Alþýðublaðið - 17.07.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.07.1939, Blaðsíða 3
MÁNUÐACWÍN 17. JÚLl 1939. *_--------í----------------♦ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RlTSíJÖfU: F. R. VALRE3VTARSSON. 1 fjarveru hana: STRFÁN PÉTURSSON. AF©RE»SLA: A L 1» Ý B U HÚ S I N U (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjérn (innl. fréttir). #02: Ritstjóri. f03: V. S. Vilhjálnas (heima). 06: AlþýðuprentemiSjaa. 4906: AfgreiSsla. ALÞÝBUPRENTSMISJAN ♦-------—---------------;--♦’ Geta ekhi fleiri lært af Svíih n Alþýðn- f iokknrinn ? MORGUNBLAÐIÐ var einu sinni í vikunni, sem leiö, að reyna að gera sér mat úr viðtali, sem birtist í Alþýðublaö- inu, við nokkra starfsmenn sænsku verkalýðsfélaganna, stadda á Laugarvatni, par sem lýst var skipulagi sænsku verka- lýðshieifingarinnar og sérstaklega sambandi verkalýðsfélaganna vib sængka Alpýðuflokkinn. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að sambandið milli verkalýðsfélaganna og Alþýðu- flokksins er óvíða eins náið og í Svíþjóð, enda þótt það sé nú skipulagt með nokkuð öðrum hætti en hér á landi. Upphaflega var það þó mjög svipað eins og það hefir lengst af verið hér. í viðtalinu var því lýst þannig: „I fyrstunni, meðan starfsemin var á byrjunarstigi, var verka- lýðssambandið og flokkurinn eitt“. En nú er þessu þannig háttað í Svíþjóð, að verkalýðs- félögin mynda samband út af fyr ir sig, en geta auk þess verið .meöliinir í flokknum, og eru það mjög mörg þeirra. En hins vegar geta einstakir meðlimir þeirra til- kynnj, að þeir vilji ekki vera í flokknum, og borga þá félögin ekki skatt af þeim meðlimum til hans. Morgunblaðið þykizt vera mjög hrifiö af þessu fyrirkomulagi — „Morgunblöðin“ í Svíþjóð hæla því ekki nálægt því eins mikið — og telja það mjög athyglis- vert fyrir Alþýðuflokkinn hér. Engar brigður skulu bornar á það, að verkalýðsfélögunum og Alþýðuflokknum í Svíþjóð hafi tekizt að finna heppilegt form fyrir sambandinu sín á milli. Það hefir mótast af lengri þróun, en verkalýðsfélögin og Alþýðuflokk- urinn hér á íslandi hafa að baki sér. Og það er ekkert óhugsan- legt, að sambandið milli verka- lýðsfélaganna og flokksins hér á landi eigi eftir að þróast í eitt- hvað svipaða átt. Hitt er annað mál, hvort Morgunblaðið rnyndi hafa eins mikla gleði af því, og það lætur í dpg í veðri vaka. Það benti ýmislegt til þess, síöustu árin áður en kommúnistar klufu verkalýðshreifinguna hér á landi 1930, að eitthvað svipað skipulag á sambandi verkalýðs- íé’aganna og Alþýðuflokksins og í Svíþjóð væri í þann veginn að skapast einnig hjá okkur. En sú skipulagsbreyting var hindruð af klofningsbrölti kommúnista. Það þótti engum neitt keppikefli, að stofna sérstakt samband verka- iýðsfélaganna til þess að gera það að pólitísku eltiskinni fyrir erindrekana frá Moskva. Það yar af þeim ástæðum, sem Héðinn Valdimarsson beitti sér þá fyrir því, að sambandið milii verka- lýésfé'.aganna og Alþýðuflokksins ALÞTBUBLABW --_____ ... i , i yrði treyst með því að útiloka alla aðra en Alþýðuflokksmenn frá setu á Alþýðusambandsþing- um. Það grunaði engan þá, að Héðinn Valdimarsson ætti eftir að berjast í sama flokki og og kommúnistar á móti Alþýðu- flokknum og öllu því, sem hann hafði átt verulegan þátt í að byggja upp. Og enn síður grun- aði nokkum það, að það ætti eftir að henda Mörgunblaðið og flokk þess að gera opinbert banda lag við erindrekana frá Moskva, eins og raun varð á síðastliðið ár. Það var ekki sjáanlegt þá, að Morgunblaðinu væri þaðneitt sérstakt áhugamál, að verkalýðs- hreifingin hér á landi fengi svig- rúm til þess að skapa sér það skipulag á sambandii verkalýðs- félaganna og Alþýðuflokksins, sem nú er í Svíþjóð, og blaðið lýkur svo miklu loforði á. Og í sambandi við [retta ein- stæða bandalag Morgunblaðs- flokksins við kommúnista hér á landi á árinu, sem leið, mætti varpa þeirri spurningu franr, hvort ekki væru fleiri hér á landi en Alþýðuflokkurinn, sem gætu lært af Svíþjóð? Heldur Morg- blaðið, að það væri hugsanlegt, að íhaldsflokkurinn í Svíþjóð yrði nokkurn tíma svo glórulaus að gera bandalag við kpmm- únista, eins og íhaldsflokkurinn hér gerði árið sem leið? Mætti ekki mælast til þess, að Morg- unblaðið liti fyrst í sinn eigin barm og reyndi að læra af for- dæmi Svía, áður en það krefst þess af öðrum? í nestið Niðursuðuvörur alls konar. Harðfískur. Steinbitsriklingur. Lúðuriklingur. Smjör. Egg. Tómatar o. m. fi. Komið eða símið! BREKKA Símar 1678 og 2148. Tjarnarbúðin. — Sími 3576. Fórnfúst menningar starf í Hveragerði. í --------------♦------ Sextugur nngmeanafélagi að verki. ; _ ♦ "E* 1 YRIR rúmum tveimur árum kom ég í Hveragerði. Mér til nokkurar undrunar rakst ég þar á gamlan kennara minn frá Akureyrarskóla, Lárus Rist. Ég fékk að vita, að hann væri orð- inn búsettur þarna, og er ég spurðist fyrir um, hvað hann hefði fyrir stafni, var mér sagt, að hánn hefði ~ einsett sér að koma upp stórri sundlaug í Hveragerði. — Þetta þóttu mér markverð tíðindi, og þótt nú sé mest hlustað eftir fréttum frá „jarðhitasvæðunum“ Japan og Kína, Danzig og Póllandi eða fréttum af Hitter og Mussolini, ætla ég samt að hætta á það að biðja Alþýðublaðið fyrir eins konar fréttabréf frá okkar heita stað austan Hellisheiðar —Hvera gerði, sökum þess, að þar fer fram margvísleg menningarstarf- semi, sem er fyllstu athygli verð. Víðkunnur er húsmæðraskóli frk. Árnýjar Filippusdóttur, svo og ræktunarstarfsemi Ingimars Sigurðssonar í Fagrahvammi, svo að uto: það þvorugt verður fjöl- yrt hér að þessu sinni. Þá er öllurn landslýð kunnugt, að s. 1. vor hóf Garðyrkjuskóli rikisins starfsemi sína í Hveragerði. 'Eru þar nú saman komin nngmenni ,úr . flestum landshlutum og stunda þar tveggja ára garðyrkju nám. Hefir heilsuhælinu gamla verið breytt í myndarlegt skóla- hús og jörðin Reykir lögð til skólans- Eru . þar nú margvísleg umsvif. Nú sem stendur er t. d. verið að byggja tvö risavaxin gróðurhús í viðbót við þau, sent fyrir voru. —Én ekki meira um það. Hér er að vísu um að ræða inerka opinbera framkvæmd, sem víst er um, að verða jnuni til mikilla þjóðþrifa, en þó yekur það einhvern veginn enga furðu, að skólinn stendur þarna syo að segja „alskapaður” á ein.u vori. Hitt vakti miklu fremur. aðdáun mína, að sundlaugin, sem Lárus Rist ásetti sér 1936 að koma upp LÁRUS RIST f Hveragerði, er tekin til starfa, og er þegar sýnt, að hún verður merkilegt menningártæki, sem vegna jlegu sinnar og allrar að- stöðu getur orðið tugum þúsunda að stórmiklu gagni. Löngu áður en Lárus Rist korn til Hveragerðis hafði verið um. Iþað talað í Ungmennafélagi Ölf- ushrepps að koma upp sundlaug, en kráftarnir voru dreifðir, og ár eftii' ár varð ekkert úr fram- kyæmdum. En svo kom harin, drengurinn, sem sagt er frá í „Bernskunni” í sögunni: „Ég skal sámt læra aö synda“, sem fyrstur manna synti yfir Odd- éyrarál, 6. ágúst 1907 og síðan kenndij hundraðum ungmenna norðanlands sund og íþróttir. Hann sá hin einstæðu skilyrði, sem staðurinn hafði að bjóða og gekk íí ungmennafélagið, þótt hann væri kominn hátt á sex- tugs aldur. — Lárus Rist er hefnilega einn þeirra fáu manna, sem alltaf era ungir, hvað sent kirkjubækurnar segja um fæðing- arárið. — í sundlaug- Nú fór að ganga armálinu. Kraftarnir sameiriuðusl smátt og smátt. Ungmennafélag- ið hafði forustuna og náði nú aðstoð ýmissa einstaklinga hrepps ins, nágrannahreppanna, ríkisins og búnaðarsambands SÍphirlands. Og þann 6. júní í fyrravor ,hófst sundkennsla við laugina í Hvera- gerði. Á síðastliðnu ári voru við laugina 11000 baðdagar, og 90 manns komust á flot í henni auk fjölda manns, sem nutu góðs af lauginni og böðuðu sig í henni að staðaldri. Lárast Rist kenndi sundið og gætti laugarinnar. Rekstursreikning laugarinnar ár- ið 1938 sá ég. Voru tekjurnar alls'nálægt 1000 krónur, en það vakti athygli mína og stakk í augun, aö gjaldahliðin var engin. Sýnir það bezt þá fórnfýsi, sem þarna hefir verið að verki. Lauginni í Hveragerði hefirver íð valinn staöur í sólríkum hvammi, sem veitir skjól úr öll- um áttum. Það ber því ekki mik- ið á henni, og litlar líkur eru til, að athygli vegfarendans beinist aö henni af sjálfsdáðum. Hún er 12 metrar á breidd og nú sem stendur 34 metrar á lengd. En lengd hennar er áformuð 50 mtr., og mun hún þá verða lengsta sundlaug landsins. Er ekki að efa, að með sama áframhaldi verður latigin búin að fá sína fullu lengd fyrir næsta vor. Við laugina hefir verið byggt dvalarherbergi fyrir sundkennará ásamt þremur raflýstum baðklef- um með heitu og köldu steypi- baði. Alls mun laugin kosta eins og stendur um 14000 krónur. Austan við laugina er grasflöt, þar sem aðkomufólk, er kynni að vilja dvelja við hana lengri tíma, gæti fengið tjaldstað. Þá eru, baðklefamir með þeim út- búqaði, sem þar er, tilvalinn gististaður fyrir farfugía eða aðra þá, sem fella sig við ó- dýra og „primitiva” gistingu. Samkvæmt gjaldskrá laugarinn rir í Hveragerði niunu vera tekn- ar 5 krónur fyrir að koma manni á flot, en 25 aurar fyrir einstaka heimsókn í laugina. Einnig geta menn keypt sér aðgöngumiba að lauginni fyrir lengri tíma. Skól- arnir þrír í HveragerÖi, barna- skólinn, _ húsmæðraskólinn og garðyrkjuskólinn nota auðvitað allir laugina að staðaldri, meðan þeir starfa og jafnvel líka skólar lengra að af Suðurlandsundir- lendinu auk héraðsbúa almennt. En auk þess viröist sjálfsagt, að ferðafólk, sem ræður sjálf far- kosti sínum, notfæri sér þennan heilsubrunn. Get ég vart hugsað mér annað en að Hveragerðis- laugin verði innan skamms tal- in sjálfsagður viðkomustaður fyr- ir ferðafólk þúsundum saman, sem um veginn fer austur eða austan. Þó að vafalaust hafi margir lagt á sig fórnfúst starf til að koma þessu menningarfyrirtæki (upp, þá hygg ég, aö ekki verði um það deilt, að Lárus Rist hafi lagt þar til drýgstan skerfinn og haft á hendi forastu málsins fyrir sitt félag. Þann 19. júní síðastliðinn átti hann sextugsafmæli, þessi ung- mennafélagi í Hveragerði. Hvort að honum hafa drifið heillaóska- gkeyti á þeim degi veit ég ekki, en hitt veit ég, að beztu afmælis- gleðina hefir það veitt honum, að heitstrenging hans um sund- ]aug Suðurlandsundirlendisins er komin í framkvæmd og hefir þegar orðið þúsundum manna til gangs og gleði. Vil ég svo enda þessar línur með því að óska Lárasi Rist til hamingju með sextugsafmælið og sigur þann, er hann hefir urinið í Hveragerði í samstarfi viðgóða menn. Þætti mér ekki nema sjálfsagt, að hið opinbera sæi sóma sinn í að veita þessu umrædda menn- ingarfyrirtæki alla þá aðstoð til eflingar, sem með þarf. Þætti mér og tilhlýðilegt, að Lárus Rist yrði tengdur því á líkan hátt og ágætustu skáld þjóðarinnar hafa verið tengd bókasöfnunum í nokkrum kaupstöðum landsins með frábæram árangri, senr nú er löngu viðurkenndur af öllunt vem til þekkja. Staddur í Reykjavík 12. júlí 1939. Hannibal Valdimarsson. Dronning Alexandrine er í Kaupmannahöfn, fer það- an, á niiðvikudagsmorgun áleiðis hingað. I fyrradag var jarðsunginn á Valþjófsstað í Fljótshlíð séra Þórarinn Þórar- insson, fyrram prestur þar, að stöddu miklu fjölmenni. Hús- kveðju flutti séra Árni Sigurðs- son fi íkirkjuprestur í Reykjavík, en séra Jakob Eínarsson prófast- ur að Hofi flutti ræðu í kirkju. Þýðing átéðnrsiis i ófriéi. ----» , | Ó AÐ næsta styrjöld sé ekki ennþá skollin á, eru báðir aðilar þegar famir að varpa sökinni hvor á annan. Það er þegar orðið lýðum ljóst, að einræðisríkin leggja mikla á- herzlu á það, í gegn um áróð- ursmiðstöðvar sínar, að varpa sökinni á næstu styrjöld yfir á lýðræðisríkin. Það er einn lið- urinn í þeim áróðri, sem sam- fara er stríði á okkar tímum, og lýst er með nærri þyí neyð- arlegri hreinskilni í bók hins enska áróðurssérfræðings Sidn- ey Rogerson: „Áróður í næsta stríði,11 en sú bók hefir vakið geysilega athygli. Eftirfarandi athuganir eru að mestu úr þeirri bók. Þegar heimsstyrjöldin brauzt út árið 1914, var Þýzkaland eina landið, sem hafði byggt upp á- hrifamikið áróðurskerfi. Áróð- ursstarfið framkvæmdi það gegn um þýzkar fréttastofur, fréttastofu utanríkismálaráðu- neytisins, sendiherra sína, þýzka banka og framleiðslutæki, sem unnu að því að beygja almenn- ingsálitið úti um heim Þjóð- verjum í vil. Bandamenn komust þó fljótt upp á lag með að svara á sama hátt. Þeir auglýstu sig sem þá krossriddára, sem ætluðu að frelsa Pólverja, Tékka, Króata og Slóvaka undan harðstjórn- aroki Habsborgara og heiminn frá villimennskunni. Af sömu alvöru lýstu Þjóðverjar því yfir, að þeir berðust fyrir því að frelsa Indverja, Egypta og ír- lendinga undan hrammi brezka ljónsins, og að þeir héldu hátt fána menningarinnar saman- borið við hina sálardrepandi braskarasiðíræði Breta og Frakka. Aldrei fyrr í sögunni hefir á- róðurinn haft jafnmikið gildi og í heimsstyrjöldinni. Þegar Eng- lendingar stofnuðu sérstakt á- róðursráðuneyti, varð hinn frægi blaðamaður, Northcliffe lávarður, yfirmaður áróðursins. Á snilldarlegan hátt breytti hann um starfsaðferðir og jók áhrif enska stríðsáróðursins um allan helming. Hann skírskotaði ekki til laga éðá réttar, kristindóms eða mannkærleika. Hann bar aðeins fram á réttan hátt hinar grófu staðreyndir. Með kaldri rök- hyggju leitaði hann uppi veika bletti í stjórnarfari og ástandi andstæðinganna og þar gerði hann áhlaup. Þegar hungurs- neyðin geysaði í -Þýzkalandi, sagði hann Þjóðverjum frá landinu bak við víglínu banda- manna, þar sem hunang draup af hverju tré og smjör af hverju strái. Þegar stríðsþreytan seig á Þjóðverja, flutti hann daglega fregnir um þann mikla liðsauka, sem streymdi frá Bandaríkjun- um. Þegar íbúar þýzkra hafnar- borga voru orðnir hræddir um kafbáta, sem ekki hafði frétzt um í lengri tíma, sá Northcliffe um það, að Þjóðverjar fengju nákvæma lýsingu á hverjum ein- asta kafbát, sem sökkt hafði verið í heimsstyrjöldinni, og á örlögum skipshafnarinnar. Ár- angurinn varð sá, að í Hamborg var gerð uppreisn og skips- hafnirnar neituðu að fara um borð í kafbátana. Aðferð Northcliffes lávarðar var sú, að láta í té nákvæmar og áreiðanlegar upplýsingar og nota þær í áróðursskyni. Reynsl- an sýndi, að gamla aðferðin, að dreifa út lygafregnum í því skyni að vinna óvinunum tjón, var ekki nærri því eins áhrifa- rík og sú, að segja sannleikann afdráttarlaust. Siðfræði áróð- ursmannanna er hægt að túlka á þennan hátt: „Segðu sann- leikann — en túlkuðu hann eins og þér sýnist. En framar öllu öðru máttu aldrei segja ó- satt, ef hægt er að komast hjá því. Ef hægt er að sanna á þig ó#annindi, þá er úti um þig.“ Annað.atriði í nútíma stríðs- áróðri er hagnýting viðburða, sem eru tilviljunum háðir. Það er óhyggilegt að gera fólk að píslarvottum einhvers málefnis. Enska hjúkrunarkonan Edith Cavell var skotin í Þýzkalandi fyrir njósnir og samkvæmt lög- unum hafði hún verðskuldað hegninguna, en það var samt sem áður ófyrirgefanleg heimska að framkvæma hegn- inguna, sem vakti geysilega gremju almennings utan Þýzka- lands. Skömmu seinna voru skotnar í Frakklandi 2 hjúkr- unarkonur fyrir sama athæfi, án þess svo mikið sem hundur gelti. Hvers vegna ekki? Að eins vegna þess, að það voru her- menn, sem stjómuðu um þær mundir þýzku stríðsáróðurs- fréttastofunni, og þeir gátu ekki með neinu móti komið því inn í sín ferköntuðu höfuð, að hægt væri að gera númer úr því, að tveir njósnarar höfðu fengið réttláta refsingu. Og þeir gátu ómögulega skilið, hvernig á því stóð, að dauði ungfrú Cavells ' vakti slíkt reginhneyksli í út- löndum. Þetta var nú í þá daga, en síðan hafa Þjóðverjar mikið lært. í dag hefir þýzka áróðurs- . ráðuneytið eftirlit með blöðun- um, útvarpinu, kvikmyndun- um, tónjlistinni, öllum listum yfirleitt og leikhúsunum. Þýzka áróðursstarfsemin hefir áorkað geysilega miklu meðal Þjóð- verja. Enda eru börnin svo að segja tekin þegar þau koma úr vöggunni og fyllt af nazistisk- um kenningum. Það er þess vegna orðið erf- itt að ræða við almenning ein- ræðisríkjanna í áróðursskyni, því að þeir hafa ekkert til samanburðar. Með tilliti til vitn- eskju um önnur lönd eru þjóð- irnar nærri því ómyndugar og fá aðeins að vita það, sem vald- höfunum hentar. Þjóðir þessara landa eru nú miklu betur brynjaðar en áður gegn áróðri. En veikleikinn liggur í því, hvað kann að ske, ef þær uppgötva það einhvern- tíma, hverju þær hafa verið leyndar. Ef áróðurinn í næstu styrjöld á að ná tilgangi sínum, verður að byrja á honum strax á friðar- tímum, og Rogerson krefst þess, að Bretar athugi, hvað hægt sé að gera í þessu augna- miði. Hin beinasta áróðursstarfsemi er sú, að varpa niður flugritum úr flugvélum yfir víglínur ó- vinanna. í síðustu heimsstyrjöld var geysimikið gert að þessu. í októbermánuði 1918 var 5,360,- 000 flugritum dreift yfir víg- línu Þjóðverja, þar sem skýrt var frá sigrum bandamanna og Frh. á 4. síöu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.