Alþýðublaðið - 22.07.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.07.1939, Blaðsíða 4
lA NiARDAG 22. JÚLÍ 1939 í&iGAMLA BIO ilstlhðsið Paradís Sprenghlægileg sænsk gam- emiynd. /iðalMutverkin leika sænsku g rnanleikararnir: THOit MODÉN (1 ekktur úr myndunum j.Iutta frænka" og „65, 66 o;„' ég”) og Greta Ericson. ____EDIAm a-rtu«tr7 (VöCiNÍff^)"1 Ódýr barnavagn til sölu. Upplýsingar á Grettisgötu 6. „Berlingske Tidende“ í Kaupmannahöfn birtir langt viðtal við Jóhannes Kjarval list- málara um hann sjálfan persónu- lega og íslenzka málaralist. FO. Næsta hraðferð til Akureyrar ni Akranes er næstkoiandi mánudag frá Steindóri. 19 dagar í Kaldárseli. Tekið verður á móti drengjum til dvalar dagana 29. júlí til 7. ágúst. Nanari upplýsingar í síma 9095 og 9264 kl. 12—13 og D—20 hvern dag til 28. júlí. Vepa hjúkrunarkfennaBiótsiHS verðnr Geysisgos á mánudag. Sélskin við Gullfoss. Farlir frá Steindéri FULLTRÚANNA. Frh. af 1. síðu. þes :<i fáu daga vel, til þess að kynnast tilhögun fræðslustarfsem innai hér á íslandi, og vonandi getui hann gefið ýms holl ráð um t'lhögun alþýðufræðslu okkar og M. F. A. Jaf iframt því að vera forseti fræð: lusambandsins, er Elldin skó.'a itjóri sænska Samvinnu skó'.a ís, Vár gárd, og einn af aðalForvígismönnum sænska sam- vinrai sambandsins. „I'í-rðin hingað gekk ágætlega, að siðustu 10 mínútum ferðar- innar undanteknum“, segir Elldin að lukum- Það var frá „Stav- ange Fjord“ og í land. En nú erum við komnir, og ég finn það i mér að hin stutta dvöl okkat verður bæði fróðleg og ánægjuleg. Mowinckel: Jo! an L. Mowinckel fyrrver- andi forsætisráðherra Norð- jnanr.a, er foringi vinstri flokks- ins. Hann er vellríkur maður frá ilergen, og hefir um langt :;keið staðið í fararbroddi í norskum stjórnmálum. Hann er virkur þátttakandi 1 Norræna félaginu, og hefir haft forystu fyrir því í ýmsum stórmálum. „Mér er sagt, að hér hafi ver- ið glompandi sólskin og hiti í 2 máni'ði,“ segir Mowinckel, ,,en heima í Noregi hefir sumarið verið erfitt, sífelldir kuldar, — beztu dagarnir hjá okkur hafa verið eins og veðrið er hér í dag, svo að okkur Norðmönn- unum bregður ekkert við. Við stóðum lengi uppi í gærkveldi — og reyndum að sjá landið, og það sem við sáum á leiðinni hingað, gaf okkur hugmynd um fegurð þess. Því miður sáum við ekki Vatnajökul, hkm merka íslenzka jöklakonung. Vonandi batnar veðrið svo, að við getum séð sögueyjuna 1 allri sinni dýrð, áður en við förum. Við munum og nota þessa daga, sem við dveljum hér, eftir beztu föng- um, til þess að kynnast landi og þjóð, þó að aðalerindi okkar hingað sé það. að ræða mörg al- vörumál, sem geta orðið til þess að auka samúð og samstarf milli bræðraþjóðana á Norðurlöndum — því að allir erum við bræður og éystur hinir norrænu menn.“ Harald Grieg: Harald Grieg forstjóri Gyld- endalsforlagsins í Oslo, er for- seti norsku deildar Norræna fé- lagsins. Hann sagði: „Norræna félagið hefir nú starfað í mörg ár. Við höfum haldið fulltrúafundi okkar til skiptis 1 Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Aldrei höfum við þorað að ráðast í það ^ð halda fulltrúafund hér á ís- landi fyrr en nú, vegna þess að leiðin hingað er svo löng, ferða- lagið svo dýrt, og ýmsir erf- f DAG iðleikar eru í sambandi við svona langa ferð. Þetta verður líka til þess, að við getum ekki dvalið hér nema svo skamma stund. Hins vegar höfum við allt- af haft mikinn hug á að halda fulltrúafund okkar hér, og við hlökkum til þessara fáu daga. ísland verður að vera með í öllu, sem snertir norræna sam- vinnu. Ef það er ekki með, nær stefna og hugsjón Norræna fé- lagsins ekki tilgangi sínum. Enda hefir ísland tekið öflugan þátt 1 þessari starfsemi á und- anförnum árum. Norræna félag- ið er orðinn voldugur félags- skapur og hefir þegar komið mörgu góðu til leiðar." Henry Bache: Henry N. Bache hagfræðing- ur er aðalritari Norræna fé- lagsins. Allir íslendingar, sem ‘sótt hafa mót norrænu félag- anna á undanförnum árum, — þekkja Bache, því hann hefir tekið þátt í þeim öllum og stjórnað þeim. Hefir hann reynzt hinn bezti stjórnandi og aflað sér ógleymanlegra vin- sælda. Hann sagði: „Loksins er ég kominn hing- að. Þessu hefi ég beðið eftir í fjölda mörg ár. Mér finnst, að þessi fúlltrúafundur hér marki tímamót í sögu norrænnar sam- vinnu, og ég veit, að við þennan fyrsta fulltrúafund á íslandi verður miðað í sögu Norræna félagsins og norrænnar sam- vinnu.“ „Myndataka á tröppunum“! heyrist hrópað, og allir fulltrú- arnir þjóta út. Þeir einu, sem eftir verða, eru blaðamennirn- ir, sem ekki eru neitt sérstak- lega hrifnir af því, að fulltrú- arnir skyldu hafa verið teknir af þeim svona snögglega. HJÚKRUNARKVENNAMÓTIÐ Frh. af 1. síðu. Í dómkirkjunni, og prédikar bisk- upinn við það tækifæri. En kl. 11,30 verður mót hjúkrunar- kvennanna sett í Gamla Bíó. Kéfst setningarathöfnin með há- tílahljómleikum hljómsveitar und ir stjóm Dr. V. von Úrbantsc- hitsch- Katrín Thoroddsen, vara- formaður Félags íslenzkra hjúkr- unarkvenna býður gestina þar næst velkomna, Pétur Halldórs- son borgarstjóri ávarpar gestina, Sigríður Eiríksdóttir, formaður Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum setur tnótið og að Iokum flytja formenn allra hjúkr- unarkvennafélaganna á Norður- löndum ræður, og í þessari röð: Danmörk: Elisabeth With. Finn land Maj-Lis Juslin. Noregur: Bertha Helgestad og Svíþjóð: Elísabeth Lind. A eftir hverri kveðju verður þjóðsöngur hverr- ar þjóðar sunginn og endað á ,,Ó, guð vors lands“. Iijóðviljinn samnr við sig Þjóðviljinn gat ekki látið komu r.orrænu hjúkrunarkvennanna frek ar en norrænu Alþýðuflokksfull- trúanna hjá líða án þess að reyna að nota hana til sinna venjulegu svívirðinga um Alþýðuflokkinn og iorvígismenn hans. Segir hann í morgun að sú „frásaga gangi nú manna á með- al hér í bænum“ að Stefán Jóh. Stefánsson hafi afþakkað boð hjúkrunarkvennanna, að vera við- staddur setningu móts þeirra á morgun, en séð sig um hönd.eftir að hann hefði frétt að Stauning hefði þegið boð þeirra, og tjáð hjúkrunarkonunum, að sér væri ekkert að vanbúnaði að mæta, Næturlæknir er Kjartan ólafs- son, Lækjargötu 6B, sími 2614. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. OTVARPIÐ: 20,20 Hljómplötur: Létt kórlög. 20.30 Upplestur, „Allt í lagi“, sögukafli, eftir Ólaf við Faxa fen (Ólafur Friðriksson f. rit- stjóri). 20,55 Útvarpstríóið leikur. 21,15 Hljómplötur: a) Egypzki dansaflokkurinn eftir Luigini. b) Gamlir dansar. Á MORGUN. Næturlæknir er Kristín Ólafs- dóttir, Ingólfsstræti 14, sími 2161. Næturvörður er í Reykjavikur- og Iðunnarapóteki. ÚTVARPIÐ: 11,40 VeAiirfregnir. 11,50 Setning hjúkrunarkv«Mnaþings. 12,30 Há- degisútvarp. 17,00 Messa í dóm- kirkjiunni (séra Friðrik Hallgríms- son). 18,40 Útvarp til útlanda (24,52 m.). 19,30 Hljómplötur: Létt lög. 19,50 Fréttir. 20,10 Veð- urfregnir. 20,20 Útvarpshljóm- sveitin leikur norræn alþýðulög. 20,35 Frá fulltrúafundi norræna félagsins. 21,00 Erindi: Kynni milli bræðraþjóða (dr. Arne Möll- er skólastjóri). 21,15 Einsöngur (ungfrú Kristín Einarsdóttir). 21.30 Kvæði kvöldsins. 21,35 Danslög- 21,50 Fréttaágrip. 24,00 Dagskrárlok. MESSUR Á MORGUN- Á Kálfatjörn kl. 2, séra Garðar Þorsteinsson. I Dómkirkjunni kl. 5, séra Frið- rik Hallgrímsson. Minkur dœpinn enn í Hafnarfirði. Síð- astliðinn þriðjudag var minkur ískotinn í Hafnarfirði. Karl Þor- steinsson, Garðavegi 12, skaut minkinn. Era líkindi til þess, að áleiri minkar séu í hrauninu og gera þeir rnikinn usla í „fiðurfé“ Hafnfirðinga. Eimskíp: Gullfoss er á leið til Vest- mannaeyja frá Leith, Goðafoss er í Hamborg, Brúarfoss er á leið til Grimsby frá Vestmanna- eyjum, Dettifoss er á Patreks- firði, Lagarfoss er á Akureyri, Selfoss er á leið til útlanda. Farþegar með Dettifossi til Norðurlands- jns í gærkvöldi: Helgi Hallgrims- son, O. Johanson aðalkonsúll, fr. Magnea Ingimundardóttir, Sigríð- ur Halldðrsdóttir, frú Elíasar Hall dórsson, Bjarni Halldórsson, Magnús Magnússon, Ólafur Ein- arsson, Guðm. Kristjánsson, Krist ján Sig. Kristjánsson, Hrefna Berg, Anna Sigurðardóttir, Ragn- heiður Ingimundardóttir, Helga Ingimundardóttir, Ingólfur Sig- urðsson, Elías Halldórs- sön, Ólafur A. Guðmundsson o. m. fl. en þá fengið það svar, að hvert sæti væri þegar skipað. Sannleikurinn, sem kommún- istablaðið hagræðir á þennan hátt er sá, að Stefáni Jóh. Stefáns- syni var boðið í miðdegisverð hjúkrunarkvennanna á þriðjudags kvöld, en þar sem hann er á- kveðinn á sama tíma og hinn opinberi fundur Alþýðuflokksins á Amarhólstúni, þar sem Stefán Jóh. Stefánsson á að tala ásamt hinum erlendu fulltrúum, varð Stefán Jóh. Stefánsson því miður að afþakka boð þeirra. Má mikið vera, ef kommún- istablaðið fær mikla þökk hjúkr- unarkvenna fyrir slíkan frétta- burð í sambandi við mót þeirra hér. Verð fjarverandi til næstu mánaðamóta hr. Þórður Þórðarson gegnir læknisstörfum mínum á meðan. Björn Gunnlaugsson. Kaupum tuskur «g strlgapoka. 8<r Húsgagnavinnust»íaa *DÍ líaldursgötu 30. Sfmi 4166. Geri við saunaavélar, aMskait- ar heinailisvélai' og skrár. H Sandholt, Mapparstíg 11. sísii 2686. KfM 810 SS' Hjúskaparerjur. Sænsk mynd, gerð undir stjórn Gustaf Molander. eftir hinu ágæta leikriti Hjalmars Bergmann: — „Dollar.“ Aðalhlutverk leika átta frægustu kvikmyndaleik- arar Svía: Ingrid Bergmann, Tutta Rolf, Birgit Tengroth, Elsa Burnett, Hakon Westergren, Kotti Cha- ve, Edvin Adolphson, George Rydberg. Aukamynd: Suraar í Sví- þjóð. Hrífandi náttúru- fegurð. Tilming frá Menntamálaráði Menntamálaráð íslands hefir ákveðið að hef ja um næstu áramót mikla útgáfustarfsemi. Er í ráði að gefa út bæði út- iend úrvalsrit í vönduðum þýðingum og frumsamin rit til fróðleiks og skemmtúnar. Verður síðar gerð nánari grein fyrir þessum áformum Menritamálaráðs. Árni Pálsson. Barði Gnðmundsson. Gnðmnndn? Finnbogason. Jðnas Jðnsson. Pðlmi Hannesson. 1>ÝZKU KAFBÁTARNIR. Frh. af 1. síðu. tundurskeytarör eru á slkips- skrokknum, með 53 cm. vídd, og tvö á skutnum. Kafbáturinn er 71 metri á lengd, 6,2 metrar á breidd, og ristir 4,1 metra. Á- höfnin er 40 manns. U 27 er lítið eitt minni, en að öllu leyti af svipaðri gerð. „Með því að gera sér í hug- arlund, hvernig sé að sigla inn- an í tunnu eða sívalning," segir von Friedeburg, „þá fær maður rétta hugmynd um, hvernig sé að sigla kafbát, og fengum við mjög slæmt veður fyrir Vest uflandi. Stundum stóðum á þessum veggnum — og á næsta ai^gnabliki hentumst við á hinn vegginn. En þetta er góð æfing fyrir okkur, og það er það sem er ætlunin með þessum langferðalögum,“ segir Friede- burg að lokum. „Þetta er harð- ur skóli.“ Á mánudag eða þriðjudag fara kafbátarnir héðan. Frh. af 2. síðu. 'HANNES Á HORNINU spellvirki í görðum, og að hann fékk leyfí hjó þér til að drepa þá. Það er að vísu slæmt, að þeir spilli trjám o. s. frv. En ég er katta- vinur mikill og vil benda á, að veiðar kattanna verða að fara fram á mannúðlegan hátt. Hætt er við, að illa verði farið að þessum vesal- ings dýrum, þegar svona hispurs- laust er bent á, að megi veiða þá. Vil ég beina þeirri áskorun til Dýraverndunarfélagsins, að sjá um, að útrýming kattanna í Reykjavík fari fram á fullKomlega mannúð- legan hátt.” Hannes á horninu. Mistaeppnnð til- raun til að draga „Tbetis“ á land. Kafbáturiun náðist upp en sðbk aftur af pvi að víra^nir slitnuðu. LONDON í morgun F.Ú. ¥ GÆllKVÖLDI tókst að lyfta kp.fbátnum „Thetis“ af sjáv- arbotni, en þegar tilraunir voru gerðar til þess að draga hann á land, slitnuðu vírarnir, að því er talið er, og sökk kafbáturinn á ný- Floíamálaráðuneytið hafði lát- ið útvarpa aðvörun til allra skipa um að forðast að sigla um svæð- ið, þar sem björgunarskipin væru að störfunr. Póstferðir 24. júlí 1939. Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóst- ar, Þingvellir, Laugarvatn, Þrasta lundur, Hafnarfjörður, Fljótshlíð- arpóstur, Austanpóstur, Akranes, Norðanpóstur. Dr. Alexandrine til Akureyrar. Til Reykjavíkur: Mos- fellssvejtar-, Kjalarness-, Reykja- ness-, ölfuss- og Flóapóstar, Þingvellir, Laugarvatn, Hafnar- fjörður, Grímsness- og Biskups- tungnapóstur, Norðanpóstur, Lyra frá Færeyjunr og Bergen, Gullfoss frá Leith og Khöfn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.