Alþýðublaðið - 03.07.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.07.1939, Blaðsíða 4
MÁNUDAGINN 3, JÚLÍ 1939 ■ GAMLA Blðsaa Lifa, elska og læra. BráSskemmtileg og afar fjörug amerxsk skemmti- mynd frá Metro-Goldwyn Mayer, Aðalhlutverkin leika hin- ir skemtilegu og vinsælu leikarar: Robert Montgomery °g Rosalind Russell. L O. G. T. ÍÞAKA. Fundur annað kvöld. Fréttir af stórstúkuþingi. — Ferðalög í sumar. ST. VIKINGUR NR. 104. Fundur í kvöld á venjulegum stað og tima. Fréttir af stórstúkuþingi- inu. Fjölsækið stundvíslega. Æ.t. „Goðafoss“ fer á miSvikudagskvöld 5. júlí vestur og norður. Farseðlar ósk- ast sóttir fyrir hádegi sama dag. Skipið fer 13. júlí til Leith og Hamborgar, „Gullfoss“ fer á fimtudagskvöld kl. 10 um Vestmannaeyjar til Leith og Kaupmannahafnar. Reikningum { vegna komu ensku knattspyrnu manna óskast framvísað þriðju- daginn og miðvikudaginn kl. 5Vs —7 e. h. í skrifstofu K. R. í K. R.-húsinu. Drottningin er hér, fer kl. 8 i kvöld norður. Hraðferðlr B. S. A. AUa daga nema mánudaga. um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjó- leiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á BMröiðastöð ís- sími 1540. BfifreiðastlSII Akureyras*. VESTMANNADAGURINN Frh. af 1. síðu. barna sinna, landsins barna, en Pétur Halldórsson gat ekki mætt vegna veikinda og flutt á- varp Reykjavíkurbæjar eins og ætlað hafði verið. Að ávörpunum loknum fluttu þessir ræður: Jónas Jónsson fyrir minni Bandaríkjanna, séra Friðrik Hallgrímsson fyrir minni Kanada, Jakob Kristins- son fræðslumálastjóri talaði um vesturferðir íslendinga, Guð- mundur Finnbogason um Vest- menn og Sigurður Nordal pró- fessor um mesta ljóðskáld Vest- urheims, Stephan G. Stephans- son. Á milli ræðanna lék Lúðra- sveit Reykjavíkur. Hátíðahöldunum í Almanna- gjá lauk með upplestri Emih'u Borg á kvæði eftir Steingrím Arason kennara. Fóru hátíðaholdin prýðilega fram, en það eina, sem skygði á ánægjuna, var stormurinn og rokið, sem fór vaxandi seinni hluta dagsins. Þegar hátíðahöldunum var lokið í Almannagjá, var gengið til Lögbregs og talaði Matt- hías Þórðarson þjóðminjavörð- ur frá Lögbergi um þann sögu- lega stað, en Lúðrasveit Reykja- víkur lék nokkur lög. Um kvöldið var skemtun í Valhöll, og skemtu þar Karla- kór Reykjavíkur og Stefán Guð- mundsson óperusöngvari. Kveðlnr yfir bafið. Vestmannadeginum bárust nokkur skeyti, og þ. á. m. skeyti frá Vestur-Islendingum, stöddum á fslendingahátíð að Gimli. Skeyt ið er svohljóðandi: „Formaður Vestmannadagsins, Þíngvöllum. Beztu kveðjuóskir. Þakkir Vest- ur-íslendínga til fyrsta Vest- mannadagsins á Þingvöllum. Þjóðræknisféiagið“. Þessu skeyti svaraðí Vestm.- dagurinn með eftirfarandi skeyti: „Fyrsti Vestmannadagurinn á Þingvöllum sendir innilegar kveðjur og hamingjuóskir öllum samankomnum að Gimli á fim- tugasta Islendingadegi í Kanada'* Einnig bárust Vestmannadeg- inum skeyti frá Hermanni Jónas- gyni forsætisráðherra, fulltrúa- fundi Sambands ísl. samvinnufé- laga að Reykholti og Vökumanna sambandinu. AÖ öllum hátíðahöldum lokn- um náði fréttariíari Alþýðublaðs- ins á Þingvöllum tali af formanni háííðanefndarlnnar Sigfúsi Hali- dórs frá Höfnum, og spurði hann hvernig honum fyndist dagur- inn hefði telrist. „Ég verð að segja að þetta hefir alt tekizt betur en þeir bjartsýnustu höfðu gert sér von- ir um“, segir Sigfús Halldórs, „og við erum staðráðnir í að halda þessari starfsemi áfram og reyna með þvi að tengja bræðra- böndin enn betur milli Islendinga hér heima og vestan hafs. — Haldið þér að þessi hátíð hafi vakið mikla athygli hjá Vest ur-íslendingum? „Ég er sannfærður um að há- tíðin hefir vakið mikla athygli, en á þó sérstaklega eftir að vekja meiri athygli þegar fréttirnar héð an fara að berast yfir hafið.“ — Er nokkuð sérstakt sem þér vilduð segja um daginn? „Ég vildi gjarnan mega þakka þeim mörgu, er hafa stutt há- tíðanefndina í því, að gera þenna fyrsta Vestmannadag á íslandi sem hátíðlegastan“. Eimskip: Gullfoss kom hingað kl. \2% í dag, Goðafoss er í Reykjavík, Brúarfoss og Lagarfoss eru í Leith, Dettifoss er á leið til Grimsby, Selfoss er á leið hing- að frá Antwerpen. Fyrirlestra um dulspeki flytur E. C. Bolt í húsi guð- spekifélagsins dagana 7—11 júlí Áskriftalistar í Bókav. Snæbj. Jónssonar og* í rakarastofunni í Eimskipafélagshúsinu. Öllum Iieimill aðgartgur. Lauqarvatnsmótið. f DAG Gestirnir biðn í nín klubkostnndir í gær eftir gosi hjá fieysi. En fenp Sá að sjá hið feprsta ps. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. LAUGARVATNI í dag. fj ÁTTAKENDURNIR í norræna kynningar- mótinu á Laugarvatni biðu í 9 klukkutíma í gær hjá Geysi eftir gosi. Komu þeir þangað klukkan 2 e. h. Skálin var full, en svo var flætt úr henni og í hana látin 130 kg. af sápu. Klukkan 11 um kvöldið kom geysifagurt gos um 60 metra hátt. Urðu erlendu gestirnir mjög hrifnir. Frá Laugarvatni var farið kl. 10 í morgun að skoða Sogsfoss- ana. Var komið til Þingvalla kl. 2 og snæddur þar miðdegisverð- ur. Pálmi rektor Hannesson, sem hefir verið þátttakandi í kyningarmótinu allan tímann, sýndi staðinn. Þátttakendurnir koma hingað LAUGARVATNSFÖR VERKA- KVENNA Frh. af 1. síðu. Svo var haldið niður að Laug- arvatni og gróðurhúsin og mannvirkin þár skoðuð. Höfðu sumar verkakonurnar aldrei átt kost á því að koma þangað áður og þótti að vonum mikið til koma. Á heimleiðinni í gærkveldi var stanzað við Kerið í Gríms- nesinu, en því næst haldið að Þrastalundi, þar sem verkakon- urnar og gestir fengu hinar hlý- legustu viðtökur og ágætt kaffi. Heim til Reykjavíkur var aftur komið klukkan ellefu í gær- kveldi og skildi hópurinn hinn ánægðasti yfir förinni. Næturlæknir er í nótt Kjart- an Ólafsson, Lækjargötu 6B, sími 2614. Næturvörður er i Laugavegs- og Ingólfsapóteki. OTVARPIÐ: 19,45 Fréttir. 20.10 Veðurfregnir. 20,20 Hljómplötur: Göngulög. 20,30 Sumarþættir (V. Þ. G.) 20,50 Einleikur á píanó (Fritz Weisshappel). 21.10 Hljómplötur: a) Slavnesk sönglög. b) 20,30 Kvartett í A-dúr eft- ir Mozart. 22,00 Fréttaágrip. Dagskrárlok. Tveir nýir bátar til Vestm.eyja. T GÆRMORGUN komu til fi Vestmannaeyja vélbátarnir Baldur og Hrafnkell goði — báð- Jr keyptir í Frederikshavn í Dan mörku. Bátarnir eru 53 smálestir að s.tærð með 145—160 hesta Alpha- díselvélum. Bátarnir eru 7 ára gamlir en vélarnar eins árs. Verð erlendis var 54 þúsund krónur danskar. Eigendur Baldurs eru Haraldur Hannesson skipstjóri Jónas Jónsson og Rögnvaldur Jónsson, en eigendur Hrafnkels goða eru Gunnar ólafsson & Co. Bátunum fylgdu hingað Sigurjón Jónsson skipstjóri frá Eyrarbakka og Sigfús Scheving skipstjóri í Vestmannaeyjum. Bátarnir eru taldir mjög sterk- ir og eru með nútíma útbúnaði, svo sem talstöð og miðunarstöð. Reyndust þeir ágætlega á leiðinni þrátt fyrir örðugt veður. Bátarn- ir eru albúnir til síldveiða og munu leggja af stað norður um miðja næstu viku. Skipstjóri á Baldri verður Halldór Hannes- son en á Hrafnkeli goða, ólafur Isleifsson. F.U. HVAÐ NÚ — UNGI MAÐUR? (Frh. af 3. síðu.) ur víst, að aðrir séu ginkeyptir við honum. Mætti þá svo fara, að þessi áður svo vinsæli rit- höfundur yrði að leggja fyrir sig spurninguna: Hvað nú, ungi maöur? EF ÞJÓÐVERJAR FÁ DAN- ZIG. (Frh. af 3. síðu.) Af öllum þessum ástæðum er það virkilega engin furða, þótt Pólverjar telji það lífsspursmál fýrir sig, að koma í veg fyrir að Danzig hverfi aftur til Þýzkalands. Tilvera Póllands veltur mjög sennilega á því, hvort það verður eða ekki. BRETAR OG JAPANIR Frh. af 1. síðu. ismaður Japana í Tientsin. Samkomulagsumleitanirnar í Tientsindeilunni hefjast á mið- vikudaginn kemur. í Tientsin hefir ekki komið til neinna alvarlegra árekstra síðustu daga, þar til í morgun, að brezkur borgari var handtek- inn við eina eftirlitsstöð Japana. Var Bretinn flettur klæðum af hinum japönsku varðmönnum, og einn þeirra veitti honum högg með byssuskefti sínu. ólafur Páll Jónsson Iæknir hefir verið skipaður hér- aðsiæknir i Bildudalshéraði frá 15. maí þ. á. að telja. SILDIN Frh. af 1. síðu. firði hafa nú tekið á móti þúsund málum til bræðslu, — verksmiðjan á Raufarhöfn 2Vz þúsund málum og verksmiðjan á Húsavík um 200 málum. Auk þess hafa Ríkisverksmiðj- urnar á Siglufirði tekið á móti nokkur hundruð málum af ufsa. Landssýning barnaskólanna. Þær ákvarðanir hafa verið teknar, vegna vaxandi aðsóknar og fjölda áskorana að hafa hana opna næstu daga frá 8—11 á kvöldin. Saga alþýðufræðslunnar heitir nýútkomin bók eftir Gunnar M. Magnúss. Er þetta stór bók um merkilegt efni, gef- in út sem hátíðarit S. I. B. Bók- arinnar verður nánar getiÖ síðar. í kvöld klukkan 19,15 veröur alþjóðlegri tónlistarhá- tíð útvarpað frá Köningswuster- hausen í Þýzkalandi. Islandskant- ata Jóns Leifs er meðal þess, sem leikið verður. F.O. Þórður Eyjólfsson hæstaréttardómari hefir verið kjörinn forseti hæstaréttar fyrir tímabilið frá 1. september 1939 til 1. september 1940. Kenslumálaráðherra hefir skipað Halldór kennara Guðjónsson skólastjóra við bamaskólann í Vestmannaeyjum frá 1. september næst kpmandi. EB NÝJA Blð AMATÖRBEIUB EDIAHF1. a-rfu^str-7 (vÍGNÍff)'1 Ódýrt Hveiti í 10 lb. pokum 2,25 Hveiti í 20 lb. pokum 4,25 Hveiti í lausri vigt 0,40 kg. Strásykur 0,65 kg. Molasykur 0,75 kg. Spyrjið um verð hjá okkur. BBEKKA Símar 1678 og 2148. Tjarnarbúðin. — Sími 3570. i fietjnr skðganni. Amerísk stórmynd frá Warner Bros, samkvæmt hinni víðlesnu sögu Gods- Country and the Woman, eftir James Oliver Cur- wood. Aðalhlutverkin leika: George Brent, Beverly Roberts, E1 Brendel o. fl. Myndin sýnir spennandi og ævintýraríka sögu, er gerist á meðal skógar- höggsmanna og öll tekin í eðlilegum litum í hinni töfrandi náttúrufegurð Kanada. Útbreiðið Alþýðublaðið! Jarðarför Magnúsar Dalhoff gullsmiðs fer fram frá heimili hans, Haga við Ölfusá, þriðjudaginn 4. júlí kl. 1 e. h. Jarðað verður frá Laugardælakirkju. Jónína Daihoff. Jarðarför Guðmundar Guðmundssonar frá Garðsauka fer fram þriðjudaginn 4. júlí frá Dómkirkjunni, og hefst með bæn á heimili hans, Sindra á Seltjarnarnesi, kl. 2 e. h. Fyrir hönd aðstandenda. Helga Smári. Mjélk - Skyr - Smjðr - Ostar. „Engin önnur næring getur komið í stað mjólkur,“ segir pró- fessor E. Langfeldt. Og hann segir enn fremur: „í mjólk eru öll næringarefni: Eggjahvítuefni, kolvetni, fita, sölt og fjörefni. Mjólkurneysla kemur í veg fyrir næringarsjúkdóma og tryggir hinni uppvaxandi kynslóð hreysti og heilbrigði.“ Yfirlæknir dr. med, A. Tanberg segir m.a.: ,,Það getur ekki leikið á tveim tungum, að rétt notkun mjóikur og mjólkurafurða í daglegri fæðu er eitt áhrifamesta ráðið til þess að auka hreysti og heilbrigði þjóðarinnar.“ Á sumrin er mjólkin næringarmeiri og vitamínauðugri en á öðrum tímum ársins. Fyrir því er nú rétti tíminn fyrr hvern og einn til að auka mjólkurskamt sinn. Akranes — Borgarnes. Áætlunarferðir alla þriðjudaga og föstudaga strax aftir komu Ms. Fagraness. Frá Borgarnesi kl. 1 e. h. Fagra- nesið fer til Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 9 síðdegis. Hannús ðnnnlanusson, bifreiðarstjéri. TU Þingvalla þrjár ferðir á dag. Tfl Þingvalla kl. 10V2 árdegis, V/2 og 4 síðdegis. Prá ÞingviSUum kl. lVa - 5l/2 og 8 síðdegis. Á laugardögum og sunnudögum aukaferðir eftir þörfum. ! Steindúr Símar: 1580, 1581, 1582, 1583, 1584.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.