Alþýðublaðið - 19.07.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.07.1939, Blaðsíða 1
Agættveiðiveðar f yrir loriú. Töiuvorðnr af li hefir kom ið íil SiQlufjarðar sið- asta sólarhriDg. RÚM 8000 mál af síld komu í gær og nótt tjl ríkisverk- smiðjanna á Siglufirði. Ennþá er ágætt veiðiveður fyrir Norð- urlandi, sólskin og stafalogn. . I gær fór fram á Siglufirði fitumæling á Langanessíld og reyndist fitumagnið 16<>/o, en Langanessíld hefir ekki verið svo féit undanfarið. Þessi skip komu til Ríkisverk- smiðjanna á Siglufirði í gær. Fylkir með 550 mál, Heimir 750, Mars 450, Ásbjörn 250, Björg- vin 600, Árni Árnason 500, Gulltöppur 500, Drífa 500, Sjöfn 400, Sæborg 600, Baldur 600, Gulltoppur og Hafalda 300, Njáll 560, Skúli fógeti 400, Valbjörn 400, Vísir og Barði 500. Til Djúpuvíkur hafa komið sið- asta sólarhring, Hafsteinn og Rán með góðan afla. Hættulegur bremm- vargnr haudsamatar í Osló í gær. OSLO í morgun F.B. LÖGREGLAN í Oslo handtók í gær hættulegan brennu- varg, rakaralærling að nafni Hjalmar Johansen, en það. var komið að honum, er hann var að ^veikja í húsi. Hann hefir játað að hafa kveikt í fjölda húsa og segist efcki geta haft hemil á löngun sinni til þess að kveikja f húsum. Lögreglan heldur, að pilturinn hafi miklu meira á samviskunni eh hann er þegar búinn að játa á síg- Fulltrúár Alpýðuf lokkanna á Norðurlöndum ta Arnarhóli á þriðju Fnlltrúarnir fóru af s frá Noregi og DanmSr ||0 FORINGJAR Alþýðuflokkanna og Alþýðusambandanna * í Danmörku, Noregi og Svíþjóð lögðu í morgun af stað áleiðis til íslands. Magnus Nilssen, varaforseti norska Alþýðuflokksins og forseti Stórþingsins, kernur hingað á laugardag rneð Stavangerfjord, en síðdegis á sunnudag koma Th. Stauning, forsætisráðherra Dana, Hedtoft-Hanseh, formaður danska Alþýðuflokksins og fólksþingmaður, Lauritz Hansen, for- seti danska Alþýðusambandsins og Axel Strand, aðal- gjaldkeri sænska Alþýðusambandsins og ríkisþingmaður með Dronning Alexandrine. Hér dvelja þeir til miðviku- dagskvölds, en þá fara þeir all- ir, að Th. Stauning undanskild- um, sem dvelur hér í 2 vikur, með Stavangerfjord. Eins og kunnugt er, er aðal- erindi þessara forvígismanna Al þýðuflokkanha og Alþýðusam- bandanna á Norðurlöndum, — riema Staunings, sem er hér í opinberri stjórnmálaheimsókn, að sitja hér fundi samvinnu- nefndar Alþýðuflokkanna og Alþýðusambandanna á Norður- löndum, en sú nefnd hefir starf- að í nokkur ár með góðum ár- angri og taka íslenzk alþýðu- samtök þátt í störfum hennar. Þetta er í fyrsta sinn í sögu íslenzkra alþýðusamtaka, sem þau fá svo glæsilega heimsókn frá bræðraflokkum sínum og verkalýðssamböndum á Norður- löndum, því að jafnframt því, sem þessir menn eru á ýmsan hátt forustumenn samtakanna, gegna þeir vandasömum trún- aðarstörfum meðal þjóða sinna. Sama og ennin dragnöta- teiðl síðastliðnar 3 vikur. Nýr fiskur varla fáanlegur í bænum. J\ RAGNÓTAVEIÐIN *>?¦ hef ir nú í vor og sumar verið óvenjulega rýr, og er tæplega hægt að segja, að fiskur hafi komið hér á land nú síðastliðnar 3 vikur. . Hefir fiskveiðin verið svo rýr, að hvergi í bænum er nú fáanlegur nýr fiskur til neyzlu —r- og eingöngu seldur frystur og gamall fiskur, en slikt er óvana- legt á þessum tíma árs. Upplýsingar þessar hefir Runólfur Sigurðsson skrifstofu- stjóri Fiskimálanefndar, látið þlaðinu í té. Dragnótaveiðin er að mestu leyti hætt nú, og bátarnir eru sem óðast að búa sig á rekneta- veiðar. Þann 30. júní var búW að lcggja á land til í'rystingar í frystihúsunum alls 702 stnál. af rauðsprettu og sólkola. Hefir kolinn ýmist verið flakaður eða heilfrystur* Hefir aldrei verði fryst jafn- mikið af sólkola og nú í sumar, sem fyrst og fremst er vegna þess, að í sumar hafa starfað tvö ný frystihús í Vestmannaeyj- um, og hafa þau fryst 142 smál. af sólkola og 18 smál. af rauð- sprettu. Búast má því við, að heildar- aflinn verði minni nú en í fyrra, en þá voru frystar 1350 smál. af kola, eða 648 smál. meira en nú. Véstmannaeyjar bæta þó nokkuð upp heildarmagnið' til frystingar, en það kemur þó aftur fram í minnkandi kassa- fiski þaðan. á *. siin. Stefán Jóli. Stefúnsson om heimsóknina. Alþýðublaðið snéri sér í morgun til Stefáns Jóh. Stef- ánssonar, forseta Alþýðusam- bandsins, en hann hefir undan- farið staðið í bréfaskriftum við Alþýðuflokkana á Norðurlönd- um um þessa heimsókn. Skýrði hann syo; frá: Þar sem gestirnir koma síð- degis á sunnudag, verður eng- inn fundur haldinn þann dag, og á máhudag fara þeir í boði Alþýðuflokksins austur að Gullfossi og Geysi, en á þriðju- dag hefjast fundir fulltrúanna. Á fundinum mæta fyrir okkar hönd fulltrúar úr stjórn Al- þýðusambandsins og Alþýðu- flokksins. Verður rætt um á fundunum samvinnu Alþýðu- flokkanna og Alþýðusamband- arina í stjórnmálum, verkalýðs- málum og menningar- og fræðslumálum. fltiínndnr á Arnarhóli r a Á þriðjudagskvöld boðar Al- þýðuflokkurinn til opinbers fundar á Arnarhólstúni. Tala þar allir hinir erlendu gestir og auk þeirra Haraldur Guðmunds- son og Stefán Jóh. Stefánsson. Auk ræðanna verður söngur Karlakórs Reykjavíkur og hljóðfæ|asláttur. Ræðupallur verður reistur fyrir frarhan Ingólfsstyttuna og hátölurum komið fyrir — svo að ræðurnar heyrist víða. Verður fundar- staðurinn skreyttur m«i fánum Norðurlandaþjóðanna, auk flokksfána. Á miðvikudag halda fulltrúa- fundirnir áfram, en á miðviku- dagskvöld, rétt áður en hinir erlendu gestir fara, verða þeir, ásamt fulltrúum á fulltrúafundi norrænu félaganna í boði ríkis- stjórnarinnar. •i i ni ii Farþegar frá útlöndum með e.s. Detti- fossi í gær. Sveinn B. Einarsson, Sigrún Sveinsdóttir, Kristín Magn úsdóttir, Oddgeir Hjartafsön' og frú með son, Kristján Zoðg» og marpr útlendingar. sæiáje bnattspirrnn- mót f Beirlyavík. 1. fiokks-métið hefst á BriðlndapsfcirCH, en meist aramétið á miðvikuðag. Hp VÖ íslands-knattspyrnu .¦*¦ mót hefjast í næstu viku. 1. flokks-íslandsmótið hefst á þriðjudagskvöld og meistaramótið á miðviku- dagskvöld. . I 1. flokksmótinu keppa 5 aðil- ar. öll Reykjavíkurli&in og, úr- valslið frá Isafiröl. I Meistara- mötinu taka aðeins pátt Reykja- víkur-félögin. Fyrsti kappleikur Það pykir ske'mtilegur knatt- spyrnuviðbur&ur að isfirðingar sækja 1. fl. mótið. Eru peir alls 16 að tölu, 5 úr Vestra og 11 úr Herði: Þessir menn koma: Ágúst Leos, 31 árs. Sveinbjörn Kristjánsson 19 ara. Sveinn Elí- assson, "18 ára. Böðvar Svein- björnsson, 22 ára. Herbert Sigur- jónsson, 26 ára; Guðm. L. P. Guðmundsson, 17 ára. Halldór Sveinbjörnsson, 18 ára. Guðjón Bjarnason, 28 ára, Kristmundur Bjarnason, 25 ára. - Níels Guð- mundsson,.17 ára. Hörður Helga- son, 16 ára. Jónas Magnússon 23 ára. Högni i Helgason 23 ára. Halldór Magnússon 25 ára. Tveir pátttakenda í Mrinni eru enn ó- ákveðnir. Fimm af pátttakendum toku 'pátt í för Harðar til Reykjavík- lur og Akureyrar 1936 og unnu pá alla kappleiki við einstök fé- lög- Upphaflega var ætlunin að Hörður færi einn pessa för, en í>að gat félagið ekki, og varð pví að ráði að Ipróttaráð Vestfjarða samdi. petta úrvalslið. Helm úr Vatnsdalshölum, Nokkrir F.U.J.^félagai- og Alþýðuflokksmenn úr Reykjavík fóru norður í Húnavatnssýslu um helgina til þess að taka þátt í Alþýðuflokksmótinu í Vatnsdalshólum, þar sem mættir voru um 200 Alþýðuflokksmenn víðs vegar að úr Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum. Á myndinni sjást F.U.J.-félagarnir á heimleið frá Akranesi um borð í m.s. „Fagranes." í0fremri röð, frá vinstri: Kristján Guðmundsson, Vilhelm Ingimundarson, Brynjólfur Björnsson, Hörður Kristinsson og Hannes Jónsson. :— í aftari röð, einnig frá vinstri: Kjartan Guðnason, Lalla Erlenz, Hrefna Guðna- dóttir, PArína Magnúsdóttir, Sigurður Einarsson dósent, sem var aðalræðumaður mótsins, og Agnes Hallmundsdóttir. Sigur- pddur Magnússon, sem var einn í hópnum, tók myndina. Þjóðverjar bna m rafli að taka sætl Breta ¥ sansninoaborðM Þýzki sendiherrann i Moskva kailað- ur heim til Beriín til að gefa skýrsln. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins LONDON í morgun. RÁÐUNEYTISFUNDUR, sem haldinn verður í dag, mun taka til meðferðar ít- arlega skýrslu, sem Sir William Seeds, sendiherra Breta í Moskva, hefir sent um síðustu samningaumleitanirnar um varnarbandalag milli Englands, Frakklands og Rússlands. Það er vitað, að Sir William Seeds og William Strang áttu langar viðræður við Molotov á mánudagskvöldið, en árangrin- um af þeim er haldið stranglega leyndum bæði í London og Par- is. Hins vegar hefir fréttastofa sovétstjórnarinnar látið svo um mælt, að samningar séu eftir Þýzkaland tesrglr klærn ar suður að Adrlahafl. -----------------------o------------'¦---------- Mussolini hefir orðið að feíta i hið súra epli og láta Hitler hafa fríhðfn i Triest. LONDON í morgun. FÚ. T TALÍA og Þýzkaland hafa ¦¦• komið sér saman um það, að Þýzkaland fái fríhöfn í Tri- est. Skuldbindur Þýzkaland sig til þess að flytjá gegn um þessa höfn áð minnsta kosti hálfa aðra milljón smálesta af vörum á ári, en fær þess í stað ýms fríðindi. Þýzk tollgæzla hefir einnig verið sett á stofn í borginni. Undanfarna mánuði hefir Þýzkaland flutt inn hveiti og olíu frá Rúmeníu gegn um Tri- est, þessar umræður jafnfjarri því að takast og áður. í fregn frá Berlín í gærkveldi var skýrt frá því, að sendiherra Þjóðverja í Moskva myndi innan skamms verða kallaður heim til þess að gefa skýrslu um saimi- ingaumleitanir Breta, Frakka og Rússa, og jafnframt hefði hann fengið fyrirmæli umað vera við því búinn að láta af hendi upplýsingar um mögu- leikana á auknum viðskiptum Þýzkaíands og Rússlands. Gert er ráð fyrir, að þýzki sendiherrann komi heim til Berlín í næstu viku. iiezka stiórffiin ekli vonlaas um árangur. Þrátt fyrir allt virðist brezka stjórnin ekki vonlaus um það, að samkomulag náist vjð Rússa, ef ekki á þeim grundvelli, sem hingað til hefir verið talað um, að taka ábyrgð á öryggi smá- ríkjanna bæði í Austur-Evrópu og Vestur-Evrópu, þá að minnsta kosti beint, skilyrðis- laust bandalag milli Englands, Frakklands og Rússlands. Orðrómur hefir gengið um það í Berlín og Rómaborg upp á síðkastið, að leynilegar samn- ingaumleitanir færu nú fram milli Englands og Þýzkalands um Danzig. En þessi orðrómur ft*. á 4. amm.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.