Alþýðublaðið - 10.07.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.07.1939, Blaðsíða 2
MÁNUDAG 10. JÚLÍ 1939 ALÞVeUBLASIÐ Þumalína var ákaflega sorgbitin. Hún fékk ekki að koma út í sólskinið. Korni var sáð á akurinn yfir bústað haga- músarinnar og kornstengurnar voru mjög háar. Það fannst Þumalínu litlu vera skógur, því að hún var svo lítil. m /VczjvW' tfjtsJé) Þumalína varð að handspinna í vefinn, og hagamúsin fékk fjórar köngulær til þess að vefa nótt og dag. Nú skaltu sauma þér föt í sumar, sagði haga- músin við hana, því að nú hafði hinn leiðin- legi nábúi þeirra, moldvörpungurinn í loð- feldinum, beðið hennar. Þú þarft að búa þig vel út, því að nú verð- ur þú að koma til moldvörpungsins. Sieiadðrs: Allar okkar hraðferðir til Akureyrar eru um Akranes. j Frá Reykjavík: Alla mánud., miðvikud. og föstud. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtud. og laugardaga. M.s. Fagranes annast sjóleiðina. Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. Steindór Alþýðuflokksfélagið. Stjórn Alþýðuflokksfélagsins þiður alla félaga sína að muna eftir, að skrifstofa félagsins í Al- þýðuhúsinu verður framvegis op- in daglega frá 5,15 — 7,15, sími 5020, alla daga nema laugardaga. Þar er tekið á móti árstillögum félagsmanna og gefnar ýmsar upplýsingar um félagsstarfsem- ina. Sérstaklega biður stjórnun hverfisstjóra félagsins að setja sig í samband við skrifstofuna nú næstu daga — helzt að koma til skrafs og ráðagerðar um ým islegt varðandi starfsemina. Símar: 1580, 1581, 1582, 1583, 1584. Útbreiðið Alþýðublaðið! fiisU PétaSM fjrrv. hér- aöslæknir á Eyrarbakka. ---«--- Nokkur Minninprorð. HINN 19. júní s.l. andaðist að heimili sínu, Læknishúsi á Eyrarbakka, Gísli Pétursson fyrrv. héraðslæknir eftir hálfs- mánaðar þunga legu. Gísli læknir var fæddur í Ánanaustum í Reykjavík 1. maí 1867. Faðir hans var hinn al- kunni sjógarpur og útvegsbóndi Pétur Olafur Gíslason í Ána- naustum. Kona Péturs, en móðir Gísla læknis var Valgerður Ól- afsdóttir, systir Ólafs í Lækjar- koti, föður séra Ólafs fríkirkju- prests og þeirra merku, alkunnu systkina. Þessar ættir eru svo alkunnar, að óþarft er að rekja þær frekar. Gísli dvaldi í foreldrahúsum í Ánanaustum alla sína upp- vaxtartíð og skólaár. Snemma bar á óvenjumiklum gáfum og hæfileikum til náms hjá hon- um, og var hann því til mennta settur, og útskrifaðist hann úr læknaskólanum í Rvík 1890. Gísli var fyrst settur læknir í Norður-Múlasýslu 1891, og var hann þar til 1892, en þá fór hann til Olafsvíkur og þjónaði því læknishéraði til 1896, en þá var hann skipaður læknir í Húsavíkurlæknishéraði þar til 1914, að hann fékk veitingu fyr- ir Eyrarbakkalæknishéraði. 1937, á jötugsafmæli sínu, lét Gísli af læknisstörfum sem embættislæknir, en stundaði þó læknisstörf til æfiloka. 1899 giftist Gísli læknir eftir- lifandi konu sinni Aðalbjörgu, dóttur hinna alkunnu merkis- hjóna Jakobs Hálfdánarsonar, hins mikla samvinnufrömuðs, og konu hans, Petrínar Kristín- ar Pétursdóttur frá Reykjahlíð, af hinni merku og alkunnu Reyk j ahlíðarætt. Áf börnum þeirra hjóna, Gísla læknis og Aðalbjargar, lifa 7: Jaköb, forstjóri rafmagnseftir- lits ríkisins, Guðmundur lækn- ir, Ketill lögfræðingur, Ólafur raffræðingur, Sigurður skrif- stofumaður, Guðrún, í mennta- skólanum í Reykjavák, Pétur kominn í læknáskólann, en varð að hætta námi sökum veikinda. Öll eru þessi börn þeirra hjóna skarpgáfuð eins og gefur að skilja, þar sem í þeim eru samanrunnar hinar mestu gáfu- ættir þessa lands. Þegar litið er yfir lífsstarf og óvenjulanga embættistíð Gísla læknis, verður áreiðanlega á margt að minnast, þótt fæst af því verði hér skráð í þessari ör- stuttu minningargrein. Ég, sém þessar línur rita, hefi haft náin kynni af Gísla lækni nálega í einn aldarfjórðung, og þegar ég nú á þessari stundu hugsa tii þeirrar kynningar og allra hinna mörgu kosta hans, verður mér minnisstæðust hin tak- markalausa skyldurækni hans og nákvæmni við allar sínar embættisskyldur. Það var áreið- anlega djúpt ritað í sál hans það „gullna rausnarorð", að víkja aldrei frá settu marki, og þá eins fyrir það, þótt gatan væri ógreið, eða ekki rúmt milli veggja eða hátt undir loft. Eng- in torfæra var svo illvíg, að hann fyndi ekki ráð til að yfir- stíga hana, þegar um embætt- isskyldur hans var að ræða, allt varð að víkja fyrir embættis- skyldunni, heimilið, lífsþægind- in, heilsa hans sjálfs. Það hafa menn sagt mér, sem voru sam- tíða Gísla lækni, er hann þjón- aði hinu víðlenda Húsavíkur- læknishéraði, að aldrei hafi neitt hríðarveður verið svo svart eða náttmyrkur, að ekki væri Gísli læknir reiðubúinn, æðrulaust, að fara út í það, þeg- , ar um sjúkravitjanir var að ræða. Og var hann þá oft, þeg- ar yfir fjöll og fimindi var að fara, leiðsögumaður leiðsögu- mannsins, með hjálp áttavitans, skíðanna á fótunum og hirm ó- venjulega dugnað og karl- mennsku ferðamannsins, sem hann hafði fengið að vöggugjöf. Að lýsa öllum þeim svaðil- förum hér er enginn kostur á. En aðeins skal þó minnzt einn- ar ferðar hans frá þessum ár- um. Það var, þegar hann var sóttur út í Grímsey — sem til- heyrði héraði hans — haustið 1905 á ífögurra manna fari úr Húsavík, rúmlega átta sjómílna leið á haf út. En það var eins og slíkir snjó- kólgudagar og aðrar reynslu- stundir lífs hans kæmu ekki við hann, það var eins og skelin væri óbrjótandi, en þó var mað- urinn hið innra meir og tilfinn- ingasamur, það vissu þeir bezt, sem honum voru kunnugastir. Það var áreiðanlega ekki á neins meðalmanns færi að etja kappi við Gísla lækni á einn eða ann- an hátt. Hann hafði gerhugsað allt og hugsað rétt, því bar hann ávallt hreinan skjöld, ef svo mætti að orði komast. Það var hreint gull í manninum. Hann var ávallt ótrauður mál- svari hinna minni máttar. í Gísla lækni áttu þeir jafnan sinn bezta vin og hjálparmann. En hann var ósveigjanlegur og harðsnúinn, ef miður vel var á hann leitað. Hann skildi við ekkert verk hálfunnið, og í öll- um verkum hans lýstu sér bezt mannkostir hans og metnaður og trúmennska. Hann var ósvik- inn íslendingur í orði og á borði, frjálslyndur með óbifanlega trú á framförum lands og þjóðar í framtíðinni. Gísli læknir var starfsmaður með afbrigðum. Auk sinna um- svifamiklu læknisverka hafði hann ýms önnur störf með höndum. Hann sat í hrepps- nefnd Eyrarbakkahrepps um margra ára skeið og var oddviti og gjaldkeri hreppsins. Einnig var hann í skólanefnd og um- boðsmaður Brunabótafélags ís- lands: Hann var einn af stofn- endum Ungmennafél. Eyrar_ bakka og tók yfirleitt þátt í fé- lagslífi þorpsins eftir því sem honum vannst tími til. En allar frístundir notaði hann til bók- lesturs. Þó mun hann sérstak- lega hafa lesið með mestu at- hygli allar nýjungar, sem til- heyrðu læknisfræðinni. Sjálfur átti hann stórt og vandað bóka- safn. Hann kunni fjölda tungu- mála- enda afburða fræðimaður. Gísli var góður læknir og sjúklingar hans báru takmarka. laust traust til hans. Alla æfi var hann strangur bindindis- maður, neytti aldrei áfengis eða tóbaks, sem sumir stéttarbræð- ur hans fyrr og síðar hafa gripið til með þá fölsku von í brjósti, að. slíkar nautnir léttu erfiðið og sköpuðu meira starfsþrek. Hann vissi, að slíkar eiturnautnir höfðu gagnstæð áhrif á erfiðum stundum. Hann misnotaði aldr- ei aðstöðu sína gagnvart áfeng- isútlátum 1 gróðaskyni, og vafa- laust hefði hann getað aflað sér meiri vinsælda hér eystra á sínum fyrstu læknisárum hjá ýmsum „stórhöfðingjum“ hér- aðsins, hefði hann verið leiði- tamari við áfengisútlát. En Gísli læknir var ekki svo skapi farinn, ,,að vinna það fyrir vin- skap manns, að víkja af götu sannleikans". Gísli læknir var í öllu dag- fari hið mesta prúðmenni, ást- ríkur eiginmaður og umhyggju- samur faðir barna sinna. Heim- ili þeirra hjóna, Gísla læknis og frú Aðalbjargar, í Læknishúsi á Eyrarbakka er víðfrægt fyrir háttprýði og höfðingsskap. Við vinir og kunningjar Gísla læknis, sem eftir lifum, þökk- um honum fyrir liðnar ánægju- stundir í nálægð hans, og kveðj- um hann með virðingu og að- dáun. Þórður Jónsson. Irís heitir ný blómaverzlun, sem hefir opnað sölubúð í Austur- stræti 10. Útbreiðið Alþýðublaðið! CjlARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Upprelsnin á Bonnty. 18. Karl ísfeld íslenzkaði. maður. Hann fann að hegningin var óréttlát og hann var þrjózkulegur á svipinn. — Hafið þér nokkrar varnir fram að færa? spurði Bligh hinn berhöfðaða sjómann, sem stóð frammi fyrir honum. ■— Nei, svaraði Mills önugur. — Farið úr skyrtunni! skipaði Bligh. Mills svipti af sér skyrtunni, fleygði henni til mötuneytis- félaga sinna og gekk nakinn niður að beltisstað að grindunum. — Bindið hann, sagði Bligh. Norton og Lenkletter, bátsmennirnir okkar voru gamlir sjó- menn. Þeir höfðu oft leyst þetta verk af hendi. Þeir gengu nú fram með kaðalspotta og bundu úlfliði Mills við grindina, sem stóð lóðrétt. — Hann er bundinn, skipstjóri, sagði Norton. Bligh og allir hinir tóku ofan höfuðfötin. Hann opnaði hern- aðarlögin og las upp með hátíðlegri rödd lagagreinina, sem kveður á um refsingu fyrir þrjózkulega framkomu. Morrison, annar bátsmaður leysti bandið frá rauða ullarpokanum, sem kötturinn var geymdur í. — Þrjátíu og sex högg, herra Morrison, sagði hann — gerið skyldu yðar! Morrison var hið mesta göfugmenni. Ég kenndi í brjósti um hann á þessari stundu. Ég vissi, að hann hafði hina mestu and- styggð á húðstrýkingu og þar við bættist, að hann hlaut að finna, að þessi refsing var óréttlát. Samt sem áður gat hann ekki dregið úr höggunum, þegar skipstjórinn horfði á. Hann gekk fram að grindunum, dró skottin gegn um greip sína, og sveiflaði handleggnum og greiddi höggið. Mills kipptist við, þegar höggið reið yfir bert bak hans, og hann stundi þungan. Rauð rák sást á baki hans og blóðið draup úr henni. Mills var hið mesta karlmenni og tólf högg þoldi hann, án þess að gefa hljóð frá sér, enda þótt bakið á honum væri orðið að sári frá hnakka niður að beltisstað. Við þrettánda höggið gaf hann eftir. Hann hafði bitið sig í tunguna og blóðið rann út úr munni hans. Hann engdist af kvölum og hljóðaði. — Herra Morrison, kallaði Bligh allt í einu byrstur — reynið að berja ofurlítið fastar. Morrison lét ólarnar renna aftur gegn um greip sína, til þess að hreinsa burtu holdtætlur, sem héngu á hnútunum. Mér fannst hann óendanlega lengi að ljúka böðulsstarfi sínu. Þegar Mills var leystur, var hann orðinn svrtur í framan og hneig niður á þilfarið. Bakkus gamli hökti fram og skipaði að bera hapn ofan í sjúkraklefann, svo að hægt væri að hreinsa sárið og búa um það. Bligh fór til káetu sinnar og skipverjar hófu sín venjulegu störf á ný. í marsbyrjun var okkur skipað að afklæðast hinum létta hitabeltisbúningi okkar og klæðast hlýrri fötum, þar sem við þurftum nú að sigla fyrir Kap Horn. Skipið var búið út með tilliti til þess að geta þolað hina miklu storma, sem í vændum voru. Mjög var nú farið að kólna í veðri og ég var orðinn þeirri stund fegnastur að mega fara undir þiljur, svo að ég gæti eytt frí- tímum mínum í káetu Bakkusar gamla, eða í klefa okkar liðs- foringjaefnanna. Læknirinn var orðinn mötuneytisfélagi okkar og ennfremur Stewart, Hayward, Morrison og Nelson. Við vorum orðnir ágætir vinir allir saman, enda þótt Hayward gleymdi því aldrei að hann hafði verið lengur sjómaður en ég og grobbaði af sjómennskukunnáttu sinni, sem auðvitað var töluvert staðbetri en mín. Þetta voru erviðir dagar og nætur. Stundum varð stormur- inn æðisgenginn. Enda þótt skútan væri ný og traustbyggð, varð að hafa dælurnar stöðugt í gangi. Að lokum gafst Bligh skipstjóri upp, lét breyta stefnunni og sigldi til Góðrarvonar- höfða. Því næst fengum við ágætis veður og allir voru í ágætu skapi. Við höfðum veitt mikið af sjófugli úti fyrir Kap Horn og létum þá í búr, sem timburmeistarinn hafði smíðað. Þegar líðan okkar fór að batna, byrjuðu liðsforingjaefnin á Bounty á öllum þeim brellum, sem liðsforingjaefnin eru þekkt að um allan heim. Enginn okkar komst hjá því að vera sendur upp á rá og látinn dúsa þar. Sá, sem oftast hlaut þá refsingu var Tinkler litli. Hann var hinn mesti ærzlabelgur og þótti öllum skipverjum vænt um hann. Tunglskinsnótt eina var Bligh svo strangur við hann, að það varð okkur öllum til við- vörunar. Hallet, Hayward, Tinkler og ég vorum í bakborðsklefa. Það var á varðtíma skyttunnar og Steward og Young voru á þiljum uppi. Við höfðum borðað kvöldverð og það var mjög hávaða- samt inni hjá okkur. Einu sinni, þegar Tinkler hafði rekið upp tröllöskur, heyrðum við annað öskur ekki minna aftur í skipinu. Það var Bligh fokreiður að kalla á varðforingjann. Tinkler og Hallet snöruðu sér upp í hengirúmin sín. Hayward slökkti ljósið, sparkaði af sér skónum, snaraði sér upp í hengirúmið og fór að hrjóta. Sarpa gerði ég, en Tinkler gáði ekki að því að fara úr treyjunni og skónum. í sömu andránni kom Churchill inn í dimman klefann. —• Jæja piltar, sagði hann — reynið ekki að blekkja mig. Hann hlustaði á andardrátt okkar og þreifaði á okkur, til þess að vita, hvort við værum ekki í treyjunni oj skónum. En veslings

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.