Alþýðublaðið - 07.07.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.07.1939, Blaðsíða 1
BITSTJðBI: F. B. VMJNfflMABSSCMUr tFmmMWí'. M^tmm^m^mmm WK. ÁRGAMClIJg FÖSTUDAGINN 7. JULI 1939 153. TÖLUBLAB Nokkrir starfsmenn sænsku verkalýðssamtakanna, sem tóku hátt í Laugarvatnsmótinu, á þaki Alþýðuhússins í gær. Ásamt Svíunum sjást á myndinni Sigurjón Á. Ólafsson, yzt til vinstri, Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, í miðið, og Stefán Jóh, Stefánsson, lengst til hægri. ErMn gestimjr á Langarvatns- métinn k?ðddn ísland í pAveldL .--------------------------------------------------------------------*—i---------------------------------------_ i»®ir voru allir mfög ánægðir með dvölliia nér ú landi. w IGGBYHOLMARARN- Bi, sem dvalið hafa hér á landi undanfarna 10 dagá á Laugarvatnsmótinu, fóru í gærkveldi með Gull- fossi. Hefir að dómi þeirra allra þessi för orðið þeim hin ánægjulegasta og gagnleg- asta, því að það var fyrst og fremst tilgangur þeirra með kömu sinni hingað til lands- ins að kynnast landinu og þeim viðfangsefnum, sem við hér á íslandi höfum með 'höndum. Tíðindamaður Alþýðubl. hitti fararstjórann, Knut Larsson, í gærkveldi um borð í Gull- fossi. Spurði tíðindamaðurinn Knut Larsson hvort ferðin hef ði nú tekizt eins vel og hann hefði gert sér vonir um. „Fram yfir allar vonir," segir Larsson, „enda ekki við öðru að búast, þar sem Veðurblíðan og íslendingarnir hafa hjálpazt til að gera dvöl okkar hér sem á- nægjulegasta. í fyrra sumar," heldur Lars- son áfram, „ bjuggumst við ekki við, að neitt gæti orðið úr för okkar hingað, vegna þess áð fs- land er svo langt frá hinum Norurlöndunum. Það var ekki fyr en við vorum lögð af stað að mér varð fullkomlega ljóst, að þessi margra ára draumur okkár um að fá að kynnast ís- landi var að rætast. Frá því fyrsta er við stigum hér á land höfum við ekki þurft að hafa neinar áhyggjur af líf- inu, móttökunefndin hefir séð um allt, og getum við ekki nóg- sahilega þakkað henni alla þá aðstoð, svo og íslenzku þátttak- endunum á mótinu, fyrir alla þá vinsemd, er okkur hefir ver- ið sýnd hér. Ég verð að segja það, að ís- lendingarnir áttu mjög hægt með að samlaga sig okkur hin- um, og það kom oftar en einu sinni fyrir, að einhver benti á íslending og spurði: „Er þessi Svíi?" Það er skoðun mín, að þessir dagar, sem við höfum verið hér, hafi auðgað okkur að sjónarmið- um. Við höfum reynt að horfa á vandamálin með augum íslend- inganna sjálfr'a, og reynt að kynna þeim okkar viðhorf til þeirra. Eins og ástandið er nú í heim- inum, þá eru slíkar ferðir sem þessar, þótt fámennar séu, áreið- anlega þýðingarmiklar fyrir aukna samvinnu og samúð þjóðanna á milli. Að lokum vil ég biðja þig að skila kveðju til allra íslenzku þátttakendanna á mótinu og þakka þeim kærlega fyrir á- nægjustundirnar á Laugar- vatni." „Skilaðu kveðju frá mér," kallar einhver úr hópnum, og áður en við er litið heyrist sama kallið als staðar að úr hópnum, og skilar því Alþýðublaðið kveðju frá erlendu þátttakend- unum á Laugarvatnsmótinu til kunningjanna, sem í landi eru. Um leið og Gullfoss leysir festar, syngja allir, bæði þeir, sem um borð eru, og hinir, sem í landi eru: „Farvál, farvál," og var það eflaust ósk allra að ekki liði á löngu þar til aftur yrði haldið Laugarvatnsmót. Samningar öðugt a ir í Moskva eru verða flóknari. Brezka stjériBin leggur f dag enn einu sinnl nýjar tillðgur f|rrir sovétstjórnina OSLO í morgun. FB. W FTIR 5 klst. fund í ¦"-* London samþykkti brezka stjórnin nýjar tillög- ur, sem munu verða lagðar fram í Moskva í dag. Jafnframt munu sendi- herrar Breta og Frakka æskja viðtals við Molotov. Samkomulagsumleitanir virðast stöðugt verða flókn- ari og erfiðari, og hafa þær nú staðið yfir í þrjá mánuði. Það, sem erlendir frótta- ritarar i Moskva pykjast vita. LONDON í morgun. FU. Stjórnmálafréttaritarar í Moskva gátu í gær skýrt að nokkru leyti frá árangri þeim, sem orðið hefir af umræðum stjórnmálamanna þar í borg- inni. Svo virðist sem hin þrjú ríki, Bretland, Frakkland og Sovét- Rússland, hafi komið sér sam- an um það, að ef eitthvert þeirra skyldi verða fyrir beinni árás, þá skuli hin tvö koma því til hjálpar. Þau hafa einnig sam- þykkt að láta þegar í stað fara fram viðræður milli herfor- ingjaráða allra landanna, þar sem rætt skal um ráðstafanir þær, er gera skuli, ef til slíkrar árásar kemur eða ef um aðra yfirvofandi hættu er að ræða. Enn er óleyst það atriði, hvað Bretland, Frakkland eða Sov- ét-Rússland skuli gera, ef eitt- hvert þeirra skyldi grípa til vopna vegna þess, að ráðist er á eitthvert Evrópuríki, sem hlut- aðeigandi stórveldi telur sér lífsnauðsyn að verja. Bretar og Frakkar hafa lagt fram tillögur um þetta atriði, þar sem ekki eru þó nefnd nöfn þeirra ríkja, er til mála geti komið, en Rúss- ar krefjast þess, að þessi ríki séu nefnd með nafní og að með- Frh. á 4. síðu. Færepgar sýna pjððdaBsa sína á íprðttafellhiiUD á sunnndaginn. ?—.--------- K®ppa pá siðasta kappleik sinn ¥lH fyrsta flokk K. R. pæREYSKU knatt- * spyrnumennirnir fara héðan heimleiðis n.k. mánu- dagskvöld. Eins og ráð var fyrir gert keppa þeir þrisv- ar sinnum, tvisvar við K. R. og einu sinni við Val. Tveir þessara leikja eru búnir, en sá síðasti verður háður á sunnudagskvöld, pá við fyrsta flokk K. R. Færeyingarnir hafa góðfús- Iega lofað því eftir margítrek- aðar beiðnir, að sýna færeyskan dans á íþróttavellinum, áður en leikurinn hefst, og allir, sem nokkurn tíma hafa séð færey- iskán dans eða lesið um hann, vita, að hér er um merkilega þjóðaríþrótt að ræða, sem hefir haldizt í gegnum aldirnar hjá Frh. á á. síðu. Frá Laugarvatnsf ör verkakvenna Einn hópurinn úr skemmtiför verkakvenna austur að Laugar- vatni síðastliðinn sunnudag. Myndin er tekin í skóginum inn af Laugarvatni. í fremri röðinni eru, frá hægri: Jóhanna Egilsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Hólmfríður Ingjaldsdóttir, Sigríður Hann- esdóttir, Ása Víglundardóttir og Gíslína Magnúsdóttir. í aftari röðinni, frá vinstri: Guðný Pétursdóttir, Pálína Þorfinnsdóttir, Laufey Árnadóttir, Stefanía Erlendsdóttir, Halla Loftsdóttir, Ásta Björnsdóttir, Helga Helgadóttir (í miðri röðinni), Guðrún Jóns- dóttir, á bak við hana Guðrún Eggertsdóttir, þá Sigríður Ámunda- dóttir, Dagbjört Jónsdóttir, Guðný Jónsdóttir, Gróa Diðriksdótt- ir, og lengst til hægri Halldóra Jónsdóttir. Siguroddur Magnússon tók myndina. Bretar lána bandamðnii um sínum 1350 millj. króna tíl vígbúnaðar! Pólverjar, Tyrkir, Rúmenar og Grikkir eiga að fá meginhluta lánsfjárins. Þ LONDON í morgun. FÚ. AÐ var gert kunnugt í London í gær, að brezka stjórnin væri í þann veginn að veita stórkostleg lán ríkjum þeim, er hún hef- ir varnarbandalag og vin- áttusáttmála við, svo og ríkj- um þeim, er hún hefir heitið hernaðarlegri vernd Eng- lands, ef til styrjaldar kæmi. Það er ~nú vitað, að láns- upphæð þéssi, muni eiga að nema 50 milljónum sterlings- punda, eða sem svarar 1350 milljónum íslenzkra króna auk þeirrar 10 millj. punda útflutningsábyrgðar, sem brezka viðskiptaráðið hefir tekið á sig. Búizt er við því, að frum- varpið urii lánveitingar þessar verði að lögum, áður en brezka þingið tekur sér sumarhlé, en það verður innan tæpiega inán- aðar. Þýzku blöðin réðúst í gær hastarlega á Breta fyrir ofan- nefndar útflutningsábyrgðir. Tilgangurinn með láni þessu er sá, að því verði að mestu var- ið til hergagnakaupa og eflingu landvarnastarfseminnar í þeim löndum, sem Bretland hefir vin- áttusamband eða hernaðarlegar skyldur við, þannig, að lönd þessi verði styrkt til þess að geta varið sig til hins ítrasta, ef á þau verður ráðizt. Talið er, að Pólverjar, Tyrkir, Rúmenar og Grikkir muni fá meginhluta lánsfjárins. Hafa Bretar veitt þessum ríkjum lán til vígbúnaðar áður, en aldrei svo stórkostlega sem nú. Veðnr hamlar enn sildyeiðnm. En sild er á Grifflseyjarsundi, Skagaflrði os við Sléttn. VEÐUK hamlar ennþá síld- veiðum fyrir Norðurlandis en skip verða vör við allmikla síld á Skagafirði, Grímseyjar- sundi og við Sléttu. í dag er logn og bjartviðri á Siglufirði, en hvasst úti fyrir og ekki veiðiveður. Þó er storm- inn heldur að lægja. í gær tók síldarverksmiðjan á Raufarhöfn á móti um 5000 málum af síld, en Ríkisverk- smiðjurnar á Siglufirði fengu um 3000 mál. Grána fékk 1000 mál og Rauðka 400 mál. Tvö tunnuskip eru á Siglu- firði, Bro og Katla. Til Djúpuvíkur hefir ekki komið önnur síld en þessi 300 mál, sem komu þangað um dag- inn. Þar er logn í dag, sléttur sjór og heiður himinn, " Hýja strandf ertasUp ið skirt á morgflð. laiiriiir krónpriflsessa framkvæmir athðfnlna. KHÖFN í gærkveldi. FÚ. A LAUGARDAGINN kem- "**• ur klukkan 18,15 eftir ís- lenzkum tíma verður útvarpað athöfn frá skipasmíðastöðinni í Álaborg í Danmörku, er Ingi- ríður krónprinsessa skírir hið nýja skip Skipaútgerðar ríkís- ins. Sveinn Björnsson sendiherxa heldur einnig ræðu. Sptn tíl (ribraltar til að bjarga sér ðr kiém Francos. LONDON í gærkveldi. FÚ, 1n SPÁNVERJAR komu " syndandi að landi í Gi- braltar í dag. Voru þeir allir illa á sig komnir og uppgefnir og gátu Iitla grein gert fyrir s<pr. Einn þeirra andaðist litlu eftir að hann var dreginn að landi. Það er haldið, að þetta séu fyrrverandi hermenn úr lýð- veldishernum, sem hafi tekið það úrræði að flýja á sundi, til þess að koma sér í lögsagnar- umdæmi útlehdrar þjóðar. Frh. á 4. síðu. Gerir Búlgarfa banda^ lag við Þýzkaland? Hitler Wínr benni lðnd við GrUklandioaf Svartahaf a kostnað Römeaa oo firikkja! --------------«-------------_ OSLO í morgun. FB. JJEIMSÓKN búlgarska m forsætisráðherrans í Berlín vekur mikla athygli, með tilliti til málanna í Suð- austur-Evrópu. í stað bess að heita Þýzka- landi vináttu og stuðningi í styrjöld fær Búlgaría, að þv£ er menn ætla, loforð um höfn við Grikklandshaf, en að fá höfn þar hefir lengi verið á- hugamál Búlgara. Enn frem- frh. á á. síða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.