Alþýðublaðið - 13.07.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.07.1939, Blaðsíða 4
FIMTUDAG 13. JÚLÍ 1939 rlGAMLA Blð !! Með kveðjn frá Mister Ftow! Spennandi og afar skemti- leg frönsk sakamálakvik- mynd, gerð af sömu snilld og glæsileik, er einkennt hefir franskar myndir und- anfarið. Aðalhlutverkin leika: Edwige Feuillére, Fernand Gravey og Louis Jouvet. UM MÁLSHÖFÐUN FYRIR FÉLAGSDÓMI Frh. af 3. síðu. sannanlegt sé, að hann hafi unnið verknað, sem refsiverður er sam- kvæmt lögum. Hvílir þá sönnunar- byrðin fyrir slikum verknaði á þeim, sem sektanna krefst og gilda um það svipaðar reglur og áður segir um sönnun fyrir tjóni, er aðili hefir orðið fyrir af völdum gagnaðilja. — Af þessu leiðir, að aðili getur t. d. aldrei krafizt sekta fyrir það eitt, að gagnaðili hafi á einhvern hátt rofið samning um kaup og kjör o. s. frv., þar sem slíkur verknaður er almennt ekki refsiverður skv. ísl. lögum. Hafi aðiljar hins vegar samið svo um fyrirfram, t. d. með ákvæði í samningi um kaup og kjör, að sektir skyldu liggja við samnings- rofum, ætti Félagsdómur að geta dæmt viðkomandi aðilja í sektir skv. því samkomulagi. Slíkar gagn- kvæmar samningslegar sektir eru mjög algengar í samningum manna á milli, og virðist ekkert því til fyrirstöðu, að svipuð ákvæði séu tekin upp í samninga á milli verka- lýðsfélaga og atvinnurekenda. Um stefnufrest gilda ekki hinar almennu reglur einkamálalaganna. Er það lagt á vald forseta dómsins að ákveða hann með hliðsjón af því, með hve stuttum fyrirvara stefndur getiir mætt á dómþingi. í sambandi við stefnufrestinn skipt- ir máli, hvort stefndur er með- limur Vinnuveitendafélags íslands, eða ekki. Sé stefndur meðlimur þess félagsskapar er það aðili máls ins og eins sólarhrings stefnufrest- ur getur nægt svo lengi sem Vinnu- veitandafélagið hefir aðsetur í Reykjavík. Sé stefndur hins vegar ekki meðlimur Vinnuveitendafé- lagsins, en búsettur annars staðar en í Reykjavík er því rétt að geta þess í beiðni um málshöfðun, þar sem þá verður forseti að ákveða stefnufrestinn, eins og áður segir. f>egar málið svo kemur fyrir dóminn í fyrsta skipti, og stefndur mætir, má vera, að hann þurfi að fá frest til þess að afla gagna af sinni hálfu. Ef dómurinn álítur að stefndur þurfi frestinn er hann að sjálfsögðu veittur, en þó ber þess að gæta að málið tefjist ekki að óþörfu. Er svo báðir aðiljar hafa aflað þeirra gagna, er þeir telja nauðsynleg málinu til upplýsingar, hefst hinn munnlegi málflutningur fyrir dómnum. Má þá segja að hlutverki sjálfra aðilja sé lokið, þar sem þeir munu venjulega fela málaflutningsmönnum að flytja mál sín fyrir dómnum, og er því ekki ástæða til þess að lýsa frek- ar en gert hefir verið meðferð þessara mála. Sigurgeir Sigurjónsson. Er Hafnarfjarðarminkurinn aftur- genginn? í morgun tók ábúandinn í Sel- skarði á Álftanesi mink fastan. Hafði minkurinn gert usla í hænsnahúsi og drepið hænsn. Gerði bóndi sér lítið fyrir og lok- aði minkinn inni í kofanum, og náði síðan í gildru og handsamaði hann. Er þetta gömul læða. Tímarit iðnaðarmanna, 3. hefti yfirstandandi árgangs er nýkomið út- Efni: Hrafntinnu- kvartshúðxinin, Gerðardómur, Handbækúr um verkleg efni, Skemmtiferðir iðnaðarmanna. Byggingar á Akranesi, Mjólkur- iðnaður sem iðngrein, Samband meistara í byggingariðnaði, Sogs- virkjunin, Yfirlit yfir byggingar í Reykjavik 1938, Iðnskólamir o. m. fl. VIÐTAL VÍÐ JÓNAS GUÐMUNDSSON Frh. af 3. síðu. ingarlítil störf, heldur eru bæj- ar- og sveitarstjórnamálin einn meginþátturinn í stjórnmála- og menningarlífi þjóðarinnar — og að á meðferð þeirra og fram- kvæmd veltur það ekki síður, en á meðferð og framkvæmd annarra landsmála, hvort okk- ur tekst að verða fjárhagslega sjálfstæð þjóð, sem getur lifað hér í landinu heilbrigðu menn- ingarlífi.11 FÉLAGSDÓMUR Frh. 'af 1. siðu. starfi sínu og þurfi að taka sér tveggja mánaða frí. Pað er vitanlega alveg sjálf- sagt, að félagsdómur hraði öllu starfi sínu. Með því ætti að vera hægt að koma í veg fyrir rnarga erfiðleika í atvinnulífinu. Þetta tveggja mánaða frí félagsdóms er algerlega ófært og óverjandi.“ HETJUVERÐLAUN Frh. af 1. síðu. ið veitt Magnúsi Árnasyni smiði í Eyjafjarðarsýslu. 300 krónur hafa einnig verið veittar Ólafi Tómassyni háseta og Oddi Oddssyni vélameistara fyrir það, að þeir björguðu far- þega á Gullfossi frá því að falla útbyrðis. Loks hefir sjóðstjómin veitt Jóni Sigurðssyni vinnunianni í Bárðardal 200 krónur. SILDIN Frh. af .l. síðu. Á Norðfirði voru í gær þrjú skip með samtals 2976 mál af síld. Allar þrær verksmiðjunnar voru þá fullar og biðu sum skip- in löndunar. Félagsbátamir Björg og Magni fengu fullfermi síldar úti af Norðfirði- Fóm þeir með afla sinn til verksmiðjunnar á Seyðisfirði. Reybjavib er að verða kjðtlans. Slátrnn hefst hér i bænuin um 20. þessa mánaðar. REYKJAVÍK er að verða kjötlaus, þau 32 tonn, sem til voru um síðustu mán- aðamót, eru að verða búin, enda eru étin hér í Reykjavík að meðaltali um 100 tonn af kjöti á mánuði. Slátmn sauðfjár mun hefjast thér í bænum miklu fyrr í ár en í fyrra. 1 fyrra hófst slátmn í ágústmánuði, en nú hefst hún um 20. þ. m. En það er á álíka tíma og í hitt eð fyrra. Verð á kjöti verður ekki hærra í ár, á hverjum tíma, en í fyrra. Hins vegar verður verðið núna fyrst hærra en það var í ágúst í fyrra, en verðlagið fer alltaf eftir tímanum, þ. e. sama verð ler í júlí, samia í ágúst o. s. frv. Verðið núna, þegar slátmn byrj- ar, verður hið sama og í júlí í hitt eð fyrra. Póstferðir 14. júlí. Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, ölfuss- og Flóa-póstar, Þingvellir Þrasta- tundur, Hafnarfjörður, Fljótshlíð- arpóstur, Austanpóstur, Akranes, Borgarnes, Snæfellsnesspóstur, Stykkishólmspóstur, Norðanpóst- ur, Dalasýslupóstur. Til Reykja- víkur: Mosfellssveitar-, Kjalar- ness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstur, Þingvellir, Þrasta- lundur, Hafnarfjörður, Meðal- lands- og Kirkjubæjarklausturs- póstur, Akranes, Borgarnes, Norðanpóstur. Vísir gerir haup- mönnum safasam- an greiða. 13 LAÐIÐ Vísir gerir kaup- mönnunum þann vafa- sama greiða í gær, að gera að umtalsefni dóma, sem ný- lega hafa verið kveðnir upp, vegna verðlagsbrota. Það tók því ekki fyrir Vísi að gera veður út úr þessu og sízt af öllu á þann hátt, sem blaðið gerði það, með árásum á verð- lagsnefnd! Undanfarið hafa allmargir menn fengið dóma fyrir brot á reglugerðum um álagningu. Al- þýðublaöinu hefir ekki þótt taka því að skýra frá þessum dóm- um, því að það má vera, að í ýmsum tilfellum hafi verið hér um mistök að ræða hjá kaup- mönnum. En það er auðvitað þeirra, eins og annara þjóðfé- lagsþegna, að gæta þess, að brjóta ekki lög landsins, en ekki verðlagsnefndar. Verðlagsnefnd hefir sett skorð- ur við því, hvað stórkaupmenn, smákaupmenn og kaupfélög megi leggja á vörurnar. Allir eru sammála um það, að nefndin hefir komið í veg fyrir mikla dýrtíðaraúkningu, og það er sannað mál, að ef verðlagsnefnd hefði ekki verið starfandi, þá hefðu vörur hækkað mjög, á það benda a. m. k. sum þeirra kæru- atriða, sem legið hafa fyrir lög- reglunni. Vísir heldur því fram, að verð- lágsnefndin sé að ofsækja kaup- menn! Þetta er sannarlega Þjóð- vilja-röksemdafærsla, enda er hana oft að finna í dálkum þessa blaðs. Kaupmönnum er fullkomlega kunnugt um þær reglur, sem verðlagsnefndin hefir sett, og þeir geta sjálfir gætt þess, að brjóta ekki í bága við þær. Það er heldur ekki verðlagsnefndin, sem hefir dæmt þessa menn eða þau kaupfélög, sem orðið hafa brotleg, heldur dómarinn! Sem dæmi um „ofsókn“ verð- lagsnefndar á hendur kaupmönn- um segir blaðið frá dæmi úr einni verzlun, þar sem kaupmað- urinn hafði hækkað vörutegund úr kr. 1,18 og upp í kr. 1,20, „svo að verðið stæði á „sléttri“ tölu.“ En er ekki kr. 1,18 jafn „slétt“ tala og kr. 1,20 — og er ekki kr. 1,18 jafn góð fyrir kaupand- ann og kr. 1,20 fyrir kaupmann- inn?! Það er blaðið Vísir, sem talar um okur kaupmanna, en ekki Al- þýðubiaðið. I sambandi við verð- lagseftirlitið hafa kaupmenn aldr- ei verið nefndir þessu nafni. En það segir sig sjálft, að því verð- ur stranglega að fylgja fram, að reglur verðlagsnefndar séu stranglega haldnar — og þeir, sem ekki gera það, verða að þola sína dóma. Hefði verðlagseftirlitið ekki verið, þá hefðu vörur hækkað gífurlega við gengisfallið. Verð- lagsnefndin hefir orðið vernd fyr- ir almenning — hún hefir átt verulegan þátt í því, að afleið- ing gengisfallsins hefir ekki kom- ið fram í stórhækkuðu vöruverði. Má vera, að þess vegna sé hin órólega deild Sjálfstæðisflokks- ins, sem barðist á móti myndun hinnar nýju stjórnar — og vildi undir yfirborðinu hafa samstarf við kommúnista í hatursþrungn- um undirróðri meðal þjóðarinnar, reið út í verðlagsnefndina. Klaufaskapurinn er hins vegar svo mikill, að málgagn þessarar deildar kjaftshöggar sjálft sig, þegar það þykist vera að slá aöm. f DAO Næturlæknir er Björgvin Finns- son, Garðastræti 4, sími 2415. Næturvörður er í Reykjavikur- og Iðunnar-apóteki. OTVARPIÐ: 19,45 Fréttir. 20,10 Veðurfregnir. 20,20 Hljómplötur: Hjarðsöngvar úr Alpafjöllum. 20.30 Frá útlöndum. 20,55 Útvarpshljómsveitin leikur. (Einleikur á oelló: Dr. Edelstein). 21.30 Hljómplötur: Dægurlög. Ragnari E. Kvaran hefir verið boðið til Noregs af norska ungmennasambandinu til þess að flytja þar fyrirlestra um ísland. Mun Ragnar E. Kvaran •fara f þessa föír í haust, og ferð- ast hann þá til allra stærstu borga landsins á vegum ung- mennasambandsins. Hátt á 9. þúsund manns hefir nú séð sjómensku- sýninguna í Markaðsskálanum. í gær fóru allir fundarmenn hjá stúkunni „Einingin" fylktu liði eftir fund á sýninguna, og er þetta fyrsti hópurinn, sem þannig hefir komið. Fer nú sýningar- dögunum að fækka, og eru því siðustu forvöð að sjá þessa á- gætu sýningu. Ferðafélag Islands ráðgerir að fara skemmtiför inn á Þórsmörk um næstu helgi. Lagt af stað kl. 4 e. h. á laug- ardag og ekið austur yfir Mark- arfljót að Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum og gist þar í tjöld- um. Á sunnudagsmorgun farið ríðandi inn á Mörk. Undan fjöll- unum er yfir litlar ár að fara, nema Krossá. Þórsmörk er ein- hver yndislegasti blettur á ís- Jandi, og umhverfið svo stórfeng- legt, að það á varla sinn líka. Stakkholtsgjá er ein hrikalegasta gjá landsins. Farið verður í Stór- enda um Langadal í Húsadal, Hamraskóg og víðar. Af Vala- hnúk (456 m.) er ágætt útsýni yfir Mörkina og til jöklanna, í suðri Goðalands- og Eyjafjalla- jökull, en í norðri Tindafjalla- jökull. — Áskriftarlisti liggur frammi á skrifstofu Kr. Ó. Skag- fjörðs, Túngötu 5, í dag og á morgun, en farmiðar séu teknir fyrir kl. 4 á föstudag. Leiðrétting í Morgunblaðinu. t dag birtir Mgbl. svohljóðandi smáklausu: „Raufarhafnarverk- smiðjan nýja. Sveinn Benedikts- son bað Mgbl. aÖ geta þess, að öll verksmiðjustjórnin stæði ein- huga um nýju verksmiðjuna og að afköst hennar yrðu 5000 mál á sólarhring.“ Haraldur Níelsson heitir nýútkomið rit eftir Ás- mund Guðmundsson guðfræði- prófessor. Er það minningarrit um Harald heitinn Nielsson guð- fræðiprófessor, gefið út af Minn- ingarsjóði Haralds prófessors Nielssonar og isafoldarprent- smiðju h/f. Eimskip. Gullfoss er í Kaupmannahöfn, Goðafoss fer til Leith og Ham- borgar k.1. 8 í kvöld, Brúarfoss er á Siglufirði, Dettifoss er í Hull, Lagarfoss er á Akureyri, Selfoss er á leið til Djúpuvíkur. Drottningin er væntanleg til Færeyja í kvöld. Súðin fór í gærkveldi vestur um í hringferð. Lyra fer kl. 7 í kvöld til Bergen. í nestið Niðursuðuvörur alls konar. Harðfiskur. Steinbítsriklingur. Lúðuriklingur. Smjör. Egg- Tömatar o. m. fl. Komið eða símið! BREKKA Símar 1678 og 2148. Tjarnarbúðin. — Sími 3570. L Qe ®e T® FREYJUFUNDUR annað kvöld kl. 8V2. Erindi flutt. Venjuleg fundarstörf. Mætið stundvís- lega. Æðstitemplar. Kjónaefni. Nýlega opinbemðu trúlofun sína ungfrú Margrét Jakobsdótt- ir, Þórsgötu 29, og Gísli Sigurðs- son, Barónsstíg 28. 9 NTJA iN H Slíkt teknr eng- in með sér. Amerísk stórmynd frá Col- umbia film. Snilldarvel samin og ágætlega leikin af sjö frægum leikurum: Lionel Barrymore, Jean Arthur, James Steward, Edward Arnold, Mischa Auer, Ann Miller, Donald Meck. Sjáið þessa mynd, hún § veitir óvenjulega góða og @ eftirminnilega skemmtun. FHHTUDAGSDANSKLÚeBURINN. í AIpýðsiBtásissis við Hverflsgðtis í kvold klukkan 10. Hljömsveit nndir stjörn Bjarna Bfiivamour Aðgöngumiðar á kr. verða seldír frá kl 7í kvöld. Mðiiw® Tilky nning Þeir, sem vilja gera tilboð í að byggja prestseturs- hús í Saurbæ á Hvalíjarðarströnd, geta fengið teikning- ar og útboðslýsingu hjá undirrituðum á meðan upplag- ið endist. Hásameistari rikisins, Arnarhváfii. Jafnvel ungt fófik eykur vellíðan sína með því að nota liárvðtn og iisnvotit. Við framleiðum: : l EAU DE PORTUGAL EAU DE QUININE EAU DE COLOGNE BAYRHUM ÍSVATN Verðið í smásölu er frá kr. 3,10 til kr. 14,00, eftir stærð. — Þá höfum við hafið framleiðslu á ILMVÖTNUM úr hinum beztu erlendu efnum, og eru nokkur merki þegar komin á markaðinn. - Auk þess höfum við einkainnflutning á erlendum ilmvötnum og hárvötnum, og snúa verzlanir sér því til okkar, þegar þær þurfa á þessum vörum að halda. Loks víljum vér minna húsmæðurnar á bökunar- dropa þá, sem vér seljum. Þeir eru búnir til með réttum hætti úr réttum efnum. — Fást alls staðar. Afenglsverzlim rfklslns. ; Bllsðngvabókin, émlssandi I bllferöum og i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.