Alþýðublaðið - 25.07.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.07.1939, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAG 25. JÚLÍ 1939 ALÞYÐUBLAÐIÐ Suður-Tyrol fórnað á altari vináttunnar við Mussolini. —--——■— Þýzku ibúarnir, um 250000, verða fluttir til Þýzka lands, hinu gamla þýzka landi fáttalir að halda! Þegar Mussolirxi á í hlut, er Hitler hvergi nærri eins viðkvæm- ur, þó gömirl þýzk héruð gangi undan ríkinu, eins og í deilun- um um Súdetahéruðin og Danzig. ♦------------------------♦ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALBEMARSSON. í fjarveru hana: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 49J30: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021:'Stefén Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ♦-------------------------♦ Sjön oy rann er sttm ríkari. AÐ verður einstæður við- burður í sögu verkalýðs- hreyfingarinnar í Reykjavík, fram á þennan dag að minnsta kosti, þegar fulltrúar Alþýðu- flokkanna og verkalýðsfélag- anna í fjórum löi?dnm, íslandi, Danmörku, Noregi og Sví- þjóð, tala á útifundi Alþýðu- flokksins á Arnarhólstúni í kvöld. Slíkur viðburður hefir allt aðra og meiri og varanlegri þýðingu en nokkur venjulegur verkalýðsfundur, sem hér hefir verið haldinn í daglegri baráttu Alþýðuflokksins og verkalýðs- samtakanna. Hann er opinber staðfesting þess frammi fyrir alþýðu þessa bæjar, frammi fyr- ir allri íslenzku þjóðinni, að Al- þýðuflokkurinn á íslandi er af sama bergi brotinn og bræðra- flokkarnir í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, að þeir hafa eina og sömu stefnu, sömu starfsað- ferðir og eru ráðnir í því að standa sarnan í baráttunni fyrir bættum lífskjörum fólksins og vernd friðarins, frelsisins og lýðræðisins á Norðurlöndum. Með fundinum á Arnarhóls- túni í kvöld er öllum þeim svarað hér á landi, í hvaða flokki; sem þeir eru, sem hafa reynt að spilla fyrir Alþýðu- flokknum með þeim staðhæf- ingum að stefna hans og starfs- aðferðir væru einhverjar aðrar en Alþýðuflokkanna í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð; að hann vildi ekki sætta sig við friðsamlegar umbætur á grund- velli lýðræðisins á sama hátt og þeir, eins og blöð Sjálfstæðis- flokksins og jafnvel Framsókn- arflokksins hafa oftar en einu sinni reynt að læða inn í með- vitund almennings hér á landi, eða að hann hefði brugðizt jafn- aðarstefnunni, sósíalismanum, sem Alþýðuflokkarnir annars staðar á Norðurlöndum héldu þó enn í heiðri, eins og erindrekar Moskvakommúnismans hér hafa básúnað út í þeirri von að geta veikt raðir Alþýðuflokks- ins hér og veitt einstakar veik- ar sálir til fylgis við söfnuð sinn. Með fundinum á Arnar- hólstúni í kvöld er allt slíkt moldviðri, sem andstæðingar Alþýðuflokksins hafa þeytt upp hér, að engu gert. Þegar átökin urðu í Alþýðu- flokknum í fyrra út af valda- brölti Héðins Valdimarssonar og samsæri hans við kommún- ista, tókst þeim með hjálp hans að véla nokkra Alþýðuflokks- menn yfir í herbúðir sínar með þeirri blekkingu, að Alþýðu- flokkurinn hefði svikið -þá stefnu, sem Alþýðuflokkarnir fylgdu annars staðar á Norður- löndum og að það væri ekki lengur hann, heldur héðan í frá hinn endurskírði kommúnista- flokkur, sem héldi merki henn- ar á. lofti hér á landi, enda stæði hann á nákvæmlega sama grundvelli og norski Alþýðu- flokkurinn, sem oftast var vitnað til í falsi þeirra og fagur- gala við fylgismenn Alþýðu- flokksins, Hvað munu nú þeir Alþýðu- flokksmenn, sem létu blekkjast af þessum ósannindum komm- únista, segja eftir ræðu Magnus Nilssen; hins gamla og þraut- reynda norska Alþýðuflokksfor- ingja, í Rauðhólum á sunnudag- inn, eða eftir ræður hans og hinna dönsku og sænsku Al- þýðuflokksfulltrúa á fundinum á Arnarhólstúni í kvöld? Hvern- ig fara þeir að skýra það fyrir sér, að fulltrúar norska, danska og sænska Alþýðuflokksins skuli standa þar við hlið hinna íslenzku Alþýðuflokksforingja, en ekki heimsækja hinn svo- nefnda ,;sósíalistaflokk,“ ef það væri satt, að hann stæði á sama eða svipuðum grundvelli og Al- þýðuflokkarnir í Noregi, Dan- mörku og Svíþjóð, eins og kom- múnistar hafa sagt þeim? Eða halda þeir, að þessir þraut- reyndu Alþýðuflokksmenn frá Norðurlöndum, bæði eldri og yngri hafi farið hér flokkavilt og þekki ekki muninn á Alþýðu- flokk og kommúnistaflokk; jafn- vel þótt sá síðar nefndi hafi breitt bæði yfir nafn og númer? Heimsókn hinna norsku, dönsku og sænsku Alþýðu- flokksforingja ætti að verða lærdómsríkt umhugsunarefni fyrir marga hér á lahdi, og ekki hvað sízt fyrir þá Alþýðu- flokksmenn, sem létu leiðast til þess að trúa falsi kommúnista og söguburði í fyrra. Eigin sjón og raun er þó alltaf sögu ríkari. Maðurlnn, sem bvarf. Neðanmálssaga úr Alþýðu- blaðinukomin út i bókarformi. IN vinsæla neðanmálssaga úr Alþýðublaðinu, Maður- inn, sem hvarf, er nýkomin út í bókarformi, og fæst á af- greiðslu Alþýðublaðsins og kostar aðeins tvær krónur. Bók þessi hlaut miklar vin- sældir, þegar hún kom fyrst út, enda eru höfundar hennar sex þekktir rithöfundar, þeir Ru- bert Hughes, Samuel Hopkins Adams, Anthony Abbot, Rita Weihmann, S. S. van Dine og Erskine, en hugmyndin er frá Franklin D. Roosevelt Banda- ríkjaforseta. O ÍÐUSTU vikur hafa borizt út fregnir frá Berlín um það, að verið sé að semja um flutning Þjóðverja í Suður-Tyrol til Þýzkalands. Menn hafa tekið fregnum þessum með miklum efa- semdum, því að hér er um aö ræða ekki færri en 200—240 þús- und einstaklinga. >En nú hefir þessi fregn verið staðfest bæði í Berlín og Rómaborg, og menn hafa komizt að raun um það, að enda þótt samningum sé ekki að fullu lokið ennþá, eru flutn- ingarnir byrjaðir, og þegar hafa verið fluttar um 6 þúsundir manna yfir þýzku landamærin. * ESSAR fréttir hafa aðeins veriö staðfestar gagnvart er- lendum blöðum. Blöðin í Þýzka- landi og Rómaborg fá ekki að minnast á þessa gífurlegu fólks- flutninga með einu orði. Og það er skiljanlegt, hvers vegna þau fá það ekki. Almenningur í Þýzka landi, og þá einkum í Austurríki, mundi alls ekki skilja þessa nýju aðferð, til þess að leysa þjóð- ernisleg vandamál. Suður-Tyrolar eru nefnilega ekki, eins og margar aðrar landa- mæraþjóðir, blandaðir að þjóð- erni. Þeir standa Austurríki jafn- nærri og Suður-Jótar Dönuiu, og milli svissnesku fjallanná og ungversku sléttunnar er ekkert orð, sem á jafnglöggan hátt tákn- ar óréttlæti Versalafriðarsáttmál- ans og nafnið Suður-Tyr>Dl. * ÝZKA SuÖur-Tyrol, miðhluti hins „furstalega greifadæm- is“ og hið gamla' -austurríska „Tyr- ol“, er nefnilpga frumþýzkt land sem fram að árinu 1919 hefir al- ,dréi í sögunni verið undir annari stjórn en Þjóðverja. Og ekki ein- ungis það. Þetta var hérað, sem fram að þéim tima var byggt lOOo/o þýzkt, þar voru engir 1- talir, og hvergi í Mið-Evrópu voru jafn gl-öigg tungumálalanda- mæri, -eins og við Salurner Klause, sem aðskildu þýzku og velsku sv-eitirnar í Tvrol. Þegar landamærin voru ekki sett þar árið 1919, þá var orsökin sú, að ítalir heimtuðu Brennerskarð- ið af hernaðarlegum ástæðum. Það er sagt, að Wilson for- s-eti hafi orðið mjög hvumsa eft- fr á og sagzt ekki mundu hafa lýst blessun sinni yfir þessu, ef hann hefði haft minnstu hug- mynd um, að íbúarnir voru allir Þjóðverjar, en því var hann auð- vitað leyndur. * ¥ FRIÐARSÁTTMÁLANUM urðu ítalir að lofa því að virða tungumál hinna nýju þegna sinna og kúga þá ekki á neinn hátt. Og Vikt-or Emanuel III., sem þá var aðeins konungur í italíu, en nú er keisari í Abessiníu og konungur Aibaníu, lofaði þessu hátíðlega, þegár hann vár í héim- •sókn í héraðinu. I nokkur ár var þetta loforð haldið, en eftir að fasisminn komst til valda, hófst kúgunin, sem brátt varð alveg miskunnarlaus og einhver hin níð- ingslegasta, sem til hefir þekkzt í Evrópu -Það var ekki einasta það, að ekki mætti birta eitt einasta orð á þýzku, heldur var breytt nöfnum manna og þau gerð ítölsk, þar sem við varð komið. Það var stranglega bann- að að láta kennslu fara fram á þýzka tungu, og það sem meira var, Alto Adige, eins og land- ið hét nú, var eina ítalska hérað- ið, þar sem ekki mátti kenna fþýzku I einkatímum, ef um hóp- kennslu var að ræða og jafnvel þrjú börn voru talin hópur. Jafn- vei hinir látnu fengu ekki aö hvíia í friðii i gröfum sínum, því að á legsteinunum var farið að breyta nöfnunum og snúa þeim á ítölsku . * EGAR svona yar í p-ottinn búið, var það engin furða, þótt Austurríkismenn hugsuðu með samúð ; til Suður-Tyrola. Þjóðhollir Austurríkismenn full- yrtu, að þeir og Bayernbúar væru í mótsetningu við Slavana í Prús.s- landi hinir einu og sönnu Þjóð- verjar, en engir voru þó jafn ósviknir Þjóðverjar sem Tyrolarn ir, sem Italirnir fengu að kúga í friði. Menn tóku því' með þögn og þolinmæði, að hið gamla Austurríki liði undir iok, og þeir kröfðust hvorki af Tékkum né Jugoslövum aft- ur hinna misstu landa. En ein undantekning var gerð, það var Suður-Tyrol. Það var sv-o him- inhrópandi óréttlæti, að Italir skyldu fá Suður-Tyrol, að menn misstu aldrei vonina um, að ein- hvern tíma fengist leiðrétting þeirra mála. Þegar það svo gerðist,. að f-oringi nazistaflokks eins í Austurríki reyndi að vinna hylli hins volduga Mussoiinis með því, að banna að nefna Suður-Tynol í áróðursskyni, var mælir synd- anna loks fleytifullur, og oft var ráðist á Hitler fyrir það, að hann r.eitaði því að setja kröfuna um eneurl eimt Suður-Tyrol á stefnu- skiá sína. Og það er ekki lengra : í 'an enífyrra, þegar Þjóðverjar. tóku Austuriíki, að þá voru marg ir naz'istar, sém ekki vildu ganga í fjokkinn vegna þessa máls. En Hitler hélt sinni stefnu. Jafn ákveðið og hann hafnaði því að kiefjast þýzku nýiendnanna aft- ur, svo lengi sem hann gerði sér von um að vinna vináttu B.eta, hafnaði hann því að krefj- ast Suður-Tyrols o,g aldrei var minnst á ítölsku kúg- unina í Suður-Tyrol í nazistablöðunum, sem voru alltaf full af frásögnum um það hvern- ig Tékkar. kúguðu Súdeta-Þjóð- verja. Og nú er málið leyst á þennan kuldalega hátt. Fólkið er flutt eins og> skepnur burt, en landið látið eftir ítölum, jafn- framt því, sem ‘Þjóðverjar krefj- ast hinnar frjálsu sjálfstjórnar- borgar Danzig. Aðeins vegna þess, að Danzig „er og vill vera þýzk“. miðvikudaga, föstudaga og laugardaga. Afgreiðsla á Bif- reiðastöð íslands, sími 1540. Henleykappróðrarnir á Thamesfljótinu á Englandi voru í ár háðir 1 hundraðasta sinn, og fóru í tilefni af því mjög hátíðlega fram, 129 bátshafnir tilkynntu þátttöku sína, þar á meðal frá nýlendunum. Myndin sýnir nokkra báta, sem keppt var á; í ú-slitakeppninni. Geirarður Sigurgeirsson. Trvgoingarstðfnnn rikislns tilkynnir: Samkvæmt heimild í lögum nr. 74, 31. desember 1937 og reglugerð útgefinni af Atvinnu- og samgöngumálaráðu- neytinu þ. 21. febrúar 1939, tekur Tryggingarstofnun ríkis- ins, — slysatryggingardeildin, — að sér frjálsar slysa- tryggingar, þar sem menn geta tryggt sér dánarbætur, ör- orkubætur, dagpeninga og sjúkrahjálp, og ennfremur trygg- ingu farþega í einkabifreiðum. Allar nánari upplýsingar fást á aðalskrifstofunni. : Tryggingarstofnun rikisins, slysatryggingardeild Alþýðuhúsinu sími 1074. Að gefnu tilefni skal vakin athygli á því, að verzlanir undirritaðs selja eins og undanfarið aðeins fyrsta flOfehS ðíl'iakjöt frá síð- asta hausti Kroppþungi er 12 til 20 kg. Gnnðá eru nokkrar birgðir af ðessu ágæta kjöti. Matarverzlun Tómasar Jónssenar, Laugavegi 2. Sími 1112. Laugavegi 32. Bræðraborgarstíg 10. Sími 2112. Simi 2125.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.