Alþýðublaðið - 26.07.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.07.1939, Blaðsíða 1
BTTSTJÓSI: F. R. VALDEMABSSON ÚTGEFAMU: iL»fMMMKJlM XSL ÁB&ANGUB MIÐVIKUDAGINN 26. júlí 1939 169. TÖLUBLAÐ Þúsundir Reykvíkinga hlustuðu á full trúa norrænu Alpýðuflokkanna tala. -----------------------------<,----------------------------- Hedtoft~Hanseii: Alpýðuflokkar allra Mor§^ ftrlanda hafa sðmu stefnn og starfsaðferðir. f^ ÚSUNDIR Reykvíkinga " voru á Arnarhóli í gær- kveldi á fundi þeim, sem Al- þýðuflokkurinn boðaði til þar. Veður var eins gott og frekast varð ákosið blæja logn og hiti. Þegar kl. tæp- lega 8 byrjaði fólk að streyma á fundarstaðinn, og var túnið orðið fullskipað fólki Hverfisgötu- og Kalk- ofnsvegar-megin, er fundur- inn hófst. Hlustaði hinn mikli mannfjöldi af lifandi athygli á alla ræðumennina. Fundarstaðurinn var skreyttur með fánuni allra Norðurlandaþjóðanna auk flokksfána. En ungir Alþýðu- flokksmenn stóðu heiðurs- vörð við ræðustólinn. Stefán Jóh. Stefánsson setti fundinn, en áður hafði Lúðra- sveit IJeykjavíkur leikið nokkur lög. St. J. St. kynnti hina er- lendu gesti fyrir mannfjöldan- um og skýrði frá erindi þeirra hingað, að sitja fund hinnar norrænu samvinnunefndar Al- þýðuflokkanna og Alþýðusam- bandanna. Hann fagnaði komu þeirra hingað og benti á það, að íslenzk verkalýðshreyfing gæti margt 'lært af þessum kunnu forvígismönnum alþýðunnar á Norðurlöndum, sem hefir skap- að sér öflugri samtök, fagleg og stjórnmálaleg, en nokkur dæmi eru til annars staðar. St. J. St. tilkynnti einnig, að fulltrúi norska Alþýðuflokksins, Mágnus Nilssen, gæti ekki mætt á fundinum. Magnus* Nilssen stjórnaði á sama tíma boði full- trúánna á fundi norrænu félag- anna, sem haldið var um borð í Stavangerfjord. Hedtoft-Hansen, formaður danska Alþýðuflokksins, talaði fyrstur hinna erlendu fulltrúa. Stóð ræða hans yfir í tæ'pan Vz tírna. Ræða hans og annarra er- lendra ræðumanna á fundinum verður birt hér í blaðinu á morgun og næstu daga. Hed- toft-Hansen er afburða ræðu- maður, einhver málsnjallasti maður, sem heyrzt hefir til hér á opinberum fundi. Hann taiaði um stefnu Alþýðuflokkarina, baráttu þeirra fyrir lýðfrelsi og menningu. Hann réðist gegn eihræðisstefhunum, fasisma og kommúnisma. Hann minntist Jóns Baldvinssonar sem for- ingja íslenzkrar alþýðu, og kvað íslenzkan verkalýð hafa verið hamingjusaman að hafa eignazt slíkan foringja. Hann lauk orðum sínum með því að segja, að allir Alþýðuflokkarnir á Norð.urlöndum, á íslandi, í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hefðu sömu stefnu, störfuðu á líkum grundvelli og með líkum aðferðum og að þeir sköpuðu með starfsemi sinni þau Norðurlönd, sem í dag er horft til af öllum beztu mönn- ¦g-ys-'-V'-a-—*s~%e %„ ****!» Mannfjöldinn á Arnarhólstúni. um mannkynsins sem fyrir- myndar um menningu og lýð- ræði. Að ræðu Hedtoft-Hansens lokinni kvað við dynjandi lófa- klapp frá hinum mikla mann- fjölda. Þá söng karlakórinn Fóstbræður þjóðsöng Dana, „Det er et yndigt Land." Axel Strand, aðalgjaldkeri sænska Alþýðusambandsins, tal- aði næstur. Hann talaði um sköpun alþýðusamtakanna í Svíþjóð, baráttu þeirra fyrir réttindum verkalýðsins og þann árangur, sem verkafólkið hefði náð með þessari baráttu. Hann varaði við þeim, „sem taka þátt í þessari baráttu aðeins vegna baráttunnar sjálfrar og hvatti íslenzkan verkalýð til að standa einhuga saman um réttindi sín og þjóðfélagslegt hlutverk. Hann skýrði frá því, hvernig sænskur verkalýður hefði lært áð meta starf Alþýðuflokksins og hvernig honum hefði tekizt að losa samtök sín við hættu- lega ævintýramenn. í lok ræðu sinnar færði Axel Strand ís- lenzkum verkalýð bróðurkveðj- ur sænskrar alþýðu. Eftir að mannfjöldinn hafði þakkað Axel Strand fyrir ræð- urta, söng karlakórinn Fóst- bræður þjóðsöngva Svíþjóðar, Finnlands og Noregs. Þá talaði Ernst Berg, ritari danska Alþýðusambandsiris. Hann talaði um samtók verka- lýðsins á faglegu og pólitísku sviði. Hann sagði, að hin faglega barátta verkalýðsins næði ekki nægilegum árangri, ef þau sköpuðu sér ekki einnig stjórn- málaleg samtök, sem gætu varið verkalýðinn og sótt fram einnig á því sviði. Samvinna verka- lýðssambandanna og Alþýðu- flokkanna er knýjandi nauðsyn og danskur verkalýður skilur þetta mæta vel. Hann hefir fengið þá reynslu, að án Al- þýðuflokksins hefði aðstaða hans 'orðið önnur í þjóðfélaginu en hún er nú. Haraldur Guðmundsson tal- aði síðastur. Hann þakkaði hin- um erlendu flokksbræðrum fyr- ir komuna á þennan fund og hinar glæsilegu ræður þeirra. Hann dró upp mynd af ástand- inu í heiminum í dag. Sýndi fram á, hvernig heilar þjóðir lifa í angist hvern dag af ótta við stríð og eyðileggingu og það væri sannarlega lærdómsríkt fyrir okkur Norðurlandabúa að litast um í heiminum á þessum tímum. Við sjáum, hvernig stefna Alþýðuflokkanna á Norðurlöndum hefir fsert Norð- urlandaþjóðunum frið, atvinnu og framfarir, meðan aðrar þjóð- ir stynja úndir vígbúnaði. og stríðsbrjálæði. Að ræðu Haralds lokinni söng ^. karlakóiinn Fóstbræður „Ó, guð vors lands", en síðan lék Lúðrasveit Reykjavíkur Al- þjóðasöng jafnaðarmanna. Þar með var þessum glæsilega fundi lokið. Stjórn Hins íslenzka prent- arafélags hafði boð inni á skrif- stofu sinni í gærkveldi fyrir hina erlendu gesti og nokkra fleiri að fundinum loknum. Var tekið á móti gestunum af mik- illi rausn, og stýrði formaður Prentarafélagsins, Magnús H. Jónsson, hófinu. Ræður fluttu við þetta tækifæri Magnús H. Jónsson, Ernst Berg, Hallbjörn Halldórsson og Hedtoft-Hansen. Var þetta skemmtilegt samsæti. Stefán Jóh. Stefánsson setur fundinn á Arnarhóli. Ræða Th. Staunings í sam~ sæti Alþýðuflokksins í gær A LÞÝÐUFLOKKURINN bauð ¦**¦ hinum norrænu fulltrúum á fundi samvinnunefndar Alþýðu- flokkanna til hádegisveizlu að Hótel Borg í gær. Stauning forsætisráöherra, Wennerström landshöfðingja í Vermalandi, Bramsnæs aðal- bankastjóra og Elldin forseta fræðslusambands verkamanna í . Svíþjóð var ásamt nokkrum Al- þýðuflokksmönnum einnig boðið til veizlunnar, og tóku alls um 30 manns þátt í henni. Voru þarna margar ræður ' fiuttar, en Stefán Jóh. Stefáns- son, forseti Alþýðusambands Is- lands, stýrði samsætinu. Bauð hann hina norrænu gesti vel- komna með þeirri ósk, að þessi heimsókn þeirra mætti verða upphafið að enn meiri og öflugri samvinnu 'en hingað til hefði verið. Enn fremur sagði Stefán Jóh. m. a.: „Pað er stórviðburður í sögu íslenzku alþýðuhreyfing- arinnar, að við nú í fyrsta skipti í sögu okkar höfum hér á meðal okkar ýmsa af helztu forvígis- mönnum alþýðusamtakanna á Norðurlöndum og þ. á. rrT. höfð- ingja danska Alþýðuflokksins, Stauning forsætisráðherra, og brautryðjandann norska, Magnus Nilssen, jafnframt því sem við hö'fum fulltrúa yngri kynslóðar- innar og þá, sem veita flokkun- um nýtt og aukið afl, hér á meðal okkar." Þá talaði Th. Stauning forsæt- isráðherra, og sagði hann m. a.: „Kæru flokksbræður og vinir! Ég þakka ykkur hjartanlega fyrir það, að þið skylduð bjóða okkur norrænu gestunum hingað til Reykjavíknr. Það eru nú 15 ár síðan ég kom hingað til Islands fyrst, og ég mun alltaf minnast þeirrar gestrisni og þeirrar alúð- legu móttöku, sem ég fékk þá, og björtustu endurminningar mínar eru tengdar þeim móttök- um, sem ég fékk þá hjá flokks- bræðrum mínum. Ég minnist Magnuss Nilssen, þegar hann í Noregi hélt einn uppi merkjum Alþýðuflokksins og flokksbræður hans yfirgáfu hann og fóru tíl Moskva. Magnus hefir alla tíð verið hreinn og ó- skiptur lýðræðissinni og Al- þýðuflokksmaður, og það fór líka svo, að þegar þeir, sem frá honum fóru, höfðu kynnzt starfs- aðferðunum og stefnu Moskva- kommúnistanna til hlítar, þá korriu þeir aftur til Magnuss, og það er mín bjargfasta trú, að eins muni fara hér. Hinir glöt- uðu munu, aftur leita til flokks Stefáns Jóhanns. 'Það hefir alltaf verið svo, að sannleikurinn sigrar að lokum* og við erum fullvissir þess', að svo muni einnig fara hér." Enn fremur töluðu þarna Magnus Nilssen stórþingsforseti og einn af aðalbrautryðjendum norska Alþýðuflokksins, og flutti hann kveðjur norska Alþýðu- flokksins til flokksbræðranna hér. Þá töluðu: Wennerström lands- höfðingi í Vermalandi, Jon Axel Pétursson, Haraldur Guðmunds- son og Steindór Steindórsson menntaskólakennari frá Akur- eyri. Lauk þessu samsæti um kl. 4 í gær, en þá fóru margir af fulltrúunum til Alþýðuhússins og skoðuðu það. Samheldnin milli þjóðanna er trygging fyrir frelsinu. --------- . *——----------- RæHa JL L. Mowiiickels f sam« sæti nomena féiagsins í gær. CA MHELDNI milli ? f }*¦* landanna er þýðingar- mesta atriðið til að halda frelsiriu." Þetta sagði Mowinckel fyrr- verandi forsætisráðherra Nbregs i ræðu, er hann hélt í skilnaðar- samsæti Norrænu félaganna um t>orð í „Stavangerfjord" í gær- kveldi. En fulltrúafundi félag- anna lauk þá, og halda fulltrúar Norðurlandanna heimleiðis í kvöld með „Stavangerfjord". ¦ Voru í lokasamsætinu margar ræður fluttar, og tók Mowinckel fyrstur tíl máls, og talaði hann aðallega um frelsi einstaklinga og þjóða. Sagði hann, að hinn rétti skilningur á orðinu frelsi væri ekki fenginn fyrr en fólk gréti, þegar það heyrði orðið nefnt, eins og þær þúsundir flóttamanna, sem nú hafa hvergi höfði sínu að að halia og hafa glatað föðurlandi sínu og frelsi. Pá talaði Wennerström lands- höfðingi, Stefán Jöh. Stefánsson, formaður Islandsdeildar Norræna félagsins, Magnús Sigurðsson bankastjóri, Guðmundur Finn- bogason landsbókavörður, Antell frá Finnlandi, skipstjórinn á Stavangerfjord og að lokum þakkaði Guðlaugur Rðsinkranz, ritari Norræna félagsins, fyrir hönd gestanna fyrir hinar ágætu móttökur, sem þeir hefðu feng- ið þarna. Fyrirlestur ffloiiisc- kels i k¥ðld i ítaé. í kvöld klukkan 6,15 flytur Mowinckel, fyrrverandi forsæt- isráðherra Norðmanna, fyrir- lestur í Iðnó, sem hann kallar „Þróun stjórnmálanna frá Ver- salasamningunum til Mim- chensáttmálans, Má telja víst, að margir munu nota þetta /einstaka tæjkifæri, sem þarna býðst, til þess að kynnast hinum pólitísku átök- um Evrópuþjóðanna á undan- förnum árum, og afstöðu smá- þjóðanna til þeirra, því að Mo- winckel er manna færastur til þess að halda fróðlegt erindi um þessi mál, vegna hinnar póli- tísku þátttöku sihnar í Noregi og á alþjóðlegum vettyangi. Móti hiékranar- kvennafélag- anna slitið ann- aðkvðld. "FMf ÓTI norrænu hjúkrun- ¦*¦ ¦*• arkvennanna verður slitið annaðkvöld um borð í „Stavangerfjord", sem þá verður komið til Akureyrar. Hefir þetta fyrsta mót nor- rænna hjúkrunarkvenna á fs landi staðið yfir í 5 daga, og hafa á mótinu verið rædd ýms merk mál, er miklu varða fyrir stéttarsamtöíc hjúkrunarkvenna og einníg frá almennu sjónarmiði séð. 'I gær voru fundarhöld allan daginn, og voru öll þau mál, er Alþýðublaðið skýrði frá í gær, rædd mjög ítarlega, en engar á- lyktanir verða gerðar, fyrr en á morgun á lokafundinum, sem haldinn verður urn borð i Stav- angerfjord, og verður þá jafn- framt ákveðið, hvar næsta mót kkuli haldið. í gærkveldi hélt ríkisstjórn ug bæjarstjórn hjúkrunarkonunum veizlu á Hdtel Borg og i Odd- fellowhúsinu, og var hátölurum komið fyrir í báðum húsunum, og gátu því þeir tæplega 600 gestir, sem þar voru, fylgzt með öllu því, er gerðist Voru margar ræður fluttar, og töluðu m. a. Th. Stauning, forsætisráðherra Dana, Hermann Jónasson forsæt- isráðherra, Pétur Halldórsson borgarstjóri og fulltrúar hjúkr- unarkvennafélaganna. Frá Fimleikafélagi Hafnarfjardar. Eins og áður hefir verib aug- lýst, verður, með leyfí dómsmála- ráðuneytisins, frestað drætti í happdrætti félagsins til 1. maí næst komandi. Gullfoss fer annað kvöld til Breiða- fjarðar og Vestfjarða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.