarlög- inn: Venjulega þarf að bæta inn: Venjulega þarf að bæta járnupplausn í næringarlöginn, einu sinni eða tvisvar í viku. Ef ■«.. IIHJ—HWH- blöð jurtanna gulna, þarf að gera það oftar. Gul geta blöðin þó orðið; af ýmsum orsökum öðrum en að jurtirnar þurfi járn. Járnupplausnin er búin til þannig, að 1 sléttfull teskeið (16 gr.) af járn-tartrate, eða citrate, er leyst upp í einum lítra af vatni. Hálfur bolli af þessari upplausn er látinn í 112 lítra af næringarlegi, þegar járns er þörf. Þetta eru þá helztu atriðin er vita verður deili á, er menn hefja vatnsræktun, og vona ég, að þetta yfirleitt nægi í bili, þeim er ekki lesa ensku. En hin- um vil ég ráðleggja að lesa hina fróðu og jafnframt skemtilegu bók: Soilless Growth of Plants, eftir Ellis & Swaney, því slíkui' lestur opnar manni útsýn til bjargráða gegn grænmetis- skorti þeim, er almenningur á enn við að búa mestan hluta árs, með þeim hætti, að menn geta sjálfir ræktað meira grænmeti og einnig á öðrum tímum árs, en áður, og að eigendur gróður- húsa geta stórum aukið fram- leiðslu sína, og því einnig selt hna við vægara verði en und- anfarið. Ég býst ekki við að skrifa meira um þetta mál fyr en líð- ur að hausti, og ég hefi séð hvernig vatnsræktin gengur hjá sjálfum mér. En þótt einhver mistök verði í byrjun, reyni ég bara aftur, og hætti eigi fyr en ég næ sama árangri og áhuga- mennirnir vestur í Bandaríkj- unum. Það gæti verið gagnlegt, fróð- legt og skemtilegt að stofna hér Frl. á 4. sliu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.