Alþýðublaðið - 02.08.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.08.1939, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR (Jm ipréttlr ísflrélnga. ---*-- Viðtal við Sverri Guðmundsson fararstjóra knattspyrnumajinanna. ÍSFIRZKU KNATTSPYRNUMENNIRNIR. Aítari röö, talið frá vinstri: Sverrir Guðmundsson, fararstjóri, Haíldór Sveinbjarnarson, Böðvar Sveinbjarnarson, Halldór Magnússon, Guðm. L. Þ. Guðmundsson, Högni Helgason, Ágúst Leós, Herbert Sigurjóns- son, Jónas Magnússon, Kristmundur Bjarnason. Fyrir framan, frá vinstri: Sveinn Elíasson, Guðjón Bjarnason, Hörður Helgason og Svein- björn Kristjánsson. Á myndina vantar Níels Guðmundsson. Vald og virðing dómarans. Þetta íslandsmót, sem nú fer fram, ætlar að verða einhvert það sögulegasta, sem fram hefir farið hér á landi. Hver leikur breytir gangi þess og líkum, hver leikur færir með sér meiri ánægju og gremju, og hver leikur færir 'með sér atburði hvern öðrum merkilegri. Eitt vítavert atriði, sem jafnan einkennir hina sigruðu og áhangendur þeirra hér á landi, er það, hversu oft sakir eru ýktar á dómarann og honum kennt um hlutdrægni o.fl. Á þessu hefir borið venju fremur á íslandsmótinu í ár, því sem af er, sérstaklega eftir síðasta leikinn. Áhorfendur eiga sinn mikla þátt í þessu. Þeir, sem mest æpa slagorð eins og þessi: „Út af með dómarann,“ „Þið leikið á móti 13“ o. s. frv. ættu að kynna sér leikreglurnar betur og hugsa sig betur um áður en þeir æpa þau næst. Dómari, sem valinn hefir verið til að dæma leik, dæmir hann eftir vilja sínum, og hann hefir úrskurðarvald um hin ýmsu atvik leiksins. Þó virðist svo eftir K.R.-kærunni, að nú sé hægt að fá slíku breytt eftir á, ef nægileg rök fást fyrir því, að dómarinn hafi rangt: fyrir sér. Slíkt mun ekki vera hægt erlendis, í þ. m. ekki á millilandaleikjum. T. d. get ég nefnt leik, sem nýlega fór fram milli Noregs og Svíþjóðar. Þar unnu Nórðménn með 1:0, en tvisv- ar voru mörk dæmd af Svíum. — Dómaripn hélt því fram, að mörk- in hefðu verið ólögleg, en Svíar sönnuðu það með kvikmynd, að mörkín hefðu Verið lögleg. En það gat engin áhrif haft, því að dóm- árinn hafði einu sinríi dæmt leikinn á þennan veg, og hann verður alltaf skoðaður sem unninn af NorfSmönnum. Þegar sarínanir .með kvikmynd ekki duga, hvað ættu þá köll og ókurteisi að duga? Það er því ber- sýnilegt, að slíkt hefir aðeins ill áhrif á dómarann, en getur engu breytt um dóm hans. Aftur á móti er hægt að koma í veg fyrir, að dómari fái að dæma meira, ef hann gerir sig brotlegan að einhverju leyti, en það á engin áhrif að hafa á fyrri gerðir hans. Þetta verða á- horfendur að skilja, svo og aðrir þeir, sem harðast á dómarana deila, svo að dómarastaðan verði ekki eins illræmd í framtíðinni og hún er nú. Þá fyrst fáum við góða dómara. Zeus. íþróttamótið að Villingaholti. íþróttamót hélt Ungmennafélag- ið Vaka við Villingaholt skammt frá Þjórsá á sunnudaginn var. Mót þetta var 1. íþróttamót ung- mannafélaganna „Vöku“ og „Sam- hyggðar". Form. Vöku, Reynir Þórarins- son, setti mótið, en Jón Konráðs- son kennari flutti stutt erindi. Var siðan byrjað á íþróttakeppnunum. Veður var ekki hagstætt til keppni, of hvasst og kalt. Leikvanginum var auk þess á- bótavant í ýmsu, en þrátt fyrir þetta verður að telja árangurinn mjög sæmilegan. Úrslit í hinum einstöku greinum urðu þessi: 100 m. hlaup: 1. Guðm. Ágústsson, V 11,8 sek. 2. Þórður Þorgeirsson. V 12,2 sek. 3. Elías Guðmundsson, S 12,3 sek. Hlaupið vor undan allsterkum vindi. í undanrásum fengu Þórður og Elías 12,0 sek., en'Guðm. sama tíma og í úrslitunum. Hástökk: 1. Guðm. Ágústsson, V 1,54 m. 2. Bjarni Ágústsson, V 1,50 m. 3. Ingvar Ólafsson, S 1,42 m. Bjarni stökk ,magastökk“. en hinir söxuðu. Langstökk: 1. Guðm. Ágústsson. V 5.44 m. 2. Marel Jónsson, S 5,10 m. 3. Steindór Gís.lason, S 5,10 m. Reynslustökkin voru stokkin af planka, en hin af berri jörðinni, vegna þess að keppendur, sem voru berfættir, meiddu sig á plankan- um. Þrístökk: 1. Guðm. Ágústsson, V 11,86 m. 2. Marel Jónsson, S 10,75 m. 3. Steindór Gíslason, S 10,63 m. Steindór var óánægður með þessi málalok, fékk að reyna aftur og stökk þá 11,03 m. Kúluvarp: 1. Guðm. Ágústsson, V. 10,48 m. Þessa dagana eru hér ísfirzkir knattspyrnumenn, sem taka þátt í 1. fl. mótinu. Þeir hafa unnið K.R., Val og Víking, en gert jafntefli við Fram. Þeir hafa þannig mjög mikl- ar líkur til að vinna mótið. Tíðindamaður blaðsins hafði ný- lega tal af Sverri Guðmundssyni, fararstjóra flokksins og for- manni Harðar. — Hvernig er áhuginn á íþrótt- unum þarna vestra? „Á ísafirði er hann töluverður og ört vaxandi. en í hinum bæjun- um er hann töluvert minni. Á ísafirði eru tvö félög, Hörður og Vestri, en þau koma nú oft fram út á við, sem eitt félag eða í nafni f.R.V.F. Einnig er starfandi á ísafirði öflug deild skáta, Skátafélagið Ein- herjar, sem mikið hefir unnið í þágu skíðaíþróttarinnar." — Hvaða íþróttir iðkið þið mest? „Áhuginn er mestur á knatt- spyrnunni á sumrin en skíðaíþrótt- inni á vetrum. Aðrar íþróttir eru minna iðkaðar, svo sem sund, leik- fimi og frjálsar íþróttir.“ — Hvernig eru aðstæður til í- þróttaiðkana á ísafirði? „Þær hafa verið mikið bættar síðastliðin ár. Skíðaíþróttina má iðka við ágætar aðstæður, enda hafá ísfirðingar notað sér það vel. 2. Bjarni Ágústsson, V 9,32 m. 3. Halldór Ágústsson, V 8,58 m. Kastað var úr hring. Stangarstökk: 1. Guðm. Oddsson, S 2,60 m. 2. Ingvar Ólafsson, S 2,30 m. 3. Eiður Gíslason, S 2,30 m. Aðstaðan var slæm, kassa vant- aði. og er því árangur þolanlegur. 800 m. hlaup: 1. Þórður Þorgeirss., V 2:27.8 mín. 2. Elías Guðm., S 2:31.0 mín. 3. Þórður Elíasson, S 2:32.7 mín. Hlaupið var á hringbraut. Auk þessa kepptu félögih í reip- drætti — og unnu Vökumenn. Síð- an hófst dansinn. Um 300 manns sóttu mótið, og fór það yfirleitt vél og skipulega fram. Vín sást ekki á neinum utan 1—2. Er það mjög ánægjulegt hve mjög sveitasam- komúr eru að breytast í því tilliti, frá því, sem áður var. Völlurinn .hefir verið lagaður mikið, en er ekjki góður enn, sér- staklga fyrir frjálsar íþróttir, t. d. vantar hlaupat>raut. Félagsmenn félaganna hafa unnið sjálfboða- vinnu við hann, og svo hefir bæj- arsjóður styrkt hann ríflega. Við sundiðkanir eru aftur á móti lé- legar aðstæöur (eða engar!), því að okkur vantar algerlega sund- laug. Það er orðið brennandi á- hugamál allna, að fá hana, en ýmsir örðugleikar eru á því, t. d. er ekkert heítt vatn. Hafa ísfirð- ingar orðið að sækja sundnám sitt í Reykjanes, en þar er ágæt sund- laug.“ — Hafið þið notið þjálfunar í- þróttakennara í íþróttunum? „Tryggvi Þorsteinsson kennari hefir kennt okkur leikfimi og frjálsar íþróttir. í knattspyrnunni vantar okkur nú kennara, og höf- um við mjög mikinn áhuga á því að reyna að útvega okkur hann. 1937 kenndi Bert Jack okkur um tíma, en við höfum ekki það gagn af því, sem skyldi.“ — Hafið þið fengið margar í- þr óttaheimsóknir ?, „Já, við höfum töluvert oft feng- ið flokka. Þriðju flokkar úr K.R. og Val hafa báðir heimsótt okkur —og tapað. Þriðji flokkur okkar vann sömu félög aftúr í Reykja- vík ’36, en tapaði fyrir úrvali úr þeim. Annar flokkur Fram kom ’38 og lék tvo leiki, tapaði öðrum — en gerði jafntefli í hinum. Annar flokkur úr Herði fór til Akureyrar og keppti 4 leiki, töpuðu einum, gerðu jafntefli í tveimur og unnu einn. Þór frá Akureyri kom í vor og keppti tvo leiki, tapaði báðum. Þetta voru helztu heimsóknir, sem við höfum fengið og farið í í knatt- spyrnu. í skíðaíþróttinni höf- um við einnig haft góð sambönd við umheiminn, en lítið í öðrum greinum.“ — Gerir ekki sjómennskan mörgum ungum mönnum erfitt um íþróttaiðkanir? „Jú, það kemur sér afar illa, hversu margir verða að vera að heiman á sumrin. Við getum komið okkur upp góðum liðum í yngri flokkunum, en þegar á líður, verð- ur afar erfitt að halda mönnum heima. f þessu tilliti standa bæir, þar sem iðnaður er dálítill, eins Finnar nnnu Svia meö 112 stipm gep 102 Á fimmtudag og föstudag í s.l. viku fór fram keppni í frjálsum íþróttum rríilli Finna og Svía. Keppnin var einhver mest spenn- andi keppni, sem farið hefir fram. Eftir fyrri daginn leiddu Finnar, en um miðjan seinni daginn leiddu Svíar. Finnar unnu svo á síðustu þrem greinum. Úrslit einstakra greina urðu þessi: 400 m. grindahlaup: Storskrubb. F. 53,3 sek., Virta, F. 54,2, Ares- koug, S. 55,4, Sixten Larsson, S. 56,0. 100 m.: Savolainen, F. 10,7 sek., Strandberg, S. 10,8, L. Lindgrén, S. 11,1, Ajopala, F. 11,2. Kúluvarp. Bárlund, F. 15,82 m. Backmann, F. 15,64 m., Gunnar Berg, S. 15,34 m., Fernström, S. 14,48 m. Langstökk: Simola, F. 7,17 m., Hákansson, S. 7,12 m., Laine, F. 7,10 m., Stenquist, S. 7,05 m. 800 m.: Bertil Andersson, S. 1:52,2 mín., Rakkolainen, F. 1:52,5 mín., Lennart Nilsson, S., Vallikare, F. 1:54,6 mín. og t. d. Akuryri, miklu betur að vígi.“ — Eruð þið áríægðir með för ykkur hingað suður? „Já, já, hún hefir gengið ágæt- lega og móttökur Fram hafa veriö með afbrigðum góðar." — Hvernig lýst ykkur á reyk- víksku knattspyrnumennina? „Þeir leika mikið harðara en við erum vanir, annars get- um við afar margt af þeim lært, sérstaklega meistaraflokkunum.“ —o— ísfirðingarnir fara heimleiðis n. k. föstudag. Er vonandi, að við eig- um eftir að sjá þá oftar hér syðra. Hástökk: Kalima, F. 1,97 m., Assar Persson, S. 1,97 m., Lund- quist. S. 1,93 m., Niklén, F. 1,90 m. 400 m.: P. Edfeldt, S. 48,5 sek., Storskrubb, F. 49,4 sek., O. Dani- elsson, S. 49,7 sek., Tammisto, F. 49,8 sek. Kringlukast: G. Berg, S. 47,82 m., Mentula, F. 47,36 m., Anders- son, S. 46,32 m., Kotkas, F. 46,24 m. Stangarstökk: Ládimáki, F. 4,10 m., Vestberg, S. 4,00 m., Ljung- berg, S. 4,00 m., Reinikka, F. 3,90 m. Spjótkast: Járvinen, F. 72,24 m., Nikkainen, F. 69,30 m., Tegsted, S. 67,28 m. 5000 m.: Máki, F. 14:17,8 mín., Kálarna S. 14:18,8 (sænskt met), Pekuri, F. 14:19,4 mín., Lars Nils- son, S. 14:28,0 mín. 4X100 m.: Svfþjóð 42,0, Finn- iand 42,7 sek. 110 m. grindahlaup: Lidman, S. 14.2 sek. (sænskt met), Harry Nilsson. S. 15,0 sek., Jussila, F. 15.3 sek., Pállö, F. 15,4 sek. 3000 m. hindranahlaup: Isohollo, F. 9:08,8 mín., Larsson, S. 9:09,0 (sænskt met), Lindblad, F. 9:17,8, Söderström, S. 9:27,4. Þrístökk: Rajasaari, F. 15,41 m„ Norén, F. 14,95 m., Bertil Jonsson, S. 14,81 m., Andersson, S. 14,72 m. 200 m.: Strandberg, S. 22,1 sek., Lindgren, S. 22,2, Savolainen, F. 22,5, Miettinen, F. 22,6. 1500 m.: Arne Andersson, S. 3:48,8 mín. (sænskt met), Áke Jansson, 3:49,2 mín., Hartikka, F. 3:50,0 mín. (finnskt met), Sarka- ma, F. 3:59,0 mín. 10 km.: T. Máki, F. 30:35,4 mín., Salminen, F. 30:35,6 mín., Tillman, S. 30:42,2 (sænskt met), Larsson, S. 32:19,8 mín. 4X400 m. boðhlaúp: Svíþjóð 3:16,2 mín., Finnland 3:16,6 mín. CHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnin á Bounty. 35. Karl ísfeld íslenzkaði. bil fimmtíu sinnum fleiri en við. Við gátum komið vatninu og trjánum um borð í bátana, án þess til verulegrar orustu kæmi, en þegar við settum bátana á flot um sólsetursbilið, réðust þeir á okkur og náðu festi annars bátsins. Þegar við komum um borð og Christian tilkynnti skip- stjóranum tjónið, varð Bligh fokreiður og viðhafði orð, sem ekki hefði verið hægt að viðhafa við venjulegan háseta. — Þér eruð duglaus heigull og ræfill. Eruð þér hræddur við þessa ~ bölvaða halanegra, þegar þér eruð alvopnaður? — Til hvers er það, skipstjóri, þegar þér bannið okkur að nota vopnin? svaraði Christian rólegur. Bligh lézt ekki heyra orð hans, en hellti út úr sér runu af blótsyrðum. Allt í einu snéri Christian sér við og gekk frá honum undir þiljur. Þegar Bligh skipstjóri fékk bræðiköst sín, virtist hann alveg brjál- aður. Ég hefi aldrei séð neitt líkt því. Og eftir að ég hafði séð hann oft í þessu ástandi, komst ég að raun um, að eftir á mundi hann ekkert af því, sem gerzt hafði. Ég veitti því oft eftirtekt, að hann æsti sig upp í bræði út af því, sem hann átti sjálfur sök á. Þar sem hann vildi ekki kannast við það, að sökin væri sín megin, var honum nauðsynlegt í þessum bræðiköstum að telja sér trú um, að sökin væri hjá öðrum. Venjulega, þegar Bligh hafði fengið slík köst, vissum við, að logn yrði næstu daga. Hann myndi lítið skipta sér af okkur fyrst um sinn. Daginn eftir gerðist samt sem áður atburður, sem hafði hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir okkur. Ég er ekki örlagatrúar. Menn ráða sjálfir að miklu leyti örlögum sínum, en svo lítur oft út, sem ill máttarvöld geri okkur stund- um skráveifur af glettni. Einn slíkur atburður gerðist þann 27. apríl á því herrans ári 1789. Við sigldum frá Namuka að kvöldi hins 26. Byr var lítill og okkur miðaði skammt áleiðis um nóttina. Allan næsta dag lágum við nokkrar kvartmílur frá landi. Búið var að koma fyrir birgðum þeim, er við höfðum aflað okkur hjá eyjaskeggj- um, og timburmeistararnir voru að smíða skúr handa grísum þeim, sem ekki átti að slátra strax. Bligh hafði dvalð í klefa sínum allan morguninn, en um hádegið kom hann upp á þiljur til þess að gefa Samúel, sem sá um bifgðaskiptinguna, nokkrar skipanir. Margar kókoshnetur höfðu verið lagðar í haug milli fallbyssnanna. Bligh vissi, hversu margar yamsrætur við höfð- um keypt. Hann tók nú eftir því, að tvær hnetur vantaði. Það kann að vera, að Samúel hafi skýrt honum frá því, en hann vissi það að minnsta kosti. Bligh skipaði öllum yfirmönnunum að koma á þilfar og spurði þá, hversu margar hnetur þeir hefði keypt sjálfir og hvort þeir hefðu séð nokkurn stela hnetunum. Bligh, sem án efa hélt, að yfirmennirnir vildu hylma yfir með hásetunum, varð stöðugt æstari og æstari. Loks kom röðin að Christian. — Jæja, herra Christian! Nú vil ég fá að vita nákvæmlega, hversu margar hnetur þér hafið keypt. — Það man ég hreint ekki, skipstjóri, svaraði Christian — en ég vona, að þér álítið ekki, að ég hafi stolið yðar hnetum. — Jú, bölvaður þorparinn, það er einmitt það, sem ég álít, annars gætuð þér gert betur grein fyrir yðar hnetum. Þið eruð þjófar og bófar allir saman. Næst stelið þið af yamsrótunum mínum, eða fáið einhvern hásetanna til þess að stela fyrir ykk- ur. Það skal ekki borga sig fyrir ykkur. Ég skal venja ykkur af að stela! Ég skal koma ykkur öllum fyrir kattarnef. Þið skuluð óska að þið hefðuð aldrei séð mig, áður en við komum að Endeavoursundinu. Af öllum auðmýkjandi ádrepum, sem við höfðum fengið, var þessi sú versta. Og samt sem áður, þegar tekið var tillit til þess, hve hin framda yfirsjón var lítilf jörleg, virtist þetta nánast hlægilegt. En Christian virtist, ekki geta litið á málið frá þessu sjónarmiði. Enginn annar skipstjóri í þjónustu konungs- ins hefði getað komið með svo þunga ákæru á næststjórnanda sinn. Bligh æddi fram og aftur um þilfarið froðufellandi af bræði og öskraði.. Allt í einu nam hann staðar: — Samúel! — Já, herra skipstjóri, sagði Samúel, og kom fram. — Þér gefið þessum þorpurum enga rommblöndu fyrst um sinn. Og í stað eins punds af yamsrótum á mann, fá þeir nú hálft þund. — Já, skipstjóri. — Og ég skal sjá um, að þið fáið ekki nema einn fjórða úr pundi, ef nokkuð vantar. Og þið skuluð fá að skríða á hnján- um til þess að fá það. Hann gaf nú skipun um, að allar kókoshneturnar, bæði yfir- manna og háseta, yrðu fluttar aftur í og teknar í skipsbirgðirnar, Aldrei hafði verið jafnþögult um borð og þetta kvöld. Margir okkar hafa vafalaust hugsað til hinnar löngu ferðar, sem við áttum fyrir höndum. Ef til vill myndi heilt ár líða, áður en við kæmum til Englands. Og allan þann tíma vorum við á valdi harðstjóra, sem engin bæn gat blíðkað. Það var hljótt yfir mötuneyti mínu, því að um þetta leyti borðaði Samúél með okkur, og við vissum, að hann lapti allt í skipstjórann. Peckover gleypti saltkjötið sitt og hálft pund af yamsrótum 1 nokkrum munnbitum og fór því næst. Við hinir fylgdum dæmi hans. Varðsveit Fryers kom á þilfar klukkan 8. Flestir skipverja voru á þiljum uppi um kvöldið, af því að veðrið var svo fagurt. Loftið var svalt og hressandi. Máninn var á fyrsta kvartili, og við skin hans sáum við móta glöggt fyrir Tofoa. Á ellefta tímanum um kvöldið kom Bligh á þilfar til þess að gefa skipanir fyrir nóttina. Hann gekk fram og aftur stundar- korn og skipti sér ekki af neinum. Loks nam hann staðar ná- lægt Fryer, sem leyfði sér að segja: — Ég held, að við fáum góðan byr, skipstjóri. Það er heppilegt að tunglsljós sé, þegar við nálguðumst strönd Nýja Iiollands. — Já, herra Fryer, það er heppilegt, svaraði hann. Nokkr- *

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.