Alþýðublaðið - 22.07.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.07.1939, Blaðsíða 2
LAUGARDAG 22. -KLÍ 1939 ALÞYÐUBLAÐIÐ H. C.ANDEKSEN Svlnahirðirinn. Keisarinn lét bera rósina og næturgalann á undan sér inn í salinn, þar sem prinsessan lék sér við hirðmeyjar sínar, því að þær höfðu ekkert annað að gera, og þegar hún sá gjaf- irnar, klappaði hún saman lófunum af gleði. ■ Í* ♦*’ 9 — En hvað hún er snoturlega búin til, sögðu allar hirðmeyjarnar. Hún er meira en snot- ur, sagði keisarinn, hún er falleg. Bara að það væri nú kettlingur, sagði hún, en þá kom fallega rósin í Ijós. En prinsessan þreifaði á rósinni, og henni lá við að gráta. — Svei, pabbi, sagði hún. — Rós- in er ekki búin til, þetta er raunveruleg rós. Og hirðmeyjarnar sögðu: Rósin er raunveruleg. UMRÆÐUEFNI Sagan um stúlkuna og Stein- dór var uppspuni. Frásögn Vilhjálms Þórðarsonar bif- reiðarstjóra. Ljótur leikur smádrengja. Akureyringur skrifar sögur úr sveitum nyrðra. ATHUGANIR HANNESAR A HORNINU. EITT AF BLÖÐ bæjarins hefir tvisvar sinnum gert að um- talsefni atburð, sem gerðist á Þing- völlum fyrir nokkrum dögum. Og frá þessum atburði hefir verið skýrt með þeim hætti í bæði skipt- in, að margir hafa fyllzt reiði gegn syndaselnum í sögunni, sem að þessu sinni á að vera Steindór Einarsson bifreiðaeigandi. SAGAN hefir verið sögð með þeim hætti, að Steindór Einars- son hafi neitað að lána bíl frá Þingvöllum til Reykjavíkur með konu, sem var að því komin að ala barn. Var sagt, að bóndinn á Svartagili hefði komið í Valhöll, þar sem afgreiðsla Steindórs er, og beðið um bíl fyrir konuna, en fengið afsvar. VILHJÁLMUR ÞÓRÐARSON bifreiðarstjóri. kom að máli við mig í gær — og sagði mér hvernig í þessu máli lægi. Hann skýrði þannig frá: „Þann dag, sem saga þessi á að hafa gerzt, ók ég með Steindór til Þingvalla, hann ætlaði í surharbústað sinn, sem er út með vatninu. Þegar við komum á móts við Heiðarbæ, sáum við menn súja þar, og eftir að við höfðum spurt þá, hvert þeir ætluðu, og fengið að vita, að þeir ætluðu að bíða eftir áætlunarbíl tókum við þ'á upp í — og ókum þeim til Þingvalla, enda var nokkur stund þar til bílarnir áttu að koma. Eftir að við höfðum skilið þá eftir í Valhöll, ókum við út í sumarbústað Steindórs og sett- umst að snæðingi. Er við vorum búnir að borða, bað Steindór mig DAGSINS. ____________!__________ að skreppa út í Valhöll og láta vita, að mennirnir ættu ekki að borga fargjald með áætlunarbílnum — nema frá Heiðarbæ. Þegar ég kom í Valhöll, var mér sagt, að það vantaði bíl til að flytja veika konu suður, og lét ég Steindór strax vita það. Hann skiþaði mér að íara stráx með konuna, en er ég kom í Valhöll aftur, var konan lögð af stað 1 einkabíl, og skipti þetta þó engum togum. Þannig. er sagan, sem mikið veður hefir verið gert út af, og Steindór verið svívirtur með.“ ÞESSI SAGA hafði fyrir meira en víku síðan borizt til mín í bréfi í allt öðru formi — og einn- ig munnlega, en ég taldi ekki. rétt að skýra frá henni eins og mér barst hún, vegna þess, hve ósennileg hún var. En svo virðist sem sagan hafi verið búin að fá fæt- ur, áðúr en hún kom opinberlega fram, og er þá ekki nema betra, að hún birtist, svo að tækifæri væri til bess að kveða hana niður. DRENGIR hafa tekið upp mjög ljótan og auk þess hættulegan leik. Þeir standa á götum og gatnamót- mótum og kasta flöskuhettum af ölflöskum. Á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis sá ég í gær mann. fá eina slíka sendingu í andlitið og hröklaðist hann út á götuna og tók fyrir augun. En spellvirkinn hljóp burtu eins og byssubrennd- ur. SVOHLJÓÐANDI bréf hefi ég fengið frá Akureyri. Ef eitthvað er ofsagt í því, er sjálfsagt að birta athugasemd við það: „FYRIR SKÖMMU mæltist þú til þess, að fólk á- öðrum stöðum landsins skrifaði þér um áhugaefni sinna heimahaga, og þó að þú ættir einkum við sjávarsíðustaðina, þá dettur mér í hug að senda þér, í tilefni af þessu, nokkrar línur um vandamál sveitarfélags. — Síðast- liðinn vetur var eyðijörðin Tunga í Fnjóskadal seld á uppboði. Kaup- andi var ungur maður í dalnum, Jónatan Ðavíðsson frá Brúnagerði. Tveir braskarar á Akureyri buðu á móti og hækkuðu verðið til mik- ils óhagræðis. Þó tókst þarna að stýra fram hjá því skeri, að óvaldir peningaburgeisar, sem ganga með sumarbústaðasýki og laxveiðirétt- inda-ágirnd, næðu tökum á jörð, gegn vilja innansveitarbúa, og er dæmi Jónatans Davíðssonar eftir- breytnisvert um dugnað. Hyggst hann að fá brúaða Bleiksmýrar- dalsána/ sem lokar Tunguna inni í öræfakrók,' og brjóta þannig ein- angrunarhlekk þann, sem á jörð- inni hefir legið. Síðan verður byggt upp og bú sett á stofn,* ef lánsstofnanir verða hliðhollar hin- um unga efnismanni.“ „í SAMBANDI við þetta kemur mönnum í hug önnur eyðijörð í suðurhluta Fnjóskadals. Það er jörðin Selland. Hún er nú eign manns í annarri sveit. Sá vill selja hana — og selja dýrt. Ungur, fá- tækur Fnjóskdælingur, Herbert Róbertsson, bróðir Sigurðar rit- höfundar frá Sigríðarstöðum, bauð sæmilegt verð fyrir Selland í vet- ur, en varð frá að ganga hinum háþröngu verðkostum, er eigandi jarðarinnar setti. Við það situr. Fá- tæki innansveitarmaðurinn á nú engan kost jarðnæðis. Hins vegar er Sellandið í eyði og óyrkt. Svona má það ekki til ganga. Einstakir menn og.félög ættú að sviftast rétti og möguleikum til að halda jörð- um í auðn, með því að setja á þær geypiverð. Hvenær verður landið þyggt með okri? Spyr sá, sem ekki veit! Og veit þó! Síðustu afspurnir herma, að eigandi Sellandsins hafi í hyggju að selja það þeim sömu bröskurum, sem hleyptu Tungu í verð — og opna þannig utansveitar- valdi leið til þess að hagnýta til- vonandi laxveiði í Fnjóská, með öllum þeim krafti og tækni, sem auðurinn veitir.” , AKUREYRINGUR heldur áfram: „Svo eru það kattagreyin í Reykja- ýík. Ég sá í dálkum þínum nýlega, áð einhver var þeim reiður fyrir Frh. á 4. síðu. Sunnndaginn 23. Júli verður sumarhátið i Rauðhólum. Máffðfn isefst kl. 2.80 slðdegis. Farið þangað frá Lækjartorgi strax upp ár taádepluu með sfræfisviipnum og iiðrum flutuiugatækjum. Dagskrá: 1. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur íslensk þjóðlog o.fl. 2. Haraldur Guðmundsson alþiugismaður flytur ræðu. 3. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur „Internationalen“ og fleiri lög. 4. Magnus Niissen stórþingsforseti frá Oslo talar. 5. Lúðrasveit Reykjavíkur ?eikur þjóðsöngva Norðurlanda. Hflé. 6. Úrvalsglímumenn frá Glímufélaginu Ármann sýna glímu. 7. Pokahlaup og frjálsar skemmtanir—leikir.— 8. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur ýms skemmtilög og dansa. 9. Dans á palli Bernburgshljómsveitin. Mljðmmngnari og hátalarar á staðnum. Merki að hátiðlnnl við innganginn að skemtistaðnnm. — Veitingar i Rauðhólaskála. Allir á sumarhátíðina í Rauðhólum á morgun! NEFNDIN.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.