Alþýðublaðið - 08.07.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.07.1939, Blaðsíða 3
LAUGARDAG 8. JÚLÍ 1931 ALÞVÐUBLABIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALBEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFOREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4001: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4003: V. S. Vilhjálms (heima), 4005: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Soðskapar gnðfræði- prófessorsins. ÞAÐ er sjaldgæft, aö íhalds- menn láti sér það á verða, að afhjúpa eins greinilega hina kaldrifjuðu gróðahyggju sína og hugsunarleysi um líf og ör- yggi hins vinnandi fólks, eins og Magnús Jónsson guðfræði- prófessor og alþingismaður í- haldsins hér í Reykjavík gerði í bréfi því, sem hann sendi les- bók Morgunblaðsins af sjóferð sinni á leið til „landsins helga“ fyrir skemmstu. Þess vegna er bréf hans einkar eftirtektar- vert og lærdómsríkt, þótt ekki verði sagt, að það sé beinlínis neitt ánægja.efni, að sjá svo staurblinda sérhagsmunahyggju og íhald vaða uppi í blöðum stærsta stjórnmálaflokksins hér á landi. Ef til vill hefir engin þjóð í heiminum misst eins marga af sonum sínum á bezta aldri í sjó- inn eins og við íslendingar. Á fyrri öldum, þegar öll verkleg menning var í bernsku og ekki hægt að sækja sjóinn á öðru en opnum bátum, má að sjálfsögðu segja, að hinir stöðugu mann- skaðar af völdum sjóslysa hafi verið óumflýjanleg örlög ís- lenzku sjómannastéttarinnar, sem við erfiðari veðráttu og óró- legra haf á að búa, en flestar aðrar. En á okkar dögum þarf hún ekki lengur að vera þannig ofurseld náttúruöflunum, ef hún á þess kost að færa sér þá tækni í nyt, sem nútímamenn- ingin hefir upp á að bjóða. Og maöur skyldi ætla, að það væri leitun á þeim mönnum hér á landi, sem teldu eftir þann kostnað, sem það hefir í för með sér, að búa bátana og skipin þeim öryggistækjum, sem nú er völ á og nauðsynleg eru til þess að tryggja líf og atvinnu sjó- mannanna, þessara hraustustu sona íslenzku þjóðarinnar. En bréf Magnúsar Jónssonar guð- fræðiprófessors og alþingis- manni til Morgunblaðsins sýn- ir það svart á hvítu, að svo sið- laus auðvaldshyggja er, þó að furðulegt sé, enn til á meðal okkar. Þessi alþingismaður íhaldsins hér í Reykjavík verður öfund- sjúlcur fyrir hönd útgerðar- mannanna í flokki sínum, þeg- ar hann sér, hvað einstökum út gerðarmönnum erlendis líðst enn í útbúnaði skipanna og um- hyggjuleysi fyrir lífi og öryggi sjómannanna, sem á þeim eru. Hann er sjálfur staddur á norsku skipi, þegar hann skrifar bréf sitt til þess að boða okkur hér heima afturhvarfið til ör- yggisleysisins og villimennsk- unnar. „Járn er á þilfari,“ seg- ir hann, ,,og annað ekki, nema á brú og fram á. Stýrt er með stóru ratti, án vélakrafts... Ekkert rafmagn, heldur olíu- lampar. Engin miðstöð, heldur Jénas Ouðmnndsson: Sænska lánlð. ÞJÓÐVILJINN, sem undan- farnar vikur hefir verið að veslast upp og ekkert haft um að skrifa, hefir nú orðið fyrir því happi, að ná í — fyrir milligöngu trúnaðarmanna sinna á lögmannsskrifstofunni — veðsetningarskjal fyrir Al- þýðuprentsmiðjunni til handa Útvegsbankanum í Reykjavík. Er gert í blaðinu hið mesta veður út af þessari sjálfsögðu veðsetningu á vélum prent- smiðjunnar fyrir þeim skuldum, sem stofnað hefir verið til — vegna kaupa á þeim, og í háum tónum lýst því hyldýpi spilling- arinnar, sem þarna komi fram, er ,,Skjaldborgarklíkan“ sé að leggja Va milljón króna skuldá- byrði á bak verkalýðsfélaganna. „Vilja verkalýðsfélögin borga skuldir Alþýðuflokksins?11 spyr blaðið. Og þetta dugar blaðinu enn í gær í „rammagrein,“ og Benja- mín hagfræðingi verður ærið skrafdrjúgt um þessa lántöku í grein sinni um ‘„Verkalýðs- flokkana á Norðurlöhdum og Alþýðuflokksbrotið“ — eins og hann nefnir ritsmíð sína, þar sem hann er að reyna að sanna, að ,,kratarnir“ séu ekki „krat- ar,“ og ef nokkurir ,,kratar“ séu hér til, þá séu það kommún- istarnir. — Það er margt undar- legt í kýrhöfði! •— * Ég tel nú rétt, að fara nokkrum orðum um þessa lán- töku Alþýðusambands íslands kabisur. Engin loftskeytatæki. .... Engin miðunarstöð né dýptarmælir.“ Þetta líkar alþingismanni auðvaldsins og íhaldsins héðan að heiman. Þarna er ekki verið að eyða miklu fé til að tryggja öryggi sjómannanna. „En svona geta þeir“ — þ. e. norsku útgerðarmennirnir — „keppt við aðrar þjóðir. Með þessu sigla þeir inn hundruð milljóna króna á ári hverju.“ IJm hitt talar guðfræðiprófess- orinn og alþingismaðurinn ekki, handa hverjum þessum milljón- um króna er siglt inn og hve mörg sjómannslíf það kostar á ári hverju! Nei, það er bara ör- yggið á sjónum, „sigurjónskan,“ eins og hann kallar það eftir Sigurjóni Á. Ólafssyni, hinum þrautreynda talsmanni sjó- mannanna á alþingi, sem hann vill afnema hér á landi. „ís- lendingar hafa allt nema vits- muni og menningu til þess að gera eins og Norðmenn,“ segir hann. „En með öryggisráðstöf- unum og flottheitum koma þeir í veg fyrir þennan mikla atvinnuveg.“ Hvað kærir þessi alþingismaður íhaldsins og auð- valdsins sig um það, þótt nokkr. um sjómannslífum sé fórnað sakir öryggisleysis, éf hinir, sem heim koma, „sigla inn hundruð milljóna króna“ handa útgerðarmönnunum og yfir- stéttinni hér í Reykjavík?! Þess vegna burt með „sigurjónsk- una“! Fáir myndu hafa trúað því, að slíkt virðingarleysi fyrir lífi sjómannanna væri enn til á meðal okkar og það meira að segja meðal manna, sem gera kröfu til þess að vera kallaðir fulltrúar íslenzku þjóðarinnar. Og það er furðulegt, að nokkurt blað hér á landi skuli fást til þess að birta slíkan boðskap á prenti. Svíþjóð, af því að níðskrif Benjamíns og Þjóðviljans gætu orðið til þess, að einhver tryði dví, að hér væri um það að ræða, að leggja nýjar byrðar á verkalýðsfélögin, ef þetta yrði ekki rekið ofan í þá. Síðustu tuttugu árin hefir Al- þýðuflokkurinn og Alþýðusam- bandið haldið uppi stjórnmála- starfsemi, sem farið hefir sí- vaxandi vegna þess, að flokkur- inn hefir verið að stækka og verkalýðssamtökin að eflast. Hins vegar hafa þau gjöld, sem lögð hafa verið á meðlimi flokksins í verkalýðsfélögunum, verið mjög lág, lengzt af 1—2 krónur á fullvinnandi mann yfir árið til Alþýðusambandsins. Á þessum tekjum hafa auk þessa orðið mikil vanhöld, sérstaklega síðan áhrifa kommúnistanna tók að gæta eftir 1930, því þeir hafa unnið að því skipulags- bundið að eyðileggja gjaldþol verkalýðsfélaganna og al- þýðusamtakanna. Alþýðusam- tökin hafa og lagt í það, að eignast prentsmiðju, sem kostar nú orðið mikið fé — og öll er stofnuð í skuld. Hefir þannig safnazt á alþýðusámtök- in nokkur skuld síðustu 20 árin, bæði vegna verkalýðs. og stjórnmálastarfsemi þeirra og vegna kaupa á prentsmiðjunni. Til allra þessara skulda hefir verið stofnað á ábyrgð ein- stakra flokksmanna, þó Alþýðu- sambandið eða fyrirtæki þess væru lántakendurnir. í lögum Alþýðusambands ís- lands er engin grein, er bindi félögin fjárhagslega, umfram skattgreiðslu þeirra til sam- bandsins árlega, og í lögum þeirra er engin grein og hefir aldrei verið um sameiginlega á- byrgð * félaganna á f járhags- skuldbindingum Alþýðusam. bands íslands. Þetta hefði Benjamín og Þjóðviljinn getað fengið upp- lýst hjá Héðni Valdimarssyni, sem verið hefir aðalmaðurinn í því að stofna til allra skuldanna, en sem lét það verða sitt fyrsta verk, áður en hann flæmdist úr flokknum, að SEGJA UPP Á- BYRGÐUM ÞEIM, sem hann var í íyrir Alþýðusambandið og Alþýðuflokkinn, til þess að reyna að hnekkja honum fjár- hagslega. Kom þar auk þess fram eins og svo oft áður hræðsla peningamanns- ins um að honum myndi ef til vill þurfa að blæða síðar meir vegna þessara ábyrgða, ef hann ekki reyndi að losa sig við við þær í tíma. Alþýðusambandið leysti H. V. úr ábyrgðunum, og við, sem eftir urðum, berum nú líka hans hluta af þeim. Héðinn vissi, að hann var rík- asti og tekjuhæsti maður í Al- þýðuflokknum. Hann taldi því líklegt, að þegar hans góða nafn hyrfi af víxlum og lánum Alþýðusambandsins, mundi það bíða þann f járhagshnekki að erfitt mundi verða um vik. En hér eins og oftar reiknaði H. V. skakkt. Álþýðusamband- inu stóð til boða lán hjá Lands- organisationen í Svíþjóð, ef hægt var að setja bankatryggingu fyrir greiðslum vaxta, og af- borgana. Það tókst að lokum að fá samkomulag við Útvegs- bankann um að tryggja lánið, enda tók Landsbankinn að sér að tryggja helming þess gagn- vart Útvegsbankanum. Að sjálfsögðu er lánið tekið á nafn Alþýðusambands ís- lands og Alþýðuflokksins, því flokkurinn og sambandið er skipulagslega samtengt og hefir verið frá því fyrsta. Hins vegar hefði enginn banki tekizt á hendur að ábyrgjast greiðslu lánsupphæðarinnar, ef engar aðrar trýggingar hefðú Verið fyrir hendi, en skuldbinding sambandsstjórnar fyrir hönd sambandsins, vegna þess að innan sambandsins er ekki sam- ábyrgð milli hinna einstöku fé- laga eða félagsmanna. Félögin bera heldur enga hlutfallslega ábyrgð samkv. félagatölu á skuldbindingum sambandsins, svo ekki er á neinn veg hægt að þeim að ganga. Öll lán sam- bandsins eru því tekin á ábyrgð einstakra manna og út á eignir, sem sambandið á, en alls ekki á ábyrgð verkalýðsfélaganna. — Enda skýrir Þjóðviljinn sjálfur alveg óvart frá þyí, hvernig lán- ið er tryggt, þó hann virðist ekki hafa veitt því eftirtekt og illgirnin orðið þar öllu öðru yf- irsterkari. Tryggingarnar fyrir láninu eru þessar: 1. Sameiginleg sjálfsskuldar- ábyrgð 13 manna úr stjórn Al- þýðusambandsins fyrir öllu láninu — 185 þús. sænskum krónum. 2. Fyrsti veðréttur í Alþýðu- prentsmiðjunni fyrir allt að 100 þús. ísl. krónum. 3. Ábyrgðaryfirlýsingar ein- stakra Alþýðuflokksmanna fyr- ir 158 þús. þús. ísl. krónum. Þetta er allt fram tekið í um- boði okkar til að veðsetja og afhenda þessi skjöl, og prentað í Þjóðviljanum í fyrradag. Samt segir blaðið í gær: Hvort mundi nú vera betur trúandi Alþýðu- blaðinu eða veðmálabókunum? Það stendur nefnilega nákvæm- lega það sama í veðmálabókun- um og Alþýðublaðinu um þetta efni, að lánið er tekið á ábyrgð einstakra manna, þó það sé að sjálfsögðu tekið á nafn Alþýðu- sambandsins, sem stofnað hafði til allra þeirra skulda, sem með því voru greiddar. * Með hinni sænsku lántöku hefir Alþýðusambandið og Al- þýðuflokkurinn stórkostlega bætt hag sinn. Af þessu láni greiðist minna í vexti og af' borganir árlega en áður var greitt í vexti eina. Alþýðusam- tökin skulda nú engum neitt nema Lndsorganisationen í Svíþjóð hið samningsbundna bankatryggða lán, sem enginn efi er á, að þeim mun ganga vel að standa í skilum með. A1 þýðuprentsmiðjan og Alþýðu- blaðið bera að sjálfsögðu mest af greiðslum vaxta og afborg ana af láni þessu, svo ekki verður það nema lítið eitt sem kemur til með að hvíla á Al- þýðusambandinu sjálfu og Al- þýðuflokknum. Hefir þessu ver- ið skipt milli fyrirtækjanna ■— eftir því sem skuldir hvers um sig voru. Nokkur áfgangur verður af láninu og verður honum Öllum varið til endurbóta og stækk- unar á Alþýðuprentsmiðjunni. Hún mun verða gerð að hluta- félagi og hefir fyrri stofnfund- ur í því þegar verið haldinn, og tekur það hlutafélag að sér greiðslu á þeim hluta hins sænska láns, sem í prentsmiðj- unni stendur. Á sama hátt hafa einnig verið gerðar ráðstafanir til þess að tryggja að sá hluti, sem á Alþýðublaðinu hvílir, verði borinn uppi, ef blaðið ork- ar því ekki sjálft, og kemur þá ekki í hlut Alþýðusam- bandsins og Alþýðuflokksins nema lítill hluti lánsins, — og geti sambandið ekki staðið þar í skilum, eru það Alþýðuflokks- mennirnir, sem í ábyrgðinni eru — eins og stendur í afsals- og veðmálabókum Reykjavíkur- íaupstaðar. * Fyrirsögnin á greininni í Þjóðviljanum um þetta mál er svona: „Skjaldborgin leggur 250 þúsund kr. skuldabyrði á herðar verkalýðsfélaganna.“ Ég hika ekki við að fullyrða, að sá, sem samdi þessa fyrir- sögn, var að ljúga vísvitandi að öllum þeim, sem lesa Þjóð- viljann. Ég hika ekki við að fullyrða, að Héðinn var búinn að fræða höfundinn um, að þessar skuldir voru til áður, og að því var hér ekki um að ræða að leggja neinar byrðar á verkalýðsfélögin. Þannig er hvort tveggja notað hér saman í einni fyrirsögn — rógurinn og hin vísvitandi ósannindi, —• hornsteinarnir undir starfsemi kommúnistanna, svo mikils hefir nú þótt við þurfa. En okkur, sem þekkjum hið kommúnistiska innræti og bar- dagaaðferðir Héðins Valdimars. sonar, okkur kemur þetta ekk- ert spánskt fyrir. Kommúnist- arnir bjuggust við að brottför Héðins mundi lama Alþýðu- flokkinn svo fjárhagslega, að hann hlyti að gefast upp. En sú von brást með öllu. Með sænska láninu hafa alþýðusam- tökin rétt svo við fjárhagslega, að nú er þeim engin hætta búin lengur. Það er þetta, sem Þjóð viljinn og kommúnistarnir sjá — og af þeim ástæðum er það, að Benjamín gengislækkunar- hagfræðingur allt í einu er far- inn að rökstyðja það, að „helv. kratarnir“ hér séu engir „krat- ar,“ heldur sé hann og aðrir kommúnistar nánast ,,kratar.“ Hvað Brynjólfur segir við því — og Einar, að vera allt í einu orðnir ,,kratabroddar,“ er ekki gott að segja, en Héðinn hefir verið það svo lengi, að honum líklega finnst þetta nokkuð góð ,,hagfræði,“ en varla mun Benjamín verða í meiru sam- ræmi við sinn flokk, sem heild, með þessar kenningar en hann var með gengislækkunarkenn- ingar sínar í vetur. Knattspvrnnfðr Fram til Bai- merknr varð bin glæsilegasta. .....----- Viðtal við fararstjórann, Brynjélf Jóhannesson, við heimkomuna. f) ÚSUNDIR Reykvík- inga fögnuðu komu Framaranna í gær, þegar þeir komu með Brúarfossi, eftir sína sigurríku för til Danmerkur. Voru þeir boðn- ir velkomnir af Sigur jóni Pét urssyni og Erlingi Pálssyni varaforseta Í.S.Í., en Brynj- ólfur Jóhannesson farar- stjóri þeirra Framaranna þakkaði fyrir, og lýsti í fáum orðum frá þeirra viðburða- ríku för. Alls kepptu þeir 4 kapp- leiki, unnu 3 og töpuðu 1. Þeir skoruðu 14 mörk og fengu 7, og er þetta einhver glæsilegasta knattspyrnuför, sem íslenzkur knattspyrnu- flokkur hefir farið erlendis. Forseti Í.S.Í., Ben. G. Waage, kom heim með Brú- arfossi, en hann var því mið- ur lasinn, og gat ekki komið upp á þilfar, og tekið við kveðjum þeirra mörgu, sem þarna voru samankomnir til að fagna forsetanum með sitt nýafstaðna 50 ára af- mæli. Ná'ði AlþýÖublaðið tali af far- arstjóra þeirra Frainaranna, Bryn- jólfi Jóhannessyni, og gat hann ekki nógsamlega lýst, hversu förin hefði verið öllum til mikill- ar ánægju og gagns. „Dansk Boldspil Union bauð í fyrra Fram að senda knatt- spyrnuflokk til Danmerkur í til- efni af 50 ára afmæli sambands- ins,“ segir Brynjólfur, „og vorum við gestir þeirra allan tímann. Jafnframt var knattspyrnuflokk- um frá Noregi, Svíþjóð og Finn- landi boðið til Danmerkur, og kepptu landslið þeirra um Norð- urlandameistaratignina í knatt- spymu, og fóm þeir leikar þann- ig, að Danmöric vann i úrslita- leiknum við Norðmenn. Fyrstu vfkuna, sem við vorum í Danmörku, höfðu piltamir æf- ingar á hverjum morgni, iOg æfði Lindemann þjálfari þá. Einnig sáum við kappleikina á milli Norðurlandanna, og varð það bezti skóli fyrir okkur knatt- spymumenn.“ — Og móttökumar voru alls staðar góðar? „Alls staðar, þar sem við kom- um, var okkur tekið sem stór- höfðingjum. I öllum bæjunum tóku bæjarstjórnimar á móti okk- ur, og vorum við sérstaklega á- varpaðir af borgarstjórunum. Vom móttökumar sérstaklega hátíðlegar á Bornholm. Var mót- tökuathöfninni útvarpað af í- þróttavellinum þar, og töluðu amtmaðurinn, Sveinn Björnsson sendiherra, og Brynjólfur Jó- hannesson talaði við formann knattspymusambandsins í Born- holm. Þegar við svo kvöddum hina ýmsu staði, er við kepptum á, vornrn við leystir út meö stór- gjöfum.“ — Ferðuðuzt þið mikið um Danmörku? „Það má með sanni segja, að ,við höfum ferðazt um landið þvert og endilangt, meira að segja upplifðum við það, að standa með annan fótinn í Dan- mörku en hinni í Þýzkalandi.“ Méttðbusamsætf i Odd- fellowhðsiuu. í gærkveldi hélt stjórn Knattspyrnufélagsins Fram Danmerkurförum sínum sam- sæti í Oddfellowhúsinu. Bauð stjórnin þangað einnig varaforseta Í.S.Í. Erlingi Páls- syni, formanni Knattspyrnu- ráðsins Guðmundi Ólafssyni og formönnum knattspyrnufélag- anna. Voru í samsætinu margar ræður fluttar og Danmerkur- förunum þökkuð vaskleg fram- koma í Danmörku, Fararstjórinn, Brynjólfur Jó- hannesson, þakkaði með snjallri ræðu fyrir móttökumar og sagði að nokkru frá ferð þeirra félaganna. Einnig sýndi hann Frh. á 4. §íðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.