Alþýðublaðið - 20.07.1939, Side 2

Alþýðublaðið - 20.07.1939, Side 2
FIMMTUDAG 20. JÚLÍ 1939 ALÞYÐUBLAÐIÐ .....i.ÍÍiBgTOm ..... ii il ii« 1,111.1 ■ ti'iB i i ■■ u Þumalina. Hún játaði því bónorði hins yndislega prins. Og frá hverju blómi kom piltur eða stúlka, og allir höfðu með sér gjafir handa Þumalínu, en bezta gjöfin voru fallegir vængir, sem stór, hvítur fugl gaf henni. Vængirnir voru festir við axlir Þumalínu, og þá gat hún flogið milli blómanna. Og allir voru svo glaðir. Svalan sat uppi í hreiðrinu sínu og söng fyrir þau svo vel, sem hún gat, en samt var henni þungt í skapi, því að henni þótti svo vænt um Þumalínu — og vildi ekki skilja við hana. — Þú skalt ekki heita Þumalína, sagði blóm- álfurinn við hana, það er svo ljótt nafn, en þú ert svo falleg. Við ætlum að kalla þig Maju. — Verið þið sæl, verið þið sæl, sagði svalan — og flaug aftur burtu frá hinum heitu lönd- um, heim til Danmerkur, þar sem hún átti hreiður yfir glugga, þar sem maðurinn bjó, sem gat búið til þetta ævintýri, og fyrir hann söng hún og sagði honum ævintýrið um Þumalínu. — Borgarnes. Áætlunarferðir alla þriðjudaga og föstudaga strax eftir komu Ms. Fagraness. Frá Borgarnesi kl. 1 e. h. Fagra- nesið fer til Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 9 síðdegis. Magnús Gunnlaugssan, bifreiðarstjðrt. UMRÆÐUEFNI Útbreiðið Alþýðublaðið! Verkafólkið og verkalýðsfé- lögin. Þegar verkakonur eru kvaddar á vinnustað, en fá ekki kaup. Ósvífnir verk- stjórar. Enn um Garð og Jónas Lárusson. Bréf frá kunnum stúdent. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. ÞAÐ ER EINHVER urgur í verkafólki út í verkalýðsfélög- in um bessar mundir. Eiiikum verð- ur maður var við þetta meðal Dags brúnarmanna, sem telja, að mikið sleifarlag ríki í starfi þeirra fé- lags. Hef ég fengið tvö bréf um það, að einstakir atvinnurekend- ur borgi ekki taxta — og brjóti til dæmis taxta, með því að borga ekki fyrir kaffitíma, ef unnið er í honum. Dagsbrúnarmenn verða að muna það, að það er erfitt að halda uppi taxta, ef þeir vinna ekki að því sjálfir. Hins vegar er ekki hægt að neita því, að Dagsbrún er nú í mikilli niðurlægingu — og þarf ég ekki að ræða frekar um það, af hverju það stafar. Það vita Dags- brúnarmenn alveg eins vel og ég. ÞÁ HEF ÉG fengið svohljöðandi bréf frá „verkakonu": „Ég vinn í þurrum fiski, breiði á morgnana, þegar þurrkur er. Þá segir verk- stjórinn okkur hvenær við eigum að koma aftur. Nú vildi það til einn daginn, að hann sagði okkur að koma klukkan 2 til að taka saman, og komum við allar. Þá er svo góður þurrkur, að ekki var tekið saman fyrr en klukkan 5. Þarna sátum við aðgerðalausar í 3 klukkutíma, og fengum ekkert kaup, Ég er ekki í verkakvennafé- lagi, en mér er spurn: Hafa verk- stjórar leyfi til þess að kveðja fólkið til að koma á ákveðnum tíma, láta það sitja aðgerðalaust — og borga því ekkert kaup fyrr en farið er að vinna? — Hvar eru verkalýðsfélögin, að athuga ekki þessi mál? — og hvar er Alþýðu- samband íslands, að hugsa ekiri um að láta ekki níðast svona á verkalýðnum. — Þennan dag, sem ég ræði hér um, var farið að taka saman klukkan 5, þá gengu tveir verkstjórar eins og grenjandi Ijón um reitina og ráku á eftir fólkinu, líkt og verið væri að tala við hunda og það í heldur leiðinleg- um tón. Sú krafa, sem ég vil gjöra og tel sanngjarna, er að fólk- inu sé borgað kaup frá þeim tíma, sem það er beðið að koma, því þó að það sitji þarna iðjulaust, þá get- ur það ekki unnið annars staðar, •hvorki fyrir sjálft „sig eða aðra á meðan.“ VERKAKONA segist ekki vera í verkakvennafélagi. Það er ljót yfirlýsing, og sýnir þroskaleysi hennar og skilningsleysi á aðstöðu DAGSINS. alþýðunnar. Vitanlega eiga allar verkakonur að vera í Verka- kvennafélaginu, og kæra tafarlaust til stjórnar þess, ef réttur er brot- inn á því. Verkakvennafélagi ber að gera allt, sem í þess valdi stend- ur, til að gæta hagsmuna verka- kvenna gagnvart atvinnurekend- um, en það er hins vegar fyrst og fremst skylda verkakvennanna sjálfra að vera í félagi sínu — og styðja það af öllu afli. KRAFA verkakonunnar í bréf- inu er fullkomlega sanngjörn — og það er óþarfi fyrir alþýðuna, enda þótt samtök liennar séu nokkuð sundruð nú fyrir atbeina kommúnista, að þola yfirgang og kúgun. En munið það, að verka- konurnar eiga allar að vera í fé- lagsskap sínum. Þær eiga síðan að snúa sér til stjórnar félagsins. Hún á að gera allt, sem í hennar valdi stendur — og síðan á verka- kvennafélagið að snúa sér til Al- þýðusambandsins, ef það þarf á að- stoð að halda. FRÁ „GARÐBÚA“ hef ég feng- ið eftirfarandi innlegg í deiluna um um Garð og Jónas Lárusson: — ,,Laugardaginn 15. þ. m. birtust í athngasemdum þínum nokkur orð um Jónas Lárusson bryta, eftir mann, sem nefnir sig „Nokkrir fyrrverandi Garðbúar.“ Til þess að lesendur ætli eigi, að skoðun stúd- enta og Garðbúa yfirleitt sé slík, sem fram kom hjá þessum manni, vildi ég biðja þig fyrir eftirfarandi athugasemdir:" „HÖFUNDURINN telur, að Jón- as Lárusson hafi engan þátt átt í þeirri „prýði og myndarskap,“ sem verið hafi á Garði undanfarin ár, heldur eignar hann þetta Garð- stjórn og Garðprófasti. Þetta tel ég vera algerlega rangt. Sú góða umgengni, sem verið hefir á Garði, er áreiðanlega eingöngu Jónasi að þakka. Og að svo miklu leyti, sem hægt er að segja, að reglusemi hafi verið á stúdentaheimilinu á Garði síðustu ár, þá er það að ýmsu leyti Jónasi Lárussyni að þakka. Hins vegar ber alls eigi að þakka Garð- stjórn þetta að nfeinu leyti, því að hún hefir, því miður, verið mjög afskiptalaus og aðgjörðalaus, og hefir alls eigi rækt sitt starf sem skyldi. Það er því á engan hátt við- eigaridi, að bera hana saman við Jónas Lárusson, sem hefir verið með lífi og sál í starfi sínu, ef svo mætti segja. Allt, sem gert hefir verið í kring um Garðinn, eru verk Jónasar. Garðstjórn hefir þar hvergi komið nærri. Og Jónas mun engan styrk hafa fengið, hvorki frá henni né öðrum. Þó að Garðstjórn hafi eigi reynzt áhugasöm og af- rekamikil í starfi sínu býst ég við, að hún sé svo drenglynd, að hún viðurkenni þetta“. BRÉFRITARINN telur, að mikið hafi kveðið að óánægju stúdenta með fæðið á Garði, og að þeir af þeim sökum hafi viljað koma Jón- asi frá Garði. Það er að vísu rétt, að alltaf munu einhverjir Garð- búar hafi verið óánægðir með.fæð- ið. Hins vegar hafa einnig margir verið ánægðir og sennilegast þyk- ir mér, að það hafi alltaf verið meiri hlutinn. Að öðrum kosti myndi vafalaust mánaðaruppsagn- arskilyrðið. sem höfundur minntist á, hafa verið notað. Það er erfitt að gera öllum til hæfis í þessum efnum — og á það ekki sízt við um stúdenta. Sumir stúdentar hugsa um það eitt, að hafa fæðið sem bezt, en láta sig hins vegar litlu skipta, hvað það kostar. Aðrir gera aftur á móti eigi svo miklar kröfur til fæðisins, en vilja um fram allt hafa það ódýrt. Þessi tvenns konar sjónarmið rekast sí og æ á, og það er enginn hægðarleikur, að finna hinn gullna meðalveg. En mín skoðun er sú, að Jónasi hafi tekizt það vonum framar. Og ég fullyrði — að fæðið hér á Garði hafi verið fyllilega sambærilegt við fæði á öðrum matsölustöðum hér í bænum. Höfundur telur, að 7 stúdentar hafi farið úr fæði síðastliðinn vet- ur. Ef hann skrifar aftur, vill hann ef til vill upplýsa, hversu margir af þeim 7 borðuðu til vors á sama stað, þ. e. á þeim matsölu- stað, sem þeir völdu, er þeir yfir- gáfu Garð?“ „BRÉFRITARINN treystist eigi til að véfengja það, að Jónas hafi rekið sumargistihúsið með prýði. Þarf því eigi að eyða orðum að því, enda munu allir, er til þekkja, sammála um það efni. Höfundur inn færist hins vegar það í fang, að gera lítið úr hinni stórfelldu ræktun Jónasar í kringum Garð- inn. Hann telur, að stúdentar og gestir mundu fremur kjósa blóma- garða en kartöflugarða umhverfis Garðinn. Ég vil fyrst og fremst ráðleggja þessum „fyrrverandi Garðbúa“, að ganga umhverfis Garðinn, og vita, hvort hann sér ekkert annað en kartöflugarða. I öðru lagi vil ég spyrja hann, — hvers vegna hafi ekki verið tayrjað á að rækta blómagarða, samanber ummæli hans um stjórnsemi Garð- stjórnar. í þriðja lagi vil ég benda honum á, að það mun eigi vera erfiðara að byrja á blómarækt eða trjárækt eða hverju, sem er, þeg- ar búið er að rækta upp holtin umhverfis Garðinn. Þá get ég frætt hann um, að mjög mun nú erfitt að fá land hér í Rvík eða nágrenni, til svo stórfelldrar matjurtarækt- ar, sem hér er um að ræða. Það er því ástæðulaust fyrir hann, að reyna að gera lítið úr þessu starfi. Ég held því hiklaust fram, að segja megi, að Jónas Lárusson hai'i stjórnar því, er hann átti að stjórna á Garði, með prýði og myndar- skap, að hann hafi komið þar upp ágæt'is sumargistihúsi — 'og' að hann hafi hafið þar stórfellda ræktun, sem er Garðinum bæði til Frh. á 4. síðu. QHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnin á Bounty. 26. Karl ísfeld íslenzkaði. Það eru máske engar konur í heiminum jafnumhyggjusamar um útlit sitt og konur æðri stéttarinnar á Tahiti. Á hverjum morgnu og hverju kvöldi böðuðu þær sig í hinum kristalstæru og svölu ám. Og þær voru lengi niðri í vatninu og létu þernur sínar núa sig frá hvirfli til ilja. Því næst smurðu þernurnar þær með kokosolíu, blandaðri hinum ilmandi krónublöðum tah. itisku gardaniunnar. Þær skoðuðu andlit sitt í spegli, en speg- illinn var svört kókosskel full af vatni. Því næst reittu þær þárin á augnabrúnunum, þangað til brúnirnar voru ^orðnar mjóar og langar, bogadregnar rákir, eins og þá var kvennatízka á Tahiti. Þær fægðu tennurnar með viðarkolum. Loks voru þær tilbúnar og fóru að klæða sig. Fyrst fóru þær í snjóhvítt pils, sem náði aðeins niður að hnjám. Pilsið átti að vera í vissum fellingum, og var lengi verið að hagræða því. Svo kom kápan, sem skýldi öxlunum fyrir sólbruna. Því að stúlkurnar á Tahiti eru jafnhræddar við sólbruna og kynsystur þeirra við ensku hirðina. Framkoma Hinu var jafntöfrandi og vöxtur hennar. Hún var glaðlynd, brosmild og virðuleg í framkomu og allt fas hennar lýsti öryggi og jafnframt yfirlætisleysi. Það mætti gjarnan segja hér nokkur orð til varnar konunum á Tahiti, en þeim hefir oft verið borin illa sagan af sjófarendum, sem komið hafa til Tahiti. Ef maður dæmdi konurnar á Tahiti aðeins eftir þeim, sem koma um borð í skipin á höfninni, væri það sama og að dæma ensku konurnar eftir þeim, sem koma um borð í skipin í Spit- head, segir Cook í ritum sínum. En slíkar konur eru til, og þær keppast um að komast út í skipin. Húsið, sem ég átti að búa í, stóð eins og áður er sagt, á grasi grónum tanga austan við Point Venus. Þar var dásamleg útsýn/í norðurátt sást ströndin og hin fagra, litla eyja. í suð- ur sást hinn stóri Vaipoopoo-dalur. Heimilisfólk höfðingjans safnaðist nú umhverfis okkur og horfði með forvitni á hinn nýja vin húsbónda síns. Þegar Hina hafði gefið matsveinunum skipanir, kom óvenjulega falleg stúlka út úr húsinu. Er höfðinginn hafði gefið henni merki, gekk hún til mín og heilsaði mér á sama hátt og dóttir hans hafði gert. Hún hét Maimiti og var frænka gestgjafa míns — tiguleg stúlka, seytján ára gömul. Gestgjafi minn kinkaði kolli til Hina og leiddi mig því næst inn í hinn fábreytta borðsal sinn, það var kofi, þakinn pálmaviðarblöðum í skugga trjánna. Kóral- sandi var stráð á gólfið, og þar voru allmargar ábreiður. Karl- mennirnir á Tahiti eru mjög frjálsir í umgengni við konur og þeim er sýnd virðing þar. Þær máttu ekki snerta á neinni ervið- isvinnu og þær voru mjög frjálsar. En þrátt fyrir það, trúa Ta- hitibúar því, að karlmaðurinn sé kominn frá himnum, en konan jarðnesk vera. Konur máttu ekki koma inn í musteri guðanna, og ekki máttu karlmenn og konur matast saman. Ég undraðist það, er við Hitihiti settumst tveir einir að máltíð, og að engin kona kom nærri því að framreiða matinn, eða ganga um beina. Við sátum hvor andspænis öðrum sinn hvorum megin við stórt, grænt blað. Hressandi gola strauk vanga okkar, því að engir veggir voru á þessu skýli ?g niður hafsins lét þýðlega í eyrum okkar. Þjónn bar okkur2 kókosskálar með vatni í, til að þvo hendurnar og skola munninn. Það kom vatn í munninn á mér, þegar ég fann lykt af kjöti, sem verið var að steikja í eldhúsinu skammt frá. Við fengum steiktan fisk og banana. Auk þess svínasteik og grænmeti, sem ég hafði aldrei áður bragðað. Að lokum fengum við búðing með sósu úr sætri, þykkri kókosmjólk. Ég var ungur ■ii im., ........ þá og mátlystugur vel. Auk þess hafði ég verið marga mánuði á sjó, svo að ég hélt uppi heiðri þjóðar minnar og borðaði þriggja manna mat. Samt sem áður varð ég að láta í minni pókann fyrir gestgjafa mínum. Löngu eftir að ég var orðinn svo mettur, að bitarnir sátu í hálsinum á mér, hélt Hitihiti áfram með mestui ró og raðaði í sig firnum af fiski, kjöti og búðingi. Að lokum stundi hann og kallaði eftir vatni, til þess að þvo hendur sínar. — Fyrst borða — svo sofa, sagði hann — og stóð á fætur. Stór ábreiða var breidd út á ströndinni undir stóru tré. Við lögðumst á ábreiðuna hlið við hlið og fengum okkur miðdegis- blundinn, eins og siður er á Tahiti. Þannig hófst sá kafli ævi minnar, sem ég minnist með óbland- inni gleði. Ég þurfti ekki að gegna öðrum skyldustörfum en þeim, að safna orðum í orðabók mína, og tók ég nú til óspilltra málanna. Ég lifði á ávöxtum jarðarinnar meðal góðs fólks og naut fagurs umhverfis. Við fórum á fætur um sólaruppkomu, steyptum okkur í fljótið, sem rann örskot frá bústað Hitihitis, borðuðum grænmetisárbít — og unnum þangað til fiskimenn- irnir komu að landi um klukkan ellefu. Svo synti ég í sjónum, meðan maturinn var framreiddur. Að loknum miðdegisverði svaf fjölskyldan í klukkutíma, en eftir það fór ég oft með íjölskyldunni í heimsóknir til kunningja. Eftir sólsetur voru ljós kveikt, og við lágum umhv^rfis þau, og töluðum saman, eða sögðum sögur, þangað til við sofnuðum. Á leiðinni frá Englandi hafði ég farið í gegn um orðabók doktor Johnsons og merkt við öll þau orð, sem mér virtust al-' gengust. Því næst hafði ég ritað niður þessi orð í stafrófsröð — nærri því sjö þúsund alls. Nú varð ég að nema og rita niður þýðirigu þeirra á máli Tahitibúa. Ég hefi alltaf haft gaman af tungumálanámi. Hafi ég hæfileika á einhverju sviði, þá hlýtur það að vera málfræðigáfa.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.