Alþýðublaðið - 22.07.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.07.1939, Blaðsíða 1
Skemtni I Rauðhélum á morpn, s|á augl. á 2. líln. ALÞÝÐUBLAÐIÐ KHUWðSI: F. E. VALDBKARSSON XX. LAUGABDAG 22. JÚLÍ 1939 166. TOLUBLAÐ Sækið hina fjOlbreyttn skemt- nn i Raufthólum i morgan. FuIItrúar norrænu alþýðnsamtakanna koma á morgnn. STAUNING og fulltrú- arnir á fund hinna norrænu alþýðusamtaka, Hedtoft-Hansen, fólksþing- maður og forseti danska Alþýðuflokksins, Lauritz : Hansen, forseti danska Alþýðusambandlsins, og : Axel Strand, gjaldkeri ; sænska Alþýðusambands- ; ins, koma hingað með ; „Dronning Alexandrine“ ; síðdegis á morgun. ; Magnus Nilssen, vara- | forseti norska stórþingsins I og varaforseti norska Al- ; þýðuflokksins kom með ; „Stavangerfjord“ í morg- ; un. ; Á mánudagsmorgun fara ; þeir austur að Gullfosái ; og Geysi í boði Alþýðu- ; flokksins. Armenningar sýnaá Lingiaden í dag og á morgun. ¥ GÆR fóru fram fim- leikasýningar á Stokk- hólmsleikvanginum, og í stærstu samkomusölum borg arinnar, Söngleikahöllinni, leikhúsinu, Alvikshöllinni og Djurgarden. Sýndu á leikvangimim norskir og danskir fimleikaflokkar. Fyrst var um 150 manna norskur úr- valsflokkur, þá 350 norskar fim- leikakonur og að lokum sýndu 75 norskir fimleikamenn afgamla skólanum fimleika sinna tima. 500 danskar fimleikakonur sýndu listir sinar undir stjórn Ann-Mari Börup, og á eftir 500 danskir fimleikamenn. í húsunum sýndu fimleikaflokk ar frá: Bretlandi, Svíþjóð, Dan- mörku, Póllandi, Portugal, Belg- íu, Rúmeníu, Ungverjalandi, Nor- egi, Finnlandi, Estlandi, Þýzka- landi og Grikklandi. 1 dag sýna Ármannsflokkarnir fimleika í Alvikshöllinni, en það er einn af stærstu samkomusölum Stokkhólmsborgar. Á morgun sýna flokkarnir aftur á sama stað. Fulltruar Norræna félagsins og hjúkrunarkonurnar ko með Stavangerfjord I Alþýðnblaðið áttl viötal tulltrúuanm strax og peir stigu á STAVANGERFJORD kom í morgun um klukkan 7 með norrænu hjúkrunarkonurnar á hjúkrunarkvennamót- ið og fulltrúana á fulltrúafund Norræna félagsins, samtals um 500 manns. Fyrstu gestirnir stigu hér á land um klukkan 8. Þá biðu bifreiðar á uppfyllingunni til að taka hjúkrunar- konurnar og flytja þær til Þingvalla, en þar dvelja þær í dag. Um kl. 10 komu fulltrúarnir á fund Norræna félagsins saman í Oddfellowhúsinu, en þar verða fundirnir halþnir. Var þar stutt móttökuathöfn og blaðamönnum gefið tæki- færi til að hafa tal af fulltrúunum, sem þeir og gerðu. Fulltrúarnir eru þessir: FRÁ DANMÖRKU: C. V. Bramsnæs þjóðbankastjóri, Ernst Kaper borgarstjóri, Chr. Olesen framkvæmdastjóri, H. Brun oberstlöjtenant. FRÁ NOREGI: Harald Grieg framkvæmdastjóri, Johan L. Mowinckel fyrrverandi forsæt- isráðherra, Magnus Nilssen for- seti Stórþingsins, H. N. Bache aðalritari Noiræna félagsins. FRÁ FINNLANDI: K. Ant- ell skrifstofustjóri, Karl Lavon- ius fil kand. FRÁ SVÍÞJÓÐ: Conrad Carleson dómari, Harald Elldin rektor, Karl Steenberg skóla- stjóri, FRÁ ÍSLANDI: Stefán Jóh. Stefánsson félagsmálaráðherra, Steindór Steindórsson mennta- skólakennari, Vilhj. Þ. Gíslason skólastjóri, Guðlaugur Rósin- kraiíz, ritari íslandsdeildar Nor- ræna félagsins. Með hinum norrænu gestum eru frúr þeirra flestra — og auk þess tvö börn Olesens fram- kvæmdastjóra. Að kynningarathöfninni lok- inni var tekin mynd af þátttak- . endunum, og fylgir hún þessari grein, en að því búnu fóru frúrnar til gististaða sinna, en þá hófst setning fulltrúafundarins, og flutti Stefán Jóh. Stefánsson setningarræðuna og bauð gest- ina velkomna. Fulltrúafundir verða haldnir fyrri hluta flestra daganna. Síðdegis í dag fara þátttakendurnir í ferðalög um nágrennið, á morgun fara þeir til Þingvalla, en koma aftur um lcl. 4, og hefir Magnus Nilssen lofað að tala á skemmtun al- þýðufélaganna í Rauðhólurn á morgun. Á mánudaginn fara þeir austur að Gullfossi og Geysi. Ummæli gestanna vlð Alþýðublaðið í morgun Þoka yfir sild armiðunum. TC* ÁEIN skip hafa komið inn til Ríkisverksnii’ðjanna á Siglu- rt’irði í gær og í nótt me'ð dá- lítinn afla. Veður er gott fyrir norðan aö öÖru leyti en því, aÖ þoka er yfir miðunum og hamlar hún veiÖum. S j ómennskusýningin í Markaðsskálanum er enn þá opin, en nú fer aÖ veröa hver ' síöastur aö sjá hana. Ætti eng- inn, sem tök hefir á, að láta undir höfuð leggjast aö sjá þessa merkilegu sýningu. Alþýðublaðið átti strax í morgun viðtal við nokkra af fulltrúunum á fulltrúafundi Norræna félagsins, og fara þau hér á eftir: Magnus Nilssen: Magnus Nilssen er, eins og kunnugt er, fyrsti varaforseti norska stórþingsins og varafor- seti norska Alþýðuflokksins. Hann er úrsmiður . að iðn og stundaði hana í fjölda mörg ár í Oslo. Hann hefir átt sæti í Stórþihginu í mörg ár —- og er einn af elztu þingmönn- um Alþýðuflokksins. Á þeim tíma, þegar mikil sundrung ríkti innan norskrar alþýðu- hreyfingar, var hann foringi sós íaldemókrata og stjórnaði flokki þeirra, sem 1918, neitaði áð ganga í alþjóðasamband kom- múnista. Norskir Alþýðumenn segja, að allar skoðanir Magn- usar Nilssen frá þeim tíma á starfsaðferðum norskrar al- þýðu hafi sigrað. Hann er mjög mikilvirkur starfsmaður í Nor- ræna félaginu í Noregi. „Mig hefir í mörg ár langað til að heimsækja ísland,“ segir Magnus Nilssen við Alþýðu- blaðið, „en aldrei getað komið því við fyrr en nú. Ég hefi kom- izt að raun um það á sigling- unni, að ekki hefir verið ofsög- um sagt af fegurð landsins ykk- ar. Ég hef að vísu ekki séð mikið af því enn, en ég og kona mín hlökkum mjög til þeirra ferða- laga um það, sem ráðgerð eru.“ — „Því miður er dvölin hér allt of stutt,“ bætir frúin við. Bramsnæs: C. V. Bramsnæs, forstjóri danska þjóðbankans og forseti Arbejdernes Oplysningsforbund í Danmörku (Menningar- og fræðslusambands alþýðu), er einn af kunnustu leiðtogum danska Alþýðuflokksins. Hann er prentari að iðn og stundaði prentstörf þar til hann settist á skólabekk um 1911 og las hagfræði. Eftir að hann tók próf frá háskólanum í Kaup- mannahöfn, fór hann að starfa fyrir Alþýðuflokkinn, og var brátt kosinn á þing. Átti hann sæti í danska þinginu í 21 ár. Fjármálaráðherra varð hann í stjórn Staunings 1924 og gegndi því starfi í 2 V2 ár. Hann varð aftur fjármálaráðherra 1929, þegar Stauning tók við í ^ annað sinn, en 1933 lét hann af því embætti og gerðist forstjóri Þjóðbankans. Hann var for- maður- nefndar þeirrar, sem undirbjó stofnun Menningar- og fræðslusambands alþýðu 1924, og hefir hann verið for- seti sambandsins síðan. „Ég er víst eini fulltrúinn á fulltrúafundinum, sem hefi áð- ur komið til íslands. Ég kom hingáð 1905 í erindum danska prentarasambandsins, og bjó þá á Hótel ísland. Ég hef enn lítið séð af .Reykjavík, eina húsið, sem ég þekki aftur, er Hótel ísland. Framfarirnar hafa verið stórstígar hér á landi, eftir því, sem mér hefir verið tjáð, og ég sé þær hér. Hér hefir risið ný borg, myndarleg og fögur, eftir því, sem ég get bezt séð. Kona mín hefir hlakkað til þessarar farar eins og ég sjálfur, og ef- ast ég ekki um, að við munum fara héðan með margar góðar endurminningar." Harald Elldin: Þegar tíðindamaður Alj>ýðu- blaðsins snéri sér að Ilarald Elldin, forseta Arbetarnas bildn- ingsförbund (Fræöslusamband verkamanna), j)á varð Elldin fljótari ti! að spyrja blaðamann- inn um fræðsíusambandið, sem við hefðum hér á íslafidi. Hvort hér væru leshringar og fyrirlestra starfsemi. Var auðheyrt á herra Elldin að hann ætlar sér að nota Frh. á 4. síðu. Fulltrúar Norræna félagsins, eftir að fundur hafði verið settur í Oddfellowhúsinu í morgun. Fulltrúarnir sitja í þessari röð Um- hverfis borðið, talið frá vinstri: C. V. Bramsnæs, Helge Brun, Ernst Kaper, Chr. H. Olesen, Conrad Carleson, Karl Steenberg, Harald Elldin, J. L. Mowinckel, Harald Grieg, Henry N. Bache, Magnus Nilssen, K. Antell, Kari Lavonius, Steindór Steindórsson, Vilhjálmur Þ. Gíslason, Sveinn Björnsson, Guðlaugur Rósin- kranz og Stefán Jóh. Stefánsson. Magnus Nflssen talar í Rauðhólum á morgun. AMORGUN verður sumar- hátíð í Rauðhólum, og verður þar margt til skemmt- unar. Hátíðin hefst kl. 2,30 e. h., en farið verður upp eftir fyrir og eftir hádegið með strætisvögn- um. Veitingar verða í Rauðhóla- skála, merki að hátíðinni verða seld við innganginn að skemmti- staðnum og hljómmagnari verð- ur á staðnum. Skemmtiskráin verður ágæt. Hefst hátíðin með því, að Lúðrasveit Reykjavíkur leikur íslenzk lög o. fl., þá flytur Har- aldur Guðmundsson alþingis- maður ræðu, Lúðrasveit Reykja. víkur leikur Internationale og fleiri lög. Þá talar Magnus Nils- sen stórþingsforseti frá Oslo, en á eftir ræðu hans leikur Lúðrasveit Reykjavíkur þjóð- söngva Norðurlanda. Þá verður hlé, en að því loknu sýna úrvalsglímumenn úr Ármanni glímu. Næst fer fram pokahlaup, frjálsar skemmtanir og leikir, og að lok- um verður dansað, en Bern- burgshljómsveitin leikur undir dansinum. Áreiðanlega verður hvergi hér í nágrenni bæjarins meira um að vera, en í Rauðhólum á morgun, og munu bæjarbúar streyma þangað. Heimsókn um borð í þýzku kafbátunum. Hiúkiunarkonu rnar dvelja anstur á Mopöllum I dag. ----■ --- Mót þeirra hefst í Gamla BIó á morgun. TVT orrænu hjúkrunarkon- J " urnar, sem komu með „Stavangerfjord," eru 435 að tölu. Strax eftir að skipið kom, var farið að flytja hjúkrunarkonurnar í land. Á hafnarbakkanum biðu stór- ar bifreiðar, sem hjúkrunar- konurnar tóku sér sæti í og óku síðan til Þingvalla, — en þar dvelja þær í dag, á- samt 50 íslenzkum hjúkrun- arkonum. Allar hjúkrunarkonurnar borða miðdegisverð í Valböll, en kl. 2 safnast j)ær saman að Lögbergi og par flytur Pálmi Hannesson ræ'Bu um jarðfræði og sögu Þing- valla. K). 3—4 verður lagt af stað hingað til Reykjavíkur. Kl. 7,15 í kvöld syngur Karlakórinn Fóstbræður fyrir hjúkrunarkon- 'urnar í Gamla Bíó. 1 fyrramálið kl. 10 munu hjúkr- unarkonurnar sækja guðpjónustu Frh. á 4. síðu. ORINGI þýzku kafbátanna, von Friedeburg, bauð í gær blaðamönnum um borð í kafbátinn U 26. Það, sem fyrst vekur athygli þeirra, sem koma um borð í slíkt skip, hlýtur að vera það, hversu lítið sést ofan þilja, og það litla, sem þar er, vendilega málað eða löðrandi í feiti. Er þetta gert til varnar gegn sjón- um, þegar báturinn kafar. Annað er það, sem vekur at- hygli við fyrstu sýn um borð, og það eru öll götin á þilfarinu, og má segja, að það sé hriplekt. Það er það líka, ,,og fær sjór- inn óhindrað að leika í gegn um það,“ sagði von Friedeburg. — ,,En við búum í tunnunni eða rörinu undir þilfarinu,“ heldur kaf bátsst j órinn áfram — um leið og hann bendir blaðamönn- unum á, hvernig farið skuli niður um lítið hringmyndað op — og niður í ,,tunnuna.“ Fyrst var komið niður í há- setaherbergi, og í öðrum enda þess eru ,,dyr“ inn til kafbáts- stjórans. Það er í gegn um þess- ar ,,dyr“, sem leið blaðamann- anna liggur, en dyrnar eru ekki annað en lítill sívalningur °g það lítifl, að skríða verðui í gegn um hann. Þegar inn til kafbátsstjórans er komið, býður hann blaða- mönnunum sæti, og skýrir þeirr nú frá för þeirra, og gerð skip- anna. U 26 er smíðaður árið 1936 Hann er 712 smálestir að stærí °g gengur 18 sjómílur á vök unni ofan sjávar, en ekki nemí 8 sjómílur í kafi. Hahn hefi: eina fallbyssu með 10,5 cm hlaupvídd og eina vélbyssu ti varnar gegn loftárásum. Fjögu: Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.