Alþýðublaðið - 17.07.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.07.1939, Blaðsíða 2
í MÁNUDAGINN 17. JCLI 1939. ALÞYÐUBLAÐI® Þumallna. En svalan flaug ennþá lengra burtu og landslagið varð feg- urra og fegurra. Undir grænum tigulegum trjám við blá- tært vatn, stóð hvít marmarahöll frá gömlum tímum. Vín- viðurinn vafði sig upp að súlum þess og á þakinu voru mörg svöluhreiður, og í einu hreiðrinu bjó svalan, sem bar Þuma- — Herna er nú húsið mitt, sagði svalan — en Á einum stað lá marmarasúla, sem hafði fall- vilt þú ekki sjálf finna handa þér fallegt blóm, ið niður og brotnað. En milli brotanna spruttu og ég skal setja þig þar. falleg, hvít blóm. — Það var yndislegt, sagði hún, og klappaði » ' saman höndunum. I Kl'.WMMMM ......HII iiniiininiri'wy 'i • ‘iji fer Svalan íækkaði flugið og setti Þumalínu á eitt Þetta var blómálfurinn. I hverju blómi bjó af blöðunum. En hissa varð hún, þegar hún sá einn svona álfur, en þessi var konungur allra lítinn mann sitja á blaðinu. Hann var hvítur blómálfanna. og gagnsær, eins og hann væri úr gleri. Hann hafði fallega gullkórónu á höfði og gagnsæja vængi út úr öxlunum. Hann var ekki stærri en Þumalína. Hraðferðlr B. S. A. Alla daga nema mánudaga. um Akranes og Bergarnes. — M.s. Laxfoss annast sjé- lerðloa. AfgreiSslan í Reykjavík á BMreiðasteð fs- lands, sími 1540. Bifreiðastðð Akureyrar. Viðtal fið Asmuad Asgeirssei. ¥ SLENZKU skákmenn- irnir fara í kvöld með Selfossi áleiðis til Buenos Aires á álþjóðaskákmótið, sem þar verður haldið — og hefst í ágúst. Skákmennirnir koma ekki heim fyrr en í nóv- ember. Af hálfu íslands taka þátt í alþjóðamótinu fimm beztu skákmenn landsins: Ásmund- ur Ásgeirsson, Baldur Möll- er, Einar Þorvaldsson, Jón Guðmundsson og Guðmund- ur Arnlaugsson. Alþýðublaðið hafði í morgun stutt viðtal um förina við Ás- mund Ásgeirsson, hinn kunna skáksnilling, — en hann mun skrifa um mótið fyrir Al- þýðublaðið, meðan það stendur yfir. Ásmundur Ásgeirsson hefir tekið þátt í öllum utanferðum íslenzkra skákmanna og sýnt á- gætan árangur. í Hamborg vann hann skák af 17 eða 20.6%, í Folkestone 3‘/2 af 14 eða 25%, í Miinchen 6Vá af 19 ,eða 34,2% og í Stokkhólmi 8 af 16 eða 50%. * „Allir þátttakendurnir á al- þjóðamótinu frá Evrópu, en þeir eru allir beztu skák- menn Evrópu, eiga að hittast í Antwerpen 27.—29. þ. m.,“ sagði Ásmundur. „Þaðan fara þeir með stóru línuskipi til Bu- enos Aires og koma þangað rétt eftir miðjan ágúst, en mótið á að hefjast þann 27., og það á að standa fram í síðari hluta september. Við íslendingar eig- um að keppa á 4 borðum, en vafasamt er, hvort við teflum við allar þjóðirnar. Ég tefli á 2. borði, en Baldur á 1. borði.“ — Hvernig segir þér hugur um ferðina? „Við erum vongóðir. Það er líka skylda okkar. Við vitum líka mæta vel, hvaða þýðingu það getur haft fyrir landið, að við stöndum okkur vel — og við munum líka gera allt, sem við framast getum. Við höfum æft okkur af miklu kappi und- anfarið og yfirleitt eru skák- menn sammála um, að valið í utanförina hafi tekizt vel. — Þá skil ég ekki í öðru en að við getum orðið ánægðir með förina til Buenos Aires.“ — Þetta verður löng og skemmtileg för. „Við erum auðvitað mjög for- vitnir að sjá þetta ævintýralega land, Argentínu. Við komum þangað, þegar vorið er að byrja.“ „Yvette“ heitir þýzk mynd, ?em Nýja Bíó sýnir núna. Er hún gerð eft- ir samnefndri sögu eftir Guy de Maupassant. Aðalhlutverkið Káthe Dorsch, Johannes Reik- mann, Ruth Hellberg. o. fl. Sjómannakveðja. F.B. sunnudag. Famif til Englands. Vellíðan allra. Kærar kveðjur. Skipshöfnin á Helgafelli. Iíaupum tuskur og »trigap»iía. IRr Húsgagnavinnustafan Baldursgötu 30. Sfml 41W. Athygli er hér með waMn á pvíj að tekju* og eignaiv skattur, fasteignaskattur, lestagjald, Iffeyrissjéðs* gjald og námshékag|ald fyrir árið 1939 féllu f gjaid~ daga 30. jáni þ. á. og W þvi gjalddaginn tveimur mánuðum fyr en yant er. Þá er fallið f gjalddaga kirkjugjaid fyrir fardaga* árið 1938—939 og Mrfitjax* garðsgjaldið fyrir árið 1939 fellur f gjalddaga á morg~ un 15. þ. m. Framangrelndum gjðldnm er veitt yiðtaka f tóllstjéra* skrifstofunni, sem er á 1. hæð f Hafnarstræti 5, hási Mjélkurf élagsins. Skrifstof- an er opin virka daga kl. 10—12 og 1—4, nema laisg~ ardaga kl. 10—12. Tollstjériini i Reyhjavfk 14. Jéll 1930. Jón Hermannsson. CJiARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnin á Bonnty. 24. Karl ísfeld íslenzkaði. hrópuðu, hlógu og* pötuðu ákaft og þvöðruðu við hásetana, eins og þeim fyndist það sjálfsagt, að þeir skildu allt, sem þau sögðu. Konurnar voru einkum boðnar og velkomnar, og það reyndist ekki auðvelt að halda skipverjunum við starf þeirra. Byrinn óx stöðugt. Klukkan níu fyir hádegi vörpuðum við akkerum í Matavaiflóanum á þrettán faðma dýpi. Fjöldi eyjarskeggja kom þegar í stað úr landi, en það leið á töluvert löngu, áður en nokkur virðingarmanna kom um borð. Ég var að þvaðra við nokkrar stúlkur, og hafði gefið þeim smá- muni, þegar þjónn Blighs kom og sagði, að skipstjórinn vildi finna mig. Ég hitti hann aleinan í klefa sínum, þar sem hann laut yfir kort af Matavaiflóanum. — Ó, herra Byam, sagði hann og gaf mér merki um að fá mér sæti á kistunni. — Ég vildi gjarnan fá að segja við yður fáein orð. Við verðum sennilega að dvelja hér í nokkra mán- uði, meðan herra Nelson safnar brauðávaxtatrjánum. Ég losa yður við öll skyldustörf yðar um borð og gef ýður fullkomið frelsi til þess að framkvæma verk yðar á þann hátt, sem vinur minn, Sir Joseph Bank óskaði eftir. Ég hefi hugsað dálítið um málið og hygg, að þér getið framkvæmt starf yðar bezt á þann hátt, að búa í landi meðal eyjarskeggja. Nú er allt undir því komið, að þér verðið heppinn að velja yður taio eða vin, og ég vil ráðleggja yður að vanda valið. Eins og kunnugt er, velja höfðingjar á Tahiti ekki hvern sem er, til kunningja. Ef þér yrðuð svo óheppinn að velja yður að vin einn af lægri stétt- inni, yrði það starfi yðar til mikils tjóns. Hann þagði, og ég sagði: •— Ég held að ég skiljh hvað þér eig- ið við, skipstjóri. — Jæja, hélt hann áfram, — þér skuluð að minnsta kosti gæta fullkominnar varkárni. Farið í larid eins oft og yður lystir í nokkra daga. Þegar þér hafið fundið heimili, sem yður geðjast að, skuluð þér segja mér frá því, og ég skal rannsaka, hvers konar fólk það er. Þegar þér hafið valið -yður taio, getið þér flutt kistuna og ritföngin 1 land. Eftir það mun ég sjaldan sjá yður, nema þegar þér komið á minn fund og skýrið mér frá árangri iðjunnar. Hann kinkaði kolli vingjarnlega, og ég skildi, að samtalinu var lokið, stóð á fætur og kvaddi. Þegar ég kom á þiljur, benti stýrimaður mér að koma til sín. — Hafið þér talað við Bligh? spurði hann. — Hann sagði mér í gærkveldi að leysa yður frá öllum skyldustörfum um borð. Þér þurfið ekki að óttast hina innfæddu. Farið í land, þeg- ar yður lystir. Þér megið gefa eyjarskeggjum gripi yðar, en munið, að þér megið ekki verzla við þá. Skipstjórinn hefir falið herra Peckover alla verzlun. Ég hefi heyrt sagt, að þér éigið að semja orðabók yfir mál Tahitibúa. — Já, samkvæmt ósk herra Josephs Bank. — Það er nauðsynjaverk! Það yrði til mikilla hagsmuna fyrir sjómenn, sem þyrftu að sigla hingað. Og þér eruð heppinn. Ég öfunda yður. Bátur hafði flutt út að skipi farm af grísum að gjöf frá höfð- ingja einum í landi. Mig langaði mjög til þess að komast sem fyrst í land. — Má ég fara með þessu fólki í land, é'f það vill flytja mig? spurði ég stýrimanninn. — Farið, ef þér viljið. Þér verðið að kalla í þá. — Ég hljóp út að borðstokknum og kallaði, 1 því skyni, að vekja athygli manns, sem sat 1 skut eins bátsins. Þegar ég hafði vakið athygli hans, benti ég á sjálfan mig og því næst á bátinn. Hann skildi þegar í stað við hvað ég átti, og hrópaði skipunarorð til ræðaranna. Þeir lögðú aftur að skipshliðinni. Þegar ég stökk yfir borðstókkinn og renndi mér ofan í bátihn, litu ræðararnir um öxl, brostu og buðu mig velkominn. Stýri- maðurinn hrópaði aftur skipunarorð til ræðaranna og í sama bili tóku þeir til ára og báturinn rann 1 áttina til lands. Frá Öne Tree Hill að Point Venus er vogskorin strandlengja um hálfa aðra mílu vegar. Við stefndum á þessa strandlengju hér um bil miðja og ég sá hvítt sævarfroðuskúmið við bratta fjöruna. Þegar við nálguðumst lendinguna, greip stýrimaður- inn langa ár, til þess að stýra með og hrópaði um leið skipunar- orð til ræðaranna, en þeir héldu árunum upp úr sjónum, meðan fjórar eða fimm öldur riðu undir bátinn. Stór hópur Tahitibúa beið okkar með eftirvæntingu í fjörumálinu. Allt í einu tók stýrimaðurinn að hrópa og greip fast um stýrisárina: — A hoe! hrópaði hann. — Teie te are rahi! Róið. Þarna kem- ur stór bylgja! Ég man vel eftir þessum orðum, því að ég fékk oft að heyra þau seinna. Mennirnir sigu á árarnar og hrópuðu allir í einu. Öldutoppur- inn lyfti bátnum og hann skreið með örskotshraða upp í fjör- una. Stýrimaðurinn tók svo fast á stýrisárinni, að vöðvarnir þrútnuðu. Bátinn bar langt upp í fjöru, en þar voru margar hendur tilbúnar að taka á móti okkur og hindra það, að okkur flæddi út aftur. Eyjaskeggjar hrópuðu og hlógu meðan þeir drógu bátinn inn í langan skúr með stráþaki. í sömu andránni var ég umkringdur af fólki, sem þrengdi sér svo fast að mér, að ég gat naumast náð andanum. En samt sem áður voru menn þessir svo vingjarnlegir og kurteisir, að ég hafði ekki áður vanist öðru eins. Allir virtust vilja bjóða mig velkominn. Það varð geysilegur hávaði, því að allir töluðu í einu. Lítil böwi með svört, geislandi augu héngu í kirttlföldum hiana

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.