Alþýðublaðið - 06.07.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.07.1939, Blaðsíða 1
AIÞÝÐUBLAÐIÐ KXTSTJÓBI: r. R. VALDEMAIISSOM XX. FIMMTUDAG 6. JULI 1939 152. TÖLUBLAÐ Byggingarfél. verkamanna var stofnað í gærkveldi. ♦-- Stofnendurnir voru um 200, þar af margir gamlir meðlimir Byggingarfélags alþýðu. nýja félag sækir þegar f dag um lán úr Bygglngarsjéði verkamanna til að hefja byggingu verkamannabiístaða. BYGGINGARFÉLAG VERKAMANNA var stofnað í gær- kveldi af um 200 mönnum. Mun félagið þegar í dag skrifa Byggingasjóði verkamanna og fara fram á, að því verði veitt lán úr sjóðnum til bygginga verkamannabú- staða. Mun vonandi engin bið verða á svari Byggingasjóðs- ins, svo að félagið geti þegar í stað hafizt handa um bygg- ingar, gert útboð, pantað efni o. s. frv. Það mun ekki vera ráðið enn til fulls, hvar byggt verð- ur, því að sá staður, sem áður var talað um, að byggt yrði á, er talinn óheppilegur, Mun verða gert allt til þess að velja sem allra heppilegastan stað, einnig með tilliti til góðra garða við húsin og framtíðarbygginga. Guðmundur í. Guðmundsson | fyrir hann að gera en að gera Guðmundur I. Guðmundsson, formaður hins nýja Bygginga- félags verkamanna. Ifeðrið að breytast? T DAG er fyrsti rigningardag- ur, sem komið hefir um langan tíma hér sunnanlands. Veðurblíðan, sem verið hefir Frh. á 4. síðu. hæstaréttarmálaflutningsmaður setti fundinn og skýrði frá til- drögum hans, sem öllum eru kunn. Byggingafélag alþýðu breytti ekki lögum sínum og gerði ekki þær ráðstafanir, sem þurfti til þess, að Byggingasjóð- ur gæti veitt því lán úr sjóðn um. Enn fremur neitaði það að afhenda hinum stjórnskipaða formanni skilríki og plögg fé- lagsins, svo að honum var ekki mögulegt að taka við stjórn þess. Það var því ekki annað Flest er nú not~ að í neyðinni. 'T' IL ÞESS að breiða yfir þann mikla ósigur, sem kommún- -*■ istar hafa nú beðið í öllu uppreisnarbrölti sínu í Bygg- ingafélagi alþýðu við það, að hið nýja Byggingafélag verka- manna hefir verið stofnað til þess að halda áfram byggingu verkamannabústaða hér í bænum, reynir Þjóðviljinn í morgun að þyrla upp miklu moldryki í sambandi við lán það, sem Al- þýðuflokksmenn hér hafa nýlega tekið hjá landssambandi sænsku verkalýðsfélaganna. Það er ekkert nýtt í þessum þvættingi Þjóðviljans. Það er sama tuggan, sem hann hefir verið með um þetta mál, upp aftur og upp aftur, að verið sé ,,að velta ábyrgðinni" á láninu ,,á herðar íslenzku verkalýðsfélaganna", sem þannig sé ætlað „að borga skuldir Alþýðuflokksins", þó að því hafi mörgum sinnum verið lýst yfir, að slíkur rógburður hafi ekki við hið allra minnsta að styðjast. Sænska lánið er tekið til þess að breyta gömlum og óhag- stæðum lánum Alþýðublaðsins og Alþýðuprentsmiðjunnar, sem meðal annarra Héðinn Valdimarsson hafði ábyrgzt, en hljóp frá og Alþýðuflokkurinn sleppti honum við, í eitt miklu hag- stæðara lán heldur en þau gömlu voru. Ábyrgðin á þessu láni hvílir ekki og getur ekki á nokkurn hátt komið til með að hvíla á verkalýðsfélögunum hér á landi. Það eru einstaklingar innan Alþýðuflokksins, og engir aðrir, sem bera ábyrgð á lán- inu, á sama hátt og það voru einstaklingar, sem báru ábyrgð- ina á þeim eldri, Það er þýðingarlaust fyrir kommúnistablaðið, að ætla að reyna að leiða athyglina frá skemmdarverkum flokksmanna sinna og ósigri í byggingamálum verkamanna hér í bænum. Það vita svo margir sannleikann um sænska lánið, að von- laust er fyrir kommúnista, að þyrla upp nokkum ósannindum um það, þó að það sé hins vegar skiljanlegt, að þeir reyni að nota flest í neyðinni. ráðstafanir til þess, að stofnað yrði annað félag samkvæmt lög- um, til þess að hægt væri að hefjast handa um byggingu verkamannabústaða í sumar. Eftir að Guðmundur hafði mælt þessi orð, gaf hann Stefáni Jóh. Stefánssyni félagsmálaráð- herra orðið. Rakti hann sögu laganna um byggingu verka- mannabústaða og skýrði ná- kvæmlega frá því, hvemig þau hefðu þróazt og hvenær og hvemig verkamnnnabústaðir hefðu verið byggðir. Þá kom hann nokkuð inn á þær deilur, sem undanfarið hafa staðið um þessi mál, sem nú yrði að telja að væri lokið. Eftir að þetta fé- lag væri stofnað, ætti að komast skriður á málið, svo að hafizt yrði handa um byggingar, vinna hæfist, og næsta vor gætu þá um 100 fjölskyldur flutt í ný- tízku húsnæði, sem væri betra og ódýrara en það, sem þær hefðu átt við að búa áður. Félagsstofmmin. Eftir ræðu félagsmálaráð- herra var gengið til stofnfund- arstarfa. Voru lög samþykkt, og eru þau sniðin eftir lögum Byggingafélags alþýðu, en þó með þeim breytmgum, sem nauðsynlegar voru samkvæmt bráðabirgðalögunum, Þá fór fram kosning á 4 mönnum í stjórn félagsins og yoru kosnir Bjarni Stefánsson verkamaður, Magnús Þorsteinsson inn- heimtumaður, Grímur Bjama- son tollþjónn og Oddur Sigurðs- son verzlunarmaður. !Í vara- stjórn voru kosnir: Þórður Gíslason verkamaður, Georg Þorsteinsson innheimtumaður, Jóhann Einarsson verkamaður og Marteinn Gíslason vferka- maður. Endurskoðendur voru kosnir Bernhard Arnar og Jón Guðmundsson. Margir af félög- um Byggingafélags alþýðu gerð- ust stofnendur þessa félags, þ. e. a. s. þeir, sem. enn hafa ekki ^iErh. á á. s&u. Endalausar raðir af hálffullgerðum hernaðarflugvélum í Austinverksmiðjunum í Birmingham — þar sem framleiddur er mikill meiri hluti þeirra 1000 hernaðarflugvéla, sem Bretar koma sér nú upp á mánuði hverjum. Striðsráðstafanir á Eiilandis stjéfiis teki járibrantania í Skipunum boðlð að leita hvenær, sem er, þelrra hafna, sem stjórnin fyrirskipar LONDON í morgun. FÚ. \TMSAR tilskipanir voru gefnar út í London í gærkveldi ■A með tilliti til yfirvofandi styrjaldarhættu. Samgöngumálaráðherrann tilkynnti, að samgöngu- málaráðuneytið hefði tekið að sér yfirstjórn helztu járn- brautarlína í landinu og samgöngur í London. Samtímis var brezkum skipum tilkynnt, að þeim yrði beint til hafna eftir fyrirmælum samgöngumálaráðuneyt- isins, ef það teldi óráðlegt, að þau héldu til ákvörðunarhafna sinna. Önnur tilskipun var gefin út um matvælaöflun handa fólki, sem skyndilega kynni að verða flutt frá þéttbyggðum svæðum. Hefir stjórnin gert ráðstafan- ir til að hafa á takteinum 48 klukkustunda forða lianda að- komufólkinu á þeim stöðum, sem það verður flutt til, til þess að koma í veg fyrir óeðlilega eftirspurn í matvælaverzlunum á staðnum. Auk þess er almenn- ingi í þéttbýlissvæðum hinna stóru borga ráðlagt að hafa á heimilum sínum vikuforða af fyrirferðarlitlum, en vel geym- anlegum matvælum, sem hægt er að grípa með sér í skyndi. 15 milljónir helmilisfeðra fá trúoaðarbréf frá stjðrninni. £ morgun vora sett í póst 15 milljónir trúnaðarbréfa til enskra heimilisfeðra frá brezku stjórn- inni, með ýmsum leiðbeiningum um, hvemig þeir eigi að haga sér, ef ófriður skellur á. Leið- beiningar þessar fjalla um, hvern ig skuli haga sér, ef til loftárás- rásar kæmi, leiðbeiningar um kveikingu og notkun ljósa, not- kun og öflun gasgríma, öflun persónuskilríkja og þar fram eft- ir götunum. í ’ 11»|, [| j Þá er það ennfremur boðað af háifu stjómarinnar, að fyrir lok þessa mánaðar skuli verabú- íð að koma upp til viðbótar tveim mhljónum stálskýla fyrir almenn- ing, til vamar gegn loftárásum. Loks hefir verið gefin út til- skipun um það, að framvegis skuli allar vömr, sem hafðar eru á boðstólum í Englandi, merktar nákvæmlega með upprunastað sínum, en hingað til hafa þær aðeins verið merktar á þá leið, að auðið hefir verið að sjá, hvort þær eru framleiddar innan brezka heimsveldisins eða í útlöndum. Jafnaðarmenn og frjáls lyndu flokkamir vinna sigi við kosnlngar á Finnland KHOFN í gærkveldi. FU. Ríkisþingskosning- UNUM í Finnlandi er nýlokið. Jafnaðarmenn fengu 85 þingsæti, höfðu áður 83, Bændaflokkurinn fékk 55 þingsæti, hafði áður 53, þjóð- legi sameiningarflokkurinn fékk 24 þingsæti, hafði áður 20, Sænski flokkurinn og kosningasamband Álands- eyja, sem buðu fram í sam- einingu, fengu 18 þingsæti, höfðu áður 20, Framsóknar- flokkurinn fékk 8 þingsæti, hafði áður 7. Fasistaflokkur- inn fékk 7 þingsæti, hafði áð- ur 14, Smábændaflokkurinn fékk 3 þingsæti, hafði áður 2. (Frh. á 4. síðu.) Jafnaðarmaðurinn Vainö Tan- ner, fjármálaráðherra Finna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.