Alþýðublaðið - 11.07.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.07.1939, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAG II JÚLf 1939 ALÞYÐUBLAÐIÐ " ALÞÝÐUBLAÐI.Ð MTSTJéRI: F. R. VALBEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AF«REISSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. H|01: Ritstjórn (innl. fréttir). S#2: Mtestjóri. 4B93: V. S. Vilhjálms (heima), 4905: Alþýðuprentsmiðjan. #86: Afgreiðsla. ALÞÝSUPRBNTSMISJAN Síldin. ÞVÍ hefir oft verið fleygt manna á milli undanfarin vor, að það væri undir síldinni komið, hvort þær stjórnir, sem farið hafa með völd í landinu, gætu setið áfram óbreyttar, þegar haustið kæmi. Og þó að það hafi verið sagt að hálfu leyti í gamni, þá hefir þó allt af falizt í því nokkur alvara. Því að síldin er ákaflega þýð- ingarmikill liður í þjóðarbúskap okkar íslendinga. Og ef að hún brygðist eitt eða fleiri sumur, væri alvara á ferðum. Það má að mörgu leyti líkja síldinni hér hjá okkur við korn- ið suður í löndum. Ef uppskeran bregzt eitt sumar eða fleiri, er jafnan voði á ferðum og mörg dæmi þess, að hungursneyð hefir farið á eftir. Svo illa höf- um við að vísu aldrei verið staddir 1 seinni tíð, þótt síldin hafi brugðizt. Síldin er heldur ekki aðalfæðutegund okkar eins og kornið erlendis. En hún er orðin svo stórkostlega þýðingar- mikill liður í útflutningi þjóð- arinnar, að síldarleysisár myndi hljóta að hafa í för með sér mjög alvarlegar takmarkanir á ýmsu því, sem við nauðsynlega þurf- um að kaupa til neyzlu eða framleiðslu frá útlöndum. Til þess að gera sér grein fyrir þessu þarf ekki annað en að líta á skýrslurnar um út- flutninginn undanfarin ár. í fyrra, árið 1938, nam verðmæti alls útflutnings 57,8 milljónum króna, þar af síldarafurðanna 18,6 milljónum, eða 32,2% af öllu útflutningsverðmætinu. — Árið þar áður, 1937, var flutt út alls fyrir 58,9 milljónir króna, þar af síldarafurðir fyrir 19,9 milljónir, eða 33,8% alls út- flutningsverðmætsins. Verð- mæti síldarafurðanna hefir því tvö undanfarin ár numið nánast einum þriðja af verðmæti alls útflutningsins frá landinu. Það er heldur énginn smáræð. isfjöldi skipa og sjómanna, sem á afkomu sína undir síldveið- unum. í fyrra, árið 1938, stund- uðu 188 skip, með samtals 2900 manna áhöfn, síldveiðar, þar af 25 togarar, 29 línuveiðarar, 74 mótorskip, sem voru ein um nót, 36 mótorskip, sem voru tvö um nót, og 24 bátar, sem voru þrír um nót. í ár er flotinn og áhöfn hans ennþá stærri. Eftir því, sem næst verður kom- izt eru nú um 225 skip á síld- veiðum, með samtals um 3300 manna áhöfn. Þar af eru 25 togarar, 30 línuveiðai’ar, 97 mótorskip, sem eru ein um nót, 64 mótorskip, sem eru tvö um nót, og 9, sem eru þrjú um nót. Og svo kemur allur sá mikli fjöldi fólks, sem atvinnu hefir af síldinni í landi, Þegar allar þessar tölur eru athugaðar, er það engin furða, þótt beðið sé eftir sildinni af mikilli óþreyju og fylgzt með fréttunum af henni af vakandi áhuga um allt land. Því það eru fáar fjölskyldur, að minnsta kosti við sjávarsíðuna, sem ekki hafa beinna hagsmuna að gæta í sambandi við hana, svo að ekki sé minnzt á þjóðarheildina, sem á svo mikið undir því, hverju síldveiðarnar skila í þjóðarbúið á sumri hverju. Síldin hefir komið með seinna móti í ár, og margir voru farn- ir að bera kvíðboga fyrir því, að hún myndi bregðast í þetta sinn, þannig, að vandræði hlyt- ust af. En það er ekki eins mikil ástæða til þess að óttast slíkt á okkar dögum og áður fyrr. Þó að veiðitíminn sé styttri eitt árið en annað, þá erum við með hverju árinu, sem líður, að verða betur og betur undir það búnir að nota okkur hann til þess ítrasta. Síldveið- arnar eru nú reknar með stór- iðnaðarsniði. Sextán verk'smiðj- ur eru viðbúnar að taka á móti allri þeirri síld, sem ekki er söltuð, og vinna úr henni síldar- lýsi og síldarmjöl. Afköst þeii’ra fara vaxandi ár frá ári. í fyrra, árið 1938, gátu þær brætt úr 32 800 málum að meðaltali á sólarhring, en árið þar áður, 1937, ekki nema úr 28 320 mál- um. Afkastageta síldarverk- smiðjanna óx því aðeins á síð- astliðnu ári um hér um bil 16%. Og allur viðbúnaður til að taka á móti síldinni í landi er orð- inn svo miklu fullkomnari en áður, að nú er á örfáum vikum hægt að veiða, verka og vinna það síldarmagn, sem áður þurfti heilt sumar til. Það er stórkostleg framför, sem orðið hefir í síldveiðunum hjá okkur síðasta áratuginn, frá því að hafizt var handa fyrir frumkvæði og samvinnu Al- þýðuflokksins og Framsóknar- flokksins um byggingu og starf- rækslu fyrstu síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði. Nú eru síld- arvei’ksmiðjur ríkisins á Norð ur- og Vesturlandi orðnar fimm, fyrir utan ellefu aðrar, sem eru reknar af bæjarfélögum eða einkafyrirtækjum, og síldveið- arnar skipulagðar af stjórnskip- aðri nefnd, síldarútvegsnefnd. Þessi verklega og skipulags- lega gerbylting í síldveiðunum hefir ekki verið vel séð af öllum og ekki alls staðar mætt þeim skilningi, sem hefði mátt vænta. Það hefir verið talað um ríkis- rekstur og sósíalisma, sem Al- þýðuflokkurinn með hjálp Framsóknarflokksins væri að smeygja upp á landið. En hverju nafni, sem menn vilja nefna hið stórkostlega framtak ríkis- ins í þessum þýðingarmikla at- vinnuvegi okkar, þá ættá að minnsta kosti það að vera öllum ljóst í dag, að án þess getum við ekki framar verið, ef síldin á framvegis að vera þjóðinni sá fengur og sú auðsuppspretta, sem hún hefir verið síðustu árin. Útbreiðið Alþýðublaðið! Sænskt alþýðufólk á Laugar vatnsmótinu um samtök sín. Vlðtal við Qóra Svia. --------» . SÆNSK ALÞÝÐUSAMTÖK eru einhver þau öflugustu á Norðurlöndum. Eins og kunnugt er, eru svo að segja allir verkamenn í Svíþjóð skipulagðir í verkalýðs- félögunum, og Alþýðuflokkurinn hefir hreinan meiri hluta í neöri deild sænska þingsins, en vantar svolítið til að hafa meiri' hluta í efri deild, þó að flokkurinn hafi algeran meiri hluta meðal kjósendanna. Eins og kunnugt er, voru flestir Svíanna á Laugarvatns- mótinu starfsmenn sænsku verkalýðsfélaganna og Alþýðuflokks- ins. Ég nctaði tækifærið til þess að spyrja nokkra þátttakendanna um samtckin, og fara viðtöl við fjóra þeirra hér á eftir. Pólitísk starfsemi kvenna Margit Jansson, starfsstúlka í sambandi daglaunamanna, segir mér frá pólitískri félagsstarfsemi alþýðukvenna; en hún starfar mikið fyrir pá hreyfingu, pó að hún hafi fast starf annars staðar. I Fyrstu kven- félögin voru stofnuð urn 1890. Fyrstu ár- in var barátta ^ | þessara félaga aðallega mörk- uð af baváttunni MARGIT JANS- fyrir beinum SON þjóðfélagslegum réttindum kvenna. Kosningarrétt fengu sænskar konur fyrst árið 1918, og óx kvennahreyfingin þá þegar gífurlega. Fengust þessar umbætur eftir harða baráttu; en í þeirri baráttu stóðu flestar kon- ur sameinaðar án pólitískra skoð- aixa, og unnu sérstaklega saman kvenfélög Alþýðuflokksins og frjálslyndar konur. Beittu kon- urnar síðan áhrifum sínum hags- munamálum sínum til framdrátt- ar, hver í sínum flokki. Kvenna- sambandið telur nú um 30 þús- und félaga í 600—700 félögum um allt landiÖ. Árið 1922 var fyrsta konan kosin á þing, og var hún fyrir Alþýðuflokkinn. Eftir síðustu kosningar eru 8 Al- þýðuflokkskonur á þingi og eiga ekki aðrir flokkar fleiri konur á þingi. 1 öllunl bæjarstjórnum landsins eiga Alþýðuflokkskonur sæti, og hafa þær aðallega með höndum framfærslustörf og barnaverndarmál. 1 Svíþjóð eru verkakonur í sörnu verkalýðsfé- lögum og karlar, en við vinnum stöðugt að því að gera verka- konurnar áhugasamar fyrir ílokks starfinu. Þá stjórnar kvennasam- bandið að rniklu leyti barnafé- lagsskapnum Unga Ömar, sem er ópólitískur félagsskapur, en að allega skipaður börnum Alþýöu- flokksmanna. Úr þessum félags- skap ganga meðlimir, við viss- an aldur, í Samband ungra jafn- aðarmanna. Við gefum út mjög vandað blað, sem heitir Morgon- bris. Hóf það göngu sína 1904 og kemur út í 40 þúsund ein- Orðsendmg til kaupenda út um land. Munið að Alþýðublaðið á að greiðast fyrirfram ársf j órðungslega. — Sendið greiðslur yðar á réttum gjalddögum, svo sending blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalla. Þeir, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið með póstkrcfu. tökum. Að síðustu segir Margit Jansson: „Það er mjög þýðing- armikiÖ, að konumar vinni með manninum að uppbyggingarstarfi jafnaðarstefnunnar. Þær verða að njóta socialistiskrar fræðslu, því úð á þeirra herðum hvílir það að skapa sálarlíf bamanna. Það verð ur að kenna bömunum þegar i. upphafi þann hugsunarhátt um jafnrétti alira og bræ’ðralag, sein er skilyrði fyrir því, að hinn socialistiski andi geti sigrað og þjóðfélag hans geti gefið mönn- unum fullkomið andlegt og fé- lagslegt frelsi“. V erkalýðssambandið. VERNER JOHANSSON. Vemer Johansson, erindreki pappírsverkamannasambandsins í mörg ár og aðal samningamaður þess, gefur mér nokkrar upp- lýsingar um verkalýðssam- ibandið. í verka- lýðssamband- inu, eða LO, eins og það er daglega kallað, eru alls 42 verkalýðssam bönd ólí'kra starfsgreina. Em í þessum samböndum tæp milljón með- lima, eóa nánar tiltejkið um 960 þúsundir. Stærsta sambandið innan vertkalýðssam- bandsins er járn- og málmvenka- mannasambandið með um 150 þúsund meðlimum. Verkalýðs- sambandið var stofnað 1899, og nú má heita, að allir starfandi verkamenn í Svíþjóð séu félags- lega skipulagðir. Verkalýðssam- bandið heldur þing sín hvert 5. ár, en hin einstöku verkalýðssam- bönd hafa þing velflest 3. hvert ár. I Svíþjóð eru nú um 90°/o allra verkamanna félagslega skipulagðir, það vantar töluvert á, að tekizt hafi að binda félags- skap með öllum skógarhöggs- mönnum og lausavinnumönnum, þ. e. þeim, sem hlaupa stað úr stað og leita að vinnu, „en kjör þeirra eru líka langsamlega verst“, bætir Johansson við. Hvert sambandanna hefir sín sér- stöku lög og sérstöku sjóði, þau kjósa að eins fulltrúa til þinga landssambandsins og greiða skatta sína til þess. Landssam- bandinu stjórnar fjölmennt full- trúaráð, sem síðan kýs sér sína framkvæmdastjóm, og þetta full- trúaráð stjórnar sambandinu milli þinganna. Sambandið rekur nxikl- ar skrifstofur, og auk þess hefir hvert félagasanxband sínar eigin skrifstofur. Verkalýðssambandið er ákaflega öflugt, óvinnandi, segir Johansson, og á miklar eign- ir. Kjör verkamanna í Svíþjóð eru yfirleitt mjög góð og atvinnu leysi er lítið. Litið hefir kveðið að vinnudeilum siðustu árin. Mitt samband hefir ekki lent í neinni doilu síðastli’öin tvö ár. Allt hef- ir verið leitt til lykta með skjót- unx samningum, svo að ég hefi haft náðuga daga. Sambandinu milli Verkalýðssambandsins og Alþýðuflokksins er þannig háttað, að þau verkalýðsfélög, sem vilja, igeta verið í flokknunx og þau eru ákaflega rnörg. Hins vegar geta meðlimir félaganna tilkynnt stjóm sinni, að þeir vilji ekki vera í flokknum og þá borgar félagið ekki skatt af þeim fé- lögum til flokksins. I fyrstunni, meðan starfsemin var á byrjunar- stigi, var verkalýðssambandið og flokkurinn eitt. — Eru það margir verkamenn, sem ekki vilja vera í flokknunx? Nei, alls ekki. Yfirleitt eru allir verkamenn í Svíþjóð, bæði kon- ur og menn Alþýðuflokksmenn, ef þeir á annað borð hafa áhuga fyrir landsmálum, og það hafa flestir sænskir verkamenn. Full- komin eining ríkir innan verka- fýðssambandsins og flokksins. Kojnmúnistar koma ekkert við sögu. Þeir höfðu töluvert fylgi Um skeið, þangað til alþýðan lærði að þekkja þá, síðan eru þeir áhrifalausir. Samband ungra jafnaðar- manna. Johan Espelin ritstjóri við Krist ianstads Social-Demokrat, segir mér 'frá starfsemi Sambands ungra jafna'ðarmanna. Samband ungra jafnaöarmanna var stofnað um aldamótin, — Fyrstu árin ,, klofnaði það . hvað eftir ann- U t. að og innbyrðis '•* . deilumar urðu þess að stóð Eitt valdandi, hreyfingin í stað. sinn tókst JOHANN ESPELIN. kÍQfningsnxönn- um að ná næst- uan allri hreyfingunni á sitt vald, en \dð hinir sátum eftir með fá félög og fáa meðlimi. Nú er þetta allt gleymt og grafið. Sam- bandið telur nú um 100 þúsund meðlimi og er langsanxlega öfl- ugasta æskulýðssambandið íSví- þjóð. Kommúnistamir hafa svo að segja gefizt upp, enda starf- ar sanxband okkar að praktískum málum, félög ungra jafnaðar- manna eru sannkallaðir skólar fyrir flokkinn. Allir starfsmenn flokksins, skrifstofumeixn hans og samtakanna yfirleitt, pólitískir bar áttumenn hans, blaðamenn o. s. frv. koma úr æskulýðsfélögun- um. Við rekunx starf okkar með fræðsluhringum, fyrirlestram, námskeiðunx, bókaútgáfu, ferða- lögum fyrir flokkinn og alhliða uppeldisstarfi. Þá má ekki gleyma því, að við vinnum í sameiningu með öðram æskulýðs I j«p| K- sS. samtökum að menningarmáliun, sem við getum verið sameinaðir unx, og þau mál era ekki fá. Sambandi flokksins og æskulýðs- sambandsins er formlega þanníg háttað, að flokkurinn kýs fujl- itrúa í stjórn æskulýðssanxbands- ins og gagnkvæmt. Starf okkar er ekki erfitt. Mikill áhugi ríkir í fylkingunum og engin sundrang, Kommúnistar hafa gert margar tilraunir tjl að koma af stað sundrangu, en þær hafa allir mistekizt síðan 1917. Æskulýð* u inn sltilur, að kommúnistar gera ekki annað en tala og tala stórt jog sterkt, en Alþýðuflokkurinn starfar að málefnum fólksins, Sterkt og vel skipulagt æskulýðs- samband er skilyrði fyrjr vaxandi flokki. Fræðslusamband verka- 1' manna. Linnea Carlsson segir mér dá- lítið frá Fræðslusambandinu: Ar- betarnas Bildningsforbund. Sanx- bandið var stofnað 1912. í pví eru verkalýðs- sambönd, Al- þýðuflokkurinn, æskulýðs- sambandið og ýnxs ópólitísk fé- j lög. Það hefir auk þess fé- lagsskapi víða | um landið. Starf þess er í 4 meginþátt- um. Það stofn- ar til fræðslu- flokka, útvegar þeim leiðtoga o. s. frv. Það gef- ur út bæklinga handa fræðslu- flokkunum. Það starfar að fyrir- lestrum og sendir fyrirlesara um þvert og endilangt landið, :>g loks stofnar það til fjölda nxargra námskeiða á hverju ári, Fé sitt fær sambandið með þeirn hætti, að hvert samband og hver meðlimur greiðir ársgjald, en það er dálítiÖ misnxunandi. Lægsta gjald era 10 aurar á með- lim. Síðustu árin hafa áhrif verka lýðsfélaganna aukizt mjög innan sambandsins og jafnframt hefir starfsemi sambandsins stefnt meira að þvi að taka til með- ferðar atvinnuleg efni í fræöslu- flokkununx og á námskeiðmxum. Þetta er vitanlega eðlilegt, þar sem sambandið er að langmestu leyti borið uppi af verkalýðsfé- lögunum. Fræðslusamband verkamanna hefir haft gifurlega þýðingu fyr- ir sænska alþýðumenningu. Þetta sagði þetta sænska al- þýðufólk. Margt af þvi, sem það segir er lærdómsríkt fyrir okkur. vsv. LINNEA CARLSSON *f!okÉS- Hosirmjnda Braðferðir Steindórs: Allar okkar hraðferðir til Akureyrar eru um Akranes. Frá Reykjavík: Alla mánud., miðvikud. ©g fistuá. Frá Akureyri: Alla mámudaga, fimtuá. ®g laugaráaga. M.s. Fagranes annast sjóloiðina. Nýjar upphitaðar kifreiðar með útvarpi. Steindór. Símar: 1580, 1581, 1582, 1583, 1584.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.