Alþýðublaðið - 06.07.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.07.1939, Blaðsíða 3
FIMMTUDÁG 6. JÚLÍ 1939 ALOTOUBLAWe ALÞÝÐUBLAÐIÐ R1TSTJ6BI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hana: STBFÁN pétursson. AFGREIÐSLA: AIiÞÝBUHÚSINU (Inngaagur frá Hverfisgðtu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. ft’éttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálras (heíma), 4005: Alþýöuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Verkamanna bústaðirnir. SÍÐAN Alþýðuflokkurinn var stofnaður hér á landi> hef- ir honum með þrautseigri bar- áttu tekizt að bæta svo kjör hins vinnandi fólks, að þess munu engin dæmi í heiminum, þar sem verkalýðshreyfingin og al- þýðusamtökin yfirleitt eru enn eins ung og hér hjá okkur. Þetta er ekkert skrum, heldur hispurslaus sannleikur, eins og hver einasti maður veit, sem hefir haft möguleika á að fylgj- ast með og bera saman fram- farirnar á lífskjörum fólksins hér hjá okkur og hjá öðrum þjóðum, sannleikur, sem nauð- synjegt er að gera sér fullkom- lega ljósan til þess að geta af nokkurri sanngirni metið það starf, sem Alþýðuflokkurinn hér á landi hefir leyst af hendi, og tekið rökstudda afstöðu til baráttu hans samkvæmt því. Alþýðuflokkurinn hefir ekki unpið sigra sína í baráttunni fyrir bættum kjörum fólksins með neinum upphlaupum og lögleysum, heldur með friðsam- legu, en markvissu og þrot- lausu umbótastarfi á grundvelli laga og réttar í landinu á hverj- um tíma, sem hefir skapað hon- um sívaxandi áhrif á ríkisvaldið og þar með sterkari og sterkari aðstöðu til þess að beita því fyrir velferðarmál hins vinnandi fólks. Alþýðuflokknum dettur ekki í hug, að miklast yfir þeim sigrum, sem unnizt hafa, hann hefði svo gjarnan viljað að þeir hefðu verið miklu fleiri og miklu stærri og veit, að margt er eftir óunnið og verkefnin ó- tæmandi. En við samanburð á því, sem unnizt hefir hér og í öðrum löndum, síðan verkalýðs- hreyfingin hóf göngu sína, sér hann enga ástæðu til að breyta þeirri stefnu eða þeim starfsað- ferðum, sem hann hefir haft og svo hlutfallslega góðan ávöxt hafa borið. Verkamannabústaðirnir eru eitt af því marga, sem Alþýðu- flokkurinn hefir borið úr být- um í þessari þrautseigu, en friðsamlegu og hófsömu baráttu sinni fyrir bættum kjörum fólksins. Þeir hafa ekki verið byggðir með neinu uppreisnar- brölti, heldur með friðsamlegri löggjöf og aðstoð ríkisvaldsins fyrir frumkvæði Alþýðuflokks- ins og samvinnu við annan flokk, sem hægt var að sann- færa um hina knýjandi þörf verkafólksins og alþýðufólksins yfirleitt á bættum húsakynnum. Og það þarf ekki mikla skyn- semi til að sjá, að því aðeins muni verða haldið áfram að byggja verkamannabústaði hér á landi, að þessari stefnu Al- þýðuflokksins og þessum starfs- aðferðum hans sé fylgt áfram eins og hingað til. Það er því ekki hægt að gera þessu vel- ferðarmáli hins vinnandi fólks meira ógagn, en að spilla á einn eða annan hátt þeirri sam- vinnu, sem verið hefir milli Al- þýðuflokksins og ríkisvaldsins um byggingu verkamannabú- staðanna frá upphafi. Engu að síður hefir kommún- istaflokkurinn, sem þó vill gjarnan láta kalla sig verka- mannaflokk, nú látið leiðast tij þess að reyna að spilla þessari samvinnu og það meira að segja , þótt ótrúlegt sé, með þann mann í broddi fylkingar, sem Alþýðuflokkurinn hafði, síðan byrjað var að byggja verkamannabústaðina, treyst til þess, að veita þeim forstöðu í fullu samræmi við hina yfir- lýstu og framsýnu stefnu flokksins. Um kommúnista var það allt af vitað, að verkamanna- bústaðirnir lágu þeim í léttu rúmi. í þeirra augum voru þeir frá upphafi „umbætur,“ sem hlutu að torvelda bylting- arfyrirætlanir þeirra. Og það er ekki langt síðan þeir börðust opinberlega á móti þeim af þeirri ástæðu og reyndu að telja verkafólki trú um það, að þeir væru ,,okurstofnanir,“ eins og þeir komust að orði. En einnig hinn nýi leiðtogi þeirra hefir nú, síðan hann yfirgaf Alþýðu- flokkinn, sýnt, að fyrir hann voru verkamannabústaðirnir ekki fyrst og fremst hagsmuna- mál verkafólksins, heldur vígi fyrir sjálfan hann 1 pólitísku valdabrölti hans. Þess vegna hefir hann nú notað aðstöðu sína í Byggingarfélagí alþýðu hér í Reykjavík til þess, að æsa það til andstöðu við lög og rétt í landinu og þar með ríkis- valdið sjálft, þótt fyrirsjáanlegt mætti vera, að bygging nýrra verkamannabústaða af hálfu þess félags, að minnsta kosti, væri þar með hindruð. Hvað þennan mann snerti og hina nýju flokksbræður hans, mætti verkalýðurinn í Reykjavík vissulega lengi bíða þess að fá hina nýju verkamannabústaði og þá atvinnu, sem við þá skap- aðist, ef þeir sæju sér ekki persónulegan og pólitískan hag í því, að þeir yrðu byggðir. En Alþýðuflokkurinn hefir ekki í hyggju að láta tefja eða stöðva þetta velferðarmál verkafólksins af neinum póli- tískum spekúlasjónum komm- únista og hins nýja flokksfor- ingja þeirra. Það hefir hann sýnt með stofnun hins nýja Bygg- ingarfélgs verkamanna í gær- kveldi. Byggingu verkamanna- bústaðanna verður haldið áfram, strax á þessu ári, undir forystu Alþýðuflokksins, hvort sem kommúnistum líkar það betur eða verr. Sjómaður segir meiningu sina: Mónskanu og „Hagníískanu Ódýrt Hveiti í 10 lb. pokum 2,25 Hveiti í 20 Ib. pokum 4,25 Hveiti í lausri vigt 0,40 kg. Strásykur 0,65 kg. Molasykur 0,75 kg. Spyrjið um verð hjá okkur. BREKKA Símar 1678 og 2148. Tjarnarbúðin. — Sími 3570. Útbreiðið Alþýðublaðið! UM ÞESSAR MUNDIR eru tveir íslenzkir guðsmenn á leiðinni til „Landsins helga.“ Þeir hljóta að vera fullir af and- legheitum og heilagleika. Þeir ætla að fá að sjá með eigin aug- um þann stað, þar sem frelsar- inn lifði og dó fyrir syndir mannanna og að líkindum ganga upp á Golgata og krjúpa þar í þögulli bæn, sem krossinn var reistur forðum daga. Báðir þessir menn eru starfs- menn Háskóla íslands, ekki neinir lítilfjörlegir sveita- prestar af útkjálkum, heldur guðfræðiprófessorar, framverð- ir kristinnar trúar í landinu, menn, sem takandi er mark á — og að auki persónur, sem marka afstöðu kirkjunnar til fólksins, kirkjunnar, sem allt af er að hrópa á fólkið, fólkið er kirkj- unnar helgasta skraut, sagði hinn nýi biskup á stólnum, þeg- ar hann var vígður. Annar þessara forystumanna kristinnar trúar í landinu hefur sent kveðju heim, utan af Atlantshafi, úr skipinu, sem flutti hann frá föðurlandinu á- leiðis til „Landsins helga.“ — Kveðjan birtist í Lesbók Morg- unblaðsins og er að mörgu leyti skemmtileg aflestrar, því að maðurinn er pennafær og gáfað- ur, þó að ómögulegt sé að draga fjöður yfir það, að hann er þrællokaður og takmarkaður á köflum. Þessi maður er, auk þess að vera guðfræðiprófessor, alþing- ismaður, kosinn meðal annars af sjómönnum og verkamönn- um í Reykjavík, Magnús Jóns- son. í bréfi sínu til landa sinna ut- an af Atlantshafi, stendur þessi undarlegi kafli, sem lýsir skip- inu, sem hann hefur tekið sér far með: „Já, Fúlton. Hvernig er Fúlton? Hann er eitt af hundr- uðum skipa, sem Norðmenn nota til þess að siglá um allan heim. Hann er 1500 smálestir, gamall og hvergi fínn. Járn er á þilfari og annað ekki, nema á brú og fram á. Stýrt er með stóru ratti, án vélakrafts, nema þegar mest liggur á snöggum vendingum. Vélin gerir sína 65 snúninga og brúkar ekki of mik- ið af kolum. Ekkert rafmagn, heldur olíulampar. Engin mið- stöð, heldur kabisur. Engin loft- skeytatæki með loftskeyta- manni hálfdauðum úr leiðind- um. Engin miðunarstöð né dýpt- armælir. Einn skipstjóri, tveir stýrimenn, tveir vélameistarar, bryti og vikadrengur, 5 hásetar og 4 kyndarar = 16 manns alls. Ekkert öryggi á sjónum! hrópaði sigurjónskan. En mikl- ar siglingar. Hér er gömul og menning að veði, siglinga- menning Norðmanna. Svona geta þeir keppt við aðrar þjóð- ir. Með þessu sigla þeir inn hundruð milljóna króna á ári hverju. Á svona skipi sigla þeir með farm, sem gefur jafnmikið í aðra hönd eins og farmur, sem fluttur er með miklu dýrari út- gerð þeirra, sem halda, að þeir séu miklir menn í krafti fín- heitanna, Hér hafa þúsundir manna góða atvinnu, við ör- yggi, sem er eins mikið og ör- yggi alls þorra manna, og að minnsta kosti miklu meira en Öryggi fiskimannanna flestra. íslendingar hafa allt nema vitsmuni og menningu til þess að gera eins og Norðmenn í þessu. En með öryggisráðstöf- unum og flottheitum koma þeir í veg fyrir þenna mikla at- vinnuveg, sem virðist liggja op- inn fyrir. Á þann hátt fá svo íslendingar það eina öryggi á sjó, sem er alveg tryggt, en það er, að fara alls ekki á sjó, af því að siglingar þeirra borga sig sig ekki, þegar til raunverulegr- ar samkeppni kemur.“ Og alþingismaðurinn er af- skaplega hrifinn af þessari gömlu og seigu menningu. Hana á að innleiða hér, það á að af- nema helvízku ,,sigurjónskuna“, öryggið á sjónum, takmarkaðan vinnutíma, skipaskoðun, að ég nú ekki tali um loftskeytatæki, miðunarstöðvar, dýptarmæli og slíkan ,,lúxus.“ Mér finnst það nú ekkert grín, þegar slíkt og þvílíkt kemur frá einum af leiðtogum þjóðarinnar — og ég hélt satt að segja, að þessi stefna væri dauð innan íhaldsins, en svo virðist ekki vera. Það vit- um við vel, að íhaldið barðist og hefur allt af barist með hnú- um og hnefum gegn öllum um- bótum á skipunum, öllum ör- yggisráðstöfunum á sjó og landi. Þegar barizt var fyrir loftskeyt- unum á Alþingi, sagði t. d. einn af þingmönnum íhaldsins: Getið þið sýnt fram á það með nokkr- um rökum, að loftskeyti hafi nokkru sinni bjargað manns- lífi? — Það var eins og vitfirr- ingur væri að tala. En þessi andi er lifandi enn innan íhalds- ins og engin ástæða til að ætla annað, en hann sér þar vel lif- andi. Þar er litið á peningana, sem mokað sé inn, mannslífin eru ekki tekin með í þeim út- reikningi, enda bara skítug sjó- mannalíf. Norðmenn eru ekki eins slæmir og Magnús Jónsson gér- ir þá. Þeir eiga stóran flota, og með hverju ári fækkar þeim skipum, sem ekki hafa öll hugsanleg tæki innan borðs. Þegar um svo stóran flota er að ræða og þann norska, þá er ekki hægt að breyta honum á einu ári eða svo, en það er unn- ið kappsamlega að því að setja tækin í öll skip og hin elztu eru smátt og smátt höggvin upp. Síðan verkamannastjórnin tók við, er mér kunnugt um, að að þessu hefur verið unnið af hinu mesta kappi. Þar er ,,sig- urjónskan11 í algleymi um þess- ar mundir, en „magnúskan,11 sjónarmið hins kolsvarta íhalds á fallanda fæti, sem betur fer, enda eru Norðmenn menningar- þjóð — og „magnúskan11 þróast ekki í menningarþjóðfélagi. Sigurjón Á. Ólafsson, hinn á- gæti frömuður sjómannasam- takanna, hefði varla getað feng- ið betri viðurkenningu á ævi- starfi sínu en þessi árás háskóla- prófessorsins hefur verið. Ég þakka Sigurjóni allt hið marga, sem hann hefur gert, og „sigurjónskan11 mun lifa og verða minnzt af íslenzkum sjó- mönnum, hvort sem þeir eru á verzlunarflotanum eða fiski- skipa, í marga áratugi, eftir að „magnúskan11 hefur verið graf- in. Ég legg það til, að við hefj- um nú aukna baráttu fyrir auk- inni „sigurjónsku11 — og að all- ar endurbætur á aðbúnaði á sjónum og kjörum sjómanna- stéttarinnar verði í framtíðinni kallaðar þessu ágæta nafni: „sigurjónskan.11 SjómaSur. Sigurjón Á. Ólafsson, sem allra manna mest hefir barizt fyrir auknu öryggi sjó- manna og bætturn vinnuskilyrð- um á skipunum, öllu því, sem Magnús Jónsson kallar „sigur- jónsku11. E.S. Síðan þessi grein var skrifuð úti 1 sjó, sé ég, að kommúnistablaðið hefur skrifað grein um þetta mál og á þann hátt, sem þess var von og vísa. Svívirðingar þessa snepils um Alþýðuflokkinn bíta ekki á sjó- mennina. Þeir hafa vísað þeim á bug eins og öllu öðru brölti þessara manna, en skrif blaðsins sýna enn ljóst, að þrátt fyrir allt, er samvinna á milli hinna æpandi iðjuleysingja og ónytj- unga og „magnúskunnar.11 Sjómaður. Daisy gerist glettin, heitir anterísk gamanmynd frá Warner Bros, sem Nýja Bíó sýn- ir núna. Aðalhiutverkin leika Bette Davis og George Brent. Fer'ðafélag Sslands ráðgerir að fara skemmtiför til Stykkishólms og út í Breiðafjarð- areyjar um næstu helgi. Lagt af stað meÖ ms. „Laxfossi11 á laug- ardaginn kl. 4 e. h. og siglt til Borgarness, en þaðan farið í bílum vestur. Á laugardags- kvöldið gengið á Helgafell og nágrennið skoðað- Á sunnudags- morgun farið á báti út í eyjar (Klakkeyjar, í Eiríksvog og Hrappsey og víðar). Komið heim aftur á sunnudagskvöld- Áskrift- arlisti og farmiðar seldir á skrif- stofu Kr. ó. Skagfjörðs, Tún- götu 5, til föstudagskvölds kl. 7. Póstferðir 7. júlí: Frá Reykjavík: Mosfellssveitar- Kja'arness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstar, Þingvellir, Þrastalundur, Hafnarfjörður, Fljótshlíðarpóstur, Austanpóstur, Akianes Borgarnes, Snæfellsness- pósfur, Stykkishólmspóstur, Norð- anpóstur, Dalasýslupóstur. — Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstar, Þingvellir, Þrastalundur, Hafnarfjörður, Meðallands- og Krikjubæjar- klausturspóstar, Akranes, Borg- arnes, Norðanpóstur. — Til Reykjavíkur: Brúarfoss frá Leith og Kaupmannahöfn. Danska blaðið „Berlingske Aftenavis“ birtir samtal við Geir Zoega vegamála- stjóra um vega- og brúar-gerðir á íslandi og um ísland sem ferðamannaland. Leggur blaðið áherzlu á það, að skemmtiferð til íslands sé merkilegur viðburður fyrir hvern mann, sem hana fari. FÚ. „Ægir“, mánaðarrit Fiskifélags íslands er nýkomið út. Efni: Fiskimanna- skólar, Ræðan, sem Sigurjón Ein- arsson skipstjóri flutti á sjó- mannadaginn, Sjómannadagurinn og sjómannasýningin, Hval- og fiskveiðasýningin í Hamborg, Sjóminjasafn, Þorskveiðar og salt fiskútflutningur Norðmanna o. m. fleira. Hraðferðir Steiidórs: Allar okkar hraðferðir til Akureyrar eru um Akranes. Frá Reykjavík: Alla mánud., miðvikud. og föstud. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtud. og laugardaga. M.s. Fagranes annast sjóleiðina. Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. SteindAr O Símar: 1580, 1581, 1582, 1583, 1584. Hraðferðir B. S. A. Alla daga nema mánudaga. um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast f#- leiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á Btfreiðastöð ís- lands, sími 1540. Bifreiðast^ð Akureyrar. RIDER HAGGARD; :yjg j KYNJALANDIÐ Spennandi frá upphafi til enda, 528 bls. í stóru broti. KOSTAR AÐEINS KR. 3,00. Rider Haggard er heimsfrægur fyrir Afríkusögur sínar. Margir kannast við Náma Salómons og Hvítramannaland, sem báðar hafa komið út á íslenzku. Kynjalandið er ein sá. beztu sögum Rider Haggards. Fæst í afgreiðslu Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8, Rvík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.