Alþýðublaðið - 18.07.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.07.1939, Blaðsíða 4
'ÞRIÐJWDAG 1«. JÚLÍ 1939 ■ QAMLA BIOE 7 lððrungar Ljómandi skemmtileg og fyndin UFA-gamanmynd er gerist í London. Aðalhlutverkið leika hinir frægu og vinsælu leikarar: Lilian Harvey og WIHy Fritsch. OKRIÐ Á FERÐAMÖNNUM. Frh. af 1. síöu. Umboðsmenn skipafélaganna telja hins vegar langt frá því, að gróði þeirra — og skipafé- laganna sé óhæfilegur. Hefir forrtjóri Ferðaskrifstofu ríkis- ins, Ragnar E. Kvaran, sent Al- þýðublaðinu eftirfarandi bréf, sem á að vera skýring umboðs- manna skipafélaganna á hinu háa fargjaldi til Gullfoss, Geys- is og Þingvalla. Bréf forstjóra Ferðaskrif- stofunnar er svohljóðandi: ,,í tilefni af grein í Alþýðu- blaðinu, sem nefnd er „Okrað á erlendum ferðamönnum hér,“ vill Ferðaskrifstofa ríkisins leyfa sér að geta þess, að henni hafa borizt eftirfarandi upplýs- ingar frá umboðsmanni AR- ANDORA STAR, sem sérstak- lega var rætt um í greininni: í greininni er þess getið, að fárseðlar hafi kostað kr. 56,70 til Gullfoss og Geysis, og gerður samanburður á þessu og 10 kr. farseðlum, er innlendir menn greiði. Þetta er að því leyti ó- sambærilegt, að 10 króna verðið er miðað við sæti í 18 til 20 manna stórvögnum, en hitt verðið er miðað við sæti í venju- legum 5 manna bíl, sem þó taki aðeins 3 farþega í ferð. Um- boðsmaðurinn telur útlending- ana krefjast þess, að eigi sé meira skipað í bíl en þrír far- þegar og bílstjóri. í ferð þeirri, sem um var rætt í greininni, voru 89 farþegar. Samanlögð fargjöld hafa því numið kr. kr. 5046,30. Kostnaðafliðir við Hferðina eru þessir helztir, sam- kvæmt greinargjörð umboðs- mannsins: 28 bílar á kr. 80, Kr. 2440,00 2 vagnar, 18 manna og 2 litlir bílar Kr. 600,00 15 túlkar á 15 kr. hver Kr. 225,00 Matur við Geysi Kr. 356,00 Samtals: Kr. 3621,00 Hér við bætist kostnaður við Geysisgos, sem upplýsingar Hggja ekki fyrir um énn, hvað numið hefir í þessu tilfelli, en venjulega má gera ráð fyrir að nemi um kr. 200,00 fyrir hin stóru ferðamannaskip. Um ann- an liðinn hér að ofan (kr. 600) skal þess getið, að í honum fel- ast bílar til flutnings á farar- stjóra skipsins, þjónum til af- greiðslu ’VÍð máltíðir og vara- bílar. Samkvæmt ofanskráðu :er því um kr. 1200,00 gróða að ræða af þessari ferð, og skiptist hann milli umboðsmannsins og skipa- félagsins eða hinnar erlendu ferðaskrifstofu er annast ferða- lagið. Hér við bætist nokkur gróði af Þingvallaför, en í þeirri ferð voru greiddar kr. 40,00 fyrir hvern bíl fyrir 3 farþega. Þetta nemur þó ekki stórri upphæð, því að um 30 farþegar einir fóru í þessa för. Umboðsmaðurinn fær 5 % af- slátt af reikningi bílstöðvanna. Vér teljum sjálfsagt, að þess- ar upplýsingar komi fyrir al- menningssjónir og höfum því fúslega orðið við tilmælum AR- ATVINNULEYSIÐ. Frh. af 1. síðu. á eftir honum. Dagsbrún hefir legið niðri — látið málefni verkalýðsins afskiptalaus. Nú hafa þó „kratasvikararnir“ ekki staðið í vegi. Síðastliðið fimmtu- dagskvöld hélt málfundafélagið Óðinn fund og kaus atvinnu- leysisnefnd. Þá bregður Dags- brún við, stjórnin heldur fund á föstudagskvöld og skipar at- vinnuleysisnefnd, hvort sú nefnd hefir gert nokkuð, er ekki vitað, en nefnd Óðíns þyk- ist hafa knúð borgarstjóra í gær til að lofa aukningu í bæjar- vinnunni um 30 manns. Morg- unblaðið talar gleitt um þennan sigur í atvinnuleysisbaráttu verkalýðsins. Hins vegar þegir blað kommúnista um þetta eins og múlbundinn rakki. Verkamenn munu brosa að þessum „sigri“ Óðins, en hitt getur ekki farið fram hjá nein- um, í hvaða horf starfsemi Dags brúnar er að komast. Dagsbrún virðist ekki lengur vera sá fé- lagsskapur s verkamanna, sem áður sameinaði þá til allra á- taka. Var það þetta, sem þeir. verkamenn ætluðust til, sem bitu á agnið hjá kommúnistum og fólu þeim forustu í félagi þeirra? Frammistaða stjórnar Dags- brúnar er með endemum. Hún hefir sýnt svo frámunalegt sinnuleysi, að ekki er hægt að finna hliðstætt dæmi úr sögu Dagsbrúnar. Ef kommúnistar halda áfram að stjórna félaginu, og þessu á- standi heldur áfram, þá er upp- lausn Dagsbrúnar fyrirsjáan- leg. Það virðast ætla að verða efndirnar á öllum hinum gullnu loforðum kommúnista. Reynslan í þessu, sem öðru, er ólygnust. Nú hafa kommúnistar borið ábyrgðina —. og Dagsbrúnar- menn geta farið að spyrja þá um árangurinn. CHAMBERLAIN OG J PAN. Frh. af 1. síðu. ræðurnar, sem fram fara í Tokio um lausn Tientsindeilunnar. Hann sagði meðal annars, að það hefði komið fram í blöðum, bæði í Japan og á Bretlandi, að japanska stjómin krefðist gegngerðar breytingar á stefnu Bretlands í Kína og hefði gert það að skilyrði fyrir því, að samningar gætu hafizt. I því sam bandi sagði Chamberlain, að brezka stjórnin gæti ekki hagað utanríkismálastefnu sinni að r.einu leyti eftir kröfum annarra ríkja. Var þessum ummælum Chamberlains tekið með fagnað- arlátum í þinginu. Annars sagði Chamberlain, að slík krafa, sem hér væri um að ræða, hefði aldrei verið borin upp formiega við brezku stjórn- ina af japönsku stjórninni. Sam- kvæmt þvi, er Sir Robert Crai- gie, sendiherra Breta í Tokio, hefði borið fram sem ósk jap- önsku stjómarinnar, þá væri það fyrst og frems'í betri skilningur Breta á markaðinum og tilgangi Japana í Kína, er þeir óskuðu eftir. I sambandi við þetta sagði Chamberlain, að hann áliti, að það væri aðeins ,til þess að tefja fyrir frekari samningum að vekja hjá Japönum nokkrar falsvonir um tilslakanir í þessu efni eða breytta afstöðu Breta. Drottningin fer irá Kaupmannahöfn á morg un á’eiðis hingað. ANDORA STAR að senda Al- þýðublaðinu þær.“ í D AG fitvarp Reykjavík vla sæit á Svalbarða. NORSKA útvarpsblaðið „Rad- iobladet" flytur 30. júní síð- astliðinn grein, sem það nefnir „Landar vorir á Svalbarða". Til- efni greinarinnar er viðtal við Fiitz R. Öien frá Tromsö, en hann hefir dvalizt langdvölum á Svalbarða og segir meðal anh- ars: „Þið getið ímyndað ykkur, hvað útvarpið þýðir fyrir þá 700 menn, sem láta sig frjósa inni í Longyearbæ, þar sem ég dvaldi, þegar seinasti báturinn fer á haustin. En við höfum 250 300 útvarpstæki á Svalbarða, og við erum svo langt í burtu, að við borgum ekkert afnotagjald". B^aðamaðurinn spyr því næst Öier, hvernig móttökuskilyrði séu þama norður í höíunum, og te'.ur hann þau af veðurástæðum all- slæm. „Hvað hlusta Norðmenn á Svalbarða á?“ spyr blaðamaður- inn. „Bezt af öllum stöðvum. er Reykjavík“, svaraði Öien. „Dag og nött heyríst hún hrein og skær og truflunarlaust. Grammófóntón listin frá Reykjavikurstöðinni er meira elskuð an allt annað, sem við heyrum í útvarpinu". F.O. ÆVINTÝRALEG FERÐ. Frh. af 1. siðu. skýrir svo frá ferðum sínum, að árið 1937 hafi hann farið frá Portsmouth á bát þessum og komið að Iandi á strönd Georgíu. Dvaldi hann svo vestra um hríð, en lagði af stað frá New York fyrir fimm vikum. Mr. Clark meiddist 1 ofviðri á leiðínni austur yíir hafið, og þeg- ar hann kom í Biskayaflóa, en þar kom hann upp undir Ev- rópustrendur, var hann orðinn matarlaus- Tók hann þá land og aflaði sér vista og hélt síðan heilu og höldnu til Cornwall. KAPPLEIKURINN. Frh. af 1. síðu. Framlína Fram sýndi oft gott samspll og einstakir menn góð- an leik, en þó hafa Jónarnir oft sýnt betri leik á vellinum en þeir sýndu í gærkvöldi. Seinni hálfleik lauk með jafn- íefii as3, og hafði því úrvals- iiðið sigrað með 6:3. Guðjón Einarsson var dómari og dæmdi sæmilega. Eimreiðin, 2. hefti yfirstandandi árgangs er nýkomið út. Efni: Sveinn Sig- urðsson: Baráttan við þokuna, Bjarni M. Gíslason: Mesti ritdóm- ari Norðurlanda, Hákon Finns- son: Fómarsjóður Islendinga, Nýtt stórveldi i vændum? Lárus Sigurbjörnsson: Biðstofan (leik- þáttur með mynd), X-geislar og iundramáttur þeirra, Helgi Pét- urss: Norrænt samstarf, íslend- ingar og aldaskiptin, Pétur Bein- teinsson: Langafit og Harðhóll (sögukafli með mynd), Halldór Helgason: Brák (kvæði), Vestur- íslenzkur fróðleiksmaður (með 4 myndum), Hulda Bjarnadóttir: Herra Tiptop (smásaga), Þórodd- ur frá Sandi: Tvö kvæði Fiðr- ildi — Á fjöllum, Or ýmsum átt- um, Alexander Cannon: Svefnfar- ir, kvikmyndasamkeppni Eim- reiðarinnar 1939 (með 8 myndum) o. m. fl. Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Laugavégs- og Ingólfsapóteki. OTVARPIÐ: 19,45 Fréttir. 20,10 Veðurfregnir. 20,20 Hljómplötur: Söngvar úr tónfilmum. 20,30 E indi: Verðlagsbreytingár og vísitölur (Jón Blöndal hag fræðingur). 21,00 Symfóníutónleikar (plötur): a) Svíta nr. 2, b-moll, eftir Bach. b) Pínókonsert, Op. 21, eftir Haydn. c) Symfónía í D-dúr, eftir Mozart. 22,00 Fiéttaágrip. Dagskrárlok. Eimskp: Gullfoss fór frá Kaupmanna- höfn í dag, Goðafoss fór frá Leith kl. 12 í gærkvöldi áleið- is til Hamborgar, Brúarfoss kom hingað kl- 8 í morjgun, Dettifoss kom frá útlöndum um hádegi í dag, Lagarfoss er á- Hvamms- tanga, Selfoss er í Vestmanna- eyjum. Súðin var á Blönduósi i gærmorgun. Lúðrasveit Reykjavíkur ætlar að leika í kvöld fyrir framan Bindindishöllina við Frí- kirkjuveg. Síðastliðinn laugardag kom Lúðrasveitin úr tíu daga ferða’agi kringum land. Skemmtu þeir mjög víða og var alls staðar ágætlega tekið. Farþegar með E.s. Selfossi til útlanda í gær voru Argentínuf ararnar: Baldur Möller, Ásmundur Ás- geirsson, Einar Þorvaldsson, Jón Guðmundsson, Guðmundur Arn- laugsson. Flugprófi hinu minna hafa nýlega tekið tveir ungir Reykvíkingar , þeir Kjartan Guðbrandsson og Björn Pálsson. Er þetta svokallað „a- próf“ og veitir rétt til að stýra flugvél, en þó ekki farþegaflug- vél. Kennarar þessara nýútskrif- 'uðu flugmanna hafa verið Sig- urður Jónsson og Björn Eiríks- son, en Örn Johnson prófaði þá. Óbyggðaferð Ferðafélagsins. Verði nægileg þátttaka er ráðgert að fara skemmtiför norður að Arnarfelli hinu mikla, í Kerlingarf jöll og víðar. Lagt af stað síðdegis á laugardag 22. júlíi og ekið austur að Ásólfs- stöðum og gist þar eða tjaldað inni í Gjá. Þá farið ríðandi vest- an Þjórsár uþp undir Arnarfell og þaðan í Kerlingarfjöll, og er ráðgert að það taki 4 daga. Einn dag verður dvalið í Kerlingá- fjöllum, en þaðan farið með bif- reiðum norður á Hveravelli. Ef til vill gengið í Þjófadali. Þá haldið í Hvítárnes og ekið til Reykjavíkur. Er þetta 6—7 daga ferð. — Áskriftarlisti liggur frammi í skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs, Túngötu 5 og sé bú ið að taka farmiða fyrir .M. 6 n.k. fimmtudag. Hraðferðir B. S. A. Alla daga nema mánudaga. um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjó- leiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á BifreiðastöS fs- lands, sími 1540. Bifreiðastðð Ákureyraa*. I. O. G. T. (atííÁJ jv; .- ; vS', .• • ... STÚKAN Eihingin nr. 14. Fundur á morgun kl. 8V2. Inntakanýrra félaga. Rætt um fyrirhugaða ferð upp í landnám. Einsöng- ur st. Björg Guðnad. Fræðslu- atriði: 1. Safn Einars Jónsson- ar skoðað. ' Barnavagn í góðu standi, til sölu. Upplýsingar Vörðustíg 9, Hafnarfirði. Jón Blöndal, l'agfiæöingur, sém á sæti í I aupIagsr.eTid, he'dur útvarpser- indi í kvöld kl. 8,30 um „verð- lagsbreytingar og vísitölur". T.ú’ofu 1. Sítaddöinn laugardag opinbe - uÖU tiú ofun sína ungfrú Emilía Húnfjörð, Ingólfsstræti 21B og Þors'einn Magnúston, Kárastig 9. mm Btð a Yvefte*4 Þýzk mynd, gerð samkvæmt heimsfrægri samnefndri sögu eftir Guy de Maupass- ant. Aðalhlutverkin leika: Kathe Dorseti, Ruth Helleberg, Johannes Reimann 0. fl. Aukamynd: FÁRFUGLAR. $Vamkó\lur\i&opimnq. sNwcA * "’VTrsVeKaWa. ; laUQab.9A. jdmýnsm) ® Frá og með degínumidag §1 feosíar smíörlitó ofefear í || 1 * «y v n smásdlu fer„ í„52 feg, í Reyfejag vífe og HafnaflífdS. Annafs*^ % sfadar hærra, sein svar« ^ & ar ffagt og öðfisisi feosfn^ M aðí. I 1.1. Sm i m eass ÍM afla & 1.1. A«Qfl n Vv* VV* V' / VV' w* vv* r t * ' -z Vegna Jarðarf arar verður skrifstofum vorum lokað frá hádegi miðvikudaginu 19. þ. m. SölDsamband Isl. íiskíramlelðenía. Vélskólinn í Reykjavik tekur til starfa 1. okt. Umsóknir sendist skólastjóra fenir 1. sept. Um inntökuskilyrði, sjá lög nr. 71, 23. júní 1936, um kennslu í vélfráeði, og reglugerð Vélskólans frá 29. sept. 1936. SKÓLASTJÖRINN.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.