Alþýðublaðið - 13.07.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.07.1939, Blaðsíða 2
FIMTUDAG 13. JÚLÍ 1939 ALÞÝÐUBLAPIÐ — Þvættingur, sagði hagamúsin — vertu nú ekki þrjózku- full, annars bít ég þig með tönninni minni. — Þetta er bezti maður, sem þú færð, og kóngurinn sjálfur á ekki fallegri loðfeld. Hann á eignir bæði í eldhúsi og kjallara. Þú mátt þakka fyrir að fá hann Svo átti brúðkaupið að standa. Moldvörpungurinn var þegar kominn til þess að sækja Þumalínu, hún átti að búa hjá honum langt niðri í jörðunni. Veslings Þumalína var svo sorgbitin. — Vertu sæl, fagra sól, sagði hún og rétti — Vertu sæl, litla sóley, sagði hún — og hendurnar upp í loftið. Svo gékk hún út fyrir berðu svölunni kveðju mína, ef þú sérð hana. hús hagamúsarinnar. Alþýðuflokksfélagið. Stjórn Alþýðuflokksfélagsins biður alla félaga sína að muna eftir,, að skrifstofa félagsins í Al- þýðuhúsinu verður framvegis op- in daglega frá 5,15—7,15, sími 5020, alla daga nema laugardaga. Þar er tekið á móti ársíillögum félagsmanna og gefnar ýmsar upplýsingar um félagsstarfsem- ina. Serstaklega biður stjórnin hverfisstjóra félagsins að setja sig í samband við skrifstofuna nú næstu daga — helzt að koma til skrafs og ráðagerðar um ým- islegt varðandi starfsemina. „Arbeidérbladet“ í Oslo flytur grein um norrænu iista- sýninguna í Gautaborg og segir, að íslenzka deildin veki rnikla at- hygli sýningargesta. Hinni sér- kennilegu íslenzku náttúru sé faguriega lýst í hinum íslenzku verkum og oft af hörku og þrótti, en það, „sem einna helzt bresti á hjá íslendingum, sé meiri tilfinningasemi og ákveðn- ari persónueinkenni. Mestu lofs- orði er lokið á myndir Gunnlaugs Schevings og Jóns Stefánssonar. FO. Málmrannsóknin I Drápuhlðar- fjalli. Magnús Magnússon, skipstjóri frá Boston, hefir nú lokið seinni rannsóknum sínum á málmgrjóti í Drápuhlíðarfjalli. Undanfarnar vikur hefir hann látið bora í fjallið á tveimur stöðurn og rann- sakað sýnishomin jafnóðum með tækjum, sem hann lét setja upp í Stykkishólmi í þeim tilgangi. — Fyrst var borað 85 fet beint inn í fjallið og síðan lóðrétt niður á líkum stað, neðan til í hlíðum fjallsins. Efnið í fjallinu reynist svipað og á yfirborðinu, en um árangur rannsóknanna vill Magn- ús annars ekkert láta uppi að svo stöddu. Hann tekur með sér sýn- ishorn af málmgrjótinu til Ame- ríku, og fer þar fram fullnaðar- rannsókn á því. FÚ. Útbreiðið Alþýðublaðið! UMRÆÐUEFNI Síldarfréttirnar. Bréf frá sjómanni á flotanum. Laug- arnessvegur er illur yfirferð- ar. Kettir valda skemmdum í görðum. Þeir eru réttdræp- ir. Kvenbaðgestur skrifar um feimnismál í Sundhöll- höllinni, ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. SÍLDARFRÉTTIRNAR síðustu daga hafa glatt marga, ekki aðeins sjómennina á síldveiðiflot- anum, heldur einnig okkur, sem heima sitjum og þekkjum varla sporð frá síldarhaus. Þetta er eðli- legt, afkoma þjóðarinnar veltur á síldinni, ef síldin bregzt, verður þröngt í búi hjá ríkinu og þegn- unum. DAGSINS. ustu. Þeir rífa upp moldina, krafsa allt upp og rífa. Eru þeir ekki rétt- dræpir, hvar sem þeir sjást og hvar sem þeir hittast?“ ÉG LOFAÐI að rannsaka þetta mál — og ég g'et fært honum og öllum öðrum kattaféndum þau gleðitíðindi, að kettirnir eru rétt- dræpir. Svo nú geta menn búið sig vopnum — og farið á veiðar í sínum eigin görðum. KVENBAÐGESTUR í Sund- höllinni skrifar mér í gær eftirfar- andi: „Ef þú ferð einhverntíma í Sundhöllina, þá gakktu upp stigann í neðsta hægra horni laugarinnar og vittu bara til, hvort þú sjáir ekki dálítið. Stiginn er beint á móti dyrunum inn að baðklefa karlmannanna, og er hann yfir- leitt langmest notaður, jafnt af kvenfólki sem karlmönnum. Nú hefir Sundhöllin látið gera svo asnalegt byrgi fyrir dyrnar, að ein „sturtan“ blasir alveg við manni, ef maður varar sig ekki í tíma — og horfir í aðra átt, þegar maður fer upp úr.“ „ÉG TREYSTI ÞÉR, Hannes minn, að setja þetta í dálkinn þinn og skora á Sundhallarstjórnina að breyta innganginum, því að þetta er mjög óskemmtilegt fyrir okkur kvengestina — og án efa líka fyrir karlmennina.“ ÉG ER NÚ BÚINN að setja þetta í dálkinn minn. En ég neita því alveg, að fara að kíkja þarna inn í klefann, enda hef ég nóg með öll mín mörgu horn. En það er sjálf- sagt að undirstrika áskorun bréf- ritarans. f þessu fagra húsi er ó- sæmilegt, að slíkt fyrirkomulag skuli viðhaft, sem hér hefir verið lýst. Hairnes á horninu. SJÓMAÐUR á síldveiðiskipi sendi mér bréf í gær. Úr því klippi ég þessar setningar: „í dag, sunnudag, höfum við fengið mikinn afla, og svo lítur út, sem næg síld sé víðast hvar fyrir Norð- urlandi. Við vorum orðnir smeykir um, að nú myndi síldin bregðast, og algert vonleysi var búið að grípa suma, sem var þó auðvitað alveg óþarfi. Það er glatt hér um borð núna, við erum á leiðinni inn með ágætan afla.“ „ÞAR SEM SÍLD ER, er krökt af skipum, ég held að ég hafi aldrei fyrr séð jafnmörg skip að veiðum saman, eins og í nótt á Grímseyjarsundi, enda hafa víst aldrei jafnmörg síldveiðiskip og nú farið á síld. Þess vegna er það líka, að verksmiðjurnar fyllast svo að segja strax, ef mikil hrota kem- ur, — og nú er hrota, en ekkert reyni ég' verra en það, að híma við bryggju og fá ekki afgreiðslu — með fullt skip. Hins vegar verður víst ómögulega hægt að byggja svo margar og stórar verksmiðjur, að það geti ekki komið fyrir, að lönd- unarstöðvun verði.“ Uts á snmarhðttnm er í fullum gangi. Hattar frá 5 krónum. latta- og Stenabiðii Austurstræti 6. Ingibjðipg BJarnadétfli** Allar okkar hraðferðir til Akureyrar eru um Akraeies. Frá Reykjavík: Alla mánud., miðvikud. ©g föstud. „LAUGARÁSSBÚI" skrifar mér bréf í gær og segir, að gagngerð lagfæring þurfi að fara fram á Laugarnessveginum. „Hann er svo ákaflega slæmur yfirferðar, að örð- ugt er að fara um hann á reið- hjóli fyrir grjóti.“ Vonandi verður þetta lagað fljótlega, þó að reynsl- an sýni, að seint gangi að fá lag- færingar á því, sem ábóta vant er í úthverfum bæjarins. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtud. ®g laugardaga. M.s. Fagranes annast sjóleiðina. Nýjar upphifaðar Ittfreifar með útvarpi. Steindó! Símar: 1580, 1581, 1582, 1583, 1584. KUNNINGI MINN hringdi til mín í gær, og spurði mig að þvi, hvernig hann ætti að snúa sér gagnyart köttum, sem eru alveg að eyðileggja litla blómagarðinn hans. Hann lýsti á áhrifaríkan hátt aðförum þessara skemmdar- varga — og röddin var þrungin af f jandskap til kattanna er hann sagði frá: „Þeir hoppa upp í trén, þessi kvikindi, og slíta þau og klóra, þeir éta blómin og það er eins og þeir sækist mest eftir þeim falleg- Hraðferðlr B. S. A. Alla daga aema mánnda^a. um A-kranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjé- leððma. AfgrÉSslan í Reykjavík á BMreiÍastiS ís- lands, sími 1540. QHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnln á Bounty. 21. Karl ísfeld íslenzkaði. — Komið axtur á og bindið herra Young við fallbyssuna þarna. Berjið hann tólf högg með kaðalspotta. Young var einn af yfirmönnum skipsins. Hann var hug- rakkur piltur af góðri ætt. Enda þótt skipstjóri ætti rétt á því að refsa honum, þá var það nærri því dæmalaust á skipum enska flotans að strýkja slíkan msnn. — Morrison var einkenni- legur á svipinn, þegar hann fékk skipunina, sem hann hlýddi með svo bersýnilegri andúð, að Bligh hrópaði til hans ógnandi: Reynið að hraða yður, herra Morrison! Ég lít eftir yður! Ég skýri ekki nákvæmar frá strýkingu Youngs. Ég ætla ekki heldur að lýsa bakinu á Skinner eftir þau tuttugu og fjögur högg, sem hann fékk. Það er nóg að geta þess, að Young varð allur annar maður eftir þetta. Hann vann skyldustörf sín þögull og þungbúinn á svip og vildi sem minnst umgangast hin liðs- foringjaefnin. Hann skýrði mér frá því löngu seinna, að ef allt hefði farið á annan veg en fór, hefði hann haft í hyggju að segja lausu starfi, þegar til Englands kom og draga Bligh til fullrar ábyrgðar. Þann fjórða september fengum við ágætan byr af norðvestri. Við léttum akkerum og sigldum burt frá Adventure Bay. Sjö vikum seinna sá ég fyrstu suðurhafseyjuna, eftir viðburðasnautt rérðalag. En líðan okkar var hin versta sakir hungurs og skyr- bjúgs. Fuglar sveimuðu yfir skipinu og flugfiskar þutu upp úr sjónum í stórum torfum. Fyrir austan okkur sáum við lágar kóraleyjar. Eftir hádegi þennan dag þurfti ég engum skyldustörfum að sinna og var að hagræða munum þeim, sem ég hafði keypt að ráði Sir Joseps Bank, til þess að verzla með við eyjarskegga á Tahiti. Þeim þótti mikið varið í að fá nagla þjalir og öngla. Móðir mín hafði gefið mér fimmtíu pund, til þess að kaupa þennan varning og Sir Joseph hafði gefið mér fimmtíu pund í viðbót og sagt mér, að það margborgaði sig að vera örlátur við hina innfæddu. Þér megið aldrei gleyma því, sagði hann, að á Suðurhafseyjum er samnefnari allra sjö höfuðsyndanna nízka. Ég hefi munað eftir þessari vísbendingu, og þegar ég leit yfir birgðir þær, sem ég hafði fengið fyrir þessi hundrað pund, þá sá ég, að þær voru hreint ekki svo litlar. Ég hafði haft gaman af veiðum frá því ég var lítill og önglar mínir voru af öllum stærð- um og beztu tegundir, sem hægt var að fá fyrir peninga. Kistan mín var hálffull af þessu glingri, ódýrum hringum, armbönd- um og hálsfestum, hnífum, rakhnífum, allskonar speglum og eirstungumyndum af Georgi konungi. Á botni kistunnar lá flauelsfóðrað skrín. Þar lá hálsband, hinn haglegasti skartgrip- ur. Ég var draumlyndur piltur á þeim árum og var ekki von- laus um, að einhver hinna innfæddu meyja vildi ef til vill veita mér blíðu sína. Þegar ég lít nú yfir farinn veg, get ég ekki annað en brosað að þessum barnslegu draumórum. Samt sem áður vildi ég gefa alla mína dýrkeyptu lífsreynslu fyrir að fá aS njóta, þó ekki væri nema eina klukkustund, þeirra geðhrifa, sem ég lifði í á æskuárunum. Ég hafði lagt munina aftur ofan í kistuna, þegar ég heyrði hina hásu, grófu rödd Blighs. Klefi hans var örskamt frá mér. — Herra Fryer, hrópaði hann skipandi. — Gerið svo vel og komið inn í káetu mína. — Já, skipstjóri, heyrði ég stýrimanninn svara. — Mig langaði ekkert til að hlusta á samtal þeirra, en ég gat ekki komizt hjá því. — Á morgun eða hinn daginn, sagði Bligh, munum við varpa akkerum í Matavaiflóanum. Ég hefi látið herra Samúel semja skrá yfir matarbirgðir okkar. Og hann hefir ennfremur samið skrá yfir það, hvað miklu við höfum eytt hingað til. Ég ætlast til þess, að þér lítið yfir skrána og skrifið undir haiia. Nú varð löng þögn, en loks tók Fryer til máls: — Ég get ekki skrifað undir þetta, sagði hann. — Getið þér ekki skrifað undir þetta? Hvað eigið þér við? — Einkaritara yðar hefir yfirsézt. Svona miklu af kjöti og fleski hefir ekki verið útbýtt. — Þér vaðið í villu og svima, sagði skipstjórinn reiður. Ég veit, hvað flutt var um borð og hvað er eftir. — Ég get ekki skrifað undir þetta, sagði Fryer ákveðinn. — Og því í fjandanum getið þér það ekki? Allt, sem einka- ritarinn gerir, er samkvæmt skipun frá mér. Skrifið undir þegar í stað. Skollinn hafi það, ég er ekki þolinmóðasti maðurinn í heiminum. — Ég get ekki skrifað undir þetta, sagði Fryer og ltenndi nú reiði í röddinni. Samvizka mín leyfir það ekki. — En þér getið skrifað undir, æpti Bligh fokvondur — og það sem meira er, þér skuluð skrifa undir. Hann gekk þung- stígur upp á þilfar. — Herra Christian, kallið alla menn á þilfar! Skipunin var endurtekin. Þtgar við vorum allir komnir á

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.