Alþýðublaðið - 08.07.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.07.1939, Blaðsíða 2
LACGARDAG 8. JÚLt 1939 ALÞY8UBLAÐID — Nei, það get ég ekki, sagði Þumalína. — Vertu sæl, litla, yndislega stúlka, sagði svalan og flaug út í sólskinið. Þumalína horfði á eftir henni og tárin komu fram 1 augun á henni, því að hun saknaði svölunnar. — Kvivit, kvivit, söng svalan og flaug inn í grænan skóginn. Þumaima. Allan veturinn var svalan þarna niðri, og Þumalína hjúkr- aði henni. Hvorki hagamúsin né moldvörpungurinn komust á snoðir um þetta, því að þeim geðjaðist ekki að veslings, fátæku svölunni. Þegar vorið kom og sólin vermdi jörðina, Sólin skein svo notalega, og svalan spurði kvaddi svalan Þumalínu og flaug upp um Þumalínu, hvort hún vildi ekki koma með gatið, sem moldvörpungurinn hafði borað 1 sér, hún gæti setið. á bakinu á sér, þær gætu þakið. flogið langt út í græna skóginn. En Þumalína vissi> að það myndi hryggja ■ hagamúsina gömlu, ef hún færi þannig. Ungmennaféiögln f Borgarfirði efna til íþrótíamóts við Hvítá n. k. sunnudag. VerÓur þar eins og aS undanförnu, fjölbreytt íþrótta- keþpni milli ungmennafélaganna í Borgarfirði. M. a. verður keppt í reiptogi, stökkum, köstum, sundi, hlaupum og fl. Einnig mun fara fram handknattleikskeppni milli kvennaflokka úr Borgarnesi og Akranesi. í sambandi við íþrótta- mótið flytur Sigurður Einarsson ræðu, og Karlakór iðnaðarmanna syngur. Gjafir tll Siysavarnafélags íslands til reksturs björgunarskípsins fyrir Faxaflóa. Frá m.b. „Straumur", Innri-Njarðvík kr. 10,00, m.b. „Brynjar", Siglufirði, kr. 22,00, m.b. „Villi“, Siglufirði, kr. 16,00, m.b. „Anna“, ÖlafsfirÖi kr. 5,00, m.b. „Sæþór“, Seyðisfirði kr. 25, 00, m.b. „Vingþór", Seyðisfirði kr. 16,00, m.b. „Þór“, Hrísey kr. 60,00, m.b. „Sæborg“, Grindavík kr. 36,00, m.b. „Bragi“, Njarðvík kr. 51,00, m.b. „Stuðlafoss", Reyðarfirði kr. 65,00, m.b. „Vís- ir“, Súgandafirði, kr. 75,00, m.b. „Gyllir“, Sandgerði kr. 50,00, m.b. „Muninn", Sandgerði kr. 50,00, m.b. „Keilir", Sandgerði kr. 50,00, m.b. „Björgvin“, Grindavik kr. 15,00, m.b. „Sæfari", Keflavík kr. 55,00. Samtals kr. 601,00. — Kær- ar þakkir. — J. E. B. Norska eftirlitsskipið „Fridtjof Nansen“ er lagt af stað í þriggja mánaða éftirlits- ferð til íslands. Hefir skipið 70 manna áhöfn. F.Ú. UMRÆÐUEFNI Sólin hverfur, moldin fagnar, og blómin brosa af gleði. Bréfaruslið og sementspoka- fjúkið. Dæmi um drengi. Er- lendir gestir. Safnahúsið. Þulirnir við útvarpið. Bað- staðurinn við Skerjafjörð. Skilaboð til „Dellu“. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. LOKSINS hverfur sólin bak við skýin. Hún hefir bakað jörðina lengi og vel, og í gærmorgun, þegar ég kom á fætur, voru öll blóm og grös með nýjum svip, alveg eins og þau brostu framan í mann og segðu: í dag líður okkur vel, Hannes minn. Moldin þambaði vætuna gráðugri en ég held, að ég hafi nokkru sinni séð hana áður. Oltkur þykir öllum vænt um að fá vætuna núna, vonandi stendur hún þó ekki of lengi, það er allt bezt hvert með öðru. Jöfnuður í öllum hlutum, þá fer vel. MENN KVARTA mjög undan rykinu á götunum og alls konar bréfarusli. Vinkona mín hringdi til mín í gær og sagði, að hús hennar væri alveg að fara í kaf af bréfa- rusli og þar á meðal sementspok- um. Það á auðvitað ekki að þola það, að þeir, sem vinna við bygg- ingar, kasti sementspokunum frá sér og þeir f júki síðan að húsadyr- um, inn í garða og upp um glugga. Það verður að setja strangt eftir- lit með þessu. TVÖ DÆMI: Ég gekk nýlega framhjá grasgötu við Hringbraut. Tveir drengir á sendisveinahjólum óku yfir þvera götuna meðan ég gekk þennan litla spöl. Ég sagði við þann, sem fyrst fór yfir götuna: „Þetta máttu ekki gera, grasið treðst niður og gatan eyðileggst. Þykir þér ekki gatan falleg?" — Svarið, sem ég fékk, var svona: „Haltu helv. . . . kjafti, þér kemur þetta ekkert við.“ Við hinn dreng'- inn sagði ég nokkurn veginn sama. Hann steig af hjóli sínu, horfði um stund á götuna og leit svo á mig og sagði: „Ég gerði þetta í hugsun- arleysi. Ég bið þig um að fyrirgefa. Ég geri þetta ekki oftar.“ Þetta var sendisveinn hjá Pétri Kristjánssyni kaupmanni. Svona geta piltar ver- ið misjafnir. Ég veit, að piltar eins og sá seinni spilla ekki fyrir þeim fyrirtækjum, sem þeir vinna hjá. MARGT ERLENDRA GESTA hefir verið hér undanfarna daga, og ég hefi haft tækifæri til að tala við marga þeirra og kynnast þeim. Maður, sem kunnur er um öll Norðurlönd, sagði við mig: „Mér finnst eins og stúlkurnar hér í Reykjavík séu eins og' dúkkur. Þær mála sig of mikið. Þær eiga að vera hispurslausari í framgöngu og einfaldari. Þær mega ekki „búa sig til“, því að þær eru mjög fal- legar. Karlmennirnir hafa allt ann- DAGSINS. an svip en konurnar. Þeir eru karl- mannlegir og sterklegir, frjáls- mannlegir og djarfir á svip.“ Ég sendi þetta áfram rétta boðleið. LANDSKUNN KONA skrifar mér um Safnahúsið. Henni finnst það ljótt að útliti og krefst þess að þð sé múrhúðað eins og Þjóðleik- húsið. Má vel vera að þetta sé sanngjörn krafa, að minnsta kosti hljóta allir að vera sammála um það, að húsið er ljótt með sitt skáldaða útlit, það er alltaf flekk- ótt mestan hluta ársins og aðeins sæmilegt að útliti nokkrar vikur eftir að það hefir verið málað eða kalkborið. Það er ekki vanzalaust fyrir okkur að hafa útlit þessarar myndarlegu byggingar þannig leng' ur, og það yrði áreiðanlega fallegt ef það yrði múrhúðað að nýju. ÉG HEFI FENGIÐ allmörg bréf upp á síðkastið um nýju þuluna og útvarpið. Erfitt er að gera svo öllum líki, og menn eru algerlega ósammála um hina nýju þulu. Sumum finnst hún alveg prýðileg, en öðrum finnst hún alveg ómög'u- leg. Mér finnst hún mjög sæmileg, og ég vil heldur háfa kvenmann við þulstækið en karlmann i öllu léttara hjali. Hins vegar vil ég gjarnan játa það, að ég hefi ekki notið erlendu fréttanna nærri eins vel síðan Sigurður Einarsson hætti að lesa, og ég veit, að þetta er yfirleitt skoðun allflestra útvarps- hlustenda. Annars get ég ekki ver- ið að birta fleiri bréf um útvarps- þulina. Maður kemst ekkert áfram með það mál, skoðanirnar eru svo skiptar. LOKS SKRIFAR „Baðgestur" mér á þessa leið: „Mig hefir oft langað til þess, Hannes minn, að ræða við þig um baðstaðinn við Skerjaíj'rð. Nú, þegar sól er yfir öllu landi, hiti og grózka, þá leitar bæjarfólkið suður að Skerjafirði til þess að njóta sævar og sólar. Um nauðsyn sliks og hollustu er óþarfi að ræða hér, það víta allir — það er jafngott fyrir unga sem aldna, heilbrigða og sjúka.“ „ÞAÐ ÆTTI því í rauninni að vera kappsmál fyrir bæinn, að sem flestir sæktu þangað suður — og bæjarstjórnin ætti að hef jast handa og gera þennan stað að vistlegum baostað, sem sæmir bænum og fólkinu, sem notar hann. En því miður er mikill brestur á, að slíkt sé í viðunandi ástandi. — Hjá „Shell“-tönkunu'm er prýðilegur skjólgarður fyrir hendi að öðru leyti en því, að hann er ekki nema á einn veg. Ef einhver vindur er, þá næðir hann oftast óhindraður um fólkið. En til þess að fyrirbyggja það þarf ekki annað en setja dá- lítinn skjólgarð á „Shell“-fcryggj- una. Það myndi ekki kosta mikið, en vera til stórra bóta.“ „SÖMULEIÐIS þarf að hreinsa að þrífa fjöruna og setja þar fram ,,búkka,“ sem næði fram í víkina. Því að þarna er útfiri mikið og þess vegna mjög vont að baða sig um fjöru eins og nú er í pottinn búið. Þetta er nú um víkina hjá „Shell“. Nauthólsvík þarf líka að laga til og hreinsa fjöruna og setja þar upp skýli og skjólgarða. Það er ekki vanzalaust fyrir bæinn, að eiga svona góðan baðstað og sýna honum engan sóma.“ „ÉG VONA, að þú minnist nú á þetta við hlutaðeigandi yfirvöld, að þau bæti úr þessu ástandi, því að það er óþolandi. Ef þau sinna þessu ekkert, getur ekki hjá því farið, að okkur baðgestunum finnist okkur lítill sómi vera sýndur. Kannske væri rétt að skjóta þessu að bless- aðri þjóðstjórninni til athug'unar. Því að fyrst við höfum „þjóð- stjórnarklukku", þá verðum við líka að hafa tækifæri til þess að nota sólina og sjóinn. Þetta er skrifað áður en rigning- in byrjaði, en bréfið hefir sitt fulla gildi fyrir því. DELLA! Ég hefi undanfarið ver- ið að hugsa um þetta mál og mun skrifa um það mjög bráðlega. Hannes á horninu. Geri við saumavélar, allsktn- ar heimilisvélar og skrár. H. Sandholt, Klapparstíg 11. sími 2635. Hraðferðir B. S. A. Alla daga nema mánudaga. um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjó- leiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á BifreiSastöð ís- lands, sími 1540. Bifreiðastðð Aknrejrap. QHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Upprelsnln á Bounty. 17. Karl ísfeld íslenzkaði. til þess, að skipstjórinn og einkaritari hans hefðu grætt fé á matarkaupunum. Skammturinn var svo lítill, að skipverjar börðust um hvern bita. Eftir að margir höfðu særzt, var það ráð tekið, að hafa vopnaðan vörð við útbýtingu matarins. Um 300 mílur frá strönd Brazilíu varð vindurinn norðlægur og norðvestlægur. Þar lá Bounty í tvo daga. Þá byrjuðu skip- verjar að fiska, Þeir voguðu saltkjötsbitunum sínum í þeirri von, að einhver hákarlinn biti á öngulinn. Menn álíta máske, að hákarl sé ekki mannamatur. En sjó- menn, sem ekki hafa borðað nýjan mat í lengri tíma, borða hann með beztu lyst. Hákarlinn er skorinn í stórar sneiðar, því næst eru sneiðarnar steiktar á pönnu og stráð á þær pipar og salti. Ég borðaði hákarl í fyrsta skipti úti fyrir ströndum Brazil- íu. Það var blæalogn. Seglin héngu niður. John Mills, önnur skytta stóð við borðstokkinn með færi 1 höndunum. Hann hafði verið lengi sjómaður, var í varðsveit Christians og var um fertugt. Ég horfði með athygli á Mills. Tveir mötuneytisfélag- ar hans stóðu við hlið hans, tilbúnir að veita honum aðstoð, ef með þyrfti. Það voru þeir Brown, garðyrkjumaðurinn, og Normann, annar timburmeistari. Þeir létu allt saltkjötið sitt á öngulinn og ætluðu því að skipta með sér veiðinni, ef einhver yrði. Ég teygði úr mér, svo að ég gæti séð yfir borðstokkinn. í sömu andránni sá ág hákarl sveima umhverfis agnið. Þarna 2r hákarlinn! hrópaði Normann. — Hafðu þig í burtu, nöldraði Mills, — þú fælir hákarlinn. í sömu andránni gleypti hákarlinn agnið. — Þarna beit hann á, hrópaði Mills og dró inn færið. Inn- byrðið veiðina. Þeir drógu hákarlinn upp úr sjónum og Mills tók stóran gogg og krækti í hákarlinn. Þegar hákarlinn var kominn inn á þilfarið, settust sex menn klofvega yfir hann og tóku að skera. Það var spaugileg sjón. Eftir þrjár mínútur var búið að skera hákarlinn í jafnmargar sneiðar og mennirnir höfðu verið, sem á honum sátu. Þilfarið var skolað og Mills var að tína saman sneiðarnar, sem fallið höfðu í hans hlut. Þá kom herra Samúel á vettvang. — Góð veiði, maður minn, sagði hann ísmeygilega. — Ég fæ vonandi eina sneið, er ekki svo? Mills hataði Samúel af öllu hjarta, eins og allir hinir skip- verjarnir. Einkaritarinn drakk hvorki vín né romm, en hann var grunaður um að selja sinn skammt af víninu í landi. — Jæja, viljið þér fá eina sneið, sagði fallbyssumaðurinn. Þá vil ég fá eitt glas af sterku rommi, ef þér viljið borða há- karl í dag. — Nei, heyrið mig, góði maður, verið nú skynsamur, þér hafið hákarl handa heilli herdeild. — Og þér eigið romm handa heilli herdeild! — Ég ætla að bera hákarlinn á borð fyrir skipstjórann! —• Þá getið þér sjálfur veitt hákarl handa skipstjóranum. Þennan hákarl á ég. Hann fær hvort sem er það bezta, bæði af kjötinu og brauðinu. — Þér gætið ekki að yður, Mills! Gefið mér nú eina sneið> þessa þarna og þá skal ég ekki minnast á þetta framar. — Minnast á þetta! Farðu til helvítis! Sko til •— hérna fáið þér sneiðina yðar! Um leið slengdi hann tíu eða tólf punda sneið framan í smettið á Samúel. Því næst snérist hann á hæli og gekk undir þiljur. Herra Samúel brölti á fætur, gleymdi samt ekki að hirða sneiðina, og rölti aftur eftir þilfarinu. Það var auðséð á augna- ráði hans, að hann hugsaði Mills þegjandi þörfina. Fréttin barst um allt skipið og nú fyrst varð Mills þess var, að hann var vinsæll, enda þótt lítil von væri til þess, að hann slyppi hjá refsingu. Bakkus gamli sagði um kvöldið: Það minnsta, sem hann getur búizt við, er blóðflekkótt skyrta. Samúel er fyrirlitlegur snákur — en agi er agi. Ég held, að sá tími komi, að húðstrýkingar verði lagðar niður á flota hans hátignar. Það er grimmdarleg hegning, sem brýtur niður sjálfsvirðing manna, og gerir þá að verri mönnum. Eins og við var að búazt, var Mills settur í járn og varð að dúsa í hlekkjum alla nóttina. Allir mötuneytisfélagar hans höfðu gefið honum rommblönduna sína, til að veita honum mótstöðuafl, til þess að þola strýkinguna, sem í vændum var. Klukkan sex kom Bligh upp á þilfar og bað Christian að skipa öllum mönnum upp á þilfar, svo að þeir gætu verið viðstaddir athöfnina. Allir voru þögulir. — Setjið upp grindurnar, skipaði Bligh ruddalega. Timburmeistarinn og aðstoðarmenn hans tóku grindurnar, sem venjulega voru yfir lestaropunum og færðu þær aftur í skut. Önnur grindin var lögð á þilfarið, en hin lóðrétt og báðar bundnar. — Grindurnar eru festar, skipstjóri, sagði Purcell, timbur- meistarinn, —- Jolin Mills, sagði Bligh •— gangið fram! Mills var rjóður í kinnum af öllu romminu, sem hann hafði drukkið. Hann var í sínum beztu fötum. Hann var harðgerður

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.