Alþýðublaðið - 06.07.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.07.1939, Blaðsíða 2
FJMMTUDAG 6, ÍÚLÍ 1939 m.ÞteueLAÐt© Þumalína — Vertu sæll, litli, fallegi fugl, sagði hún. —< Vertu sæll og þakka þér fyrir fallega sönginn þinn í sumar, þegar öll tré voru græn og sólin skein. Svo lagði hún höfuðið að brjósti fuglsins, en varð hrædd um leið, því að hún heyrði tik-tak inni í brjóstinu. Það var hjarta fuglsins. Fuglinn var ekki dauður, hann lá aðeins í dvala, og nú var honum farið að hlýna. Á haustin fljúgá allar svölur til hlýrri landa, en ef einhver fuglinn verður qí síðbúinn, þá verður honum svo kalt, að hann fellur til jarðar og liggur í dvala og snjórinn breiðist yfir hann. Þumalína titraði af ótta, því að fuglinn var og sótti blað, sem hún hafði breitt yfir sjálfa svo stór, en hún var svo lítil. En hún herti sig og breiddi það yfir höfuð fuglsins. upp hugann og hlúði betur að svölunni »ja».M J. . .'.'¦¦..... —-»." ' . ''. SSSSSS.........!.....•"" '¦"'¦"" '"..... ¦ ¦ l|i..|ll»jj Kalt snmar i Noregi. Veðráttan erekki énn eins sum arleg og að venju í Noregi. — Hinn kunni veðurfræðingur Wass erfall, -*¦ en veðurspár hans all- langt fram í tímann hafa oftast rætzt —• spáir köldu sumri og röku. F.B. Fiskiskipið Björnevik er komið heim af íslandsmið- um og hafði meðferðis brak úr skipi, serri íslenzkir fiskimenn fundu 20< júní. Talið er ekki ó- sennilegt, að brakið sé úr sel- veiðiskipinu Nyken, og verður það nú sent til Tramsö til at- hugunar. F.B. Gustav Sviakonungur opnað' í gær hina norrænu iista ; .íngu i Málmey. Viðstadd- jur var fyrir islands hönd Sveinn Björnsson sendiherra. Á sýning- unní eru allmörg verk íslenzkra manna. F.Ú. „Göíeborgsavisen" birtir viðtal við Svein Bjöms- son sendiherra um íslenzka list í tilefni af þátttöku íslendinga í norrænu listasýningunni. Á sýn- ingunni eru 30 íslenzk listaverk, sem vakið hafa mikla athygli. F.Ú. Anna Borg í konunglega leikhúsinu. Næst komandi föstudag kl. 19,10 eftir íslenzkum tíma verð- tur leikið i danska útvarpiö leik- rit Ríndoms, „Endalok harðstjór- ans", og leikur Anna Borg aðal- hlutverkio. Á laugardaginn kl. ,17,35 les Carl Hoyer upp í danska útvarpið erindi, sem hann nefnir: „Frá grafreit skipanna. Ferðalag meðfram suðvestur- strönd Islands." FÚ. UMRÆÐUEFNI ATHUGANIR HANNESAE Á HORNINU. Götugerðin og rykið. Vand- ræði húsmæðranna. Bréf um móðurmálið. Áætlunarferðir í nýbýlahverfið í Fossvogi. Skemtileg og eftirtektarverð leið. ÉG HEFI VERIÐ í sumarfríi undanfarna daga. Þess vegna hefi ég ekki sézt hér í dálkurn blaðsins undanfarið. Ég vil þakka öllum þeim, sem hafa skrifað mér bréf, og mun ég nú fara að taka þau til athugunar. „SKATTGEEIÐANDI" skrifar mér: „Ég hefi aldrei séð minnzt á það í blöðunum, að fólk hafi neitt yfir því að kvarta, hvernig gengið er frá götunum í þessum bæ. Það hlýtur að valda þér eins og mér og óllum öðrum mikilla óþæginda þetta sandfok, sem þyrlast inn um alla glugga, þegar nokkur blástur er og þurrt veður." „ÉG VIL með þessum línum spyrja þig, ef þú skyldir geta frætt mig á því, til hvers þetta er gert, að moka þessum létta salla ofan á nýlagðar götur, sem gerir ekkert gagn, heldur ógagn, fýkur inn um alla glugga, jafnvel þótt lokaðir séu, því svo smeygir þessi salli sér inn í íbúðirnar, að ekkert ér til að verjast honum, þótt húsmæður taki það bragð að neita sér um frískt loft og loka gluggunum, til að allt fari ekki í kaf inni í íbúðunum." „MÉR ER SPURN: Er þetta gert til þess að minna okkur skattgreið- endur þessa bæjar á að greiða út- svar okkar til að þessu moldkasti geti haldið áfram inn á heimili okkar? Mest ber á þessu við hinar nýju götur, eða í svokölluðum villuhverfum bæjarins. Ég bjó um tíma í húsi, sem ekki var búið að leggja götu hjá; þar var ég laus við þetta moldarryk, en um leið ög gatan var lögð og því var lokið, hófst moldarrykið, sem aldrei linn- ir, þegar nokkur blástur er og þurrt veður. Kona mín hefir ekki við að sópa út moldinni úr íbúðinni." „ÉG VIL AÐ LOKUM láta það álit mitt' í Ijós, að við eigum heimtingu á að þessir verkfræðing- ar, sem settir eru til að inná þessi verk af höndiím, 'gérí það sómá- samlega og kynni sér sín verksvið, hvernig gert er *í borgum erlend- is, og hagi sér eftir því að nokkru leyti, en ekki láti sér detta ein- hver vitleysan í hug, sem er að öllu ósamrýmanleg við það, sem tíðkast hjá siðuðum mönnum. Værí mér ekkert kærara en að fleiri tækju tii máls um þétta, ef það skyldi geta orðið til þess, að opna augu þessara ráðandi manna og þeir svo sjá sóma sinn og breyta þessu tilhins betra." DAGSINS. ÉG VÍSA þessu máli til bæjar- verkfraeðings. Rýkið er hvimleitt,- en mölin er ef til vill nauðsynleg. „A. H." skrifar: „Er ég las grein unnanda móður- málsins nýlega, vaknaði hjá mér þessi spurning: Hvers vegna er alltaf verið að ráðast á þuli út varpsins? Ég fann ekki svarið. Eig- um við ekki að reyna að rita mál okkar rétt? Hvers vegna koma ekki fram aðfinnslur, þegar blöð og tímarit sýna okkur hverja rit- villuna og hugsanavilluna eftir aðra?" „OKKUR ER KENNT að bera fram íslenzka tungu eftir stafsetn- ingu. Allir vita hvernig stafsetn- ing blaða og tímarita er. Hve oft eru ekki notuð orð í rangri merk- ingu, án þess að sé fundið? Allir kannast við orðið guðaveigar, en út yfir tekur, þegar í íslenzkt tíma- rit er ritað, án þess leiðrétt sé, „að kona sé kvænt". Þó mun ritstjór- inn hafa háskólapróf í íslenzku. Meðan ritmálinu er misþyrmt, sem á að geymast sem arfur til kom- andi kynslóða, hvað þá með hið talaða orð? Að síðustu: Hvers Vegna ritaði ekki unnahdi ís- lenzkrar tungu aðfinnslu síha á ís- lenzkú, án þess að nota [ erlend orð?" M. A. SKRIFAR mér bréf um nauðsynina á því, að strætisvagn- ar taki upp áætlunarferðir um ný- býlaveginn í Fossvogi. Þetta virðist vera knýjandi nauðsyn, því að mikill fjöldi manna dvelur dagr langt við nýbýlin auk þeirta, sem eiga þar heima, og þar er nú sem óðast að rísa upp álitleg byggð. M. A. telur nauðsynlegt að fastar ferð- ir séu á þennan stað kl. 8 á morgn- ana og kl, 6—6%, þegar fólk losn- ar úr verzlunarbúðunum og, af skrifstofunum. Ég vil vinsamlegast biðja strætisvagnafélagið að at- huga möguleikana fyrir þv£ að þessar ferðir verði uppteknar sem fyrst. , ¦ ÞEÍR MUNU EKKI VERA marg- ir hér í bænum, sém hafa., farið leiðina upp Grafning á Þingvelli, frá aflstöðinni víð Sog. Ég fór þessa leið á mánudaginn í fyrsta skipti á æfinni, og það var ákaf- lega skemmtilegt. Þarna er stór- brotið landslag og athyglisvert, og þó að vegurinn sé á köflum frem- ur erfiður, þá er hann vel fær. Þessa Ieið er gott að fara fyrir þá, sem ekki þurfa að flýta sér mjög mikið, því að alls staðar eru grös- ugar brekkur, lautir og hólar. Og þó að stormur sé, er alltaf hægt að finna þar skjól. Þá eru á þessari leið stórir og einkennilegir gígar, sem sjálfsagt er að skoða vel og vandlega. Hannes á horninu. Bindindismðlafnnder Rangðr¥i)llnmf Bindindismálafundurinn, sem stúkan Frón nr. 227, hér í bæn- um, boðaði til og haldinn var á Rangárvöllum sunnudaginn 2. þ. m., fór mjög hátíðlega fram, og sátu hann rúmlega 350 manns. Auk Rangæinga sóttu fundinn menn úr Árnessýslu og Vestur-Skaftafellssýslu, enn- fremur um 60 manns úr Reykja- vík og Hafnarfirði, aðallega úr st. Frón. Meðal annars, sem samþykkt var, var áskorun, undirrituð af mörgum fundarmönnum úr ýmsum héruSum, til beirrar 15 manna nefndar, sem. sett var á Þingvallafundinum 15. ágúst 1937, að hún undirbúi qg gang- ist fyrir næsta Þingvallafundi um bindindismál sumarið 1940. Meðal farþega með „Brúarfossi" til Islandseru Tryggvi Sveinbjörnsson sendiráðs ritari, Benedikt G. Waage, for- seti Ipróttasambands íslands, ís- lenzku knattspyrnumennirnir, sem verið hafa á ferð í Danmörku 0g,,Einer Andersen lektor ásamt flóltki danskra skólanemenda. . F.O. til kaupenda út um lánd. Munið að Alþýðublaðið á að greiðast fyrírfoam ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðsir á réttum g^alddögum, svo sending blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalls. Þeir, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið með póstkröfu. (MARLES NORDHQFF og JAMES NQRMAN HALL: Upprelsnin á Bounty. 15* Karl ísfeld íslenzkaði. handleggnum. Svo saug hann tóbakið upp í aðra nösina, hnerr- aði, snýtti sér og fylti pjáturkrúsina sína af víni. -— Skál, herrar mínir, sagði hann og tæmdi pjáturkrúsina, án þess að honum svelgdist á. Peckover horfði undrandi á vin sinn. •#*¦ Heyrðu, Peckover, sagði læknirinn. Það er ekkert, sem mann þyrstir jafnmikið af og saltkjöt. Gefðu mér magran saltkjötsbita og þá máttu eiga steikina og kóteletturnar fyrir mér. Hamingjan góða! Hugsaðu þér, að skipið færist og okkur ræki upp á eyðiey matarlausa. Þá gæti ég tekið upp tóbaks- dósirnar mínar og fengið mér máltíð, en þið mættuð hungra! Ha! Ha! -— Ha! ha! heyrðist bergmálið frá skyttunni, sem hló frá eyra til eyra. Harðstjórn. DAG NOKKURN síðdegis í molluhita sendi Bligh þjón sinn til rnín, til þess að bjóða mér að borða með sér. Eins og hefir vérið skýrt frá, átti að nota stóru káetuna fyrir jurta- garð á heimleiðinni. Skipstjórinn borðaði því í klefa á lágþilj- unum. Ég bjó mig sem bezt ég gat til borðhaldsins, og þegar ég gekk aftur eftir, komst ég að raun um það, að Christian hafðí líka verið boðið. Læknirinn og Fryer mötuðust jafnan með Bligh, en Bakkus gamli var löglega forfallaður þetta kvöld. i Það var ríkmannlegur borðbúnaður á borði skipstjórans, en ég sá, að Bligh hafði ekki á sínum borðum betri mat en skips- höfnin fékk. Við fengum saltkjöt, en það var nóg af því, og auk þess voru það beztu bitarnir úr tunnunni. Auk þess feng- um við vont smjör og ennþá verri ost. Loks fengum við saltað kál, sem átti að varna skyrbjúgi, og baunastöppu. Herra Bligh var mesti hófsmaður á vín, en hann réðist að matnum eins og hungraður úlfur. Fryer var að vísu gróf- gerður sjómaður, en borðsiðir hans voru stórum mun hæversk- legri en borðsiðir skipstjórans. Christian, sem fáeinum dög- um áður hafði aðeins verið annar stýrimaður, borðaði mjög kurteislega — enda þótt maturinn, væri slæmur. Christian sat við hægri hlið skipstjórans, Fryer vinstra megin og ég beint á móti honum. Það var rætt um»skipshöfnina á Bounty. — Skollinn hirði þá alla saman, sagði Bligh. Þetta eru híð- latir og svikulir þorparar. Það veit sá sem allt veit, að skiþ- stjóri hefir nóg við að stríða, þó að hann hafi ekki aðra eins skipshöfn og þessa. Það er úrhrakið frá'öllum knæpunum. — Hann kingdi stórum munnbita og tróð upp í sig á ný. Hvað hét hann nú, þessí náungi, sem ég lét strýkja í gær, herra Fryer? — Burkitt, svaraði stýrimaðurinn, dálítið rjóður í kinnum. — Já, Burkkitt, sá ósvífni þrjótur. Og þeir eru ekki betri hinir. Ég þori að fullyrða, að þeir þekkja ekki stefni frá skut. — Ég er yður ékki sarhmála/ skipstjóri, sagði stýrimaður- inn. Ég held, að Smith, Quirital ög Mc Coý séu ágætis sjó- menn. Og jafnvel Burkitt, þó áð þetta henti hann^ ¦— Sá ósvífni þf jótur, endurtók Bligh reiður. Ef ég fæ veður af því, að Burkitt geri eitthvað af sér aftur, þá skal hann eiga mig á fæti. í næsta skipti skal hann fá fjötutíu og átta vandar- högg í stað tuttugu og fjögurra. Christian leit í augu mér meðan skipstjórinn lét dæluna ganga. — Ef ég má láta í ljós álit mitt, sagði hann rólega — þá held ég, að Burkitt sé þannig skapi farinn, að betra sé að fara að honum með góðu en illu. Bligh hló kaldranalegum, ruddalegum hlátri. —- Þvaður, herra Christian! Hamingjan góða! Þér ættuð að sækja um kennarastöðu við kvennaskóla. Þér segið, að bezt sé að fara að honum með góðu. Farið heim og skríðið í vögguna aftur. Þér yrðuð dálaglegur skipstjóri, ef þér vörpuðuð ekki þessum hug- myndum út fyrir borðstokkinn. Sjómennirnir skilja ekki mann- gæzku fremur en grísku. Það er óttinn einn, sem þeir skilja. Ef þeir væru ekki hræddir, myndu þeir gera uppreisn og hefja sjórán. — Já, sagði Fryer, eins og hann sæi eftir því, sem hann hefði sagt. =£- Það er.eitthyað til í því. Christian hristi höfuðið: —. Ég er ekki sammála, sagði hann kurteislega. Sjómennirnir okkar eru ekki öðruvísi en aðrir Englendingar. Það er satt, að sumum þarf að halda í skefjum með hótunum. En það eru til menn, sem myndu fylgja réttlátum og djörfum foringja í dauðann. i— Eigum við nokkur slík skrauteintök hér á skipinu? spurði skipstjórinn hryssingslega. — Samkvæmt minnb skpðun, sagði Christian á sinn prúð- mannlega hátt ~ eru hreint ekki svo fáir ágætir sjómenn hér á skipinu. - :¦¦ i — Það var einkennilegt! Nefnið einhvern! , — Purchell, timburmeistarinn! '

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.