Alþýðublaðið - 31.07.1939, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 31.07.1939, Qupperneq 1
ALÞÝÐUBLAÐIÐ EKTSTJéai: F. R. VALDIMAR8S0N ÓTGEFÁNI'ÍI: ALÞÝWIVLOSKCiftBÐi XX. ÁiMUNGVS MÁNUDAGINN 31. JOU 1939. 173. TÖLUBLAÐ Samtal víð Th. Stanni forsætlsráðherra Dana. Bíll veltar út af vegiflum við Lðgberg. Tveir (arpegar slasast. INÓTT fór bíll út af veg- inum rétt hjá Lögbergi og siösuðust tveir farþegar. Var bíllinn að koma frá Laugarvatni, og voru fimm farþegar 1 honum. Klukkan IV2 í nótt fór bíllinn út af veginum við Lögberg og meiddust tveir farþegarnir, Hans Gammel- gaard, danskur læknir, og Jón Ásgeirsson. Eru meiðsli þeirra þó ekki talin alvarleg. Fjórir háttsettir for- ingjar r Assneska f lng hersins farast. Óknnnngt, meA hvaða hætti hað hefir orðið. LONDON í gærkveldi. FÚ. ¥ FÁORÐRI tilkynningu, •fl- sem gefin var út í Moskva í dag, segir, að fjórir háttsettir yfirforingjar í rússneska flug- hernum hafi beðið bana, er þeir vóru að framkvæma skyldustörf Frh. á 4. síðu. THORVALD STAUNING er ekki aðeins forsætisráðherra Danmerk- ur og langþekktasti forvígismaður Al- þýðuflokksins og verkalýðshreyfingar- innar þar í landi. Hann er af öllum tal- inn helzti og fremsti fulltrúi lýðræð- isins á Norðurlöndum. Stauning er vaxinn upp á meðal verka- lýðsins í Danmörku og hefir síðan á unga aldri staðið í fylkingarbrjósti verkalýðs- hreyfingarinnar og átt langmestan þátt í því, allra einstakra manna, að móta stefnu hennar og gera hana að því valdi, sem hún er orðin í dag þar í landi. Stauning hefir oftast allra erlendra stjórnmálamanna heimsótt ísland, enda segir hann það, að hann kunni hvergi eins vel við sig, utan Danmerkur, og á íslandi. Hann hefir tekið upp þann sið, að fara hingað í sumarleyfum sínum til þess að hvíla sig og hefir væntanlega skapað fordæmi með því fyrir aðra. Stauning kom hingað fyrir rúmri viku síðan og mun dvelja hér að þessu sinni til 6. næsta mánaðar. Á fimmtu- daginn og föstudaginn dvaldi hann austur á Þingvöllum sem gestur ríkisstjórnarinnar, en kom til bæjarins aftur á laugardaginn. Alþýðublaðið átti þá ítarlegt tal við hann, og fer það hér á eftir: upp Þúsundir horfðu á flug- sýningarnar austur yf* Ir Sandskeiði í gærdag ----..... Ltstfliig himia uiHgu,islenzkuflug mauna vakil mlkla hrifnlngu. TH. STAUNING. Myndin er tekin um leið og samtalið fór fram. Cndanfarin ár hala verið erfift ár fyrir Danmörku. — Hvað segið þér okkur úm ástandið í Danmörku? „Undanfarin ár hafa verið mjög erfið, og við höfum orðið að miða pólitík okkar við það, að hægt vseri að sameina hags- muni allrar þjóðarinnar bæði í atvinnumálunum og um þá MJðg Ifttill sildarafli um helgina, en pé er afl- inn helmingi meiri en á sama tima i fyrra. O ÍLDARAFLI hefir verið ^ mjög tregur undanfama viku, eri þó hefir veiðzt of- urlítið í reknet. Alls er nú búið að salta á Siglufirði 3300 tunnur, en í fyrra um sama leyti var búið að salta 56,299 tunnur. Síðastliðinn laugardag höfðu alls borizt á land 705,352V2 hl., en á sama tíma í fyrra 397,692 mál. Aflinn skiptist þannig, mæld- ur 1 hektólítrum, innan sviga tölurnar frá því í fyrra: Djúpavík 66,766V2 (40,736), Hesteyri 0 (16,968), Sólbakki 3,760 (0), Rauðka 22,678Ú2 (21,664), Grána 8,884Vú (5,485), Ríkisverksmiðjurnar á Siglu- firði 246,740 (147,926), Krossa- nes 75,595Vá (24,602), Dágverð- areyri 37,332 (25,204), Húsavík 11,015 (3,297), Raufarhöfn 51,963 (7,565), Hjalteyri 131,781 (100,513), Neskaupstaður 21, 782Vá (1,973), Seyðisfjörður 27,134 (1,757). Veður er gott fyrir Norður- landi í dag, sólskin og stillur. Er því ágætis veiðiveður, ef nokkur síld væri. Afli togar- anna hefir lítið breytzt frá því um síðustu helgi. Skallagrímur er hæstur með 6865 mál, og næstur honum er Skutull með 6263 mál. Aðrir togarar: Garðar 5975, Gyllir 5911 mál, Þorfinnur 5009, Arinbjörn hersir 4989 Belgaum 4954, Gulltoppur 4874, Kári 4845, Tryggvi gamli 4572, Surprise 4260, Maí 4184, Rán 4100, Þórólfur 4039, Jón Ólafs- son 4036, Haukanes 3986, Snorri goði 3894, Júní 3774, Sviði 3670, Óli Garða 3446, Baldur 3403, Sindri 3232, Egill Skallagríms- son 3010, Hilmir 2772, Haf- steinn 2353. stefnu, sem tekin væri gagnvart öðrum ríkjum. Atvinnulíf Danmerkur hvílir að mjög miklu leyti á landbún- aðinum, þar sem við verðum að útvega landinu það eldsneyti og þau hráefni til iðnaðarins, sem það þarfnast, í skiptum fyrir landbúnaðarvörur, en innflutn- ingurinn á eldsneyti og hráefn- um er skilyrði fyrir því, að fjöldi fólks, sem á afkornu sína undir handverki og iðnaði, geti haldið atvinnu sinni. Viðskiptakreppan neyddi löndin til þess að reyna að verða meira sjálfbjarga á sviði atvinnulífsins en áður, og sam- keppnin í sölu á landbúnaðar- afurðum er nú meiri en nokkru sinni. Afurðaverðið lækkaði og afkoma landbúnaðarins var um langan tíma á helj- arþröm. En með margs konar löggjöf hefir land- búnaðurinn nú fengið þá vernd og þann stuðning, sem hann þarfnast, þannig að hann á nú við betri skilyrði að búa, og út- flutningurinn til Englands og Þýzkalands hefir vaxið mjög yerulega síðan kreppuárið 1932. Atvinnuleysið, sem skapaðist af þessari umturnun á sviði at- vinnulífsins, hefir verið mjög mikið. Árin 1932—1933 voru um 200 000 verkamenn atvinnu- lausir, eða hér um bil 50% af öllum félagsbundnum verkalýð. Kreppan á sviði landbúnað- arins hafði það í för með sér, að milli 30 000 og 50 000 verka- menn urðu atvinnulausir, en það hafði aftur áhrif á aðrar at- vinnugreinar, sem einnig urðu að takmarka framleiðsluna. Til útlanda gat þetta fólk ekki far- ið, þar sem önnur lönd bönnuðu innflutning á fólki, og framboð- ið á dönskum vinnukrafti óx því árlega um 5—6—7000, og það varð að grípa til óvenjulegra ráðstafana gegn erfiðleikunum. 1000 milljónir feróna til opinberra framkvænAa. í þeim ráðstöfunum, sem gerð- ar hafa verið til að takmarka innflutning á erlendum vörum, hefir verið höfð hliðsjón af því, hvað helzt gæti orð'ið til að auka atvinnuna, en auk þess hefir verið ráðizt í stórkostlegar op- inberar framkvæmdir. Á sein- ustu 10 árum hafa fjárframlög 1 þessu skyni numið allt að því 1000 milljónum króna. Bygg- ingariðnaðurinn, sem hafði stöðvazt, er hafinn á ný með hjálp löggjafar, sem sér honum fyrir fé, og nú er loksins svo komið, að við erum nokkurn veginn búnir að yfirstíga kreppuvandræðin. Tala at- vinnuleysingja nemur nú um 60 þúsundum, en þar er þess að Frh. á 3. síÖu. |2 ÚSUNÐIR áhorfenda horfðu í gær á hina ungu flugmenn okkar sýna listir sínar yfir Sandskeiðinu, og vöktu listflug Sigurðar, Björns og Schauerte einna mesta hrifningu. Fór flugsýningin mjög vel og skipulega fram og var Svifflugfélagi íslands til hins mesta sóma. Strax í gærmorgun byrjaði fólk .að streyma til Sandskeið- is til þess að komast þangað upp eftir í tíma og sjá aðbúnað flug- nemanna, en þeir hafa verið við æfingar og nám nú undan- farið. Veðrið var líka dásam- legt, glaðasólskin og hiti. Fólksstraumurinn óx stöðugt og náði hámarki sínu um kl. 3 V'2, þegar vart var fáanlegur bíll í bænum, vegna þess að allir voru uppteknir við fólks- flutninga upp að Sandskeiði. Er varlegt að áætla um 3 þúsund* manns á Sandskeiðinu, þegar flest var, og bifreiðarnar skiptu hundruðum. Flugdagurinn hófst stundvís- lega kl. 4 með setningarræðu Guðbrandar Magnússonar for- stjóra, og að henni lokinni skírði forsætisráðherrafrúin, Vigdís Steingrímsdóttir, svifflugur Svifflugfélagsins, og heita þær nú: Hrafn, Máfur, Smyrill og Fálki. Eru allar svifflugurnar, að Fálka undanteknum, sem er þýzkur, smíðaðar af félögunum í Svifflugfélaginu. Vonandi líða ekki mörg ár, þar til félagið hef- ir eignazt jafnmargar svifflug- ur og íslenzku fuglarnir eru. Á meðan setningarræðan og skírn ,,fuglanna“ fór fram, var. svifflugunum 4 og báðum flug- vélunum snoturlega raðað gegnt áhorfendum, en flugmennirnir stóðu heiðursvörð við þær. Vakti það athygli margra, að í þeim hópi voru tvær stúlkur, svo að af því má sjá, að þarna er einnig um íþrótt fyrir kven- fólk að ræða. Flugsýningin hófst á byrjun- inni, byrjendafluginu, þegar neminn flýgur sinn fyrsta metra. Eru við þessar fyrstu æfingar hafðar sterkbyggðar svifflugur, því að gert er ráð Ueflr ¥alnr pegartapað titli sinnm og fslandsmötinn? ....---- Félagið tapaði í bráðskemmtileg um leik við Fram í gærkveldi. T VEIR kappleikir fóru fram á íþróttavellinum í gærkveldi, og má óefað full- yrða, að sjaldan hafi áhorf- endur skemmt sér jafn vel. Þeir voru líka mjög margir, að líkindum um 3000, þegar flest var, þrátt fyrir hina fjölmennu samkomu á Sand- skeiðinu. (Frh. á 4. síðu.) Folltrúar norræoo bræðrafiokkanna fara heim i kvðld FULLTRÚAR Alþýðu- flokkanna og Al- þýðusambandanna á Norð- urlöndum fara heimleiðis með „Dronning Alexand- rine“ í kvöld kl. 6. Með skipinu fara einnig Ivar Vennerström lands- höfðingi og kona hans. fyrir, að þær komi ekki alltaf sem bezt niður. Modelflugið tókst prýðilega. í Modelflugfélaginu eru 15 strákar, flestar á fermingar- aldri, og hafa þeir byggt model- flugur sínar eftir erlendum fyr- irmyndum með þeim ágæta ár- angri, að tvær flugurnar svifu úr augsýn allra áhorfenda, en vonandi hefir eigendunum tek- izt að finna þær. Rak nú hver flugsýningin aðta : A og B flug, þar sem sýnt var, hvers krafist er til að ná þessum prófum. Þá var gerð tilraun til að fljúga hitauppstneymisflug með þeim ágæta árangri, að Schauerte sem stýrði svifflugunni, tókst á einum staö yfir Sandskeiðinu að hækka sig um 4 metra á sek- úndu og þótti honum verst, að hann, vegna annarra dagskrárliða .-Varð að koma niður eftir 18 míil- útna svif. Listflug Fritz Schauerte á svif- flugu, Bjöms Eiríkssoriar og Sig- urðar Jónssonar vakti mesta hrifn ingu allra áhorfenda, enda var ástæða til þess, því að sýning- arnar voru brá’ðskemmtilegar, og sást þar bezt, hversu gott váid hinir íslenzku flugmenn okkar hafa á flugvélum sínum. Flugdeginum lauk með því að áhorfendum var gefið tækifæri tiJ að fljúga hringflug, en rigning- arsúld og þoka á fjöllum dró nokkuð úr þátttöku í því. Gunnar Böðvarsson vann get- raunina um, hve hátt svifflug- an fór, þegar Schauerte byrjaði listflug sitt, en það voru 510 metrar, en mest var gizkað á 4000 metra og minnst 60. Bréfspjöldin seldust upp á ör- skömmum tíma, og vom 4500 .spjöld í póstinum frá Sandskeið- inu til Reykjavíkur Klukkan um 6, þegar flugdeg- inum lauk, vildu þær þúsundir, sem tekiÖ hafði nokkrar klukku- stundir að flytja upp eftir, allar fara á sömu stundinni til bæjar- ins með þeim afleiðingum, að allir bílar, sem þar vom, fylltust á svipstundu, en fólkiö beið þó í stórhópum eftir þvi að fleiri kærnu. Varð bílaumferðin á veg- inum milli Sandskeiðis og Reykja Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.