Alþýðublaðið - 25.07.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.07.1939, Blaðsíða 1
Hinn opinberi fundur Alþýðuflokks- * ins par hefst klukkan 8,30 sfiðdegis. ....... . Allir út á Arnarhól til að heyra hina norrænu fulltrúa talaS IFYRSTA SKIPTI í sögu íslenzkra verkalýðssamtaka f tala fulltrúar Alþýðuflokkanna og verkalýðssamband- anna á Norðurlöndum á fundi Alþýðuflokksins, sem haldinn verður á Arnarhóli í kvöld. Þetta er einn af merkilegustu viðburðum í sögu alþýðuhreyfingarinnar á Islandi. Fundurinn hefst klukkan 8.30 stundvíslega með því að Lúðra- sveit Reykjavíkur leikur nokkur lög, en síðan hefjast ræðurnar. Fyrstur talar STEFÁN JÓH. STEFÁNSSON, forseti Alþýðu- flokksins, og kynnir hann hiná erlendu gesti. Þá talar HEDTOFT- HANSEN, fólksþingmaður frá Danmörku og forseti danska Al- þýðuflokksins. Hedtoft-Hahsen er aðeins 37 ára að aldri. Hann er steinprentari að iðn. Hann er alinn upp í æskulýðssamtökmrt ungra jafnaðarmanna og var forseti sambands þeirra um langt skeið. Síðan var hann ritari danska AIþýðuflokksins? og í vetur, er Staun- ing lét af forsetastörfum í flokknum, stakk hann upp á Hedtoft- Hansen sem eftirmanni sínum, og var hann kosinn í einu hljóði af hinu fjölmenna þingi flokksins. Hedtoft-Hansen er einhver málsnjallasti yngri stjórnmálamanna í Danmörku. Þá talar MAGNUS NILSSEN, forseti stórþingsins og varaformaður norska Alþýðuflokksins. Hefir hann þegar verið kynntur fyrir lesend- um Alþýðublaðsins. Næstur honum talar AXEL STRAND, aðal- gjaldkeri sænska Alþýðusambandsins. Hann hefir um fjölda mörg ár starfað í forystuliði sænskra verkalýðssamtaka, og á hann sæti í sænska þinginu. Þá talar ERNST BERG. Hann er aðeins 28 ára að aldri og var kosinn ritari danska Alþýðusam- bandsins í vetur, Hann er prentari að iðn og var áður varafor- maður Kaupmannahafnardeildar danska prentarasambandsins og einnig varaformaður þess. Síðastur talar HARALDUR GUÐ- MUNDSSON, varaforseti Alþýðusambandsins og forseti sam- einaðs þings. Á milli ræðanna leikur Lúðrasveit Reykjavíkur og söngflokk- ur syngur ef til vill. þjóðsöngva Norðurlanda. Fundarstaðurinn verður fánum skrýddur, og verður komið fyrir hátölurum, svo að ræðurnar heyrist vítt um. Fundir hinna norrænu samvinunefndar Alþýðuflokkanna hefjast í dag og halda áfram næstu daga. í gær fóru fulltrúarnir í boði Alþýðuflokksins austur að Gullfossi, Geysi og Laugarvatni og komu heim í gærkveldi kl. um 11. í dag kl. 12 hittyst þeir ásamt nokkrum Alþýðuflokksmönnum að Hótel Borg til hádeg- isverðar og fundahalda. Magnus Nilssen fulltrúi Norðmanna fer heimleiðis með Stavangerfjord annað kvöld, en sænsku fulltrú- arnir verða hér til næstkomandi mánudagskvölds. Llngiaden lokiðs Báðlr flokkar Ármanns vökfu aðdáun fi Svfipjóð Irski lýðveidisiieri sprengjnárás á ensk Sir Samuel Hoare innanríkisráðh. skýrði brezka plnginn frá pessu fi gærkveldt. Hinar dularfullu sprengingar á Englandi á dögunum. Konnir danskir blaðamenn koma blngað f næsta mánnðl -----«----- Blaðamannafélag tslands tiefur boðið peim Mngað. Einkaskeyti til Alþýðublaðsins. STOKKHÓLMI í gærkveldi. RMENNINGARNIR hafa vakið mikla aðdá- un á Linigiadenmótinu, sem lauk í gær. Þann dag sýndu báðir fimleikaflokkarnir í Alvikshöllini, einum af stærstu samkomusölum borgarinnar, og vöktu sýn- ingarnar óskipta athygli og aðdáun. Hafa mörg af stærstu Stokkhólmsblöðun- um birt stórar forsíðumyndir af báðum fimleikaflokkun- um, og er stúlknaflokkurinn sérstaklega vegsamaður, bæði af áhorfendum og blöðum. Sænska dagblaðið skrifar um sýningarnar undir fyrirsögninni „Dásamlegur kvennaflokkur frá sögueynni“. 1 greininni segir meðal annars: „Þegar þessi ís- lenzki kvennaflokkur hafði aðeins sýnt í tvær mínútur, heillaðist maður algerlega af þessari sér- kennilegu og fallegu leikfimi. Leikfimi þeirra er án efa Ling í nýrri útgáfu, sem aldrei fyrr hefir sézt í Svíþjóð. I sýning- unni var ekki sérstaklega mikill kraftur, en hún sýndi dásamlega mýkt og fegurð." Greinin endar á þessum orðum: „Það var töfr- andi list í sýningu stúlknanna. Socialdemokraten skrifar, að sýning stúlknanna hafi verið með Frh. á 4. síðu. Hinn nýi bðtnr í Vestfflannaeyjnm fór á sildveiðar i nótt. INN nýi bátur í Vestmanna- eyjum fór á síldveiðar í nött Heitir báturinn Helgi og er 120 smálestir að stærð. í gærkyeldi, áður en hann lagði af stað, var boð um borð- Var boðið um 90 manns og far- ið með boðsgesti umhverfis eyj- amar. Voru veitingar um borð. Gengur báturinn ágætlega. 1 honum er June Munktell-vél. I brúnni er, auk stýrishúss, korta- klefi og talstöð. Þaðan liggur gangur niður, og í honum er snyrtiklefi fyrir skipverja. Kojur eru ágætar og allt hið fullkomn- asta, sem völ er á. iðalumræðnfundnr hjákrunarkveuua- fflétsins fer fram i dag. ___ ¥ DAG er aðalfundardagur ■*■ hjúkrunarkvennamótsins, og hófst hann þegar klukkan 9 í morgun og mun standa nær óslitið fram á kvöld. En á morgun fara þær hjúkrun- arkonur, sem ekki fóru í gær, til Gullfoss og Geysis, en hin- ar að Reykjum, og munu þá síðdegis á morgun skoða sjúkrahúsin. Ýms mál, er miklu varða fyr- ir hjúkrunarkonurnar og stétt þeirra, verða rædd í dag, þ. á. m. menntun hjúkrunarkvenna, sem sinna kennslustörfum; verður hjúkrunarnámið fullnægjandi með 8 stunda vinnudegi; á hvaða hátt bezt er að kynna hjúkrunarnemum heilsuvernd í venjulegu hjúkrunarnámi; barnaheimili sem starfssvið hjúkrunarkvenna; samvinna á milli hjúkrunarkonunnar og heimilis berklasjúklingsins og matarræðið á sjúkrahúsum vor- um. Annað kvöld fer Stavanger- fjord til Akureyrar, og með því flestar hjúkrunarkonurnar, en rúmlega hundrað þeirra fara landleiðina norður með gistingu á Reykjum í Hrútafirði og á Blönduósi. Frh. á 4. síðu. Einkaskeyti til Alþýðuhlaðsins. LONDON í morgun. Bretlands skýrði neðri deild brezka þingsins frá því í gær- kveldi, að Scotland Yard hefði komizt að því, að hinar ólöglegu leynisveitir írska lýðveldishersins hefðu • á- kveðið að sprengja þinghúsið í loft upp til að neyða Breta til að gefa írlandi fullkomið sjálfstæði. ' Þessar fréttir vöktu gífurlega undrun og reiði meðal þing- manna, sem ekki varð minni, er Samuel Hoare lagði fram afrit af leyniskjali frá írska Lýðveld- ishemum, sem sannaði þessar uppljóstranir Scotland Yards. Samuel Hoare lýsti yfir því, að nauðsyn krefði, að honum væri veitt víðtækara vald til þess að ráða niðurlögum þessara ofbeldismanna, svo að hægt væri að draga þá fyrir dómstól- ana og koma fram lögum gagn- vart þeim. Hann staðhæfði, að í framtíðinni myndu ofbeldis- flokkarnir ekki víla fyrir sér að fremja ofbeldisverk sín, þó að jafnvel hundruð mannslífa væru í veði. Síðan í janúarmánuði hafa verið framin í Bretlandi 127 sprengjutilræði af þessum of- beldisflokkum og 66 ofbeldis- menn hafa verið fangelsaðir og dæmdir í langa fangelsisvist. Þó er vitað að fjöldi ofbeldismanna dylst enn í Englandi og bíður eftir tækifæri. Nauðsynlegt er, að dómi Samuel Hoare, að lög- reglan fái aukið vald í baráttu sinni gegn ofbeldismönnunum og sérstaklega að hún hafi ó- bundnari hendur gagnvart þeim írum, sem liggja undir grun, m. a. verður lögreglan að geta heft ferðalög grunaðra íra til Eng- lands og framkvæmt húsrann- sóknir að óvörum og án þess að hafa sérstakar fyrirskipanir um það í höndum. Agætt veiðiveðnr fyrir Norðnrlandi. ¥ DAG ear veður ágætt fyrir Norðurlandi, sólskin og logn. I gær voru saltaðar 33',4 tunna af reknetasíld á Siglufirði, og er síldin sæmileg. Þessi skip komu til Siglu- fjarðar i gær og nótt með afla: Frh. á 4. síðu. BLAÐAMANNAFÉLAG ÍSLANDS hefir boðið hingað í sumar dönskum blaðamönnum, sem koma hingað 13. næsta mánaðar. Eru þessir blaðamenn full- trúar allra stærstu blaðanna í Danmörku og fréttastofa blaðanna. Blaðamannafélag íslands hefir ákveðið að bjóða hingað á næstu árum stéttarbræðr- um sínum á Norðurlöndum, og þótti sjálfsagt að byrja á dönskum blaðamönnum. í nefndinni, sem sér um mót- tökurnar, eiga sæti: Pétur Ól- afsson formaður Blaðamannafé- lagsins, Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson varaformaður félags- ins, Þórarinn Þórarinsson ritari félagsins, Kristján Guðlaugsson ritstjóri, Einar Olgeirsson rit- stjóri og Valtýr Stefánsson rit- stjóri. Hinir dönsku blaðamenn munu heimsækja ýms fyrirtæki og stofnanir hér í bænum. Þá fara þeir til Norðurlands. Tek- ur h.f. Brennisteinn á móti þeim við Mývatn, bæjarstjórn Akur- eyrar á Akureyri, bæjarstjórn Siglufjarðar og stjórn Síldar- verksmiðja ríkisins á Siglu- firöi. Hér mun bæjarstjórn og ríkisstjórnin bjóða þeim í ferða- lög og halda þeim veizlur. Enn er ekki fyllilega kunnugt hvaða menn koma? en vitað er, að með- ritstjóri Social-Demokraten í Kaupmannahöfn; Peter Tabór, og Sleinthal frá Politiken koma. Verður gert allt, sem unnt er til þess, að blaðamennirnir, sem allir verða hinir færustu á sínu sviði, geti sem allra bezt kynnzt landinu og þjóðinni. Ýms fyrir- tæki og stofnanir hpfa og lofað að styðja Blaðamannafélag ís- lands 1 undirbúningi þessarar heimsóknar og verður þeirra að maklegleikum rækilega getið síðar. Stjórn Ármanns biður þess getið, að Hafnar- fjarðarhlaupið fari fram 2. ágúst og þátttakendur séu beðnir að gefa sig fram við Jóhann Jó- hannesson, Lindargötu 7, fyrir 31. þ. m.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.