Alþýðublaðið - 04.07.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.07.1939, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGINN 4. JÚLl 1939. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — Það er von þér segið það, sagði hagamúsin. ■—- Hvaða gagn hefir fuglinn af söng sinum, þegar veturinn kemur? Þumalína sagði ekkert, en þegar hin tvö snéru baki að henni, laut hún ofan að fugl- inum og kyssti á auga hans. — Máske hefir það verið þú, sem söngst svo vel fyrir mig í sumar, sagði hún. Moldvörpungurinn tróð nú í gatið aftur og og breiddi það yfir fuglinn, svo að honum fylgdi svo gestum sínum heim. En um nótt- væri ekki eins kalt. ina gat Þumalína ekki sofið. Hún fór á fætur og fléttaði brekán úr sefi og fór með það ofan í jarðgöngin Dorsteinn ísaksson verkamaður. Minningarorð. HINN 9. júní andaðist hér í sjúkrahúsinu í Seyðisfirði eftir stutta legu, en að afstöðn- um uppskurði, Þorsteinn ísaks- son verkamaður. Þorsteinn heitinn var fæddur að Stóra-Steinsvaði í Hjalta- staðahreppi 29. nóvember 1877. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Bjarnadóttir og ísak Benediktsson, mestu dugnaðar- og atorku-hjón; var Guðrúnar sérstaklega getið að makleikum fyrir mikið vinnuþol á fæti og og 1 sæti. Þorsteinn misti föður sinn er hann var 9 ára, varð Guðrún þá að bregða búskap, þar sem efni voru mjög takmörkuð, en fyrir fimm börnum að sjá, var Þor- steinn þeirra yngstur. Fór hún þá í vinnumennsku með hann og voru þau á nokkrum bæj- um á Héraði, og alls staðar vel liöin, þar sem það kom snemma í ljós, hvílíkur afburða verk- maður Þorsteinn mundi verða. 1911 kvæntist hann eftirlif- andi konu sinni, Guðfinnu Jóns- dóttur. Áttu þau tvö börn, Margréti, heitmey Haraldar Sveinssonar sjómanns hér í bæ, og Þorstein, í foreldrahúsurn; ólu þau upp bróðurson Guð- finnu, Sigurjón Sigurjónsson, sem verið hefir bifreiðarstjóri í Reykjavík, en nú er orðinn vitavörður á Snæfellsnesi. Árið 1912 reistu þau Guð- finna og Þorsteinn bú að Ekru í Hjaltastaðahreppi og bjuggu þar dágóðu búi til 1924, að þau sögðu jörðinni lausri og fluttu hingað til bæjarins. Þegar Þor- steinn kom hingað, fór hann að stunda almenna vinnu, og gerð- ist þá félagsmaður í verkalýðs- félaginu „Fram“ og hefir starf- að þar síðan, sem einn af þess beztu félögum, því Þorsteinn var þannig skapi farinn, að hann kvikaði ekki frá settu marki, og var hugsjón og starfi sínu trúr. Eins og áður er getið, var Þor- steinn sál. með afbrigðu n góður verkmaður, og hafði þá fögru hugsun, að menn ættu ekki að- eins að vinna fyrir kaupinu, — heldur af dyggð og fullri vel- vild. til þeirra er verkið þiggja. Þeir, sem vinna með því hugar- fari, eru sjálfum sér til sóma, en landi og þjóðfélaginu til ó- metanlegs gagns. Þau hjónin Guðfinna og Þor- steinn, hafa verið góðir meðlim- ir í Alþýðuflokknum — ög engu skeytt, þótt pólitískir hvirfil- vindar hafi sett skörð í fylk- inguna, en jafnan staðið þá sem traustustum fótum: við eigum, því miður, of fáa slíká. Allir þeir, sem kyntust Þor- steini heitnum, eiga hlýjar og góðar endurminningar um hann. Þeir minnast hins glað- lynda og greiðvikna manns, er öllum vildi að liði verða. Kona og börn syrgja ágætan eigin- mann og föður, og við seyð- firskir verkamenn sendum hon um hinztu kveðju með þökkum fyrir góða samvinnu. Þorsteinn sál. var jarðsung- inn mánudaginn 21. júní við svo mikið fjölmenni, að ég minnist ekki, að hafa séð það meira, þegar almúgamaður hefir ver- ið til moldar borinn, og er það ljóst dæmi þess, hvað hann var vel liðinn í þessum bæ. ,,Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Seyðisfirði, Einar Long. Loðdýrarœktin fer ðrt vaxaadi. Samtals ern nú taldir á laedina 425S silfurrefir 99 777 blárefir. ÐALFUNDUR Loðdýrarækt- arfélags Islands var haldinn í Reykjavík 27. f. m. Voru á fundinum rædd ýms mál, er mikiu var'ða fyrir loðdýraræktina og ályktanir gerðar um þau. Þegar formaður hafði minnst Þorbergs sál. Þorleifsspnar' al- þingismanns, er sæti hafði átt í varastjórn félagsins, og fundar- menn hyllt hinn látna með því að rísa úr sætum, var gengið til dagskrár fundarins. Gaf formaðurinn, H. J. Hólm- jám, skýrslu um starf félagsins á liðnu starfstímabiii, og skýrði m. a. rækilega frá fyrirkomulagi merkinga og refasýninga s. 1, haust. Samkvæmt talningu merkinga- manna reyndust vera á landinu 4258 silfurrefir og 777 blárefir. Minkar vom ekki taldir á sama hátt, en láta mun nærri, aÖ þeir hafi í haust verið um 1500. Um fraintíðarhorfur loðdýra- ræktarinnar hér á landi sagði formaður aö lokum: „Við höfum hér á landi heppi- legra loftslag og ódýrara fóður en flestir aðrir. Við eigum góðan loðdýrastofn og iággengi íslenzku krónunnar ætti að vera stór hjálp einmitt fyrir þennan atvinnuveg. Það, sem á ríður, er að hafa út- hald til þess að komast yfir byrj- unarörðugleikana. Þá mun áreið- anlega verða góð uppskera af því brautryðjendastarfi, sem loó- dýraræktarmenn hafa hafið hér á landi.“ I stjórn féiagsins voru kosnir H. J. Hólmjárn og Tryggvi Guð- mundsson bústjóri á Kleppi. Voru báðir endurkosnir. I vara- stjórn voru kosnir: Steingrímur Steinpórsson búnaðarmálastjóri, Hanres Jónsson og Sigurður Arn- alds. Farsóttir og manndauði í Reykjavík vikuna 28. maí til 3. júní (í svigum tölur næstu viku á undan): Hálsbólga 54 (75). Kvefsótt 76 (97). Gigtsótt 0 (1). Iðrakvef 4 (8). Influenza 0 (5). Kveflungnabólga 1 (0). Taksótt 0 (1). Hlaupabóla 3 (0). Heima- koma 1 (0). — Mannslát 3 (4). — Landlæknisskrifstofan. FB. Samtíðin. 6. hefti yfirstandandi árgangs er nýkomið út. Efni: Jónas Kristjánsson læknir: Holl fæða er lífsnauðsyn, Til íhugunar, Skyr- bjúgur, Merkir samtíðarmenn, Vaxmyndasafn frú Tussaud's,. Vilhelm Moberg: Bókavörðurinn, Málpípa Mussolinis, Þórunn Sveinsdóttir: Gulifoss, Sagan endurtekur sig, Hjalti Haralds- son: Ég gekk yfir- landið, Gaman og aivara o. fl. Meðal larpega á Dr. Alexandrine frá Höfn í gærmorgun voru: Ellen Bene- diktsson og 2 böm hennar, Leif Miiller, Agnete Þorkelsson, frú . Jóns Leifs með 2 dætur. Páll Sigurgeirsson, Brynhildur Jó- hanr.esson, Gygja Jónsdóttir, Ótto Tulinius, Vaigerður Tulinius, Sig. J. Benediktsson, Svanhildur Þor- steinsdóttir, ófeigur Ófeigsson, ói afur Þorsteinsson, Kristín Guð- mundsdóttir, Sigríður Björnsdótt- ir, Ragna Ragnars, Rebekka Magnúsdóttir, Baldur Gís’ason, Sigurður Jóhannsson, Gísli Her- mannsson, Skúli Gíslason, Hallur Hallsson, Oddur Þorleifsson, Þor- leifur K. Þorleifsson, Nanna Jóns dóttir, Kristín Guðnason, I ngi Gíslason, Gunnar Skaptason, Stef án Ólafsson og margir útlend- ingar. Færesringnnnm fagn- að á Garði í gœr- kvðldi. Fyrsti bappleiknr peirra i kTðid. |Z V ATTSP YRNUFÉL AG Reykjavíkur fagnaði hinum færeysku gestum sín- um með samsæti að hótel Garði í gærkveldi. Voru þar mættir allir hinir færeysku knattspyrnumenn ásamt Dam bæjarstjóra í Tveraa og lögþingsmanni. Erlendur Pétursson formaður K.R. bauð gestina velkomna með snjallri ræðu, og Dam far- arstjóri þakkaði fyrir móttök urnar og gat þess m. a. í ræðu sinni, að fyrrum hefði verið mikil samvinna millum íslend- inga og Færeyinga, og Færey- ingar litu alltaf til íslendinga sem fyrirmyndar í þolgæði og áræði í þeim málum, er mætti verða þjóð þeirra til blessunar. Sambandið milli landanna hefði verið allt of lítið á undanförnum árum, en nú virtist sem íþrótt- irnar væru að skapa nýja sam- vinnu og samhyggð mili þjóð- anna, sem hann vonaði að myndi vaxa með ári hverju. Var ræðan mjög snjöll, enda er Dam talinn einhver bezti ræðumaður í Færeyjum. Hinir færeysku knattspyrnu- menn eru 16 að tölu að farar stjóranum meðtöldum, og þrátt fyrir það, þó að þeir hafi átt við erfiðari skilyrði að búa en knattspyrnumenn okkar, þá sást það á leikjunum við K.R. í fyrra, að þeir kunna knatt- spyrnu og draga ekki af í sókn eða vörn, og það er vitað, að þeim hefir farið mikið fram síðan. Fyrsti kappleikur þeirra verð- ur í kvöld kl. 8Vz, og keppa þeir þá við K. R. Má búast við fjör- ugum og mjög skemmtilegum leik. Útbreiðið. Alþýðublaðið! CHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnin á Bounty. 13. Karl ísfeld íslenzkaði. 1 land og ná í eitthvað af því víni, sem hefir gert þessa eyju fræga og þykir nærri því jafn gott og Lundúna-madeira. Meðan við dvöldum þarna, var engu saltkjöti útbýtt, en í stað þess fengum við nýtt kjöt úr landi. Saltkjötið, sem við urðum að leggja okkur til munns í Bounty, var það versta saltkjöt, sem ég hefi nokkru sinni þurft að borða. En kjötið, sem við fengum frá Teneriffa, var ennþá verra. Skipverjar fullyrtu að það væri af sjálfduðum hrossum og múlösnum. Þeir kvörtuðu yfir þessu við stýrimanninn og sögðu að þetta væri hið mesta óæti. Fryer bar kvörtunina fyrir Bligh. Skipstjórinn varð öskuvondur og sagði, að skipverjar yrðu að hakka í sig pestarkjötið eða svelta ella. Að lokum fór svo, að meirihluta kjötsins var lætt út fyrir borðstokkinn, til þess að eitra fyrir hákarlinn. Bligh varð þung- ur á brúnina, er hann sá þessar aðfarir. Ég var svo heppinn, að ég komst í land. Bligh tók mig með sér einn daginn í kurteisisheimsókn til Landstjórans, Branche- forté markgreifa. Að fengnu leyfi landsstjórans fór Nelson á hverjum degi upp í hlíðarnar og leitaði að jurtum og ýmsum sjaldgæfum náttúrufræðilegum fyrirbrigðum. Vinur hans, lækn- irinn, sást aftur á móti aðeins einu sinni á þilfari þessa fimm daga, sem við lágum við festar. Bakkus gamli hafði pantað geysi- miklar einkabirgðir af víni, svo miklar, að þær hefðu nægt nafna hans, vínguðinum, í heilt ár. Læknirinn treysti ekki bát- unum frá landi, þegar um svo dýrmætan farm var að rseða. Hann hafði því fengið leyfi skipstjórans til þess að senda litla skipsbátinn að bryggjunni. Einn skipverja brá sér undir þiljur og tilkynti lækninum, að hinn dýrmæti farmur hans lægi við skipshliðina. Þá hökti læknirinn upp á þilfar. Báturinn lá við skipshliðina með farm sinn. Þegar öldurnar riðu undir bátinn var Bakkus gamli kvíðafullur á svipinn. — Verið nú varkárir, ef þið brjótið ekkert, fá allir rommblöndu. Þegar allur farm- urinn var kominn undir þiljur, létti Bakkusi gamla stórum. Ég stóð rétt hjá honum og sá hann líta snöggvast í land. Hann leit því næst á mig og sagði: — Það eru allar eyjar eins. Svo tók hann upp vasaklút og snýtti sér hreppstjórasnýtu. Að því búnu hökti hann undir þiljur og settist við krúsalög. Þegar við sigldum frá Teneriffa, skipti Bligh okkur í þrjár vaktir, gerði Christian að liðsforingja og gerði hann að yfir- manni þriðju vaktar. Bligh hafði þekkt Christian um nokkur ár í förum sínum til Vestur-Indíum og þóttist vera velgerða maður hans. Vinátta Blighs var í því fólgin, að hann bauð Christian til miðdegisverðar eða kvöldverðar annan daginn, til þess að geta ávítað hann þunglega í áheyrn skipshafnar- innar hinn daginn. En í þetta skipti gerði Bligh honum raun- verulega stóran greiða. Það var sem sé ekki vafi á því, að flotamálaráðið staðfesti útnefningu Christians, ef ferðin gengi vel. Þá yrði Christian fastlaunaður yfirmaður á flota Hans Hátignar. En Fryer fyltist bræði gagnvart Bligh og öfund gagnvart Christian, sem áður hafði verið lægra settur en hann. Þannig er nú einu sinni mannlegt eðli. Það vantaði heldur ekki, að ýmislegt óþægilegt kæmi fyrir á leiðinni frá Teneriffa til Kap Horn. Fæðið á brezkum skip- um var alltaf bæði illt og lítið. Það var þess vegna, að svo margir flýðu af enskum skipum yfir á þau ameríkönsku. En í Bounty var fæðið verra og minna en tíðkaðist, jafnvel á enskum skipum. Bligh skipaði öllum upp á þilfar og aftur í skut, þegar hann las upp útnefningu Christians sem starfandi lisðforingja. Jafnframt gat hann þess, að vegna þess, hve orðið væri áliðið og veðrátta því jMsöðug, væri ekki víst að hann kæmist fyrir Kap Horn. Það yrði því að minnka brauðskammt- inn um þriðjung. Skipverjar skildu, að það var nauðsynlegt að fara sparlega með matinn, en þeir voru óánægðir með salt- kjötið og fléskið. Einkaritari Blighs hét Samúel. Það var lítill júði. Ekki að ástæðulausu var hann álitinn njósnari Blighs meðal skips- hafnarinnar, enda var hann hataður af öllum. Og ef einhver lét í ljós andúð sína á Samúel, átti hann á hættu að komast í ónáð hjá Bligh. Það var eitt af störíum Samuels að útbýta matvælunum til matsveinanna, í hvert skipti, sem saltkjöts- tunna var opnuð valdi hann úr beztu bitana handa skipstjór- anum. Hinu, sem var naumast mannamatur, var útbýtt til mötuneytanna, án þess það væri vegið. Samuel skrifaði t. d. í vasabók sína: fjögur pund, enda þótt það næmi ekki þremur pundum. Sjómenn fyrirlíta fátt jafn mikið og nízku. Og þeir bera ekki mikla virðingu fyrir nízkum yfirmanni. Þeir geta umborið strangan skipstjóra, en þeir líða honum ekki að auðga sjálfan sig á þeirra kostnað. , Og svo bar nokkuð við, sem gaf skipshöfninni ástæðu til að gruna Bligh um að vilja auðga sig á kostnað skipshafnarinnar. Veðrið var ágætt og einn morguninn voru hlerarnir teknir af lestinni og ostbirgðir okkar bornar upp á þilfar, til þess að viðra þær. Bligh leit eftir öllu og var oft svo smásmugulegur, að það sæmdi illa stöðu hans á skipiau.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.