Alþýðublaðið - 07.07.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.07.1939, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGINN 7. JÚLÍ 1939 ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓBI: F. R. VALBEMARSSON. í fjarveru hanx: STEŒ’ÁN PÉTURSSON. AFSREIÐSLA: AiÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: ||80: Afgreiðsla, auglýsingar. Ritstjérn (innl. fréWr). BM: Ritstjóri. #83: V. S. Vilhjálms (heima). 4|05: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRRNTSMiSJAN --------------—-------♦ M ákalla peir laadslðg! 0LLU aumara yfirklór yfir alvarlegar staðreyndir en það, sem Þjóðviljinn hafði að segja í gær við stofnun hins nýja Byggingarfélags verka- manna hér í bænum, er vart hægt að hugsa sér. Stofnun hins nýja byggingar- félags er, segir kommúnista- blaðið, „hrein og bein blekk- ing.“ Og á hverju byggir það þann vísdóm? Á því, að Bygg- ingarfélag alþýðu hljóti eitt að hafa rétt til þess að fá lán úr Byggingarsjóði verkamanna, þar eð samkvæmt lögunum um verkamannabústaði megi að- eins veita einu félagi í hverju umdæmi lán úr honum! En hvaðan kemur blaðinu þá sú vissa, að það sé Byggingarfélag alþýðu, en ekki hið nýja Bygg- ingarfélag verkamanna, sem nú hefir réttinn til þess að fá lán úr þeim sjóði? Hefði ekki verið sæmra fyrir Héðinn og Moskov- ítana að beygja sig í tíma refja laust fyrir landslögum í Bygg- ingarfélagi alþýðu, heldur en að vera eftir dúk og disk með slíkar blekkingar við verka- mennina, sem beðið hafa eftir íbúðum þar undanfarið. en nú verið sviftir öllum möguleikum til þess að fá þær í því félagi, fyrir uppsteit Héðins og komm- únistaklíku hans gegn bráða- birgðalögunum um breyting- ar á lögum um verkamannabú- staði? En það endurtekur sig alls- staðar sama sagan þar, sem kommúnistar ná nokkurri að- stöðu til þess að koma fram sínum klækjum: Þeir eru alltaf nógu frakkir til þess að ginna fylgismenn sína og þau félög, sem þeir ná tangarhaldi á, út í vonlaus æfintýri og uppsteit gegn lögum landsins. En mann- dómurinn er ekki alveg eins mikill, þegar þeir eiga að fara að taka afleiðingunum af sínum eigin óhappaverkum og standa verkamönnunum, sem hafa glæpzt til þess að trúa þeim fyr- ir málum sínum, reikningsskil á því tjóni, sem þeir hafa unnið þeim með uppreisnar- og valda- brölti sínu! Það er lagleg huggun, eða hitt þó heldur, fyrir verkamennina í Byggingarfélagi alþýðu, sem enn hafa ekki getað fengið neinar íbúðir þar, að fá það fyr- irheit Héðins og kommúnista, að nú skuli landslögin ákölluð, eftir að þessir herrar eru búnir að eyðileggja rétt félagsins til lána úr Byggingarsjóði verka- mahna með brölti sínu og lög- leysum! En þannig eru komm- únistar: Þeir eru allt af reiðu- búnir til þess að heimta vernd laganna, þótt þeir neiti að hlýða þeim sjálfir. En það er alveg ástæðulaust fyrir þá að gera sér nokkra von um það, að Byggingarfélag al- þýðu, sem þeir hafa nú klófest við vistaskipti Héðins, fái nokk- urt lán framar úr Byggingar- sjóði verkamanna. Ekki vegna þess, að Stefán Jóh. Stefánsson hindri það í fjarveru Magnúsar Sigurðssonar, formanns sjóð- stjórnarinnar, með því að kalla ekki saman fund í henni, eins og Þjóðviljinn hefir verið að þvætta um undanfarna daga. Því að ef félagsmálaráðherrann hefði viljað, hefði honum verið innan handar að kalla saman stjóm Byggingarsjóðsins til þess að vísa lánsbeiðni Bygg- ingarfélags alþýðu í eitt skipti fyrir öll frá, eftir að sýnt var orðið, að það vildi ekki uppfylla lögleg skilyrði til þess að fá lánið. En hann hefir ekki gert það, af því að hann vænti þess, að meðlimir gamla byggingar- félagsins, sem hann hafði gert allar ráðstafanir til að gæti fengið lán, ef það uppfyllti öll skilyrði gildandi laga, bæru gæfu til þess að taka fram fyrir hendurnar á þeirri klíku, sem undanfarið hefir hindrað það, að félagið uppfyllti þau skilyrði, sem sett eru fyrir láni úr bygg- ingarsjóðnum í bráðabirgðalög- unum um breytingar á lögum um verkamannabústaði. En sú von hefir brugðizt. Hin gamla, og nú raunverulegu ólöglega, stjórn Byggingarfélags alþýðu hefir í valdabrölti sínu heldur kosið að fórna framtíð félagsins, en að uppfylla þau skilyrði, sem landslög heimta af því. — Þess vegna hefir Byggingarfélag alþýðu nú glatað rétti sínum til lána úr Byggingarsjóði verka- manna, og hið nýja Byggingar- félag verkamanna, sem að öllu leyti uppfyllir lögin um verka- mannabústaði með á orðnum breytingum, öðlast hann í þess stað. Það er hart, að margir verka- menn, sem beðið hafa í Bygg- ingarfélagi alþýðu eftir íbúð- um, skuli verða að taka þannig á sig afleiðingarnar af ábyrgð- arleysi og ofríki Héðins og kommúnista í stjórn félagsins. En það er að vísu ekki annað en sama reynslan, sem verkamenn hafa allsstaðar fengið af ráðs- mennsku kommúnista. En þess er að vænta, að margir þeirra fái skaðann bættan áður en langt líður í hinu nýja bygg- ingarfélagi. Með því að ganga í það tafarlaust ættu þeir vel að geta komið til greina við úthlut- un íbúðanna í hinum fyrirhug- uðu nýju verkamannabústöð- um, því að ólíklegt er, að nánd- ar nærri allir stofnendur hins nýja byggingarfélags séu við því búnir, að kaupa íbúðir í þeim þegar á þessu ári, þó að ekki hafi hinsvegar þótt fært að láta meðlimi hins gamla byggingarfélags ganga fyrir, eins og margir munu þó hafa óskað, að gæti orðið. Ódýrt Hveiti í 10 lb. pokum 2,26 Hveiti í 20 lb. pokum 4,25 Hveiti í lausri vigt 0,40 kg. Strásykur 0,65 kg. Molasykur 0,75 kg. Spyrjið um verð hjá okkur. BREKKA Símar 1678 og 2148. Tjarnarbúðin. — Sími 3576. Jafnaðarstefnan llfir á Þýzkalandl Þrátt fyrir ofsóknir nazismans. ----*--- Eftirtektarverð frásögn af baráttu þýzkra jafn- aðarmanna við þýzku leynilögregluna, Gestapo Ungir þýzkir jafnaðarmenn á hópgöngu undir flokksfánum sínum í smábæ í Súdetahéruðunum, skömmu áður en Hitler sölsaði þau undir sig. Fánarnir hafa nú «sennilega verið teknir af þeim, en jafanaðarstefnuna er ekki hægt að taka af þeim. Hún lifir áfram í brjóstum þeirra og heldur á- fram að breiðast út frá þeim, þrátt fyrir alla kúgun og alla spæjara nazistalögreglunnar. 1 ALÞYÐUBLAÐIÐ an hefir kent mönnum okkar aó viöhafa mikla varkárni. Fyrsta herbragð nazistanna er að reyna að vinna trúnað hins óbreytta manns. En þeir verkamenn, sem Vinna í þjónustu okkar, éru mjög, gáfaðir, og þeir láta ekki veiða neitt upp úr sér. Þeir hafa lært þá aðferð, að hverfa inn í um- hverfi sitt, ef svo má segja. Þannig hafa hinir gömlu verka- menn, sem voru í jafnaðar- mannaflokknum, orðið „ósýnileg- ir“. En sá, sem þekklr verksmiðjU' fólkið i Þýzkalandi niður í kjöl» inn, veit, að gömlu jafnaðar- mennirnir hafa haldið tryggð við hinar gömlu skoðanir sínar og hin gömlu samtök. Þegar Gestapo tekur fjöldp manna fasta, fer auðvitað ekki hjá því, að einn og einn með- limur hinna leynilegu samtaka jafnaðarmanna slæðist með. Slíkt getur oft borið við og hlýtur að koma fyrir. Á meðal þrjú hundruð fanga er oft einn eða tveir af okkar mönn- um, sem hafa verið lífið og sálin í félagsskapnum á sínum stað. Það verður því að finna einhvern í hans eða þeirra stað. Mikla þolinmæði, varkámi, þrautseigju og hyggindi þarf að viðhafa til þess að vinna upp á ný það, sem tapazt hefir. En það hefir þó altaf tekizt. * ;; I AFNAÐARSTEFNAN lifir á Þýzkalandi. þrátt fyrir of- ;> sóknir nazistaleynilögreglunnar, Gestapo. Það sýnir eft- ;; irfarandi grein, sem er eftir Friedrich Stampfer, fyrrverandi i; ritstjóri aðalblaðs þýzkra jafnaðarmanna, „Vorwarts“ í Ber- lín, á meðan það gat komið út þar. Stampfer lifir nú land- Íflótta í París, en starfar í stöðugu leynilegu sambandi við flokksbræðurna heima á Þýzkalandi. Grein hans gefur góða lýsingu á þeim skilyrðum, sem þýzkir jafnaðarmenn, bæði utan og innan þýzku landamæranna, verða nú að starfa við. Og samt lifir þýzka jafnaðarstefnan og mun rísa upp á ný, að nazistaæðinu loknu, öflugri en nokkru sinni áður. "WT ALDAN rigningardag í maí- mánuði árið 1933 gekk ég um hið skógívaxna hálendi, sem þýzku og tékknesku landamærin liggja um. Ég var að flýja undan stormsveitum nazistanna, sem ætluðu að taka mig fastan. Við vorum þrír félagarnir, vin* * ur minn og starfsbróðir, Hans Vogel, úr framkvæmdanefnd þýzka jafnaðarmannaflokksins, og ungur jafnaðarmaður, sem átti heima í þýzka þorpinu, er næst var landamærunum. Hann vísaði okkur á fáfarna leið. Við fórum af þjóðveginum og fórum eftir þröngum skógarstíg, sem reyndar var enginn vegur. Við urðum að brjóta okkur braut gegn um þétta runna og vaða yfir ár og læki. Svd komum við á annan stíg, og nokkrum klukku- tímum seinna sýndi leiðsögumað- Urinn okkur gráan landamæra- stein, merktan þrem bókstöfum, C. S. R, — upphafsstöfunum í hinu tékkneska heiti tékkóslóvak- iska lýðveldisins. Nú vorum við öruggir. Okkur hafði heppnast flóttinn. Ég verð að játa það, að þetta fyrsta ólöglega ferðalag mitt haf-ði gert mig ofurlítið tauga- óstyrkan. Ef til vill er það svo, að sérhver maður, sem fer y;ir landam.æri á ólöglegan hátt í fyrsta sinn, sé ofurlítið taugá- óstyrkur. Nú veit ég, að það er ástæðulaust að óttast slík ferða- Iög. Það er ekki hægt að gæta landamæra í skógivöxnu hálendi svo að öruggt sé. Ef öruggt væri, þyrfti varðmað- ur að standa bak við hvert tré. En til þess þyrfti nokkur hundr- uð þúsund landamæraverði, og þaÖ þykir í of mikið ráðist við slíkt starf. Það reyndist því auð- velt fyrir menn okkar að komast yfir þýzk-tékknesku landamærin, en það var nauðsynlegur liður í hinni pólitísku leynistarfsemi okkar. Og þar sem þetta varð að daglegri iðju, fór hetjuljóm- inn fljótlega af því. Þau fimm ár, sem ég dvaldi í Tékkóslóva- kíu, fóru þúsundir sendiboða yfir landamærin, og milljónum bóka og bréfa var smyglað inn í Þýzkaland, án þess nokkur væri tekinn fastur eða nokkuð væri gert upptækt. Erfiðleikarnir eru ekki við landamærin, heldur inni í land- inu sjálfu. * |JÖFUÐÓVINUR okkar, Ges- tapo — þ. e. þýzka leyni- lögreglan — og allir aðstoðar- menn hennar, bæði innan Þýzka- lands og utan, komust fljótt á snoðir um starfsemi okkar. Þeir reyndu því að ráðast að okkur bæði í Tékkóslóvakíu og í Þýzkalandi, en þar urðu félagar okkar fyrir barðinu á þeim. í stórum hópum o;g í alls kyns dularklæðum komu hinir vold- ugu Gestapomenn inn í Tékkó- slóvakíu í þeim tilgangi einum áð ráðast á félagsskap okkar. Milljónum marka hlýtur að hafa verið varið í því augnamiði, að vinna bug á starfsemi okkar í Prag; en árangurinn af starfsemi þeirra var síður en svo í hlut- falli við tilkostnaðinn. Auðvitað hafá sendimenn Himlers myrt ýmsa af hinum pólitísku flótta- mönnum. Njósnarar hans — sem við þekkjum — höfðu komizt Snn í öll samtök flóttamannanna. Þeir stálu bréfum og öðrum skjölum, og stundum gátu þeir hlustað á símtöl okkar. En yfir- leitt bar starfsemi þeirra lítinn árangur. Við komumst fljótt upp á lag nieð það, að haga Max Braun, einn af duglegustu forvígis- mönnum þýzkra jafnaðar- manna í dag. Lifir nú landflótta í París og gefur þar út eitt af beztu blöðum þeirra, ,,Die Frei- heit,“ frelsið. starfsemi okkar með tilliti til þess, að einhverjir njósnarar kynnu að vera viðstaddir. Heima í Þýzkalandi gátu þeir starfað meira óhindrað, svo að smám saman urðum við að gæta meiri og meiri varúðar í starf- semi okkar þar. Við urðum oft að breyta starfsaðferðum. Reynsl- an sýndi okkur, að sömu brögð- in dugðu ekki nema skamman tíma í einu. Menn okkar voru fljótir að læra. * ^!|.ESTAPO vinnur nú af meira 'krafti en áður gegn okkur. En hin þýzka pólitíska lögregla þekkir lítið til starfsemi okkar. Þeir þekkja ekki einu sinni menn okkar. Þýzku jafnaðar- mennirnir, sem voru meira en ein milljón, aðeins innan sjálfs flokksins, árið 1933, eru enn þá fjölmargir. En samt sem áður komast Gestapo-mennimir ekki að nema hverfandi litlu af því, sem hin leynilegu samtök gera. Tilraunir Gestapo til þess að vinna bug á hinni leynilegu starfsemi okkar, ganga allar í þá átt, áð taka sem flesta fasta. Á einum degi eru hundmð manna fangelsaðir í einni verksmiðju, þar sem gmnur leikur á, að ein- hver leynileg starfsemi eigi sér stað. Það þykir ef til vill undarlegt, en er samt satt, að það er mjög sjaldgæft, að okkar menn séu meðal hinna handteknu. Reynsl- A SIÐUSTU ÁRUM hefir Gestapo endurbætt starfs- hætti sína. Áður fyr handtóku þeir þegar í stað þá, sem þeir álitu gmnsamlega um þátttöku i hinum leynilegu samtökum. Nú þykir þeim hyggilegra að njósna um hina grunuðu, áður en þeir eru teknir fastir. Þannig hefír, það komið fyrir, að hópur, sem áleit sig í engri hættu, hafði ver- ið uppgötvaður fyrir mörgurn mánuðum. Einn daginn, þegar þeir era á fundi og eiga sér einskis ills von, koma svo hinir illræmdu Gestapomenn og flytja þá alla í margra ára fangelsi, Ein af brellum Gestapomanna er sú, að nota lifandi menn sem beitu á hinum pólitísku veiðum sinum, Svo að ég nefni dæmi: Einn dag fær félagi okkar, Carl Schulz, pólitískur flóttamaður í Prag, áríðandi bréf frá gömlum vini sínum, Peter Schmidt í Þýzkalandi. Hann er beðinn að hitta Schmidt vegna vissra við- skipta þeirra á tilteknum stað og tiltekinni stundu við þýzk- tékknesku landamærin. En Schulz hefir fyrir nokkmm vikum frétt það úr annari átt, aÖ Schmidt hafi verið tekinn fastur af Ges- tapo. Schulz gefur því tékk- nesku lögreglunni vísbendingu, áður en hann fer á stefnumótið við landamærin. Hann kemur timanlega að landamæranum og bíður við þar, án þess að fara yfir þau. Allt í einu kernur Schmidt í Ijós hin- um megin landamæranna. Hann hefir hendumar fyrir aftan bak- ið og biður Schulz að koma yfir til sín. Schulz neitar þvi, en bið- ur Schmidt að koma yfir til sín, þar sem þeir geti talazt við án nokkurrar hættu. Schmidt kemur ekki, og eftir fjórðung stundar fer hann aftur. Með honum fara nokkrir óeinkennisbúnir menn, sem að því er virÖist, hafa verið staddir þarna af tilviljun. Enginn vafi er á því, að þetta hafa ver- ið starfsmenn Gestapo, og a'ð allur þessi skripaleikur hefir ver- ið settur á svið i þeim einum til- gangi að veiða Schulz í gildr- una. En sem betur fór, sá Schulz það á augabragði, að hendur Schmidts vom bundnar fyrir aftan bakið. (Þetta kom fyrir ná- kvæmlega eins og frá er sagt, aðeins er nöfnum breytt.) Erh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.