Alþýðublaðið - 02.08.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.08.1939, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGINN 2. ágúst 1939 ALÞVÐUBLAÐÍb ■#------------------------1 ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓBI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru han*: j STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSIN U (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 14906: Afgreiðsla. 5021: Stéfán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ♦-----------------------—♦ Eystrasaltslðnd- in m Finnland. ESS var getið í símskeyt- um frá útlöndum í gær, að vaxandi kvíði gerði nú vart við sig á Norðurlöndum út af því reiptogi, sem virtist vera byrj- að milli stórveldanna um völdin við Eystrasalt og á Eystrasalti, ef til ófriðar kæmi. Þessi kvíði hefir fyrst og fremst skap- azt við þær kröfur, sem Rúss- land hefir í samningaumleitun- um sínum við England og Frakkland í Moskva undan- farna mánuði gert um öryggi Eystrasaltslandanna (Eistlands. Lettlands, Lithauens) og Finn- lands. Rússland hefir sett það skil- yrði fyrir samningsgerð við England og Frakkland, að þessi stórveldi tækju öll 1 sameiningu ábyrgð á öryggi Eystrasalts- landanna og Finnlands, en jafn- framt viljað gera öryggi þeirra að svo teygjanlegu hugtaki, að Rússland gæti tekið sér rétt til þess að blanda sér inn í mál þeirra, ef einhverjir þeir við- burðir gerðust innanlands hjá þeim, sem það teldi sig geta lagt út sem „óbeina árás“ eða „óbeint öfbeldi" af hálfu Þýzka- lands. En þar með væru bæði Eystrasaltslöndin og Finnland raunverulega ofurseld geðþótta Rússlands. Á þessu skilyrði Rússlands er fiillyrt, að samningarnir í Moskva hafi strandað hingað til. England og Frakkland hafa ver- ið treg til þess, að taka sér vald til að ábyrgjast öryggi landa, sem ekki aðeins hafa aldrei beðið um slíkt, heldur meira að segja beinlínis mótmælt því, að það yrði gert og lýst því yf- ir, að þau myndu skoða slíkt sem hlutleysisbrot á sér. Og sérstaklega hafa hvorki Eng- land né Frakkland hingað til verið fáanleg til að gera ör- yggi Eystrasaltslandanna og Finnlands að svo teygjanlegu hugtaki, að Rússlandi væri raunverulega í sjálfsvald sett, hvenær það- sendi her inn í þau til þess að skipa þar mál- um á þann hátt, sem því sjálfu sýndist. Það er ómögulget að segja með neinni vissu um það enn, hvað fyrir Rússlandi vakir með kröfu sinni, hvort það hefir sett hana fram í þeim tilgangi, að láta samningana við England og Frakkland að endingu stranda á henni, eða hvort tilgangurinn er raunverulega sá, að seilast undir yfirskini verndarinnar til valda á ný í Eystrasaltslöndun- um og Finnlandi, sem, eins og kunnugt er, lutu Rússlandi á meðan gamla keisarastjórnin var þar við líði. En það er skiljanlfegt, að hvorki Eystrasaltslöndin né Finnland vilji nokkuð eiga á hættu í því efni, því að þeir tímar eru þjóðum þeirra enn í fersku minni, þegar þær áttu allar undir högg að sækja af hnútasvipum kósakka. Þessi lönd hafa því öll lýst því af- dráttarlaust yfir, að þau vilji enga vernd eða ábyrgð þiggja af Rússlandi, frekar en af Þýzka- landi, og séu staðráðih í því að verja hlutleysi sitt gegn árás, •frá hvorri hliðinni, sem hún kynni að koma. Það er ekki í neinu ósamræmi við þessa yfirlýstu hlutleysis- stefnu Eystrasaltsríkjanna og Finnlands, heldur þvert á móti í fullu samræmi við hana, að þau hafa öll fyrir mörgum ár- um síðan gert svonefndan „ekki árásarsamning" við Rússland á sama hátt og Eystrasaltslönd- in gerðu nú einnig við Þýzka- land i vor, um svipað leyti og Danmörk. Slíkir samningar eru aðeins gagnkvæmt loforð samningsaðilanna um það, að taka ekki þátt í neinni árás hvor á annan, og af hálfu Rússlands og Þýzkalands hafa þeir því ekki verið neitt annað en viður- kenning á hinu yfirlýsta hlut- leysi þeirra smáríkja, sem þau hafa á þennan hátt samið við. Allt öðru máli er að gegna um þá kröfu Rússlands að fá verndarrétt yfir Eystrasalts- löndunum og Finnlandi, meira að segja að, þeim forspurðum, og vald til þess að ákveða sjálft, hvenær og á hvern hátt slík vernd skuli gerð að veruleika. Þar er fyrirfram vegið að hlut- leysi og sjálfstæði þessara landa undir því yfirskini, að verið sé að tryggja það. Og það er að minnsta kosti mjög skiljanlegt, að þau vísi — vel minnug þeirr- ar reynslu, sem þau hafa fengið af rússneskri stjórn fyrr á tímum — öllum slíkum kröf- um af hálfu Rússlands afdrátt- arlaust á bug. Á Norðurlöndum hefir mönn- um hingað til eðlilega staðið meiri ótti af nálægð Þýzkalands. En þau ummæli þekktra stjórn- málamanna bæði í Finnlandi og Svíþjóð, sem bárust hingað í gær, sýna, að þar er engu síð- ur litið alvarlegum augum á þá hættu, sem Norðurlöndum gæti í framtíðinni staðið af uppvakn- ingi hinnar keisaralegu yfir- drottnunarstefnu austur á Rúss- landi. Síldin, blað gefið út af Landssam- bandi síldarverkunarmanna, kom út 28. júlí sðastliðinn. Flytur það margar merkar greinar, svo sem giein eftir Ástvald Eydal um til- raunastöð fyrir síldarverkun. Enn fremur rita í blaðið Kristján Þor- geir Jakobsson, Magnús Vagns- son og Baldvin Þ. Kristjánsson, sem jafnframt er ritstjóri blaðs- ins og ábyrgðarmaður. I bíl yfir Kjöl. Fimm Skagfirðingar, þeir Sig- urður Sigurðsson, Stefán Sig- urðsson, Aðalsteinn Guðmunds- son, Sigfús Sigurðsson frá Nauta- búi og Ingólfur Andrésson bif- reiðarstjóri, komu hingað til Reykjavíkur síðastliðinn fimmtu- dagsmoilgun í bifreið yfir Kjöl. Hefir sú leið, er þeir fóru, al- drei fyrr verið farin í bifreið, enda er hún mjög erfiÖ og yfir vatnsföll að fara, svo sem Blöndu og Ströngukvísl. Voru þeir fimm daga á leiðinni. Leið þessi mun vera nokkuð styttri en þjóðvegurinn til Skaga- fjarðar. Segja þeir hana mjög fagra og telja að hún muni þurfa tiltölulega lítilla aðgerða við til þess að verða bílfær að sumrinu. Héðinn sneri oliulækkuninni á Sigluf irðiupp í olíuhækkun ------ Hvers vegna peglr Þ|óðvll|lnn? Eftir Finn Jónsson. STJÓRN síldarverksmiðja rík- isins ákvað í vor að flytja inn hráolíu og selja skipum, sein leggja upp afla sinn í sumar hjó ríkisverksmiðjunum á Siglu- firði með kostnaðarverði. Gat þetta orðið talsverður hagur fyr- ir síldarútgerðarmenn, því að á- lagningin, sem olíufélögin telju sig' þurfa að leggja á olíuna, er ekkert lítil. Þegar Héðinn heyrði þetta, fékk hann æðiskast, og hafði forgöngu í því að hóta ríkisstjórninni öllu illu af hálfu olíufélaganna, ef hún leyfði stjóm ríkisverksmiðj- anna að lækka olíuverðið á Siglu firði. Ríkisstjórninni var tjáð, að olíufélögin ættu 7000 smálestir af olíu í einu skipi á leið til landsins, þetta skip yrði fastsett úti í annarri Keimsálfu, og ef ó- frið bæri að höndum myndu ol- íufélögin ekki telja sér skylt að flytja inn neina olíu. Auk þess yrðu afskekktir staðir settir hjá með flutninga, og yfirleitt myndi hann gera allt, sem hann gæti, til þess að hefna sín vegna lækk- unarinnar á olíunni. Atburður þessi gerðist uin það leyti, sem ófriðlegast leit út í vor og stríösnefndin var sem óð- ast að reyna að birgja landið upp með nauðsynjavörur. Höfðu allir innflytjendur brugðizt vél við málaleitun stríðsnefndarinnar, á sama^ tíma og Héðinn lét sér sæma þessa framkomu. Rikis- stjórnin lét, þrátt fyrir það ekki hafa sig til að banna olíukaup- in. Það var haldið áfram að und- irbúa þau, búið að útvega banka- tryggingu, fast tilboð komið i olíuna og skip til flutningsins, aðeins eftir að senda síðasta sím- skeytið um sámþykki á kaupun- um. Þegar Héðinn sá blákalda alvöruna,' kom hann, bljúgur að sjá, til ríkisstjórnarinnar og bað um að fá að semja um olíuverð- ið á Siglufirði, sem hann hafði þverneitað áður. Verð hráolíunnar var 17 aurar hvert kíló hjá ólíufélögunum og bauðst nú Héðinn til að lækka það á Siglufirði, ef verksmiðju- stjórnin hætti við að flytja inn olíuna. Sendi Héðinn síldarverk- smiðjunum tilboð sitt í svohljóð- andi símskeyti, 26. apríl s. 1. „Með skírskotun til samtala við ríkisstjórnina viðvíkjandi olíu- verði síldarvertíð Siglufirði, bjóð- um vér yður, ef þér flytjið ekki inn né seljið olíur, gasolíu til eigin nota Siglufirði 152 krönur afhent á tank yðar Siglufirði; enn fremur munum vér þá selja gasolíu til allra viðskiptamanna vorra á Siglufirði fyrir 160 kr. nettó per 1000 kíló frá tank, en verð 1 tunnum óbreytt 170 kr. per 1000 kfló. Vér munum eftir atvikum ábyrgjast þetta verð ó- 'breytt frá 15. júní til 1. sept., breytist gengi eða opinber gjöld á olíunni hækki, áskiljum vér oss rétt tilsvarandi verðhækkun- ar, svar óskast um hæl“. Olía. Þama var ekki nema um eins eyris lækkun að ræða frá út- söluverði olíufélaganna, og neit- aði stjórn ríkisverksmiðjanna að ganga aÖ því, en meirihlutinn sendi svohljóðandi gagntilboð þ. 27. april: Tilvísun gærskeytis yðar vin- samlegast sírnið oss fyrir hádegi á morgun, hvort þér viljið selja síldveiðiskipum olíu af tank Sigíu firði 155 krónur per 1000 kg. verð í tunnum 165 krónur per 1000 kg. verð til verksmiðjanna 152 krónur per 1000 kg. stop verðið verði óbreytt frá 15. júní (il 10. september 1939. Síld. Daginn eftir, 28. apríl, lækk- aði Héðinn sig um 1/2 eyri á kg. í svohljóðandi símskeyti. „Tilvísun gærskeytis yðar sam- þykkjum vér Siglufirði tankverð 155 krónur per 1000 kg. yðar verð 152 krónur per 1000 kg. en tunnuverð 170 krónur saman- ber samtal við framkvæmdastjóra yðar stop önnur skilyrði óbreytt samkvæmt símskeyti voru 26-/4. samanber viðtöl við atvinnumála- ráðherra góðfúslega símsvarið í dag“. Olía. Voiu þá oliufélögin komin með verðið úr 17 aurum niður í 151/2. eyri. Stjóm síldarverksmiðja rík- isjns hafði að vísu ráðgert að selja olíuna á 141/2 eyri, en eftir tilmælum atvinnumálaráðherra samþykkti meirihluti hennar að taka þessu síðasta tilboði, senni- lega vegna hótunar hins vold- uga „olíukarls“. Fékk Héðinn samþykkið i svo- hljóðandi símskeyti hinn 28. apríl: SamþyRkjum skilmála dag- skeyti yðar gegn því að þér dag- símið oss skuldbindingu yðar um að hafa á tanka næga sólarolíu fyrir þau síldveiðiskip vor, sem óska að kaupa olíu af. yður yfir hið umsamda tímabil á umsömdu verði. Síld. Samþykkti Héðinn þetta með venjulegum fyrirvara um óvið- ráðanlegar orsakir. Shell, sem er vaxið af sömu rót og félag Héð- ins, þó að Héðinn hafi foigöngu í allri ágengni, gerði sams konar samninga við stjórn síldarverk- smiðjanna fyrir milligöngu at- vinnumálaráðherra. Virtist svo, eins og oftast nær, þegar samningar eru gerðir um ágreiningsmál, að báðir fengju nokkuð. Rikisstjórnin fékk olíu- verðið lækkað á Siglufirði yfir síldartímann um li/2 eyri hvert kg., sem var að vísu minni lækk- un en verksmiðjustjómin gat framkvæmt og olíufélögin fengu að verzla með olíuna áfram, að vísu fyrir lægra verð en þau höfðu ætlað sér. Þarna áttu stór- ír aðiljar í hlut- Hefði því að ó- reyndu mátt treysta þvi, að samn ingar þessir væru gerðir, svo sem venja e' um 1 ei'Carlega verzl- unarsamninga, án allra undan- biagða- Þessi hefir þó ekki orð- ið raunin á af hálfu Héðins og þeirra fé'aga, því að í íkjóli þess ara samninga um lækkun á olíu- ve cinu hafa þeir raunverulega hækkað það nokkuð á annan tug þúruiida, miðað við alla hráolíu- Isölu á landinu. Blöð þau, er styðja ríkisstjórn- ina, Ipfuðu hana mjög fyrir að hafa lækkaö olíuverðið, með samningunum við olíufélögin, en því miður leiddu samningarnir til talsverðrar hækkunar en ekki lækkunar vegna prettvísi Héðins. Kommúnistablaðinu, Þjóðviljan- um, er fullkunnugt mn þettá., Einhvern tíma hefðu komið stór- ar fyrirsagnir i Þjóöviljanum á þessa leið: „Brezka aúðváldið lælur olíufélögin kúga rikisstjórn- ina. Landráð Héðins, hann hót- ar að stöðva olíuflutninga til landsins á ófriðartímum. Ríkis- stjórnin hækkar olíuverðið fyrir útgerðarmönnum með samning- um við Héðin.“ Þarna var sann- ar!ega efni fyrir stjórnarandstæð- inga til árása. En hvað skeður? Hin baráttufúsa sveit steinþegir. Þegar Héðinn hækkar o’íuverðlð með krókaleiðum, þegir Þjóðvilj- inn. Andstaðan gegn kúgun auð- valdsins er ekki öflugri en þetta. Hinar hátíðlegu yfirlýsingrr Þjóð vi jans um baráttu gegn auðvald- inu verða í framkvæmdinni aum- ur skrípa'eikur. Allir vita hvers vegna. Ég mun hér í blaðinu á inorg- un lýsa nánar hvernig Héðinn pretta'ði atvinnumáíaráðherra svo og gangi þessa máls a'ð öðru leyti. Finnur Jónsson. Reykjavi Hin nýja skáldsaga úr Reykjavíkur- lifinu eftir Ólaf við Faxafen. FRÁ því hefir verið sagt í blöðununr, að skáldsaga með þessu nafni væri komin út. En hvers konar saga er það? Það’er sagan um árásir og inn- brot, um leynigöng og lík ípoka, um jarðskjálfta og sprengingar, um mr. Stuart og Jón á Klapp- arstígnum. Það er líka sagan um ástir þeirra Arnar Óslands og Sjafnar hinna fögru, sagan foma og nýja um vonleysi, kvíða og fögnuð ástarinnar, sögð með þeim innileik og yfirlætisleysi, að lesandinn hlýtur að hrífast með. En athyglisvert er það í þessu sambandi að Sjöfn er hvergi lýst, en þó tekst höfundinum að sann- færa lesandann um afburða feg- urð hennar og atgjörfi. En það er líka sagan um Islendingin og um ísland. íslendinginn sem á að vera „fullhugi og þó óhlutdeil- inn, og ráðkænn í ofanálag". Is- fenaTngTnn, sem á að vera bóka- maður eíns og Hávarður Gunn- arsson, Sem fór að safna bókum, þegar hann rakst á bók, sem Jónas Hallgrímsson hafði átt, og geymir eitt blað úr guð- sþjöllum Jóns Arasonar eins og helgan *dóm. íslendinginn, sem á að vera rithöfundur og ræðumað- ur eins og Úlfar Bjarnasion og skrifa bækur þar sem „mannraun ir, karlmennska og harðfengi eru aðalatriðið” og náttúra landsins opnast fyrir manni, ægileg, fjöl- breytt og mi]dlfengleg“. íslend- inginn, sem elur í brjósti sér þær hugsjónir, sem ívar frá HlíÖar- húsum lýsir með þessum orðum: „íslendingai' eiga eftir að verða voldug þjóð. Því í framtíðinni, Hraðferðfr Steindðrs til Akureyrar um Akranes eru: Frá Reykjavík: Alla mánud., miðvjkud. og föstud. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtud. og laugardaga. Afgreiðsla okkar á Akureyri er á bif- reiðastoð Oddeyrar, sími 260. M.s. Fagranes annast s|éleiðina. Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. Bifreiðastðð Steindórs Símar: 1580, 1581, 1582, 1583, 1584. þegar þjóðirnar eru hættar að undiroka hver aðra, verður sú þjóð voldxig og mikil, sém kem- ur miklu og góðu til leiðar. En það getur þjóð gert, þó hún sé lítil, ef hún kann -að meta vís- indin og samtökin og hefir vilj- - ahn til þess að vinna fyrir nfánn- kynið“. Og svo er þáð sagan um Is- land- Til þess að gefa lesendum Alþýðublaðsins hugmynd um, hvernig höfundurinn skynjar Is- land og náttúru þess, ætla ég að enda þessar línur, sem eins og allir sjá, eru ekki og eiga ekki að vera neinn ritdómur, rriéð því að taka hér upp dálítinn kafla úr niðurlagsorðum bókarinnar: En henni lýkur með óði til Is- lands: Til fjalla vorra, þar segir m. a. „Ég vil heyra hávellúna víð ísbrúnina við norlenzkan fjörð og þegar ísana leysir þar, sjá endurkomu- æðarfuglsins í kvikum breiðfylkingum og heyra hið ákaflynda ástakvak blikanna berast um þveran fjörÖ. Ég vil heyra hinn fátæklega búna snjó- titling kveða Ijóðstúf sinn í skammdeginu yfir alhvítu landi, og sjá hann sem sumarskartandi Sólskríkju, svarta og hvíta, i auðn háfjallanna syngja fagnandi Ijóðið um Snælands vomótt“. Já, svona er gamla ísland, séð: með augum Ólafs við Faxafen, S. J. Á morgun kl. 19,35 flytur Skúli Skúlason ritstjóri í danska útvarpið fyrir- lestur um sérkennileik íslenzkr- ar náttúm. F.Ú. ' ' ' Á föstudaginn klukkan 18,50 verður fluttur í sænska útvarpið fyrirlestur um hjúkrunarkvennamótið á Islandi. F.Ú. ! ráðhúsinu í Kaupmannahöfn var á föstudag tekið á móti þeim 20 menntaskólanemendum frá Reykjavík og Akureyri, sem nú eru til heimsóknar í Kaup- mannahöfn. Fararstjóri er Krist- inn Ármannsson lektor. Julius Hansen borgarstjóri bauð gestina velkomna. Viðstaddir móttökúat- höfn þessa voru einnig hinir 40 íslenzku fimleikamenn, sem stadd |ir em í Kaúpmanpahöfn. F.Ú.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.