Alþýðublaðið - 03.07.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.07.1939, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ MÁNUDAGINN 3. JÚLÍ 1939 Þumalina. Moldvörpungurinn tók maurildi í munninn. því að það lýs- ir af því, og gekk á undan þeim og lýsti þeim. Þegar þau komu þangað, sem dauði fuglinn lá, Á miðju gólfinu lá dauð svala. Hún baíði ber- rak moldvörpungurinn nefið upp í loftið og sýnilega dáið af kulda. boraði þar gat, svo að ljósið gat skinið inn. Moldvörpungurinn rak löppina í svöluna og sagði: Nú gaular hún ekki framar, sem betur fer. Rikmannlega konan -------- Eftir Pétrar Rigurðsson. EG RÚLLAÐI á gamla ryðg- aða hjólinu minu suður með Tjörninni, einn af heitustu dög- unum í júní s. 1., sem ekki var þó neitt verulega heitur. Ég ætl- aði að hjóla hægt heim og njóta veðurblíðunnar, en þá varð á leið minni kona, er vakti svo athygli mína, að ég gat ekki um annað hugsað á leiðinni heim, og gleymdi svo auðvitað að njóta sólskinsins ótruflaður. Ekki svo að skilja, að ég tapaði mér, eins og hent getur unga sveina og ó- gifta, er þeir sjá fríðar og föngu- legar konur. Ég veit ekki, hvort konan var fríð og fönguleg, því ég sá hana ekki fyrir fötunum. Eða með öðrum orðum: fötin vöktu miklu fremur eftirtekt en konan sjálf. Þar var auðsjáan- lega verið að auglýsa fötin á konunni. Hún var aukaatriðið, sem aðalatriðið var fest á. Þar héngu tvö geysilega mikil loð- skinn á báðum öxlum konunnar, er komu saman á baki hennar og náðu niður að framan, næst- um eins langt og kjóll hennar, sem var í styttra lagi og gerður að neðan eins og laufabrauð var í gamla daga. Ekki bar konan þetta sér til skjóls, því veður var hlýtt og yndislegt, og ekki vafði hún loðskinnin sér að hálsi. Þau voru aðeins hengd til sýnis á axlir hennar. Með þessu talaði konan til þeirra, erframhjáfóru; Sjáið þið mig! Vitið þið, að maðurinn minn er efnaður! En gaman hefði verið að spyrja: Hvar hefir maður yðar grætt? Hefir hann sótt auðlegð sýna í djúp sjávarins eða skaut jarðar með dugnaði sínum, eða hefir hann iátið aðra þræla fyrir sig? Eða „flottav" hann sig á skuldum og lánsfé? Ekki ætla ég samt að gera neitt veður út af þessu, því annað eins hefir nú sést, og oft hefir enn meira skarti verið hlaðið ut- an á ríkra manna dætur og milj- ónamæringafrúr, og ekki er sem þessum peningum sé kastað í sjóinn, því einhver hefir fengið gott verð fyrir þessi dýru skinn, og svo hefir hann getað verzlað með þá peninga eða framkvæmt eitthvað með þeim, ef til vill einhverjum til gagns. Þetta hefir þó aldrei verið nema hátt á ann- að þúsund kr., sem lágu þarna á öxlum konunnar, sem em ef til vill einhverjum meira virði en allur heimurinn. Samt er hér urn að ræða noklmð mjög at- hyglis- og eftirtektarvert. Þetta er eitt af þessum hneykslunar- hellum, sem eftir er að ryðja úr vegi, áður en orðið getur ríki bræðralags og friðar á jörðu vorri. Þjóðirnar berjast um völd og auðlegð jarðar, og ranglát dreifing er oft íkveikjuefnið. Þessi ríkmannlega kona bar ut- án á sér meira en hún þurfti og holt er til fyrirmyndar í fá- tæku þjóÖfélagi, þar sem menn og fyrirtæki ýmist eru á „hausn- am" eða fljóta á lánsfé og skuld- um. Þjóðin er hvött til sparn- aðar af ýmsum hennar forsjál- ustu og beztu mönnum, en er hægt að búast við því, að fá- tæklingurinn spari hið litla, sem hann hefir, á meðan hinir gefa slík fordæmi? Mér er það vel kunnugt, að til eru menn í Reykjavík, sem ekki koma sér að því að fara út á götuna björtustu sólskinsdagana og varla hina heldur, vegna þess, hve föt þeirra eru tötraleg. Og hver veit, nema hægt væri að nefna einn slíkan eða fleiri, sem eiga eftir að verða á vönim margra, þegar ríkmannlega kon- an er grafin og gleymd. Vér lif- Um enn í ranglátu mannfélagi, þar sem heimska, hégómi, kær- leiksleysi og ókristilegur ójöfn- uður heldur velli, þar sem sumir klæðast um of, en aðrir geta ekki skýlt nekt sinni, þar sem sumir eru svangir, en aðrir eta og drekka sér til tjóns. Hvemig bú- ast menn við, að geta tvístrað hópum þeirra manna, er hávær andmæli hefja gegn hróplegri rangsleitni, meðan slíku fer fram fyrir augum þeirra? Hver var annars tilgangurinn með dýru loðskinnin á öxlum konunnar? Ekki var veðrið kalt, og ekki lágu loðskinnin að hálsi hennar. Tilgangurinn var sá, að eftlr þessu skyldi verða tekið, og það gera menn. ÞaÖ er tekið eft- ir slíku, og talað um það líka; en hvað sprettur svo upp af því tali? Þetta, sem vér höfum nú nóg af í heiminuin; æsingar, harð vítugar kröfur, byltingahugur og stéttahaíur. Hverjum er um að kenna? Sennilega báðum aðilj- um að einhverju leyti. En miklu skiftir altaf, hvað fyrir börnun- um er haft. Þessi ríkmannlega kona var gangandi auglýsing peninga rnanns hennar og þess valds, er CHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Upprelsnln á Bounty. 12. Karl ísfeld íslenzkaði. undan honum bakborðs fætinum. Félagar Bakkusar gamla voru Nelson grasafræðingur og Peckover skytta. Skyldustörf skyttunnar geta verið erfið og ábyrgðarmikil, en voru mjög létt um borð á Bounty. Peckover hafði mikið yndi af söng og var enn fremur stauphneigður. Hann fann því fljótt leiðina inn í káetu Bakkusar gamla. Nel- son var stiltur maður, kominn af léttasta skeiði og hafði járn- grátt hár. Enda þótt hann hefði allan hugann við jurtir sínar, hafði hann mikið yndi af félagsskap læknisins. Klefi Nelsons var fyrir framan klefa læknisins, en á milli klefanna var klefi Samúels, einkaritara skipstjórans. Nelson var oftar inni hjá lækninum en í sínum eigin klefa. í öllum einkaklefum voru föst rúmstæði, sem smiðirnir í Deptford höfðu smíðað, en Bakkus gamli vildi heldur leggjast við akk- eri í hengirúmi. sínu á kvöldin. Rúmstæðið notaði hann sem legubekk, og hinn stóra skáp undir rúmstæðinu notaði hann sem einka-vínkjallara. Rúmstæðið fylti út nærri því helming klefans, og beint á móti rúmstæðinu, undir hengirúminu, voru þrjár víntunnur, sem ekki höfðu verið opnaðar ennþá. Á einni tunnunni logaði jafnan ljós, sem var blátt og dauft vegna skorts á lofti. Á annari sat ég, en Bakkus og Nelson sátu hlið við hlið á rúminu. Báðir höfðu pjáturkrúsir fyrir framan sig. Það var þungur sjór og annð slagið var ég hræddur um, að tunnan rynni af stað með mig, en þeir tveir, sem á rúminu sátu, virt- ust ekki gefa veðrinu gaum. — Purcell er fyrirtak, sagði læknirinn og horfði aðdáunar- augum á tréfótinn sinn. — Betri timburmeistari hefir aldrei sveiflað skipsöxi. Fóturinn, sem ég hafði áður, var fram úr hófi lélegur, en þessi er eins og hold af mínu holdi og bein af mínum beinum. Skál fyrir herra Purcell. Hann svalg stór- um og smjattaði á víninu. Þú ert lukkunnar pamfíll, Nelson. Ef eitthvað kemur fyrir kjölinn á þér, þá get ég sagað af þér löppina, en Purcell smíðað undir þig betri löpp. Nelson brosti: — Það er fallega hugsað, sagði hann, — en ég vona að ég þurfi ekki að ómaka ykkur. — Við skulum vona það, við skulum vona það! En þú þarft ekki að vera hræddur við að láta taka af þér útlim. Með því að hella í þig hálfum lítra af rommi og með beittum rakhníf skal ég skelia undan þér löppina áður en þú hefir tíma til að depla augunum. Ameríkanski læknirinn hjá Paul Jones brytj- aði í spaðið fyrir mig. — Bittinú — það hefir víst verið árið sjötíu og átta. Ég var á „Drake“ gamla í þá daga. Við Burden skipstjóri vorum þá að leita að „Ranger“ hans Paul Jones. Svo fengum við veður af því, að skipið lægi úti fyrir mynni Belfast Lough. Það var nú skrítin saga, máttu trúa, Með okkur voru ferðamenn. Einn þeirra var liðsforingi í einkennisbúningi. Við skriðum hægt út og komum að baki þeirra amerísku. Fáninn flaug að hún og við hrópuðum: — Hvaða skip er þetta? — Það er amerík- anska skipið ,,Ranger“, sagði ameríkanski stýrimaðurinn, og í sama bili flaug fáni Bandaríkjanna að hún. í sömu andránni skutu bæði skipin. Það var nú meiri hávaðinn. Bounty tók allmikla dýfu og sjór gekk yfir skipið. — Upp með peningar veita, sem er ekki lítið, því peningarnir eru guð þessa heims. Það er einmitt sú guðs- dýrkun, sem gerir siðabætur ó- framkvæmanlegar bæði í stjórn- málum, félagslífi og viðskiftum iog í síðferðismálum. Það er fyrir ávinningssakir að menn framleiða drápstól og berjast. Það er fyrir ávinningssakir að menn viðhalda rándýrri verzlun og ranglátum viðskiftum. Það er fyrir ávinn- íngssakir að menn selja áfengi og önrmr eiturlyf, og þess vegna vinnum vér bindindismenn ekki sigur, því guð þessa heims er sterkur, og það er fyrir ávinn- ingssakir að menn verzla með skemtanagræðgi og lægstu hvatir manna. Það er þess vegna eðlilegf, að alt það, er auglýsir peningavald- ið og forréttindi þeirra, er í skjóli þess guðs búa, hafi miður góð á- hrif á alla hugsandi menn og hina afskiftu í mannfélaginu. Ég tók eftir því í Ameríku, að Gyðingar klæddu konur sínar mjög ríkmannlega. — Mér er fremur vel við Gyðingana og ég tek málstað þeirra, en hver veit, nema einhverjum, til dæmis í Þýzkaiandi — hafi þótt ójafnt skift? Meistarinn kendi, að sá, sem ætti tvær skyrtur, skyldi gefa aðra þeim, sem enga ætti. Þetta er kristindómur. — Erum vér kristnir? Það ætti að vera nóg hverri frú, að hengja eina tófu um hálsinn á sér, og sjá svo, hvort ekki fyndist klæðlítill háls, er hefði þörf fyrir aðra. Með lækkuðu verði Tarinur 6 manna 5,00 do. 12 mahna 7,50 Ragúföt með loki 2,75 Smjörbrauðsdiskar 0,50 Desertdiskar 0,35 ísglös á fæti 1,00 Ávaxtadiskar, gler 0,50 Áleggsföt 0,50 ísdiskar, gler 0,35 Matskeiðar 0,25 Matgafflar 0,25 Teskeiðar 0,15 Bamakönnur 0,50 Kökudiskar stórir 1,50 Speglar 0,50 K. Elnarsstn & Bjðrnsson Banbastræti 11. Kaupum tuskur og strigapoka. WF Húsgagnavinnustofan Baldursgötu 30. Sími 4166. Felix fiiðnundssoi 55 ðra i dag. FELIX GUÐMUNDSSON á 55 ára afmæli í dag. Hann er einn þrautreyrrdasti og ötulasti forvígismaður alþýðu- stéttarinnar í þessum bæ. Korn- ungur hóf hann brautryðjanda- starf innan verkalýðsstéttar- innar fyrir auknum skilningi hennar á samtakamætti og auk- inni menningu. Hann hefir átt sæti í stjórn Dagsbrúnar og var um mörg ár ritari félagsins. Þá hefir Felix gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir Alþýðu- flokkinn, m. a. átt sæti í stjórn Alþýðusambandsins. Hann var einn aðalhvatamað- ur að stofnun Sjúkrasamlags Reykjavíkur (hins eldra) og hef- ir verið fulltrúi Alþýðuflokks- ins í stjórn Sjúkrasamlagsins, síðan lögin um alþýðutrygg- ingarnar gengu í gildi. Þá eru störf Felixar í barátt- unni á móti áfengisbölinu þjóð- kunn, og hefir hann allajafna verið einn meðal áhrifamestu manna innan Good-Témplara- reglunnar. Felix er einlægur hugsjóna- maður, en þó ávalt raunsær. Hann hefir óbilandi trú á hin- um góða málstað, málstað rétt- lætisins. Hann gerir miklar kröfur til fólksins, en þó alla- jafna, eins og sæmir góðum bar- dagamönnum, mestar kröfur til sjálfs sín. Alþýðublaðið óskar Felix Guðmundssyni hjartan- lega til hamingju á afmælisdag- inn. Súðin er hér; fer 5. júlí austur um í hringferð. Hetjur skóganna heitir amerísk stórmynd, sem Gamla Bíó sýnir núna. Er hún leikin af George Brent, Beverley Roberts og E1 Brendel. yður, herra Byam, skipaði læknirinn. Ég þaut út úr káetunni og upp á þilfarið. Gegn um veðurgnýinn og brakið í skipinu heyrði ég, að allir voru kallaðir upp á þiljur. Mér virtist allt vera á ringulreið. Bligh stóð við aftursigluna ásamt Tryer, sem hrópaði skip- unarorð til manna sinna. Þeir voru að fella seglin, til þess að geta beitt betur upp í vindinn. Er því var lokið, var skipið ör- ugt og hélt áfram ferð sinni. Brotsjórinn hafði ekki látið sig án vitnisburðar. Allir þrír bát- arnir voru skemdir, öltunnurnar, sem höfðu verið tjóðraðar á þilfari, sáust hvergi. Skutur skipsins hafði hlotið svo mikið á- fall, að káetan var full af vatni, sem rann inn í brauðgeymsl- una og eyðilagði mikið af brauðbirgðum okkar, Þegar við vorum staddir á 39 gráðu norðlægrar breiddar, lægði veðrið. Sólin skauzt fram úr skýjarofi og vindur varð norðlægur. Við sigldum til Teneriffa fyrir fullum seglum. Þann 4. janúar fórum við fram hjá frönsku verzlunarskipi, sem var á leið til Mauritius. Morguninn eftir komum við auga á Tene- riffa í suðaustri, í um 36 mílufjórðunga fjarlægð. Vindinn lægði þegar nær dró landi og við eyddum heilu dægri í það að kom- ast til Santa Crus. Þar vörpuðum við akkerum á 25 faðma dýpi, rétt hjá spönsku póstskipi og ameríkönsku briggskipi. Þarna lágum við í fimm daga. Og hér var það, að fræi ófrið- arins var sáð, þess ófriðar, sem leiddi til þess, að ferðalag okk- ar hlaut svo raunaleg endalok. Þar eð brim var við ströndina, útvegaði Bligh báta frá landi, til þess að færa okkur vatn og birgðir. En sína menn lét hann vinna frá morgni til kvölds að því að gera við þær skemdir, sem brotsjórinn hafði valdið. Þetta gerði skipverjum gramt í geði. Þeir höfðu átt von á því, að fá að vera í bátuúum, en þá hefðu þeir fengið færi á því að komazt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.