Alþýðublaðið - 15.07.1939, Side 4

Alþýðublaðið - 15.07.1939, Side 4
tADGAEDAQINN 15. JOLI 1939. BGAMLA Blð fieia Dessar varir logið? (True Confession). Óvenjulega efnisgóð og framúrskarandi fjörug gamanmynd. Aðalhlutverkin leika: Carole Lombard, Fred Mac Murray og John Barrymore. t fjarveru tninni 2—3 vikur, gegnir herra læknir Páll Sigurðsson, Póst- hússtræti 7, læknisstörfum mínum. Viðtalstími IOV2—12 og 6—7. Karl Jónsson læknir. í fjarveru minni um þriggja vikna tíma gegn- ir hr. læknir Karl Sig. Jón- asson, Austurstræti 14, við- talstími kl. 10—11 og kl. 4,30—6, læknisstörfum mín- um. Halldór Hansen. ^hosmsjnda n n AMATÓRSCU.V teiDiAjte uDífr.7 Da nmerkurf ararnir beppa við Arvalsliðið. Amanudagskvöld kl. 8V2 keppa Danmerkurfarar Fram við úrvalslið úr Val, K. R. og Víkingi. Er þetta fyrsti kapp- leikur Framaranna eftir utanför- ina, og mun mörgum leika for- vitni á að sjá þá keppa við ís- lenzka úrvalsliðið, eftir alla sigr- iana í Danmörku. Kapplið Fram verður þannig skipað: Gunnlaugur Sigurður J. Sigurjón Sæmundur, Sig. Hall, Högni, Þórhallur Brandur Lindeman, Jón Magg., Jón Sig., En úrvalsliðið verður þannig skipað: Anton, Grimar, Haraldur, ’Schram, Frímann, Hrólfur, Gísli, Haukur, Magnús, Þorsteinn E., Isebarn. Dómari verður Guðjón Einars- son. Enn fremur ákvað knatt- spymuráðiÖ að leyfa kappleiki milli meistaraliða K. R. og Vík- ings á fimmtudaginn og Vals og Fiam á föstudaginn- Ekki er fylli- lega ákveðið enn, hverjir verða í þessum liðum. Hjónaband. I dag verða gefin saman í hjónaband ungfrú Kristín Þórð- ardóttir verzlunarmær og Björn Magnússon vélstjóri. Heimili brúðhjónanna verður að Hellu- sundi 7. ORRAÐ Á ERLENDUM FERÐA- MÖNNUM Frh. af 1. síðu. heild, þegar farþegarnir sjá • þetta uppskrúfaða verð.“ Það er áreiðanlegt, að bíl- stjórarnir fá enga hlutdeild í þessum mikla gróða, en hinir að- ilarnir munu allir gera sinn hlut ríflegan, og þó sérstaklega „ag- entinn,“ sem skipuleggur ferða- lagið. En þetta okur er auðvitað jafn óhæft og skaðlegt fyrir okkur fyrir því. Þá er frá því skýrt, að menn, sem lána er- lendum ferðamönnum hesta — taki 1 dollar fyrir hálftímann og neiti að taka við íslenzkum peningum af ferðamönnum, en selji síðan dollarinn á 8 krónur! Nokkuð mun vera til í þessu og yfirleitt eru erlendir ferða- menn umsetnir, þegar þeir koma hingað. Því miður er erfitt fyrir okk- ur íslendinga að hafa áhrif á þetta, en það ber þó brýna nauð- syn til þess að fyrir slíkt okur — sem hér hefir verið gert að umtalsefni, verði tekið hið bráðasta. Alþýðublaðið hafði í dag tal um þetta við forstjóra Ferða- skrifstofu ríkisins. Skýrði hann svo frá, að það hafi lengi verið vitað, að ferðamenn með hinum stóru skemmtiferðaskipum borgi mjög mikið meira fyrir ferðir hér á landi en aðrir geri yfirleitt. Ástæðan til þessa er að- allega sú, að þeim eru seldir far- seðlar erlendis með bílum í hin- ar ákveðnu skemmtiferðir. Er svo litið á af lögfræðingum, að þótt þetta kunni að vera skað- legt fyrir landið á ýmsa vegu, þá hafi þó enginn aðili hér á landi vald til þess að grípa hér fram í, með því að verzlunin fer fram í öðrum löndum. Að minnsta kosti þyrfti hér til að koma alveg sérstök löggjöf og þó ósýnt hversu færi. Þess skal getið í ' þessu sambandi, að greiðslan til bílaeigendanna er líka töluvert hærri en þeir fá fyrir aðrar ferðir, og hefir það orðið mörgum bíleigendum mik- il búbót. Eins og sakir standa og með- an lögin um Ferðaskrifstofu ríkisins eru óbreytt, fær hún ekki hér neitt að gert, því að samband skipafélaganna við landsmenn fer nú fram í gegn um umboðsmenn skipanna, en ekki gegn um Ferðaskrifstofuna. SLYSIÐ I BORGARFIRÐI Frh. af 1. síðu. Var þegar hafin leit að Áma, og' hefir verið leitað fram með allri Hvitá, en til þessa án árang- urs. Árni Jón Árnason var fæddur á ísafirði 17. maí 1894, og var þvi rúmra 45 ára gamall. Hann var sonur hjónanna Árna Sig- urðssonar fiskimatsmanns og Sigriðar Sigurðardóttur. Ámi hefir verið starfsmaður Otvegsbankans síðast liðin 10 ár, fyrst við útibúið á Isafirði, en fluttist hingað til Reykjavíkur fyrir nokkrum áram og starfaði við Útvegsbankann hér. Var Ámi giftur Guðbjörgu Tóm- asdóttur, og áttu þau 3 böm, öll innan við fermingaraldur. Póstferðir 17. júlí. Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalamess-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstar, Þingvellir, Laug- arvatn, Þrastarlundur, Hafnar- fjörður, Fljótshlíðarpóstur, Aust- anpóstur, Akranes, Norðanpóstur. — Til Reykjavíkur: Mosfellssveit- ar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Öl- fuss- og Flóa-póstar, Þingvellir, Laugarvatn, Hafnarfj., Grims-' ness- og Biskupstungnapóstur, Norðanpóstur, Brúarfoss frá Ak- ureyri. feitingaskáli reistnr við Kleifarvatn. NÝJASTI skemmtistaður Reyk- víkinga — og þá ekki síður Hafnfirðinga ■— er við Kleifar- vatn. Hefir nú í sumar verið mjög mikill ferðamannastraumur þangað, og vora t .d. einn sunnu- da'ginn taldir 53 bílar þar. Vegurinn til Kleifarvdtns hefir nýlega verið fullgerður að norð- urenda vatnsins, en þar er lítið um gróður, og á meðan vegurinn er ekki fullgerður meðfram vatn- inu, hefir bátur verið í fönun 0g flutt ferðamenn yfir til suður- strandar vatnsins, en þar er mjög grasgefið og hin beztu tjald- stæði, jafnframt því sem þar eru einhverjir mestu gufu- og leir- hverir hér á landi. Við norðu enda Kleifarvatns hefir nú verið reistur mjög mynd- arlegur veitingaskáli, og getur hann afgreitt um 100 gesti í einu. Er mjög hentugt fyrir ferða- menn að hafa þennan skála þarna, þar sem skipt er um far- artæki, farið úr bílnum í bátinn eða úr bátnum í bílinn, og oft getur staðið þannig á, að bíða verður eftir öðru hvoru farar- tækjanna, og er þá ekkert hent- ugra til þess að drepa tírnann en að ,fara inn í skálann og fá sér þar einhverja hressingu. Það verðar oft lítið fir þvl hðgginn, sem hátt er reitt. MORGUNBLAÐIÐ hyggst í morgun að ómerkja bók- un Finns Jónssonar og Jóns Þórðarsonar um afstöðu þeirra til Raufarhafnarverksmiðjunn- ar með því, að vitna í fylgi- skjal með nefndaráliti á Alþingi árið 1937, undirritað af Finni Jónssyni og Þórarni Egilssyni, þar sem þeir segja, að þeir treysti sér ekki til að mæla „að svo komnu“ með því, að reist verði stærri verksmiðja á Rauf- arhöfn en sem svarar 2400 mála vinnslu á sólarhring, „sem mætti stækka, ef þörf krefði, í 5000 mála vinnslu.“ Hvað sýnir nú Morgunblað- ið með þessari tilvitnun sinni annað en hinn ótrúlega nagla- skap sinn í leitinni að árásar- efnum á Finn Jónsson? Hin til- vitnuðu ummæli sýna þó greini- lega, að Finnur Jónsson var frá upphafi fylgjandi verksmiðju- byggingu á Raufarhöfn, og gerði ráð fyrir, að hún yrði strax og þörf krefði stækkuð upp í 5000 mála vinnslu á sólarhring, þótt hann vildi ekki mæla með svo stórri verksmiðju „að svo komnu máli“ fyrir hálfu þriðja ári. Og síðan þörfin gerði vart við sig, hefir Fínnur Jónsson barizt stöðugri baráttu fyrir því, að stækkunin verði fram- kvæmd, eins og margar bókanir í fundargerðabókum ríkisverk- smiðjustjórnarinnar á Siglufirði, nú síðast einnig bókun Jóns Þórðarsonar, flokksmanns Morgunblaðsins, í fyrradag, bera vott um. Það má segja um þessa síð- ustu árás Morgunblaðsins á Finn Jónsson, að það verður oft lítið úr því högginu, sem hátt er reitt. Nyrzti bær í Evrópu, Hammerfest í Noregi, á 150 ára afmæli næstkomandi mánu- dag, 17. júlí. Fara fram hátí'ða- höld af því tilefni. NRP.—FB. f DAG Næturlæknii; er Eyþór Gunn- arsson, Laugavegi 98, sími 2111. Næturvörður er. í Reykjavíkur- og Iðunnar-apóteki. ÚTVARPIÐ: 19,45 Fréttir. 20,20 Hljómplöt- ur: Létt lög. 20,30 Erindi: Um jurtalitun (Bergljót Benediktsd., Unnur Bjarklind). 20,55 Útv.tríóið leikur. 21,15 Hljómplötur: a) Sænskir alþýðusöngvar. b) Gaml- ir dansar. 21,40 Danslög. (22,00 Fréttaágrip). 24,00 Dagskrárlok. Á MORGUN: Helgidagslæknir er Björgvin Finnsson, Garðastræti 4, sími 2415. Næturlæknir er Ólafur Þ. Þorsteínsson, Mánagötu 4, sírni 2255. ÚTVARPIÐ: 11,40 Veðurfregnir. 11,50 Há- degisútvarp. 18,40 Útvarp til ut- landa (24,52 m.) 19,30 Hljóm- plötur: Létt lög. 19,50 Fréttir. 20,10 Veðurfregnir. 20,20 Hljóm- plötur: Smálagaflokkur eftir De- bussy. 20,35 Gamanþáttur: Jón úr Kotinu og Dídí litla. 20,55 Útvarpshljómsv- leikur alþýðulög. (Einsöngur: Hermann Guðmunds- son). 21,30 Kvæði kvöldsins. 21,35 Danslög. (21,50 Fréttaágrip) 24,00 Dagskrárlok. MESSUR Á MORGUN: t dómkirkjunni kl. 11, séra Fr. Hallgrímsson. í fríkirkjunni kl. 2, séra Ragnar Benediktsson prédikar vegna fjar veru séra Árna Sigurðssonar. í Laugarnesskóla kl. 2, séra Garðar Svavarsson. K. R.-ingar fara í dag til Stykkishólms og verða þar yfir helgina. Eru það 11 knattspyrnumenn úr 2. flokki og nokkrir úti-íþróttamenn. Ætla þeir að keppa við Hólmara og sýna þeira ýmsar íþróttir, stang- íarstökk o. fl. Línuveiðarinn GuIIfoss fór um miÖnætti í nótt til Siglufjarðar á síldveiðar. Mun þetta vera síðasta skipið.sem fer héðan á síld í sumar. Frú Sigríður Eiríksdóttir biður þess getið í sambandi við viðtalið, sem Alþýðublaðið átti við hana í gær, að hún er ekki formaður móttökunefndar- innar, heldur Sigríður Bachmann. Eimskip. Gullfoss er í Kaupmannahöfn, Goðafoss er á leið til Léith, Brú- arfoss er á leið til ísafjarðar frá SigluíirÖi, Dettifoss fór frá Hull síðdegis í gær, Lagarfoss er á SiglufirÖi, Selfoss fór frá Djúpu- vík í gærkveldi. Litil síldveiði. Átan mest við LaRpnes. LÍTIL síldveiði er enn þá fyrir norðan, en þó er gott veður. Ofurlítil þoka er yfir mið unum. Frá því í gærmorgun og þang- að til í morgun hafa komið inn nokkur skip með samtals 8 500 mál til síldarverksmiðja ríkisins. Skipin halda sig aðallega við Langanes, en nokkur eru við Grímsey. Þann 10. þ. m. var fitumagn Grímseyjarsíldar 18,9 af hundr- aði, en þann 7. þ .m. var fitu- magn síldar, veiddrar í Þistil- firði, 18,4 af hundraði. Átan er nú mest við Langanes, en minnkar eftir því sem vestar dregur. k * \ 99 Selfoss“ fer á mánudag, 17. júlí, um Vestmannaeyjar til Rotterdam og Antverpen, „Bmarfoss“ fer á fimtudagskvöld, 20. júlí, um Vestmannaeyjar til Grimsby og Kaupmannahafnar. Mikil verolækkun hefir orðið á tómötum. Sjá i_augl. á öðram stað í blaðinu. H KTJA b s© ts Slíkt teknr eng- in neð sér. Amerísk stórmynd frá Col- umbia film. Snilldarvel samin og ágætlega leikin af sjö frægum leikurum: Lionel Barrymore, Jean Arthur, James Steward, Edward Arnotd, Mischa Auer, Ann Miller, Donald Meck. Sjáið þessa mynd, kún veitir óvenjulega góða ©g eftirminnilega skMnmtun. Alpýðnflokksfélögin f Rejbjavík „^’efna til skemtifarar að Bessastöðum á morgun. Farið Yerður frá Shellbryggjunni kl. 1,15. Bessastaðir og kirkjan verða skoðuð undir leiðsögn Dr. Jóns Gíslasonar. — Hafið með ykkur nesti. Þátttökugjald, (ferja yfir Skerjafjörð o. fl.) kr. 1.00. FerðanefMd Algýðnflekksfélagflina I Reykjavfk. Saltfiskur til neyzlu innanlands. Eftir fyrirmælum atvinnumálsráð- herra höfum vér tekið að oss, að sjá svo um, að jafnan fáist góður saltfisk- ur til innanlandsneyzlu með lægsta ótflutningsverði. Fiskurinn fæst pakkaður í: 50 kg. pakka No. 1 og kostar ................... Kr. 25,00 50 kg. pakka No. 2 og kostar ....................... — 22,50 50 kg. pakka No. 3 og kostar .................... — 20,00 25 kg. pakka No. 1 og kostar ................... —- 12,75 25 kg. pakka No. 2 og kostar ................... — 11,50 25 kg. pakka No. 3 og kostar , T................... — 10,25 Fiskurinn verður seldur og af- greiddur til kaupmanna ogkaupféiaga frá: H. F. Kveldulfur, Reykjavík. Verzlun Einars Þorgilssonar Hafn- arfirði. Sðlnsambaml Isl. Mframleiðenda. Sbipverjar á „Bisp“ neita að fara fit ð skipinn. P LUTNINGASKIPIÐ Bisp strandaði fyrra föstudag á Andanesi við Siglufjörð og skemmdist töluvert. Síðastliðinn þriðjudag kom það til‘ Akureyrar 0g fékk þar ein- hverja viðgerð, en þó var ekki hægt að þétta það til fulls, og lekur' það stöðugt. Þegar skipið átti að fara, neit- uðu allir skipverjar að fara út með skipið, nema skipstjórinn. Kröfðust þeir þess, að skipstjór- inn fengi haffærisvottorð. Stóð í þjarki um þetta í dag, og er ekki vitað, hvort skipið h«fir farið. fiyðjan og nxinn bSnn nð á Dýzkalandi! KAUPM.HÖFN í gærkv. FÚ. /t ÞRIÐJUDAGINN kemur Ieggur Kristmann Guð- mundsson rithöfundur af stað til Islands með fjölskyldu sinni og hefir í hyggju að setjast hér að. Síðasta bók Kristmanns, „Gyðj- an og uxinn“, er nýkomin út á þýzku; en nú hefir þýzka mennta- málaráðuneytið bannað bókina, vegna þeirra pólitísku skoðana, er hún hefir inni að halda. Það er þó tekið fram, um leið og bókin er bönnuð, að þetta bann taki ekki til annarra rita Krist- manns og byggist ekki á neinni óviid til hans persónulega. Útbroiðið Alþýðublaðii!

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.