Alþýðublaðið - 11.07.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.07.1939, Blaðsíða 1
Síldaraflinn hefir tvöf aidazt á síðastliðnum sólarhring. —--«-- í Sflanw er nil þegar orðinn meiri heldur en hann var á sama tfma f fyrrasumar. -- ■ ■ .. Löndunarstöðvun á Raufarhöfn og Húsavik og yfirvofandi á Siglufirði, ef sama veiði helzt. SÍLDARAFLINN er nú orðinn meiri en á sama tíma í fyrra, og hefir hann tvöfaldazt á síðastliðnum sólar- hring. Er síld um allan sjó vestan frá Húnaflóa og austur að Langanesi. Ríkisverksmiðjurnar í Siglufirði voru í dag, um kl. 10, búnar að taka á móti um 70 þúsund málum, og tóku þær við um 25 þúsund málum frá því í gærkveldi og þar til í morgun -- frá 48 skipum. Biðu þó 12 skip við bryggju í morgun, er Alþýðublaðið hafði símtal við fréttaritara sinn og höfðu þau allmikinn afla. Smyglaðar vðrur austan fjalls. SMYGLAÐAR vörur fann Björn Bl. Jónsson löggæzlu- maður nú um helgina, er hann var staddur á Þjórsármótinu í eftirlitsferð. Hafði Björn Blöndal gert leit í bíl, er þarna var, eign Bjarna Guðmundssonar bílstjóra frá Túr4 í (Hraungerði^hreppi og fundið töluvert af smygluðum sigarettum. Varð þessi fundur til þess að Björn Blöndal ásamt sýslu- manninum í Árnessýslu gerði leit heima hjá Bjarna, og fundu þar mikið af sígarettum og nokkuð af fatnaði. Hafði Bjarni fengið þennan- varning hjá Gísla Þorleifssyni kyndara á Gullfossi. "O YRSTA víðavangsboð- hlaup, sem hér hefir fram farið, var háð í gær- kveldi. Unnu Ármenningar hlaupið eftir mjög harða keppni við K.R., og áttu 1500 metra hlaupararnir mestan þátt x því. Keppt var um Alþýðublaðs- hornið, sem vinna verður þrisv- ar sinnurn í röð, eða fimm sinn- um alls til eignar. Var sigurveg- urunum afhent hornið af Erl- útgi Pálssyni, varaforseta Í.S.f. Síldarverksmiðjurnar á Húsavík og í Raufarhöfn tilkynntu flotanum í gær- kvöldi, að þær væru fullar pg gætu því ekki tekið á móti neinu fyrst um sinn. Er þetta ákaflega bagalegt, því að það hefir í för með sér, að skipin verða að sigla til Siglufjarðar, en það er 14— 16 tíma stím. Þá verða síldar- verksmiðjurnar á Siglufirði að hætta að taka á móti eftir 1—2 daga, ef sama veiði helzt, sem allt útlit er fyrir. Þátt tóku í boðhlaupunum 30 hlauparar, 15 frá hvoru fé- lagi, og voru þeir eftirtaldir — og hlupu í þeirri röð og þær vegalengdir, sem hér segir: 1675 m.: Sigurgeir Ársæls- son (Á.), Sverrir Jóhannesson (K.R.). 800 m.: Gísli Kærnested (Á.), Einar S. Guðmundsson K.R.). 200 m.: Konráð Kristins- son (Á)., Jóhann Bernhard (K. R.). 150 m.: Einar Bjarnason (Á), Sigurður Finnson (K.R.). Frh. á 4. síðu. Atli skipanna trð pvi i gærmorgun. Þessi skip löigðu upp afla frá því í gær og þar til í morgun í verksmiðjurnar á Siglufirði: Grótta 450 mál, Vébjörn (tvisv- ar) samtals 1000 mál, Vestri 400, Valur 250, Unnur 400, Arthur & Fanney 400, Gautur 200, Síldin 700, Bára 300, Ólafur Bjarnason 700, Sjöfn 400, Dagný 1600, Sæ- finnur 1200, Sigríður 1200, Bjarki 1200, Hringur 800, Gloría 500, Venus 850, Kári 300, Þórir 200, Olivette 200, Jón Þorláksson 300, Gyllir og Fylkir 120, Marz 300, Bjamarey 1100, Erlingur I. og II. 700, Hannes Ióðs 350, Gyllir 500, Freyja (með öðrum bát) 300, Ámi Ámason 500, Veiga 200, Snorri 450, Haraldur 500, Örninn 250, Sæbjörn 630, Stuðlafoss 250, Björninn 600; Ágústa 300, Rifs- nes 500, Björgvin 500, Ófeigur 650. Til Rauðku hafa kornið: Pilot ,með 400 mál, Víkingur 280, Freyja (áður Víkingur) 1000 mál. Þá hefir og komið nokkuð í Gránu. I Djúpuvíkurverksmiðjuna lönd- uðu í gær: Rán 1370 mál, Tryggvi gamli 1800 mál og Kári 1600 mál. Fékkst þessi afli á Þistilfirði. Þá hefir frétzt af eftir- töldum togurum, sem ekki voru komnir inn um hádegi í dag: Baldur 1000 mál, Jón Ólafsson 1400, Garðar um 1400, Sirprise 1200 og Hilmir 11—1200. Til Hjalteyrar hafa komið i jnorgun þessi skip: Skallagrímur 1000 mál (var að landa), Þor- íinnur og Gyllir samtals um 3000 mál, Gulltoppur 863, Hjalt- eyrin 620, Fjölnir 805, Huginn I. 577, Huginn II. 658, Huginn III. 518, Jón Stefánsson 302, Jök- ull 808, Minnie 540, Pétursey 639 og Sæhrímnir 775. Alls hafði verksmiðjan tekið á móti í morgun um 26 þúsund málum, en á sama tíma í fyrra 21—22 þús. málum. Verksmfðjan á Akranesi byrjar sildarbræðslu. Síldarverksmiðjan á Akranesi byrjaði bræðslu síldar í dag kl. Frh. á 4. síðu. Frh. á 4. siðu. Armann vann boðhlanpið eftir harða keppni við H. R. ..---- - Fimleikasýningarnar tókust prýðilega. Sigurvegararnir í boðhlaupinu umhverfis Reykjavík í gærkvöldi, frá vinstri til hægri: Brandur Brynjólfsson, Baldur Möller, Gísli Kærnested, Konráð Kristinsson, Ólafur Símonarson, Sigurgeir Ársælsson, Sigurður Halldórsson, Sigurður Nordahl, Guðmundur Sigurjónsson, Þórhallur Einarsson, Hjörleifur Baldvinsson, Matt- hías Guðmundsson, Bjarni Guðbjörnsson og Einar Bjarnason. Á myndina vantar Gísla Sigurðsson. Heræfingar við Aldershot á Englandi: Hermennirnir á bak við fallbyssu, sem er sérstaklega til þess gerð að verjast skriðdrekum. Skriðdrekinn er á næstu grösum, eins og myndin sýnir. Chamberlain tekur af allan efa um afstöðu Englands. —-.—.. ♦ Ylirmaður þýzka hersins og utanríkis" ráðherrann I Berlfn sendlr i snmarfrf. Undanhald í Danzigdeilunni eða herbragð eins og þegar Göring fór til Ítalín í marz í vetur? Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. London í morgun. 'VTFIRLÝSING CHAMBERLAINS í enska þinginu í gær um afstöðu Englands til deilunnar um Danzig, hefir vakið gífurlegan fögnuð á Póllandi og almenna ánægju úti um heim annars staðar en á Þýzkalandi, þar sem mikillar gremju verður vart út af hinum skorinorðu ummælum brezka forsætisráðherrans. Chamberlain sagði, að tilraun af hálfu Þýzkalands til að innlima Danzig, fæli í sér hættu fyrir sjálfstæði og til- veru Póllands. „Og við erum ákveðnir í því“, sagði hann, „að standa við skuldbindingar okkar og koma Póllandi til hiálpar, ef sjálfstæði þess er ógnað“. Það er nú álit margra stjórnmálamanna úti um heim, að þessi yfirlýsing Chamherlains rnuni verða til þess, að Þjóðverjar sjái sér þann kost vænstan að hverfa frá öllum ofbeldisfyrirætlunum í Danzig fyrst um sinn. Sumir telja einnig, að yfirlýsingar, sem gefnar voru út í Berlín um það í gærkveldi, að bæði Brauchitsch, yfirmaður þýzka hersins, og Ribbentrop utanríkismálaráðherra Hitlers, séu í þann veginn að fara í marga vikna sumarfrí, bendi í sömu átt. En því er ekki treyst í London. Þar er á það minnt, að Göring var látinn vera í fríi suður á Ítalíu, þegar Þýzkaland réð- ist inn í Tékkóslóvakíu í marz síðastl. vetur og innlimaði landið. Og hvað sem því líðúr, mun ekkert framar stöðva hinn gífur lega vígbúnað sem nú fer fram nótt og dag á Englandi, Því að England treystir engu öðru en honum til þess að halda árásarríkj- unum í Evrópu í skefjum. Fús til sátta eins og áð- ur á samningsgrnndvelli Þrátt fyrir hina skorinorðu yf- irlýsingu sína var Chamberlain eins og æfinlega áður hófsamur í orðum og kvað fullkominn möguleika vera á því, að taka til endurskoðunar núverandi réttar- stöðu Danzigborgar í friðsam- legra andrúmslofti en nú væri ríkjandi í Evrópu. Forsætisráðherrann lýsti því þó yfir sem áliti sínu, að réttarstaða Danzig gæti eins og hún væri í dag, hvorki talizt óréttlát né ó- eðli'.eg, þótt vera kynni, að hægt væri að gera einhverjar breyting- ar á henni til bóta, Hann benti á þaÖ, að þótt íbúar borgarinnar væru flestir þýzkir, þá byggöist fjárhagsleg afkoma hennar hér Frh. á 4. síðu. LONDON í morgun. FÚ LU GMÁL ARÁÐUNE YTI Bretlands og Frakklands hafa gert með sér samning, sem heimilar brezkum árásarflug- vélum að gera langflugsæfingar yfir Frakklandi. Æfingar þessar Besteiro dæmdnr í Madrid í gær í 30 ára jangelsi! LONDON í morgun. FÚ. CJ PÁNSKI jafnaðar- mannaforinginn Best- eiro, sem er 69 ára að aldri, var í gær dæmdur af her- rétti í Madrid í 30 ára fang- elsi. Hann var forseti varnarráðs Madridborgar, hins síðasta, áð- ur en borgin gafst upp. Sakargiftir á hendur honum voru þær, að hann hefði gegnt embætti í þjónustu spönsku lýðveldisstjórnarinnar og pré- dikað kenningar jafnaðarmanna í mörg ár. Mál þetta er álitið nokkurs konar tilraunamál um það, hversu farið skuli með sakar- giftir á hendur spönskum lýð- veldissinnum. hefjast í dag eða næstu daga, — og verða alls sendar 200 stórar árásarflugvélar til ýmissa staða á Suður-Frakklandi, fullskipað- ar mönnum og með farm, sem samsvarar venjulegum sprengju árásarbirgðum í flugvól. Brezkar árásarflngvélareru látnar æfa sig á Frakklandl. —.-..<»..

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.