Alþýðublaðið - 15.07.1939, Blaðsíða 2
LAUÖARDAGINN 15. JULt 1939.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Pnmalfna.
Ég ætla að koma með þér, sagði Þumalína og settist á bak
fuglsins.
Og svo flaug svalan hátt upp í loftið, yfir Og Þumalína skalf af kulda, en svo skreið hún
vötn'og skóga og yfir fjöllin, þar sem aldrei undir fjaðrir fuglsins. Hún gægðist út, til þess
tekur af snjó. að geta séð alla dýrðina á jörðunni.
Svo komu þau til heitu landanna. Þar skein í skógunum hengu sítrónur og appelsínur, og
sólin miklu bjartar en hér, himinninn var á grænum völlum léku börnin sér að stórum,
tvisvar sinnum hærri og í gorðunum uxu marglitum f iðrildum.
falleg blóm og víndrúfur.
Vélskólinn í Reykjavík
tekur til starfa 1. okt. Umsóknir sendist skólastjóra fyrir
1. sept. Um inntökuskilyrði, sjá lóg nr. 71, 23. júní 1936, um
kennslu í vélfræði, og reglugerð Vélskólans frá 29. sept. 1936.
tí"f
SKOLASTJOKINN.
Hraðferoir B. S. A.
Alla daga nema mánudaga.
um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxí'oss annast sjó-
Iefðfta. AfgréiSslan í Reykjavík á Biíreiðastöi ís-
Iands, sími 1540.
Bifreiöastðð Akureyrar.
Iþróttamót Eyfellinga
var háð a'ð Heimalandi 2. ,þ. m.
Leifur Auðunsson að Dalsseli
setti mótið með ræðu. Síðan hóf-
ust íþróttirnar, og var fyrst
glímt um glímuskjöld Eyfellinga.
Skjaldarhafi • varð Ólafur Sveins;
son að Stóru-Mörk. Er þetta í
sjöunda skipti, sem hann verður
glímukappi Eyfellinga. Fyrstu
verðlaun í hástökki hlaut Bald-
vin Sigurðsson í Steinmóðarbæ,
lyiStu verðlaun í langstökki Guð-
mann Guðjonsson og fyrstu verð-
ilaun í 100 metra hlaupi Kristinn
Björnsson í Vesturholtum. — Að
þessu sinni var ekki hægt að
keppa í sundi, en í stað þess
sýndu þeir Leifur Auðunsson og
Sigurður Auðunsson í Yzta-
Skála allar hinar helztu sundað-
ferðir. — Mótið var fjölmennt
og fór vel fram.
UMRÆÐUEFNI
Malbikið á götunum. Hjóna-
skilnaðir í Skerjafirði. Menn-
ingaryottur við höfnina. Út-
varpið og knattspyrnumenn
ýmissa þjóða. Matvandur
stúdent skammast. Gróður-
hús í Reykjavík. Bréfakörfur
á almannafærí. Gæruskinn-
ið og vandræði sölukonunn-
ar.
ATHUGANIR
HANNESAR Á HORNINU.
MALBIKIÖ á götunum er ó-
þægilegt þessa hitadaga, sérstak-
lega þegar nýbúið er að gera við
göturnar. Maður sekkur í þennan
óþverra, og skórnir verða staðir af
malbiki. Þetta götuefni er óheppi-
Iegt, en við verðum víst að notast
við það, vegna þess, að það er ódýr-
ara að nota það, en að láta%tein-
leggja göturnar. Það er auðvitað
endingarbetra, en miklu dýrara.
„TEOFÍLUS" skrifar mér eftir-
farandi: ..Ég sá það nýlega í Mgbl.,
að það var farið fram á, að bað-
staðurinn við Skerjafjörð væri lag-
færður. Það er auðvitað alveg
sjálfsagt. í Mgbl. er farið fram á,
að fyrir framan Shell-portið sé
settur trépallur, þar sem möl er
nú. Alveg sjálfsagt. En svo vill
greinarhöfundur, að skilrúm sé
sett á pallinn, öðrum megin sé
kvenfólk, hinum megin karlmenn.
Ó-nei, kunningi! Það er nú þegar
til sérskýli fyrir konur og karla.
En fólk það, sem er við Shell-port-
ið vill vera saman. Þar koma til
dæmis hjón með börn, og vilja
auðvitað vera í sama skýli. Ef skil-
rúm væru þarna, yrði hvert þeirra
að vera á sínum stað, án þess að þau
kærðu sig neitt um. Sama máli
gegnir t. d. um systkini. Þeir, sem
vilja vera sér, geta auðveldlega
verið það, en mér finnst óþarfi að
spilla sambúð þeirra, sem vilja
vera saman. Finnst þér það ekki
líka, Hannes? En það þarf að lag-
færa; baðstaðinn, og það strax."
„FLESTIR útlendingar, sem
hingað koma, ganga fram hjá sal-
erniskofanum við höfnina. ÞaQan
leggúr lyktina langt út á götu. Ég
skal taka það fram, að þetta eru
fyrstu kynnin, sem margir útlend-
ingar hafa af hinni margrómuðu
íslenzka menningu. Kannske
bærinn sé orðinn svo fátækur, að
hann hafi ekki efni á að laga þessa
ómennsku? í kofa þessum er
Ijósaútbúnaður, en þar hefir samt
ekki logað í 4 ár!!"
„ÞEGAR þýzku knattspyrnu-
mennirnir komu í fyrra, vár, ein-
um kappleiknum v^ð þá útvarp-
að. Einn þeirra talaði í útvarpið
—: og sagði þar, að útvarpið hefði
tekið á móti þeim með þýzkum
þjóðlögum. Nú í ár, þegar Englend-
ingarnir komu, var hálfum kapp-
leik við þá útvarpað! Enginn
þeirra kom fram í útvarpinu, og
ég hefi ekki heyrt þess getið, að
það hafi verið tekið á móti þeim
með enskum þjóðlögum. — Síðan
ko'ma Færeyingar. Ekki var tekið
DAGSINS.
á'móti þeim með þjóðlögum, eng-
um kappleik útvarpað, því síður
að nokkur þeirra kæmi fram í út-
varpinu. Þó voru þetta okkar nán-
ustu frændur. Ég hélt að þjóð-
dönsum þeirra myndi verða
útvarpað eftir hin fróðlegu erindi
Sveinbjarnar Sigurjónssonar, um
þjóðdansa og vikivaka, í útvarpinu
í vetur. Mig minnir, að útvarpið
segist vera hlutlaust. Hvað veldur
þá þessari framkomu við hinar mis-
munandi þjóðir? Kannske útr
varpið vilji skýra þetta?"
EINHEIt EINN, s'em kallar sig
„Nokkrir fyrrverandi Garðbúar",
skrifar mér — og er vondur: „Dm
leið og við þökkum þér fyrir
margvíslega gagnrýni þína á ýmsu,
sem miður hefir farið, viljum við
biðja þig að birta eftirfarandi: —
Þriðjudaginn 11. júlí lætur þú í
Ijós óánægju þína yfir því, að Jón-
as Lárusson skuli nú vera; í þann
veginn að fara frá Garði. Við verð-
um að telja þetta algerlega ástæðu-
lausa óánægju. Það er þrennt, sem
þú telur Jónasi Lárussyni til gildis:
1. að hann hafi stjórnað Garði af
prýði og myndarskap, 2. að hann
hafi komið þar upp myndarlegu
sumargistihúsi, 3. að hann hafi haf-
ið stórf ellda ræktun umhverfis
Garð."
„JJM ÞETTA viljum við taka
fram: 1. Okkur er ekki kunnugt
um, að Jónas hafi nokkurn tíma
stjórnað Garði. Stjórn Garðsins er
í höndum sérstakrar nefndar, Garð-
stjórnar, og Garðprófasts. Öll sú
„prýði og myndarskapur," sem þú
hefir orðið var við i þessum efnum,
ber ,því að þakka þessum aðiljum.
(Svo?) En ef þú telur það til
stjórnar Garðsins að sjá um til-
tektir í herbergjum og annað því
líkt þá eru éflaust til margir aðrir
fslendingar en Jónas Lárusson, sem
gætu séð um, að griðkonur inni
störf sín sómasamlega af hendi. 2.
Um myndarskap á sumarhúsinu er
okkur ekki kunnugt, þar sem við
höfum aðeins dvalið þar yfir vet-
urinn. En þú verður að minnast
þess, að Garður var ekki reistur,
sem gistihús fyrir útlendinga, held-
ur sem stúdentaheimili. Og okk-
ur er mjög kunnugt um það, * að
Garður hefir ekki orðið það stúd-
entaheimili, sem til var ætiazt,
undir „stjórn" Jónasar Lárusson-
ar. Allt frá upphafi hefir ríkt mik-
il óánægja með fæðið á Garði, og
sem dæríii, um það, má geta þess,
að í hitt eð fyrra var Jónas ráðinn
með því skilyrði, að það mætti
segja honum upp t með mánaðar-
fyrirvara. Þetta skilyrði var sett
samkvæmt kröfu stúdenta. Og í
fyrravetur gengu 7 stúdentar burt
vegna óánægju með:fæðið. Fleira
gætum við tínt til, ef við vildum.
3. Um ræktunina er það að segja,
að hún er fyrst og fremst Jónasi
Lárussyni til hagnaðar. Stúdentar
og gestir mundu miklu! fremur
kjósa blómagarða en kartöflugarða
umhverfis Garðinn, því að ekki
mun skorta landrými á íslandi til
kartöfluræktunar. Að endingu vilj-
um við taka það fram, að okkur
virðist það standa næst stúdent-
um að ákveða sjálfir af hverjum
þeir kaupa fæði."
BRÉFRITARINN viðurkennir,
að hann þekki ekki Garð sem
sumargistihús, en ég skrifaði ein-
mitt um Garð, sem slíkan — og
sem stúdentaheimili þekki ég Garð
ekki. Ég efast ekki um, að til séu
íslendingar, sem kunni að stjórna
sumargistihúsi, en þeir eru áreið-
anlega ekki á hverju strái. Þar sýna
verkin merkin.
HÚSEIGANDI skrifar mér eft-
irfarandi: „Hannes minn! Mig lang-
ar til að spyrja þig — einá og svo
margir aðrir. Getur þú frætt mig
og aðra bæjarbúa um, hyort heimilt
sé fyrir húseigendur að setja upp
gróðurhús á lóðum okkar, án þess
að leita samþykkis bygginganefnd-
ar Reykjavíkur og hvort senda
þui-fi teikningar sem oft kosta all-
mikið fé. Það er svo oft búið að
ræða um nauðsyn þess, að auka
grænmetisframleiðslu og mögu-
leika þéss í sambandi við hita-
veituna. Mér finnst því öll sann-
girni mæla með því, að valdhafar
bæjarins stuðli eftir megni að því.
að sem flestir geti eignazt slík hús
án frekari útgjalda."
SVAR: Borgarstjóri upplýsir, að
menn þurfi að senda béiðni um
byggingarleyfi fyrir slík hús, og
einnig teikningar. En hér er mál,
sem hið opinbera ætti ,að hafa af-
skipti af. Slíkar teikningar ættu
menn að fá ókeypis.
JÓN kemur með góða tillögu:
„Þrátt ifyrir hina mörgu götuhreins-
ara, sem bærinn hefir í þjónustu
sinni, er bréfaruslið oft mjög mik-
ið á götunum, sem eðlilegt er. Sér-
staklega er bréfaruslið áberandi í
kringum pylsuvagnana og á mörg-
um fleiri stöðum. Vel mætti koma
í veg fyrir þetta, ef festir væru
við símstaurana smá ruslkröfur. —
Slíkar körfur eru í flestum borg-
um nema okkar. Fólk mun télja
það skyldu sína, að kasta bréfum
í körfur þessar í staðinn fyrir áð
kasta öllu á götuna. Nú skora ég á
bæjarráð, að látá setja upp slíkar
körfur, og það fljótlega."
ISLENDINGAR eru sízt snarir;i
að snúa sig út úr erfiðleikum. Hér
er ein saga, sem gerðist hér í bæn-
um hýlega. Útlendingur sá fagurt,
hvítt gæruskinn í búðarglugga. —
Hann fór inn og vildi kaupa, en
spurði áður, af hváða skepnu það
væri. Kónan í búðinni komst í
vahdræði. Hún kunni • ekki mál
mannsins. Um stund starir hún
vandræðalega á manninn en þríf-
ur svo gæruskinnið, sveiflar því
um herðár sér og jarmar vel og
lengi framan í útiendinginn. Það
mél skyldu bæði.
Hannes áhorninn.
Geri við sauiMavélar, »Htk«n-
ar heimilisvélar »g skrir. H.
Sandholt, Klapparstíg 11. wm-Á k
263§.
Útbreiðið Alþýðublaðið!
___gBBMBMM
HHS
CJHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL:
Uppreisnin á Bounty.
23.
Karl ísfeld íslenzkaði.
Nelson benti mér á sund milli kóralrifa:. — Þarna var það,
sem Cook skipstjóri hafði nærri því misst skip sitt. Eitt af
akkerum hans liggur þar ennþá, þar sem brimið er mest. Ég
þekki vel þenna^ hluta eyjarinnar. Eins og þér sjáið, er Tahiti
í raun og verú tvær eyjar, en á milli þeirra er mjór og langur
tangi, sem hinír innfæddu kalla Taravao. Þessi eyja er minni
og heitir Taiafapu eða Tahti Iti, en stærri eyjan heitir Tahiti
Nui. Vehiátua er konungur á minni eyjunni og hann er hinn
voldugasti hinna innfæddu fursta.
Allan daginn sigldum við fram með landi, fórum fram hjá
tanganum, sem tengdi eyjarnar saman og hinum gróðursælu
héruðum Faaone og Hitiaa.
Það var lítið um svefn þessa nótt. Skipið lá kyrrt úti fyrir
mynni Papenoo-dalsins. Blærinn, sem kom innan af hæðunum,
angaði af gróðurilmi. Þeir, sem höfðu skýrbjúg, drógu djúpt
andann og virtust vera að fá heilsuna aftur. Þeir töluðu í ákafa
um alla þá ávexti, sem þeir bjuggust við að fá næsta dag.
Við komum auga á Eimeo rétt fyrir sólsetur. Sólin rann í
sæ bak yið hnjúka og hæðir Eimeós, en nýmáninn gægðist
upp. Rökkrið er ekki langvinnt á þessum slóðum og stjörn-
^ínar komu brátt í Ijós á heiðríkum himni. Stór stjarna í vestri
varpaði gullnum bjarma á sjóinn. Ég-sá Suðurkrossinn og fleiri
stjörnumerki, sem ekki sjást á norðurhveli. Neðan úr klefa
læknisins heyrðist söngur. Þar sátu þeir yfir kvöldglösunum
sínum, læknirinn og Peckover.
Fram með allri ströndinni sáum við fjölda blysa. Þar voru
eyjaskeggjarnir að fást við fiskveiðar og gengu milli húsa.
Skipverjarnir á Bounty stóðu í smáhópum á þilfarinu og störðu
í land. Við virtumst allir hafa breytzt þetta kvöld: Allar áhyggj-
ur voru þurrkaðar burtu. Við vorum allir í bezta skapi og
hlökkuðum til morgundagsins.
Jafnvel Bligh skipstjóri, sem gekk um þilfarið yið hlið
Christians, var í góðu skapi.
Ég var á stýrimannsvakt. Um miðnætti sá Fryer, að ég
geispaðij því að það var langt síðan ég hafði sofið. Fáið yður
dúr, herra Byam, sagði hann vingjarnlega. — Fáið yður dúr!
Allt er kyrrlátt í nótt. Ég skal vekja yður, ef ég þarfnast yðar.
Ég valdi mér stað á þilfarinu og lagðist niður á það. En þótt .
ég væri mjög syfjaður, leið langur tíma, áður en ég gat sofnað.
Þegar ég vaknaði, var himinninn bjartur í austri.
Skipið hafði rekið vestur á bóginn um nóttina og lá nú úti fyrir
Vaipoopoo-dalnum við Poirit Venus. Þarna hafði Wallis skip-
stjóri á Dolphin nálgast hið nýfundna land. Og á þessum langa,
lága odda, hafði Cook skipstjóri sett upp athugunarstöð sína,
þegar hann var að rannsaka stjörnuna, sem staðurinn var heit-
inn eftir.
Mynni flóans snýr gegn suðvestri. Það var í hálfrar mílu fjar-
lægð og fjöldi báta var á leið til okkar. Flestir þeirra voru litlir
og rúmuðu ekki nema fjóra eða fímm menn. Sumir voru aftur
á móti stórir og rúmuðu um þrjátíu manns, Þegar fyrstu bát-
arnir nálguðust, heyrði ég spyrjandi hróp: — Taio? Peritane?
Rima? — En það þýðir: Vinur? Brezkur? Lima? Seinast spurðu
þeir, hvbrt Bounty væri spanskt skip frá Perú. — Taio, hrópaði
Bligh, sem kunni fáein orð í tahitisku. — Taio! Peritane! í sömu
andránni kom fyrsta bátshöfnin um borð, og í fyrsta sinni fékk
ég nú að sjá þennan fræga kynþátt.
Flestir gesta okkar voru karlmenn, háir, vel vaxnir, karlmann-
legir og ljósbrúnir á hörund. Þeir báru mittisskýlur úr tíglóttu
— heimaofnu efni. Létta léreftsskykkju báru þeir á öxlum og
brúnan túrban á höfði. Sumir þeirra voru naktir niður að beltis-
stað og hinir kempulegustu. Sumir báru litlar húfur, fléttaðar
úr kókosblöðum. Svipur þeirra speglaði öll skapbrigði þeirra,
eins og títt er um börn. Þeir brostu oft og ég undraðist það mjög,
hversu hvítar og fullkomnar tennur þeirra voru. Þær fáu konur,
sem komu um borð, voru af lægri stéttinni og mjög smávaxnar,
samanborið við karlmennina. Þær gengu í pilsum úr hvítu efni,
sem sveipaðist um bær í fallegum fellingum. Til þess að verja
axlirnar gegn sólbfuna, voru þær í skikkju úr sama efni, en
hægri handleggurinn var nakinn. Svipur þeirra bar vott um
skaþfestu, vingjarnleika og glaðlyndi. Það varð fljótt skiljan-
legt, hvers vegna sjómenn gátu ekki staðizt þær-. Þær virtust
búnar öllum hinum beztu kostum kynsins.
Bligh skipstjóri hafði gefið öllum skipun um að taka mjög
vingjarnlega á móti þeim, en menn skyldu þó varast hnuplsemi
þeirra, en hún er tíð meðal lægri stéttarinnar. Með morgun-
goluna í seglunum skriðum við inn mynni flóans. Það var geysi-
legur hávaði á þiljum uppi. Að minnsta kosti hundrað karl-
menn og þrjátíu konur hlupu fram og aftur utti þilfarið. Þau
I