Alþýðublaðið - 12.07.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.07.1939, Blaðsíða 2
 IÞROTTIR ÍÞROTTALÍF í FÆREYJUM Viðtal við Gunnar Petersen. Utanfarir íprótta raanna. För Fram til Danmerkur hefir orðið öllum íslenzkum íþrótta- mönnum gleðiefni. Þeir komu, sáu og sigruðu. Af þessari utanför get- um við lært margt, sérstaklega um það, hvernig hentugast er að haga slíkum ferðum, svo að við höfum sem mest gagn af þeim. Framarar fóru alveg rétt að, er þeir sneiddu hjá Kaupmanna- höfn, og fóru til minni borga með kappleiki sína. í stórborg er von á allt of sterkum liðum á móti, en þó hættir slíkum keppnum við að drukkna í öllum þeim aragrúa af íþróttaviðburðum, sem jafnan eiga sér stað þar. í minni borgum (á stærð við Reykjavík) geta lið okkar mætt góðum úrvalsliðum, sem heiður er að sigra. Þetta sannaðist algerlega í Þýzkalandsförinni frægu. íslend- ingar höfðu staðið sig vel gegn þýzku; úrvali í Reykjavík, og þess vegna var gert ráð fyrir sterku liði og sterkt lið sent á móti. ís- lendingarnir fóru hrakför. En er við því að búast, að við stöndum okkur gegn borgum, sem hafa úr að velja, V2 —4 milljónum íbúa, þegar við höfum aðeins 35 þús. hér í Reykjavík? Þar við bætist svo aðstöðumunurinn. Þetta er því ofur eðlilegt. Við eigum að leita okkur að góðum stöðum, þar sem von er um góð lið, en ekki allt of sterk. Við eigum alls ekki að keppa í stórborgunum, og sízt af öllu við úrvöl þaðan. Það hefir áður komið okkur í koll, en hitt hefir aftur á móti reynst ágæt- lega, að leita í kring um „ríkin í ríkjunum“. Vona ég, að þeir, sem standa að Þýzkalandsförinni næstu, athugi þetta, svo að Knattspyrnuráöið þurfi að gefa fleiri rósir en síð- ast, þegar við heimsóttum ríki Hitlers. Zeus. Sænska meistaramótið í fimtar- þraut og 10 km. hlaupi fór fram s.l. sunnudag. Úrslitin urðu þessi: Fimtarþraut: Edfeldt 3114 stig. 10 km.: Thore Tilman 31:27,6. T. Jensen 32:20,8. Holmquist 32:21,8. Færeysku knattspyrnumenn- irnir yfirgáfu landið s.l. mánudags- kvöld. Þeir fóru að vísu ekki sig- urför, en þess ber að gæta, að þeir eru hér að töluverðu leyti komnir til að læra, og við íslendingar höfum sjálfir farið verr heppnaðar lærdómsferðir. Tíðindamaður blaðsins átti ný- lega tal við Gunnar Petersen, sem er formaður knattspyrnumannanna á vellinum. — Er mikill áhugi á íþróttum í Færeyjum? ,,í stærstu bæjunum er töluverð- ur áhugi á íþróttum, en utan þeirra er hann minni. Annars er nýbúið að stofna Itrottasamband Föroya, og mun það vinna að auk- inni samvinnu og samheldni fær- eyiskra íþróttamanna.“ — Hvaða íþróttir stundið þið mest? „Mestur er áhuginn á knattspyrn- unni. Einnig eru sund og róður töluvert iðkuð. Þar, sem leikfimi salir eru fyrir hendi, en það er því miður á allt of fáum stöðum, eru fimleikar vel stundaðir". — Hafið þið notið tilsagnar er- lendra íþróttakennara? „Við í Trangisvaag höfðum í fyrra danskan knattspyrnuþjálfara. Annars hefir það verið lítið, sem ekkert. — Hafið þið ekki oft verið heimsóttir af erlendum íþrótta- mönnum síðustu árin? „Nei, það hefir verið frekar lítið um það. Aðallega eru það knatt- spyrnumenn frá íslandi og Shet landseyjunum (Hjaltlandi), sem hafa komið.“ — Hvernig eru aðstæður til í- þróttaiðkana í Færeyjum? „íþróttavellirnir eru taldir frek- ar lélegir, og eins og ég gat um áðan, eru sundlaugar og leikfimi- salir ekki eins víða og æskilegt væri, þótt þeim hafi fjölgað síð- ustu árin. Annars er eitt, sem kemur sér illa við íþróttaiðkanir ungu mann- anna. Það er það, að þeir verða að stunda sjómennsku — og geta því ekki æft að staðaldri. Til dæmis er einn af beztu knattspyrnumönnun- um okkar í Trangisvaag nú á veið- um við Grænland. Þó má búazt við. að Færeyingar geti komizt vel á veg í íþróttum, ef þeir gætu notið góðrar tilsagnar." — Eruð þið ánægðir með ferð ykkar hingað? „Já, já, hún hefir verið með af- brigðum skemmtileg og alltaf eitt- hvað nýtt að sjá. Við vorum afar hrifnir af Gullfossi, Geysi og Þingvöllum. Einnig fannst okkur mikið koma til gróðrarhúsanna og borananna eftir heita vatninu. Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir hinar ágætu móttökur og alla þá gestrisni, sem við höfum mætt.“ — Hvað finnst þér um íslenzka knattspyrnumenn? „Þeir eru bersýnilega komnir töluvert lengra en við, og við höf- um lært mikið af þeim. Ég er þess fullviss, að við höfum haft mikið gagn af leikjunum, sem við lékum hér.“ Við kveðjum nú þessa frændur okkar, sem eru fyrstu íþróttamenn, sem koma til íslands til að læra, og óskum þeim góðrar ferðar. ípróttamót Borg firðinga. Sunnudaginn 9. júlí var haldið hið árlega íþróttamót Borgfirðinga að Ferjukoti við Hvítá. Kl. 1 Vi var mótið sett, síðan söng Karlakór iðnaðarmanna,, en ræð- ur voru haldnar þess á milli. í- þrótt.akeppnirnar hófust með sundi — og urðu helztu úrslit þessi: Karlar: 100 m. frjáls aðferð: 1. Jón Sæmundsson (R.) 1:10.6 mín. 2. Jón Þórisson (R.) 1:11,1 mín. 3. Steingrímur íÞórisson (R.) 1:19,4 mín. 100 m. bringusund: 1. Einar Sigurðsson (B) 1:16,6 mín. 2. Sverrir Jónsson (R.) 1:20,1 mín. 3. Sigurður Eyjólfsson (H.) 1:23.7 mín. Það þykir tíðindum sæta, að 2 fyrstu menn eru undir ísl. metinu á þessari vegalengd. Þetta verður þó skiljanlegra, þegar þess er gætt, að synt var undan straumi. Þó verður því ekki neitað, að þess- ir tveir, sérstaklega Einar, syntu prýðisvel. Ef til vill er Einar keppi- nauturinn, sem Inga Sveins hefir vantað svo tilfinnanlega undanfár- ið. Kristinn Guðjónsson (R.) synti en var dæmdur úr leik, vegna form- galla. 50 m., frjáls aðferð, (drengir): 1. Steingr. Þórisson (R.) 30,1 sek. 2. Óttar Þorgilss. (R.) 30,5 sek. Konur: 50 m., frjáls áðferð: 1. Stella Magnúsdóttir (R.) 30,8 sek: 2. Steinþóra Þórisdóttir (R.) 31,9 sek. 3. Unnur Jónsdóttir (R.) 46,1 sek. Unnur synti bringusund, en hin- ar báðar skriðsund, svo tímamun- urinn verður skiljanlegri. Tvær fyrstu undir ísl. meti! Það verður ekki ánnað sagt, en að árangur sundsins hafi verið góður, þráýt fyrir að skilyrði voru ekki sem bezt. Vonandi láta þessir efnilegu sundmenn og konur sjá sig í Reykjavík í samkeppni við okkar góðu garpa. Næst fór fram handknattleikur milli stúlkna úr Borgarnesi og af Akranesi. Báru þær síðarnefndu sigur úr býtum með 8:3 eftir fjör- ugan og skemmtilegan leik. Að því loknu hófust frjálsar íþróttir. 100 m. hlaup: 1. Sigurður Guðmundsson (Sk.) 12,2 sek. 2. ívar Björnsson (R.) 13.1 sek. 3. Ingibergur Hermannsson (Sk.) 13,4 sek. 4. maðurinn í úrslitunum, Guðm. Stefánsson, hikaði í við- bragðinu — og varð eftir. Annars hafði hann hlaupið á 12,9 í undan- rás og 12,8 sek. í millihlaupi. — Sömuleiðis fengu þeir Sigurður og ívar betri tíma áður. Sigurður fékk 11.9 sek. í undanrás og 12,2 sek. í millihlaupi, en ívar fékk 12,8 sek. bæði í undanrás og millihlaupi. Langstökk: 1. Sigurður Guðmundsson (Sk.) 5,54 mtr. 2. Jón Þórisson (R.) 5,20 mtr. 3. Einar Þorsteinsson (ísl.) 5,11 mtr. Stokkið var móti vindi, svo ár- angurinn má heita þolanlegur, enda er Sigurður mjög efnilegur stökkv- ari og hlaupari. Hann stökk t. d. 5,70 í ógildu. Kúluvarp: 1. Hilmar Hovlund (R.) 10.63 mtr. 2. Pétur Jónsson (H.) 9,51 mtr. 3. Helgi Júlíusson (H.) 9,44 mtr, Hilmar bar af, enda mjög lag- inn, sérstaklega í útkastinu. Þrístökk: 1. Sigurður Guðmundsson (Sk.) 11,86 mtr. 2. Jón Þórisson (R.) 11,67 mtr. 2. Einar Þorsteinsson (ísl.) 11,18 mtr. Stokkið móti vindi. Það óhapp vildi til í þessari keppni, að einn keppandinn snerist á fæti. Verður það víst ekki nóg- samlega brýnt fyrir mönnum, að fara ekki í þrístökkskeppni óæfðir. Kringlukast: 1. Helgi Júlíusson (H) 30.95 mtr. 2. Pétur Jónsson (R.) 29,50 mtr. 3. Sigurður Wage (R.) 26,30 mtr. Tveir fyrstu eru báðir efnilegir og gætu bætt sig mikið með réttri kennslu og þjálfun. Hástökk: 1. Pétur Jónsson (R.) 1,56 mtr. 2. Helgi Júlíusson (H.) 1,46 mtr. 3. Jón Þórisson (R.) 1,41 mtr. Stokkið var móti vindi og halla, svo árangur varð að minnsta kosti 5 cm. verri, en annars hefði orðið. Spjótkast: 1. Helgi Júlíusson (H.) 32,58 mtr. 2. Tyrfingur Þórarinsson (Sk.) 30.27 mtr. 3. Sigurður Wage (R) 28,85 mtr. Hér voru keppendur óvanir í- þróttinni, enda talar árangurinn sínu máli. Einnig má geta þess, að hættulegt er að láta óvana kasta spjóti á mannamótum, þótt forsjónin af- stýrði slysi að þessu sinni. 400 m. hlaup: 1. Sigurð'ur Guðmundsson (Sk.) 57.5 sek. 2. Jakob Guðmundsson (R.) 62.5 sek. 3. Svavar Kjærnested (St.) 63,3 sek. Sigurður vann hér sinn fjórða sigur á móti þessu og hljóp alla keppinautana af sér. Hann er ann- ars efni, sem væri hægt að gera ágætan á skömmum tíma. Afrek hans á móti þessu eru góð, þegar tekið er tillit til þess, að hann tók þátt í 7 greinum og var eigin- lega alltaf að. Ungmennafélag Reykdæla vann mótið og hlaut 41 stig. UMF. Skallagrímur fékk 14 stig og önnur félög færri. Mótið fór yfirleitt vel fram, enda þótt seint gengi stundum, en ekki var við öðru að búazt, þar eð keppendur voru frá 7—17 talsins í hverri grein! Mættu Reykjavík- urfélögin gjarna taka sér þetta til fyrirmyndar, og gerið það nú! íþr. Meistaramót Noregs í fimtar- raut fór þannig: 1. Bj. Brytesen 3184. 2. Alf. Kleppe 3163. 3. Erling Hagen 30,72. Brytesen náði þessum áröngr- um: Langstökk: 6,65 m. Spjótkast: 59,89 m. 200 m. hlaup: 24,0 sek. Kringlukast 34.51 m. 1500 m. hlaup: 4:48,5 mín. Norski langstökkvarinn Nils U. Hansen stökk nýlega á móti í Hammerdal 7,30 m. í langstökki. Frá bardaganum milli Joe Louis og Tony Galento. Louis er' að hefja úrslitasóknina, en í henni neyddist Galento til að hætta vegna sára í andliti og blóðrennslis frá þeim. Galento er fjær. íþróttamótið að Þjórsártúni. Síðastliðinn sunnudag fór fram fjölmennt íþróttamót að Þjórsár- túni. Áhorfendur voru allmargir, eða á þriðja þúsund. Þátttakendur voru 31 frá 9 félögum. Keppt var í frjálsum íþróttum og glímu. — Helztu úrslit urðu: 100 m.: Sighvatur Kristjánsson 11,9 sek., Andrés Þórðarson. Hástökk: Guðmundur Ágústsson I. 55 m., Andrés Þórðarson. Langstökk: Andrés Þórðarson 6,20. Guðmundur Ágústsson 6,15. 800 m.: Guðmundur Bjarnason 2:17,5 mín. Ögmundur Halldórs- son. Þrístökk: Magnús Guðmundsson II. 85, Andrés Þórðarson. Kúluvarp: Guðmundur Ágústs- son 11,35. Glímuna vann Davíð Hálfdán- arson, annar Halldór Benedikts- son, þriðji Jón Sveinbjörnsson. Jóhann Einarsson þótti einnig glíma vel og rösklega. Keppt var um skjöld, sem er farandgripur. í fyrra vann Jón Bjarnason, sem ekki var með núna. Yfirleitt fór mótið vel fram og var þeim, sem héldu það, til sóma. Hann stökk einnig 12.90 í þrí- stökki og hljóp 100 m. á 11,5. Litlu síðar keppti hann í Þránd- heimi. Þá stökk hann 7,28 m. í langstökkinu, og sýndi afar jöfn stökk, eða öll fimm, sem gild voru, yfir 7 m. Stökkin voru: 7,10 —ó- gilt. — 7,12 — 7,24 — 7,00 — 7,28. Hann vann 100 m. á sama móti með 11,2. Útbreiðið Alþýðublaðið! Bilsðngvabókin, ómlssandi I bilferðnm og i smnarleylinn. QHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnin á Bounty. 20. Karl ísfeld íslenzkaði. var orðinn rauður af reiði. Viðurinn í stóru trjánum er ónot- hæfur og ég komst að því, þegar ég hafði fellt nokkur þeirra. — Ónothæfur? .... Þvaður...Hefi ég ekki á réttu að standa, herra Nelson? — Ég er grasafræðingur, sagði Nelson og tek ekki þátt í þessari deilu. Ég hefi ekki þekkingu á trésmíði. — En það hefir einmitt trésmiður, bætti Purchell gamli við. Þessi gildu tré eru alveg ónothæf í borðvið. Bligh missti nú alveg stjórn á skapi sínu. — Gerið eins og ég segi, hrópaði hann í bræði. — Mér dytti aldrei í hug að fara að deila við yður eða nokkurn annan undir minni stjórn. — Jæja þá, skipstjóri, sagði Purchell — ég skal taka stóru trén, en ég vek athygli yðar á því, að borðin verða ónothæf. Timburmeistari kann sín verk eins vel og skipstjóri kann sín verk. Bligh var kominn af stað, en nú snérist hann á hæli. — Þér eruð þrjózkufullur þorpari, en nú hafið þér gengið of langt! Herra Norman, takið yður yfirumsjón þessa verks. Herra Purchell, þér farið þegar í stað til Christians liðsforingja og sitjið í 15 daga í böndum. 'Það kom nú í minn hlut, að flytja Purchell út í skipið. Gamli maðurinn var eldrauður í framan af bræði. Hann kreppti hnefana og tautaði fyrir munni sér: Hann kallar mig þrjózku- fullan þorpara og lætur setja mig í járn fyrir að gera skyldu mína, Hann á eftir að bíta úr nálinni með þetta. Ég skal draga hann fyrir lög og dóm, þegar til Engiands kemur. Við fengum mat af skornum skamti og í Adventure Bay feng- um við lítið af nýjum matvælum. Við lögðum net, en fengum lítið af fiski, og sá fiskur, sem við fengum, var því nær óætur. Okkur leizt í fyrstu vel á skelfiskinn, en þegar til kom, var hann eitraður. Bligh skipstjóri lifði kongalífi á villiöndum þeim, sem hann skaut, en við hinir lifðum sultarlífi og yfir- mennirnir kvörtuðu stöðugt. Þessa fjórtán daga, sem við dvöldum í Adventure Bay var stöðug óánægja ríkjandi. Timburmeistarinn lá í böndum. Fryer og Bligh töluðu varla saman, af því að stýrimaðurinn grunaði skipstjórann um að hafa auðgað sig á birgðakaupunum til skips- ins. Og rétt áður en við sigldum af stað var Ned Young, einn af liðsforingjaefnunum bundinn við eina fallbyssuna og barinn tólf höggum. Young hafði verið sendur ásamt þrem mönnum í litla skips- bátnum, til þess að ná í skeldýr og krabba. Það átti að matbúa þá handa hinum veiku, sem lágu í tjaldi, sem við höfðum slegið upp á ströndinni. Þeir fóru í áttina til Kap Frederick Henrey og komu ekki aftur fyrr en í rökkursbyrjun. Young tilkynnti þá, að Dick Skinner, einn af hásetunum, sem jafnframt var rakari skipverja, hefði horfið í skóginum. — Skinner kom auga á holt tré, sagði Young við Bligh — og eftir býflugunum að dæma, sem sveimuðu í kringum það, leit svo út, sem hunang væri 1 trénu. Hann bað mig um leyfi til þess að svæla út býflugurnar, svo að hann gæti náð í hunang handa sjúklingunum. Hann sagðist hafa áður fengizt við þetta verk og væri því þess vegna vanur. Ég samþykkti þetta strax, því að ég hélt, að þér yrðuð glaður, ef ég gæti útvegað hunang. Tveimur klukkutímum seinna höfðum við hlaðið bátinn fullan af skelfiskum og snérum aftur til trésins. Þá brann bál ennþá við rætur trésins, en Skinner sást hvergi. Við gengum um skóg- inn og leituðum, þangað til myrkrið skall á, en fundum hann ekki. Ég vissi af tilviljun, að Bligh hafði spurt eftir Skinner fyrr um daginn, af því hann þurfti að láta klippa sig. Hann hafði orðið reiður við Young, þegar hann komst að raun um, að Skinner var með honum. Og nú, þegar Bligh var tilkynnt, að mannsins væri saknað, gat hann ekki stjórnað skapi sínu. — Skollinn hirði yður og öll hin liðsforingjaefnin, æpti skip- stjórinn. Þið eruð allir eins! Hefðuð þið náð í hunangið, þá hefðuð þið áreiðanlega borðað það strax! Hvern fjandann hafið þér gert af Skinner? Takið með yður bátshöfn og íarið strax þangað, sem þér sáu manninn síðast. Og svo komið þér með hann í þetta sinn. Young var menntaður maður. Hann varð reiður við orð skip- stjórans, en bar þó hendina upp að húfunni. Svo kallaði hann saman menn sína þegar í stað. Þeir komu ekki aftur fyrr en daginn eftir, og höfðu þá verið matarlausir í sólarhring. En í þetta sinn var Skinner með þeim. Hann hafði lagt af stað, til þess að finna annað tré, en hafði villzt í skóginum. Bligh gekk fokreiður um gólf á þilfarinu, þegar báturinn nálg- aðist. Hnn missti alla stjórn á sjálfum sér, þegar Young kom upp á þilfarið. — Komið aftur á, herra Young, hrópaði hann. Ég skal kenna yður að gæta skyldustarfa yðar í stað þess að reika um skóg- inn. Herra Morrison! — Já!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.