Alþýðublaðið - 01.07.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.07.1939, Blaðsíða 2
LAUGARDAGINN 1. JÚLI 1939. ALÞÝ0OBLAÐIÐ En það kærði Þumalína sig ekki um, hún vildi ekkert hafa saman við nágrannann að sælda, því að hann var moldvörp- ungur. Hann kom í heimsókn og var í flauelsfeldinum. Haga- músin sagði, að hann væri ríkur og lærður. En hann þoldi ekki blómin og sólina og talaði illa um hvorttveggja, því að hann hafði aldrei séð það. Hann hafði nýiega grafið sér löng göng niðri í jörðinni frá sínu húsi til húss hagamúsar- ' innar. í þessum gangi fengu þær að ganga sér til skemtunar Þumalína og Hagamúsin. — En hann sagði þeim, að þær þyrftu ekki að vera hræddar við dauða fuglinn, sem lá í ganginum. Þúmalína varð að syngja og hún söng: „Svíf þú nú fugl“ og: „Fífilbrekka gróin grund“ og þá varð moldvörpuunginn ástfanginn af henni, en hann hafði samt ekki vit á því, því að þetta var moldvörpungur, sem kunni sig. Bindindisiálafnnfe að Strðfid i Bang- ánðliiH. i • ri , mmmmm | BINDINDISMÁLAFUNDUR' J.NN, sem stúkan Frón nr. 227 hér í bænum boðar til að Strönd á Rangárvöllum, hefst með guðsþjónustu í Oddastaða- kirkju á morgun kl. 12Va- — Fundurinn verður settur kl. 3V2 aö Strönd, Þar fara fram um- ræður um ástandið í áfengismál- unum; auk þess sem flutt verða tvö fræðsluerindi. Kl. 8 hefst fjölbreytt kvöldskemtun, og síðan verður danz fram eftir kvöldi. Kl. 11 verður mótinu slitið. Kl. 8Vé á sunnudagsmorgun halda bílar stúkunnar Frón af stað frá Góðtemplarahúsinu hér í bænum, og þurfa þeir menn, sem sækja ætla þetta mót, og óska að fá far austur með bílum stúkunnar, að vitja farmiða í Góðtemplara- húsið í dag kl. 2—4 síðdegis. Margir hafa þegar tilkynt komu sína til mótsins, bæði Reykvík- ingar, Hafnfirðingar og menn úr sýslunum austan Hellisheiðar, og 'má því vænta þess, að fundurinn verði fjölsóttur. Geri við saumavélar, allskon- ar heimilisvélar og skrár. H Sandholt, Klapparstíg 11. sími 2635. Póstferðir 1. júlí: Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, ölfuss- og Flóa-póstur, Þingvellir, Þrastalundur, Hafnarfjörður, Austanpóstur, Grimsness- og Biskupstungna-póstur, Akranes, Borgarnes, Stykkishólmspóstur, Norðanpóstur, Álftanespóstur. — Goðaíoss frá Hull og Hamborg. Súðin að austan frá Siglufirði. Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstur, Þingvellir, Þrastalundur, Hafnarfjörður, Fljótshlíðarpóstur, Austanpóstur, Akranes, Borgarnes, Álftanespóst- ur, Norðaonpóstur, Snæfellsness- póstur, Stykkishólmspósíur. Drfðjl parturinn af lairon- nm tefctnn upp i skatta! —— Slæm reynsla dansks sjóinaims, sem réði sig til vinnu í þriðja ríkinu. D\NSKUR verkumaður gaf nýlega í suðurjózka blaðinu ,,Hejmdal“ lýsingu á reynslu sinni í Þýzkalandi. Hann réði sig sem kyndara á einn af hin- um stóru togurum, sem gerðir eru út frá Cuxhayen. Eftir þriggja vikna vist á togaranum hafði hann mist alla löngun til þessa starfa og bað um launin sín. Hann fékk greidd 29,85 mörk. Hitt hafði verið tekið í skatta og tryggingar. Þegar hann auk þess varð að bíða í nokkra daga eftir því að fá vegabréf sitt, eyddust launin hans þannig, að hann átti að- eins fyrir heimförinni. Maðurinn, sem fékk að reyna þetta launafyrirkomulag, heitir Niels Pedersen. Hann segist hafa tekið vinnunni samkvæmt auglýsingu frá firma, sem kent er við Clausen í Kaupmanna höfn. Honum var lofað launum að upphæð 167,50 mörk á mán- uði, auk þess fæði og húsnæði og V2 % ágóðahlut af afla togar- ans og 3 mörkum af hverri lýs- istunnu. Hann komst þó ekki á sjóinn strax eftir að hann var ráðinn, en varð að bíða í hálfan mánuð eftir því að togarinn legði af stað og þann tíma vann hann að því að mála skipið. Frá 16.—30. maí var hann í veiði- ferð. Það var erfið för, að því er hann segir, og var hann bú- inn að fá nóg eftir fyrstu veiði- förina og bað um launin sín. Það kom í ljós, að hann hafði unnið fyrir 114,85 mörkum á þessum þrem vikum. Þessa upp- hæð fékk hann þó ekki útborg aða, heldur var eftirfarandi dregið frá: Útsvar ........... 17,48 mörk Kirkjusjóðsgjald . 0,75 — Borgaraskattur .. 2,50 — Örorkutrygging . . 5,00 — Sjúkrasjóðsgjald . 4,42 — Atv.leysistrygging 5,75 — Samtals 35,90 mörk Þar við bættist 30,75 marka forgreiðsla og 18,75 mörk til útbúnaðar. Suk pessa átti að ðraga lö Hörk frá. — Fyrst vildu þeir láta mig ganga að því að ég fengi 10 mörkum minna en ég var ráð- inn upp á, segir Niels Peder- sen. — En ég náði í trúnaðar- mann ,,vinnufylkingarinnar“ svonefndu, mann, sem nýt- ur mikillar virðingar. Hann kom því til leiðar, að ég fékk þessi tíu mörk og glaður var ég. Ég gat þó að minsta kosti komist heim til Danmerkur aft- ur. En þá komu þeir erfiðleik- arnir að fá aftur vegabréfið mitt, sem var tekið af mér um leið og ég réði mig til starfsins. Það liðu nokkrir dagar, áður en mér heppnaðist að fá vegabréf- ið, og þessir dagar urðu til þess að þð, sem eftir varð af laun- Bslktur sæasknr í- |rélte||ái!ari 1 Is- lands í imnst. Beðlð Mugað af Benedlkt 0. Waaie. KAUPM.HÖFN í gærkv. FO. SYDSVENSKA DAG- BLADET“ skýrir frá því, að forseti Iþróttasambands íslands, Benedikt G. Waage, hafi boðið einum af kunnustu íþrótta- þjálfurum Svíþjóðar, Kreigsman að nafni, að koma til Reykjavík- lur í haust, til að vera með í ráðum um lagningu og skipulag nýs íþróttavalíar. Fylgir það fregninni, að Kreigsman hafi tekið boðinu. unum, nægði ekki fyrir öðru en förinni heim yfir landamærin! Auk þess segir Niels Peder- sen, að vinnuskilyrðin hafi ver- ið fyrir neðan allar hellur, og þegar hann er spurður að því, hvort hann ætli til Þýzkalands aftur, þá svarar hann: — Nei, það verður ekkert af því. Ég hefi fengið nóg af því. Við urðum að vinna svo að segja allan sólarhringinn. Útbreiðið Aiþýðublaðiil I Brunatry | Liftrpggi VátryiBiMsariferifitðfa Sigfðsar Sigbvatssðasr. ifraiferðir B. Alla íiaga nemei œáauMdaga. um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laæfess aumsst s|é- leiðina. Afgreiðsian í Ileykjavík á BMreiÍastiS ís- sími 1540. CHARLES NQBDHOFF og JAMES NQRMAN HALL: Upprelsnin á IBouníy. 11. Karl ísfeld íslenzkaði. Sólin skein frá skýlausum himni. Þ,i 5 var dásamlegur vetr- armorgun — bjartur, en kuldabitur, og Bounty stefndi til hafs með bramsegl við hún. Um nóttina hvesti og gerðist þungur sjór. Daginn eftir var veðrið hægara, svo að við fengum gott jólaveður. Við fengum rommblöndu í aukagetu og matsveinarnir blístruðu meðan þeir tíndu steinana úr rúsínunum, sem átti að nota 1 búðing inn. Það var ekki vegna þess, að þeir væru svo mikið gefnir fyrir bljómlist, heldur til þess að sannfæra okkur um, að þeir stingju ekki rúsínunum upp í sig. Ég var ennþá að kynnast félögum mínum. Það voru alt saman menn, sem vildu fara til Suðurhafseyja, eða menn, sem stýrimaðurinn eða Bligh höfðu valið. Yfirmennirnir voru allir reyndir sjómenn. Jafnvel grasafræðingurinn okkar hafði fengið meðmæli hjá Sir Joseph Banks, vegna þess að hann hafði verið í leiðangri Cooks til Tahiti. Bligh hefði getað fengið hundrað liðsforingja-efni, ef hann hefði getað tekið alla, sem sóttu um að komast með. Við urðum sex, liðsforingjaefn- in, enda þótt ekki væri ætlast til þess, að skipið hefði fleiri en tvö liðsforingjaefni. Stewart og Young voru ágætir sjó- menn og mjög geðfeldir menn. Hallet var veiklulegur útlits, fimtán ára gamall, hörfandi í augnaráði og með ólundarlegan munnsvip. Tinkler, mágur herra Fryers, var tveim árum yngri, enda þótt hann hefði verið á sjó áður. Hann var hinn mesti æringi og vegna brellna sinna varð hann að láta fyrirberast uppi á rá nærri því hálfa leiðina. Haward, laglegi, gagnorði pilturinn, sem ég hafði hitt í fyrsta skifti, sem ég kom í ká- etuna, var aðeins sextán ára, en þrekinn og sterkur eftir aldri. Hann var dálítill harðstjóri, og reyndi að gera sig að húsbónda í káetu liðsforingjaefnanna, vegna þess að hann hafði verið á sjó í tvö ár á stærra skipi. Við Hayward, Stewart og Young vorum saman í káetu á lágþiljum. í þessum lítilfjörlega klefa hengdum við upp fjögur hengirúm á nóttunni og þarna mötuðumst við. Við höfðum kistu fyrir borð og kistu fyrir stóla. Alexander Smith háseti varð káetuþjónn okkar gegn því að fá ríkulegan hlut í romm- blöndunni okkar, sem úthlutað var hvert laugardagskvöld. Yngsti sjómaðurinn á skipinu, Thomas Ellison, gerðist mötu- neytisþjónn okkar, gegn greiðslu í sömu skipsvalútu. Herra Christian var birgðavörður liðsforingjamötuneytisins. Ég, eins og hinir, hafði fengið honum fimm pund, þegar ég steig á skipsfjöl. Hann hafði keypt fyrir peningana kartöflur, lauk, hol- lenzka osta, te, kaffi, sykur og ýmislegt smávegis. Þessar einka- birgðir okkar urðu til þess að við gátum lifað góðu lífi í margar vikur, enda þótt varla hefði verið hægt að finna meiri þrjót í matsveinaembætti en Tom Ellison var. Skipshöfnin var svo vel birg að víni, að Christian gerði engar ráðstafanir til þess að út- vega okkur einkabirgðir af því. I nærri því mánuð fékk hver maður um eina gallónu*) öls á dag, og þegar ölið var þrotið, *) Gallóna: enskur lagarmælir, nál. 4 7/10 úr lítra.. fengum við sterkt, hvítt, spanskt mistelavín. Þegar það var á þrotum, fengum við rommblöndu. Yið höfðum hinn furðuleg- asta pípara á skipinu, hálfblindan írlending, sem hét Michael Byrne. Honum hafði tekist að leyna blindu sinni, þangað til Bounty var komin út á rúmsjó, en þá kom sannleikurinn í Ijós Bligh til mikillar gremju. En þegar Byrne lék fyrir okkur „Nancy Dawson“ í fyrsta skifti, sem hann gaf merki um það, að rommblandan væri fram reidd, gleymdu allir sjóndepru hans. Hann gat dillað tónum þessa gamla lags betur en við höfðum nokkru sinni áður heyrt. Við mistum fyrir borð mikið af ölinu í stinningskalda af austri, en þá fékk skipið brotsjó yf'ir sig daginn eftir jól. Margar tunnur losnuðu úr búlkanum og þeim skolaði útbyrð- is. Sami brotsjór hrakti þrjá af bátum okkar úr stað og hafði nærri því tekið þá líka. Ég hafði lausn frá varðstöðu, þegar þetta bar við og sat í klefa læknisins aftur í skipinu. Það var þröngur klefi, fullur af óþefjan. En það sakaði ekki Bakkus gamla hið allra minsta. Læknirinn okkar hlýtur að hafa átt eitthvert nafn í skjölum skipsins, en enginn félaga hans vissi nokkru sinni, hvað hann hét. Hann var alt af sætkendur og þess vegna var hann aldrei kallaður annað en Bakkus. Hann var mjög einkennandi skipslæknir, með hinn fjörlega svip sinn, snjóhvítt hárið og vínblá augun. Iiann hafði verið svo lengi á sjónum, að hann mundi varla eftir því, hvernig það var að búa í landi. Hann kveið þeirri stundu, er hann yrði að láta af embætti sem skipslæknir fyrir aldurs sakir. Hann vildi heldur borða saltkjöt en hina ljúffengustu steik. Og einn daginn trúði hann mér fyrir því, að sér væri nærri því ómögul&gt að f«eta sv*fn í rúmi. Fallby»iukóla ksu&í kipt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.