Alþýðublaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGINN 1. ÁGÚST 1939. r ALÞYÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hani: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (■Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima) 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021: Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Hreinar línur. ÞAU ORÐ, sem Stauning lét falla um verkalýðshreyf- inguna hér á landi, í viðtali því, sem birtist í Alþýðublaðinu í gær, munu verða mörgum um- hugsunarefni og ekki ólíklegt, að þau gætu orðið til þess að hjálpa ýmsum til að sjá í nýju ljósi þá viðburði, sem undan- farið hafa verið að gerast í verkalýðshreyfingunni hér hjá okkur, en margir átt erfitt með að gera sér rólega grein fyrir í hita baráttunnar, sem um þá hefir staðið. „Mér hefir lengi skilizt,“ sagði Stauning, ,,að hér væri ekki barizt nógu ákveðið á móti áhrifum kommúnismans. ..... En nú skilst mér, að skapaðar hafi verið hreinar línur,“ að Alþýðuflokkurinn sé nú „laus við alla áhangendur einræðis- ins.“ Þannig lítur hinn viðurkenndi foringi dönsku verkalýðshreyf- ingarinnar og langþekktasti fór- vígismaður lýðræðisins á Norð- urlöndum á þá viðburði og þau átök, sem hér hafa átt sér stað. Hjá honum kveður við töluvert annan tón, heldur en hjá hin- um kommúnistísku fölsurum hér heima hjá okkur og hinuÁi nýja foringja þeirra (út á við), sem i heilt ár hafa verið að berjast við að læða þeirri lygi inn í meðvitund verkamanna hér á landi, að Alþýðuflokkur- inn hefði brugðizt þeirri stefnu, sem hann og aðrlr Alþýðuflokk- ar á Norðurlöndum hefðu hing- að til fylgt, og að það væri nú hinn nýi, dulklæddi kommún- istaflokkur, sem væri flokkur lýðræðisins og jafnaðarstefn- unnar á íslandi og stæði á þeim grundvelli, sem Alþýðuflokk- arnir i®Danmörku, Noregi og Svíþjóð berðust á. Það var þungt áfall fyrir flokk, sem hafði ætlað sér að byggja framtíð sína og aðdrátt arafl á verkalýðinn hér á landi á slíku falsi, að vera knúinn til að verða vitni þess, að svo eftir minnilega væri flett af honum grímunni eins og gert var með heimsókn hinna dönsku, norsku og sænsku Al- þýðuflokksfulltrúa og yfirlýs- ingum þeirra um hina sameig inlegu stefnu Alþýðuflokksins hér og bræðraflokka hans á Norðurlöndum. En nú hefir Stauning með ummælum sínum fullkomnað þessa afhjúpun kommúnistaforsprakkanna og um leið gert öllum verkamönn- um hér á landi ljóst, hvernig af forvígismönnum verkalýðs- hreyfingarinnar í Danmörku, Noregi og Svíþjóð er litið á þá viðburði og þau átök, sem hér hafa átt sér stað. Og enginn var til þess kjörnari en einmitt hann, að mótmæla á þann hátt þvj falsi kommúnista hér heima tftvarpsræða Stannlngs á sunnudagskvðldlð. HÉR fer á eftir ávarp það til íslenzku þjóðarinnar, sem Th, Stauning forsætisráðherra Dana flutti í útvarpið á sunnu- dagskvöldið, í orðréttri íslenzkri þýðingu: „Ég hefi með ánægju þegið það boð, að ávarpa íslenzku þjóðina á þessum vettvangi. Ég er útlendingur, en ég kem sem vinur og aðdáandi þessa stór- kostlega, sérkennilega lands. Fjórum sinnum hefi ég komið hingað, knúinn af lönguninni til að sjá landið og hina elsku- legu íbúa þess. Nú er það senni- lega í síðasta sinn, því að árin líða, og ég lít með ánægju yfir það starf, sem unnið hefir ver- ið, einnig í sambúðinni við ís- land. Ég skil stolt íslenzku þjóðarinnar yfir því, sem hér hefir verið afrekað, síðan hún fékk það sjálfstæði, sem var ár- angurinn af samningunum 1918. Með sjálfstæðinu og sjálfsá- kvörðunarréttinum hefir þróazt hér ábyrgðartilfinning gagnvart landi og þjóð, sem hefir komið fram á hinn fallegasta hátt, og ég hefi hina mestu ánægju af því að sjá í hvert skipti, hvernig allt vex á íslandi. Að sjá gró- andann í hínu merkilega at- vinnulífi, sem er að skapast, og sjá, hvernig náttúruöflin og náttúruverðmætin eru tekin til afnota í þróun landsins og lífi þjóðarinnar. í meira en 500 ár var ísland í sambandi við Danmörku. Um langt skeið ásamt Noregi, undir stjórn Danakonungs, og að svo miklu leyti, sem hægt er að sjá á sögunni, hafa verið slæm- ir tímar á þessum árum, fyrir ísland eins og fyrir aðra, já, eins og líka fyrir alla alþýðu manna á meðal dönsku þjóðarinnar. Hin gamla sjálfstæðistilfinn- ing, sem var ríkjandi meðal ís- lendinga, varðveittist í aldanna hjá okkur, að þeir ættu nokkuð skylt við Alþýðuflokkana í þess- um löndum, eins og þeir hafa verið að reyna að telja verka- mönnum hér trú um, í voninni um það, að geta með því vaggað þeim í svefn og vélað þá yfir í herbúðir sínar. Alþýðuflokkurinn hefir verið sér þess fullkomlega meðvitandi í átökunum við mennina, sem breiddu yfir nafn og númer, að hann var að skapa hér hreinar línur. Hann vissi, að sameining, sem byggð er á sandi, er verri en engin sameining. Hann vissi, að þeir menn, sem ekki vildu hispurslaust sýna það bæði í orði og verki, að þeir viður- kenndu lýðræðið sem starfs- grundvöll verkalýðshreyfingar- innar hér á landi á sama hátt og það er viðurkennt af verkalýðs- hreyfingunni alls staðar annars staðar á Norðurlöndum, áttu enga samleið með Alþýðu- flokknum, og kaus heldur að láta þá sigla sinn eigin sjó, en að gangá inn á nokkur kaup við þá um höfuðatriðin á stefnuskrá hans. Og hann er þess fullviss, að hafa með svo hreinum linum ekki aðeins bjargað verkalýðs- hreyfingunni hér á landi úr bráð um voða, sem henni stóð af her- brögðum og óheilindum komm- únista, heldur og að hafa skap- að henni haldbetri grundvöll til sóknar og nýrra sigra en hún hefir nokkru sinni haft hingað til. rás og var enn við líði á þessari öld, þegar nýjar hugsanir og ný- ir starfshættir tóku að ryðja sér til rúms á sviði stjórnmálalífs- ins. Menntun og pólitísk menn- ing hefir um aldaraðir mótað skapgerð hinnar dönsku þjóð- ar. Og þegar hugmyndin um sjálfstæði hinnar sérkennilegu, íslenzku þjóðar var sett fram á ný í byrjun þessarar aldar, var sá þroski fyrir hendi, sem var skilyrðið fyrir friðsamlegum og vinsamlegum skilnaði. Síðan 1. desember 1918 er ís- land frjálst og sjálfstætt ríki, og sem frjáls og sjálfstæð ríki hafa ísland og Danmörk gert með sér samning, sem hefir staðizt próf reynslunnar í þessi 20 ár. Sá fjandskapur og sú beizkja, sem gerði vart við sig fyrr á tímum, eru nú horfin fyr- ir bróðurlegri einingu, vinátíu og hjálpfýsi. Við höfum.sam- eiginlega lifað slæma og stranga tíma á síðustu 8—10 árum. Við höfum orðið að berjast við heimskreppu, sem hafði það í för með sér, að horfið var frá gömlum reglum um viðskipti þjóðanna og nýir viðskipta- hættir teknir upp í staðinn fyrir frjálsa verzlun og umsetningu. Marga erfiðleika höfum við orðíð að yfirstíga, <^g þó að lönd okkar séu um margt mjög frábrugðin hvort öðru, þá er þeim það þó sameiginlegt, að aðalatvinnuvegir okkar eru ein- hliða. Á öðrum staðnum eru fiskveiðarnar það, sem allt velt- ur á, en á hinum landbúnaður, sem byggist á stórkostlegum útflutningi. Báðir þessir at- vinnuvegir eru háðir markaðs- sveiflum, veðráttu og öðru, og báðir hafa orðið að semja sig að mjög breyttum skilyrðum á sviði viðskiptanna. Við höfum reynt að yfirstíga erfiðleikana, sem hafa hrúgazt upp, og þegar við öðru hvoru höfum getað rétt íslandi hjálparhönd, höfum við með ánægju tekið málið til athugunar og gert það, sem í okkar valdi stóð. Við höfum með mikilli at- hygli fylgzt með þróun atvinnu- lífsins og stjórnmálanna í þessu ríki, og ég nota tækifærið til þess að láta ánægju mína í ljós yfir þeirri sameiningu. kraftanna, sem hefir átt jsér stað á alvarlegri stundu, því að tímarnir hvetja til sameiningar og samvinnu um hin alvarlegri hagsmunahiál hvers . éinasta lands. Ég get auðvitað ekki dæmt um framtíðarmöguleika þessa lands, hins íslenzka þjóðfélags, en ég byggi skoðun mína á kynnum mínum af hinni táp- miklu skapgerð þjóðarinnar, af hinni glæsilegu íslenzku list, og þá kemst ég að þeirri niður- stöðu, að það hljóti að vera hægt að skapa þjóðinni lífvæn- lega framtíð. Það er ekki glæsi- legt að líta inn í framtíðina, þegar gætt er þeirra átaka, sem nú eiga sér stað á milli Evrópu- þjóðanna, en með góðum vilja hljóta Norðurlönd að hafa möguleika til að lifa lífi sínu í samræmi við skapgerð og hugs- unarhátt Norðurlandaþjóðanna. Við óskum friðar og sam- vinnu milli Norðurlanda og í- búa þeirra, og við Norðurlanda- þjóðirnar fimm erum einhuga um að halda fast við óhlút- dræga og hlutlausa afstöðu gagnvart öðrum. Við vonum, að þessi afstaða verði viðurkennd og virt þann- ig, að ekki verði ráðizt á frelsi og sjálfstæði Norðurlanda, og við óskum þess fyrir allan heiminn, að þær tilraunir, sem nú er verið að gera til þess að tryggja friðsamlega lausn þess ágreinings, sem er á milli þjóð- anna, megi bera árangur, þannig — að þeim vopnum, sem smíð- uð hafa verið á þessum árum, verði ekki beitt á móti mönn- unum. Ég er sannfærður um, að ís- lenzka þjóðin muni framvegis sem hingað til fylgja hinni nor- rænu stefnu í áttina til sam- vinnu og skilnings innbyrðis milli Norðurlandaþjóðanna, og þá ekki síður í sambúðinni við aðrar þjóðir. ísland, sem einmitt með sinni sérkennilegu náttúru set- ,ur mót á skapgerð þjóðarinnar, hefir átt sinn þýðingarmikla þátt í þróun þjóðarinnar, en það getur einnig átt sinn þátt í því að auðga heiminn innan takmarka þessa einkennilega lands. Það gerir það í andlegum efnum, með listunum, með vís- indunum, með starfsemi skól- anna og með því frumkvæði, sem kemur fram í uppbyggingu þjóðfélagsins. Þegar náttúruöfl- in eru beizluð og tekin i þjón- ustu mannfélagsins, þá hljóta að vera að verki sterkir viljar í þessu landi, og þeir geta mjög vel verið fordæmi, einnig utan takmarka landsins. Ég óska íslandi allra heilla og árangurs í viðleitni þess til að skapa þjóðfélag á nútíma- grundvelli. Ég þakka íslenzku þjóðinni fyrir það fordæmi, sem hún er að gefa heiminum, og flyt henni kveðju frá bræðra- þjóðinni í Danmörku, þar sem hinar beztu og hjartanlegustu tilfinningar eru ríkjandi gagn- vart hinni íslenzku þjóð.“ Wm 'ÆÍ/i ^ramVóWun^opienna. AfwevH * "WítrsleKúWa. Nanneldisrannsöknirnar fara aðal- leya frani í ásnst og september. -----♦------ Rannséknfrnar ná til bænda og kaupstaðabita jofnum höndum. ■ ■' ■•< Viðtal við dr. Skúla Guðjónsson. Dr. skúli guðjóns- SON fór héðan með „Dronning Alexíandrine“ í gærkveldi. Hann hefir dvalið hér alllengi undanfarið og unnið að undirbúningi og byrjun manneldisrannsókn- anna, sem ríkisstjórnin hefir efnt til meðal landsmanna og Alþýðublaðið hefir þegar skýrt allnákvæmlega frá. Dr. Skúli Guðjónsson er einhver bezti sérfræðingur í mann- eldisrannsóknum á Norður- löndum, og enginn hefir fengið jafnmikla praktiska þekkingu í þessum málum og hann. Hann hefir stjórnað mann- eldisrannsóknum í Danmörku síðastliðin 10 ár og lokið mann- eldisrannsóknum í Færeyjum. Hann hefir skrifað allmikið rit um niðurstöður sínar, sem nú er í prentun í Danmörku. Alþýðublaðið hafði tal af dr. Skúla Guðjónssyni rétt áður en hann steig á skipsfjöl og spurði hann um starf hans hér undan- farið við manneldisrannsókn- irnar, og fórust honum orð á þessa leið: „Þegar ég var hér í vor, var hafinn undirbúningur að mann- eldisrannsóknunum og ríkis- stjórnin skipaði nefnd ágætra manna til að vinna að þessum undirbúningi. Ég var leiðbein- andi og meðstarfsmaður nefnd- arinnar. Ég hefi nú lagt til, að þessi nefnd starfi áfram, verði föst, því að með löngum, ná- kvæmum rannsóknum á þessu sviði, verður bezt hægt að ná góðum árangri. Þetta er í sam- ræmi við ráðstafanir annarra þjóða, því að alls staðar er starfandi með heilbrigðisráðu- neytunum svokölluð matvæla- ráð, og hafa þau sína miklu þýð- ingu. Framkvæmdastjóri manneld- isrannsóknanna er hr. Júlíus Sigurjónsson læknir, en ég hefi lofað allri þeirri aðstoð, sem ég Dr. Skúli Guðjónsson. get í té látið, og er fús til að veita hana. Nefndin byrjaði starfsemi sína með því að útbúa ýmiss konar eyðublöð, sem hún hefir Frð kirkjngarðmuni. Eigendur barnareitanna bak við legstað fjölskyldu minifar og sömuleiðis eigendur stóru tré- girðingarinnar við hlið hans, og háu trégirðingarinnar ómáluðu skammt fyrir norðvestan hann, eru vinsamlega beðnir að hitta mig að máli í dag eða á morgun. Sigurbjörn Á. Gíslason. (Sími 3236.) sent út, og rannsóknirnar eru þegar hafnar. Við höfum valið 10—20 fjölskyldur á hverjum stað: í Reykjavík, á Akranesi, á Eyrarbakka, á Kjalarnesi, í Kjós, og á nokkrum bæjum í Dölum og í Öræfum. Enn er eftir að velja staði á Vesturlandi. Við höfum fylgt þeirri reglu, að taka helzt fjölmennar'fjölskyld- ur og láta rannsóknirnar fara fram á þeim, og auðvitað höfum við ekki aðrar fjölskyldur en þær, sem hafa verið fúsar til að aðstoða okkur, og húsfreyjurn- ar verða auðvitað að skilja til fullnustu, hvað þessar rann- sóknir hafa að þýða. Þá höfum við séð svo um, að rannsóknirn- ar fari samtímis fram bæði með- al sjávar- og sveita-búa. Fólk hefir tekið öllum beiðnum vor- um mjög vel, og höfum við alls staðar mætt skilningi ög hjálp- fýsi. Aðalrannsóknirnar fara fram í ágúst- og september-mán- uðum, þá fer og fram læknis- skoðun á þeim, sem taka þátt í rannsóknunum: “ — Verður aðeins rannsakað mataræði fólks? „Nei, alls ekki. Allur aðbún- aður þess, fatnaður, húsnæði o. s. frv. verður tekið með. Annars væri ekki hægt að ná réttum árangri. Tilgangur rannsóknanna er að komast að raun um sambandið milli heilsufars og þroska einstakling- anna annars vegar og alls að- búnaðar hins vegar. Ég tel, að það sé tiltölulega létt að fram- kvæma þessar rannsóknir hér.“ Liftnrgginpar Vátryggingarskrifstefa Sigfúsar Sighvatssonar. 2. Maðurinn K®star 2 krónur. sem hvarf. Þessi óvenjulega skemmtilega skáldsaga er skrifuð af 6 þekktustu skáldsagna- höfundum Bandaríkjanna, eftir hug- mynd Franklin D. Roosevelts Banda- ríkjaforseta. Fæst í Afgreiðslu Alþýðufelaósins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.