Alþýðublaðið - 25.07.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.07.1939, Blaðsíða 4
bRmJUÐAG 25. JÚLÍ 1939 GAMLA Blð Saratoga. Afar spennandi og fram- úrskarandi skemmtileg amerísk talmynd, er gerist í öllum frægustu kapp- reiðabæjum Bandaríkj- anna, og þó sérstaklega þeim lang frægasta, SARA TOGA. Aðalhlutverkin leika: Jean Harlow, Clark Gable, Frank Morgan og Lyonel Barrymore. Aukamynd: KAPPRÓÐUR. í nestið Nftursuðuvörur alls konar. Harðfiskur. Stftinbltsriklingur. Lúðuriklingur. Smjör. Kgg- v Tómatar •. m. fi. KemH «ða símiðl BREKKA Símar 1678 og 2148. rjarnarbúðin. — Sími 3570. Fallegur og lítið notaður barnavagn til sölu á Suðurgötu 49. ST. EININGIN nr. 14. Fundur á morgun. Kosning embættis- manna. Systir Björg Guðna- dóttir syngur einsöng. Tveir þekktir þýzkir læknar mæta á fundinum, og flytur annar þeirra erindi. Erindið verður flutt á íslenzku. LINGIADENMÓTIÐ Frh. af 1. síðu. því bezta á mótinu, og einkum haíi jafnvægisæfingamar verið ágætar. Þá hafi sýning piltanna enp fremur vakið mikla eftirtekt. Dagens Nyheter segir, að sýn- ing íslendinganna í Alvik hafi komið öllum á óvart. Þar hafi stjórnandinn sýnt tvo hópa vel æfða og stílhreina í anda Lings, með þeim persónulega blæ ýfir sér, sem hugmyndaríkur og kunnáttumikill kennari geti einn skapað. Þessar 17 stúlkur frá Reykjavík vom óaðfinnanlegar á sýningarpallinum. Þær sýndu irumlegar æfingar mo'ð miklu öryggi. Blaðið Nya Dagligt Allehanda fer einnig mjög lofsamlegum oró- um um sýningu karlmannanna. Segir það, að meðan á sýning- unni stóð, hafi maður sérstaklega veitt athygli hraðanum i öllum hreyfingum þeirra, og sé ber- sýnilegt, að þeir hafi verið æfðir af mikilli vandvirkni. Enn fremur hafi þeir gert æfingarnar með f«llkominni nákvæmni og sam- stillingu. Fengu þeir að launum hjartanlega aðdáun áhorfenda. Mesta hrifningu vakti stökk þeirra yfir þýzka hestinn. Dagens Nyheter segir um sýn- f DAfl ingu piltanna: Sýning karlmann- anna fór einnig ágætlega fram. Sýningarhópurinn var ekki stór, en prýðilega æfður og átti vel skilið hina miklu aðdáun áhorf- enda, sem fylltu áhorfendasvæð- ið. Sérstaka hrifningu vaifti töfr- andi tækni stjórnandans, Jóns Þorsteinssonar. Við fánaborgina, þar sem voru fánar \36 þjóða, voru íslenzku hópunum gefnir tveir fánaskildir frá Lingiaden-nefndinni. íslend- ingarnir hafa fengið fleiri boö um aukasýningar en þeir geía sinnt. Þó munu þeir hafa auka- sýningu á Skansinum, sumar- skemmtistað í Stokkhólmi. Auk þess munu þeir sýna í Gauta- borg. HJCKRUNARKVENNAMÓT.Ð Frh. af 1. síQu. Verður svo Akureyrarbær og nágrenni hans skoðað á fimmtu- daginn, en um kvöldið verður þessu 6. móti „Samvinnu hjúkr- unarkvenna á Norðurlöndum“ slitið. SÍLDIN Frh. af 1. síðu. Óðinn og Ófeigur II. með 200 mál, Hrefna 400, Venus 200, Sleipnir 200, Ólafur Bjarnason 300, Unnur 200, Hilmir 150, Skagfirðingur 300, jHeimir 100, Þór 500, Isleifur 300 og Björg- vin 250. Ný stúka stoM í fllíð í Skaptðrtimgn. HINN 23. júlí sj. boðaði stúkan ^Eygló" nr. 78 í Vík í Mýrdal til bindindismála- fundar að Hlíð í Skaptártungu. Fóru á milli 20 og 30 Eyglóar- félagar þangað austur til að undirbúa fundinn. Ræðumenn voru Jón Pálsson, Hermann Einarsson, Valdimar Jónsson og Óskar Jónsson. Að fundi loknum var stúka stofnuð með 17 félögum. Mælt með ungfrú Sigríði Jónsdóttur frá Hnífsnesi sem umboðsmanni stórtemplars. Einar Erlendsson umboðsmaður st. Eygló fram- kvæmdi stofnunina. Eyglóarfélagar voru mjög á- nægðir með förina og róma hin- ar myndarlegu viðtökur manna og kvenna í Skaptártungu. Eimskip. Gullfoss er í Reykjavík, Goða- foss fer frá Hamborg í dag, Brúarfoss kemur til Grimsby i dag. Dettifoss er á Húsavík, Lag- arfoss er á leið til Húsavíkur frá Siglufirði. Selfoss er i Ant- verpen. Saratoga heitir myndin, sem Gamla Bíó sýnir núna. Er hún um kappreið- ar og hestaveðmál. Aðalhlutverk- in leika Jean Harlow og Clark Gable. Karlakórinn Fóstbræður syngur á útifundinum á Arnar- hóli í kvöld, í stað Karlakórs Reykjavíkur, eins og áður hafði verið sagt frá í Alþýðublaðinu. Súðin er hér; fer 27. þ. m. austur um í hringferð. Met í 800 m. hloupi ð afmælismótinu. Afmælismót K.R. fór í gær- kvöldi fram í afbragsgóðu veðiri, enda bera árangrarnir þess ljós- an vott. Helztu úrslit urðu: Langstökk: Jóhann Bernhard 6;38 m., Sigurður Sigurðsson 6,30 m., Oliver Jóhannsson 6,18 m. 800 m, hlaup: Sigurgeir Ár- sælsson 2:02,2 mín. (ísl. met), Ólafur Símonarson 2:05,2 mín. Kúluvarp: Kristján Vattnes 13,03 m., Sigurður Finnsson 13,01 m., Gunnar Huseby 11,76 m. Stangarstökk: Sigurður Sig- urðsson 3,17, Hallsteinn Hin- riksson 3,17. Þorsteinn Magn- ússon 3,10 m. 200 m. hlaup: Sveinn Ingvars- son 23,7 sek., Jóhann Bernhard 24,5 sek., Sigurður Finnsson 25,2 sek. Sleggjukast: Vilhjálmur Guðmundsson 34,36 m. Helgi Guðmundsson 32,52 m. Gísli Sigurðsson 27,72 m. 3000 m. hlaup: Sigurgeir Ár- sælsson 9:17.4 mín. (bezti tími, sem náðst hefir hérlendis), Indriði Jónsson 9:43.7 mín., Ól- afur Símonarson 9:46.9 mín. Mótið fór fljótt og vel fram, og skemmtu áhorfendur sér prýðisvel. Er furða, að ekki skuli fleiri sækja þessi mót, og getur það ekki verið öðru að kenna en því, að þeir viti ekki, hvað hér fer fram. Nánari lýsing á keppnunum birtist í íþróttasíðunni á morg- un. ZoguAlhHniukuuuug- ur í Osló. EGAR Zogu, fyrrverandi Albaníukonungur kom til Oslo ásamt Geraldine fyrrver- andi drottningu í gærkveldi, hafði lögreglan gripið til óvana- legra varúðarráðstafana. Um- ferð var alveg bönnuð um marg- ar hliðargötur. Mikill mannfjöldi var sam- an kominn við göturnar til þess að vera viðstaddur komuna. — Zogu og föruneyti hans býr á Grand Hotel. (NRP.) Kviknaði í bil inni hjá Þvottalaugunum í gærkvelðí. LUKKAN 8,03 í gærkvöidi kviknaði í bíl inni hjá Þvottalaugum. Var þetta vörubíll, eign Kol & Salt, og voru á honum hey- baggar. Um leið og eldsins varð vart, var heyinu rutt af pallinum, og skemmdist það ekkert. * Slökkviliðið kom fljótt á vett_ vang og tókst greiðlega að slökkva eldinn, en þó ekki fyrr, en stýrishúsið var að mestu brunnið, og er bíllinn því sem næst ónýtur. Næturlæknir er í nótt Ófeigur Ófeigsson, Skólavörðustíg 21A, sími 2907. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar'apóteki. ÚTVARPIÐ: 19,45 Fréttir. 20,20 Hljónipiötur: Létt sönglög. 20,30 Erindi: Ræktun aldintrjáa á íslandi. (Áskell Löve, fil. stud.). 21,00 Symfóníutónleikar (plötur): a) Fiðlukonsert í d-moll, eftir Schumann. b) ítalska symfónían, A-dúr, eftir Mendelssohn. 22,00 Fréttaágrip. Dagskrárlok. Síðasti fyrirlestur Mr. E. C. Bolts um dulspeki verður haldinn í húsi Guðspeki- félagsins miðvikudaginn 26. þ. m. kl. 9 e. h. S j ómannakveð ja. FB. þriðjudag. Byrjaðir að veiða fyrir Austurlandinu. Vel- líðan allra. Kærar kveðjur. — Skipshöfnin á Helgafelli. S j ómennskusýningin. Nú er hver síðastur að sjá Sjó- mennskusýninguna í Markaðs- skálanum, því að henni verður bráðum lokað. Á tíunda þúsund manns hefir þegar séð sýninguna. Farþegar með Gullfossi frá útlöndum í gær: Þorsteinn Þorsteinsson hag- stofustjóri og frú, Sigurður Sig- urðsson búnaðarmálastjóri, Jón Guðbrandsson skrifstofustjóri, Kristmann Guðmundsson með fjölskyldu sína, Ágúst Sigurðsson magister, Gústav Ólafsson, frú Guðmunda Kvaran, frú Unnur Guðjónsson, frú Magnea Einars- son, Guðrún Jóhannsson, Helgi Elíasson, Þórir Baldvinsson og frú, Jón Engilberts listmálari, Haílgrímur Helgason tónskáld, Einar Magnússon kennari og frú, stúdentarnir Áskell Löve, Böðvar Kvaran, Magnús Sigurðsson frá Veðramóti og Adolf Guðmunds- son, nokkrar konur, sem sóttu kvennaþingið í Kaupmannahöfn, o. fl. o. fl. Landsmót 1. flokks hefst í kvöld klukkan 8^30 með leik milli ísfirðinga og Fram. Keppendur ísfirðinga — (talið frá marki): Guðjón Bjarna son, Sveinn Elíasson, Svein- björn Kristjánsson, Ágúst Leós, Böðvar Sveinbjörnsson, Herbert Sigurjónsson. Halldór Svein- björnsson^ Högni Helgason, Jónas Magnússon, Guðm. L. Þ. GuðmundsSon, Njíels Guð- mundsson. — Til vara: Hörður Helgason, Kristm. Bjarnason. Póstflutningur í svifflugu. Þann 30. júlí — eða á flug- daginn, munu íslenzkir flug- menn leika listir sínar í svif- flugi. Þá verður ennfremur flogið með póst í svifflugu í fyrsta sinn hér á landi. Verður flogið með hann frá Sandskeiði til Reykjavíkur og mun Herr Schauerte stýra svifflugunni, | eða einhver íslenzkur svifflug- | maður, ef gott verður veður. Forhandlere soges 'Kl det danske smukt illustrer- ede Maanedsblad „Sol og Sund- hed“ trykt paa dansk, engelsk og esperanto söges Forhandlere. Kun for Bladhandlere. Skriv til „Sol og Sundhed,“ Randers Danmark. Lelkfðng. Bílar frá 0,85— 12,00 Skip frá 0,75— 7,25 Húsgögn frá 1,00— 6,25 Töskur frá 1,00— 4.50 Sparibyssur frá 0,50— 2,65 Smíðatól frá 1,35— 4,50 Kubbaltassar frá 2,00— 4,75 Perlufestar frá • 1,00— 4,50 Spil, ýmisk. frá 1,50— 10,1)0 Armbandsúr frá 1,25— 2,50 Hringar frá 0,75— 1,00 Dódakassar frá 1,00— 4,50 Dátamót frá 2,25— 6,00 Göngustafir frá 0,75— 1,50 og ótal margt ; fleira. L Einarssoo & Ijðrnssoi Bankastræti 11. rfijy) 1 ^ramkólW&omenflg. M c\ve\\t nJM '“lifrsVflKaWa. æm íau.oa.b.a’i. HjúskaparerjiB’. Sænsk mynd, gerð undir stjórn Gustaf Molander, eftir hinu ágæta leikriti Hjalmars Bergmann: — „Dollar.“ Aðalhlutverk leika átta frægustu kvikmyndaleik- arar Svía: Ingrid Bergmann, Tutta Rolf, Birgit Tengroth, Elsa Burnett; Hakon Westergren, Kotti "Cha- ve, Edvin Adolphson, George Rydberg. Aukamynd: Sumar í Sví- þjóð. Hrífandi náttúru- fegurð. E.s. Lyra fer héðan fimmtudaginn 27. þ. m. kl. 7 síðdegis til Bergen um Vestmannaeyjar og Thorshavn. Flutningi veitt móttaka til há- degis á fimmtudág. Farseðlar sækist fyrir kl. 6 á miðvikudag, annars seldir öðrum. P. Snith. & Co. TarSavfHr konumiar minnar, Jónu Jónsdóttur frá Stapakoti, eflavíkurkirkju laugardaginn 29. þ. m. og hefst með húskveðju frá heimili okkar; Suðurgötu 29, Keflavík, kl. 3 e. m. . , . . . , . , . . . ., , . Kransar afbeðnir. . Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda. Guðni Magnússon. Nf béks Alt i laii i Rejkjavíli — skáldsaga úr Reykjavíkurlífinu—afar spennandi og skemtileg, eftir Óiaf vid Faxafen. Fæst í öllum bókaverzlunum og kostar aðeins 5 50. AðvSrnn. Þeir, sem eiga maívörur geymdar í frystingu hjá okkur, verða að vitja þeirra fyrir 15. ágúst n. k. Frystihðsið Herðnbreið, Fríkirkjuvegi 7. K. R. R« f. s. f. Landsmót I. flokks byrjar i kviHd kl. 8.S0. Þá keppa * w_. « . „.r IsfirOingar og Fram Sjáið fsHrðlnganat Oefa peir sigrað?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.