Alþýðublaðið - 03.08.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.08.1939, Blaðsíða 2
FIMTUDAGINN 3. águst 1939. ALÞYÐUBLAÐIÐ UMRÆÐUEFNI Lúðrasveit Reykjavíkur og landleysi hennar. Bæjarráð samþykkir að leyfa henni að spila á Austurvelli. Smálet- ursrithöfundar og laun þeirra. Áhugi almennings. Grasið á Suðurgötunni. Garðarnir og garðeigendum- ir. Ógirta lóðin við Suður- götu. Fíflið, sem kastaði sprengjunni. ATHUGANIR HANNESAR A HORNINU. —o— BEZTA kvöldskemmtun bæjar- búa hefir marga kvöldstundina ver- ið, þegar Lúðrasveit Reykjavík- ur hefir leikið á horn úti undir berum himni. En nú, síðan girðing- in var tekin af Austurvellinum, hefir lúðrasveitin ekki fengið að leika þar, og síðan hvergi fengið sæmilegan stað, þar sem fólk gæti óáreitt af bílum og annarri götu- umferð hlustað á lúðrasveitina. — Hún hefir verið við Lækjargötu, á Landakotstúni og Arnarhólstúni með hljómleika sína, en enginn þessara staða jafnazt á við Austur- völl. RÉTTILEGA HEFIR bæjarbú- um verið hælt fyrir góða umferð og umgengni við Austurvöll í sum- ar — og er tæplega við því að bú- ast að hún versni nokkuð, þótt lúðrasveitin leiki þar á sínum gamla stað. Þá gætu Reykvíking- ar alltaf vitað. hvar lúðrasveitin léki sína miðvikudagshljómleika, í stað þess, að nú er aldrei hægt að vita, hvar hún muni leika næst. EF Lúðrasveit Reykjavíkur væri leyft þetta, en hún hefir sótt um leyfi til bæjarráðs, þá myndi það verða góður prófsteinn — og æfing — fyrir umgengnissiðmenn- ingu Reykvíkinga. Lúðrasveitin myndi vitanlega standa með hljáðfæri sín við fótstall Jóns Sigurðssonar og engir aðrir mættu fara út á völlinn. SÍÐAN þetta var ritað, hefir bæjarráð samþykkt að leyfa Lúðrasveit Reykjavíkur að leika á Austurvelli til reynslu. Er það því undir bæjarbúum sjálfum komið, hvort þeir fá að hafa þá ánægju framvegis, að hlusta á hljómleika lúðrasveitarinnar af Austurvelli. Svo virtist sem allt færi sæmilega fram í gærkveldi. SVOKALLAÐIR petit-dálkar blaðanna virðast vera mjög vin- sælir hvar sem er í heiminum, enda munu þeir vera mest lesnir af öllu efni blaðanna og jafnt af öll- um lesendum blaðanna, án tillits til menntunar þeirra, stéttar og áhugamála. Tveir danskir blaða- menn að minnsta kosti eru kunnir fyrir petitdálka sína. báðir starfa þeir við Politiken. ,.Den Gylden- blonde“ (eða Glókollur) og Carlo Cartophelmoos (eða Karl Kartöflu- mauk). (Eitthvað finnst mér nafn- DAGSINS. ið mitt vera betur valið!) Þetta virðist vera talið ómissandi efni í blöðunum, því að Den Gylden- blonde fær 30 þúsund krónur í árs- laun og Cárlo Cartophelmoos fær 40 þúsund krónur í árslaun. EN ÞÓ að smáletursdálkarnir séu hvorki stórpólitísks eðlis eða leysi vandasöm þjóðhagsleg við- fangsefni, þá eru þeir ómissandi. Þegar ég byrjaði á þessum skrifum fyrstur íslenzkra blaðamanna, þá grunaði mig alls ekki að svo mikil þörf væri fyrir- svona ruslakistu fyrir öll smááhugamál almennings sem raun er á. Ég hafði þó hugsað um þetta í tvö þrjú ár og langaði til að koma svona dálk í blaðið mitt til reynslu og sú reynsla, sem ég hefi fengið, hefir sannarlega verið góð. Það trúa því víst fáir og þó er það satt, að það er léttara verk að hafa þennan dálk góðan með því að hafa hann á hverjum degi heldur en að hafa hann ekki nema annanhvorn dag. Ef maður hefir rúm hvern dag, þá verður dálkurinn eins og lífið sjálft, því að maður þarf ekki annað en ganga einu sinni um eina götu, eða heyra tvo þrjá almúgamenn tala saman einu sinni til að fá efni í dálkinn. Auk þess hefir almenn- ingur sjálfur svo mikinn áhuga fyrir þessu efni, að hann leggur til margt gott. Því miður er Al- þýðublaðið ekki nógu stórt enn sem komið er, en það kemur til með að verða nógu stórt, það á vaxandi vinsældum að fagna. „ATHUGUULL“ er einn af beztu og skynugustu samstarfsmönnum mínum. Hann skrifaði mér í gær á þessa leið: „Getur þú sagt mér hver á að slá grasið á Suðurgöt- unni? Ekki veit ég um neinn, sem á rétt til beitilands á þeirri götu, enda ekki gott fyrir umferð, ef kýr eða kindur væru þar fjölmennar. Rétt væri þó að einhver njóti þeirra hlunninda, sem af slóðaskap yfirvaldanna verður — en það er grasið á Suðurgötunni.“ Því miður veit ég ekki hver á að slá grasið á Suðurgötunni. Hvar er þetta gras, blessaður? Áttu við grasið, sem er meðfram götunni? „MARGT HEFIR verið um hreinlæti rætt í blöðum og manna á milli. En hvers vegna beitir þú þér ekki fyrir samkeppni milli garðeigenda og veitir þeim verð- laun, sem bezt hirtan garð hefir? Ef til vill myndi það bera einhvern árangur. — Annars væri gott ef þú vildir birta nöfn þeirra, sem garða eiga að fjölförnum götum og sýna þeim enga rækt, en láta óræktina hafa alveg yfirhöndina. Einhvern árangur myndi það áreið- anlega hafa.“ Það getur vel verið að ég geri þetta bráðum, þegar ég er búinn að laga garðinn minn, sem hefir verið mér til skammar núna í heil- an mánuð. — Standið í kring, sagði prinsessan og hirðmeyjarnar skýldu þeim og svínahirðirinn kyssti prinsessuna. — Hvað ætli gangi á þarna hjá svínastíunni? .— Ég verð víst að fara niður til þeirra, sagði sagði keisarinn, sem nú var kominn fram á hann og svo fór hann í tréskóna sína. svalirnar. Hann setti upp gleraugun, rýndi og sagði: — Það eru víst hirðmeyjarnar að leika sér. Hraðferðir Steindórs fil Akureyrar um Akranes eru: Fm Reykjavík: Alla máaud., miðvikud. og fösfcui. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtud. og laugardaga. Afgreiðsla okkar á Akureyri er á bii- reiðastðð Oddeyrar, simi 260. M.s. Fagranes annast sjéleiðina. Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. Bifreiðastðð Steindórs Símar: 1580, 1581, 1582, 1583, 1584. f nestið Niðursuðuvörur alis konar. Harðfiskur. Steinbítsriklingur. Lúðuriklingur. Smjör. Egg. Tómatar o. m. fl. Komið eða símið! BREKKA Símar 1678 og 2148. rjarnarbúðin. — Sími 3570. Útbreiðið Alþýðublaðið! Og svo varð hirðmeyjan að fara inn aftur. — Hann vill fá hundrað kossa hjá prinseásunni, annars geti hver átt sitt. H.C.ANDERSEN SvínahMinn. „VEIZTU, hver á ógirtu lóðina við Túngötu og Garðastræti? Viltu ekki benda eiganda (bæjarsjóður Reykjavíkur?) á, að girðingin er farin veg allrar veraldar og væri rétt að bæta úr því?“ Ég geri það hér með. Þetta horn er alltaf fyrir mér og til stórra. leiðinda. „HVERS VEGNA birtu dagblöð- in í Rvlk ekki nafn þess manns, sem valdur var að illvirki á helg- asta sögustað þjóðarinnar nú fyrir nokkrum dögum? Er verið að gera mannamun — eða er hér aðeins um gleymsku að ræða?“ Þarna er ég þér alveg sammála. Blöðin hefðu átt að birta nafn fíflsins. Því að drukkið fífl var þarna að verki. Hannes á horninu. Ferðafélag íslands fer um næstu helgi skemmti- ferð í Hvítárnes, Kerlingarfjöll og norður að Hveravöllum, en þar eru hin myndarlegu sælu- hús félagsins. Er þetta 2 Vi dags ferðalag. Lagt á stað kl. 3 e. h. laugardag og komið heim aftur á mánudagskvöld. Ekið austur Hellisheiði og komið við hjá Gullfossi, þá haldið norður yfir Bláfellsháls og inn með vatninu í Hvítárnes. Vegna gistinga fara sumir í Kerlingarfjöll eða á Hveravelli. Verður gist til skipt- is í sæluhúsunum. Farið verður í Karlsdrátt og þá ferjað á hest- um yfir Fúlukvísl og tekin aukaborgun fyrir hestalán. — Verði gott skyggni, er skemmti- legt að ganga á Bláfell og á Hrútafell. Þá hafa Kerlingar- fjöllin upp á mikið að bjóða, jafnvel er hægt að fara á skíð- um norðan í fjöllunum. Hver- arnir á Hveravöllum eru dásam- lega fallegir og skemmtilegt að fara gönguför í Þjófadali, þar sem nýjasta sæluhúsið á að starida. Gistingu er hægt að fá í sæluhúsunum, en svefnpoka eða annan viðleguútbúnað þarf að hafa með sér og þá líka mat. Áskriftarlisti liggur frammi á skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs, Túngötu 5, og séu farmiðar teknir fyrir kl. 4 á föstudag, verða annars seldir öðrum, því að eftirspurn er þegar mjög mikil. C3L4RLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: UppreisnMi á Bounty. 36. Karl ísfeld íslenzkaði. um mínútum seinna gaf hann skipun um stefnuna og fór síðan í klefa sinn. . Veðurspádómur Fryers rættist þó ekki. Um miðnætti, þegar við fórum af verði, var stilliiogn. Hafið var spegilslétt, og þar spegluðust allar stjörnur himinsins. Þegar ég kom niður, var þar alltof hlýtt, til þess að hægt væri að sofa. Við Tinkler gengum saman um þilfarið, stóðum stundarkorn við borðstokk- inn og ræddum um heimili okkar, og hvað við skyldum borða, þegar við kæmum heim. Að lokum horfði hann með varkárni í kring um sig og sagði: — Byam, vitið þér, að ég er mesti þorpari? Það var ég, seir stal einni kókoshnetunni hans Blighs. — Svo að við eigum þá yður að þakka þessa ádrepu, sem við fengum, sagði ég. — Já, ég er tollheimtumaður og syndari. Ég gæti nefnt nöfnin á hinum, en ég kæri mig ekki um það. Við vorum þyrst- ir og alltof latir til þess að klifra upp í mastrið. Og kókos- hneturnar voru svo freistandi, eins og þér getið skilið. Ég vildi, að þær væru þar ennþá, þá skyldi ég stela einni. Það er ekkert jafnhressandi og kókosmjólk. Skollinn hafi brauðávextina hans Nelsons. Það eru þeir, sem halda okkur stöðugt þyrstum. Okkur var öllum illa við brauðávaxtaplönturnar, því að hvað sem skeði, urðu þær að fá vatn. Til þess að spara vatnið, hafði Bligh fundið upp mjög góða aðferð. Sá, sem vildi fá sér vatn að drekka, varð fyrst að klifra upp 1 stórsigluna og sækja þang- að pípu og fara með hana að vatnstunnunni og sjúga vatnið gegn um pípuna. Því næst varð hann að koma pípunni aftur á sinn stað. Og hversu þyrstur sem maður var, mátti maður aldrei drekka nema tvisvar á vöku. Og þeir, sem voru þungir í vöfunum, vildu heldur vera vatnlausir. — Sem betur fór, slapp ég einu sinni við að vera grunaður, hélt Tinkler áfram. — Getið þér skilið það? Ef hann hefði spurt mig, hefði ég auðvitað neitað, en ég er hræddur um, að samvizka mín, hefði komið upp um mig í það sinn. En ég k|nni í brjósti um Christian. — Vissi Christian, að þér höfðuð tekið af kókoshnetunum? — Auðvitað vissi hann það. Hann sá okkur gera það, og eins og hver annar heiðursmaður, var hann auðvitað neyddur til þess að líta undan. Við stálum ekki nema fjórum kókoshnetum af mörgum þúsundum. Og ég stal ekki nema einni. Tinkler var eins og skipsköttur. Hann gat lagt sig út af og sofið, hvar sem var. Nú lagðist hann niður hjá einni fallbyss- unni, .lagði vangann á handlegg sér, og ég held, að hann hafi brátt fallið í fastan svefn. Klukkan var þá um eitt, og að undantekinni varðsveit- inni voru engir aðrir á þiljum en við Tinkler. Peckover stóð við borðstokkinn hinum megin. Ég sá móta fyrir honum í tungsljósinu. Einhver kom í ljós á afturþiljum. Það reyndist vera Christian. Þegar hann hafði gengið um gólf stundarkorn, kom hann auga á mig, þar sem ég stóð rpilli fallbyssnanna. — Ó, eruð það þér, herra Byam? Hann kom til mín, stað- næmdist hjá mér og studdi olnbogunum á borðstokkinn. Ég hafði ekki séð hann, frá því atburðurinn varð um daginn. Að lokum sagði hann: — Vissuð þér, að hann hafði boðið mér til kvöldverðar með sér í kvöld. Getið þér skilið það? Eftir að hafa hrækt í andilt mér og þurrkað af fótunum á sér á mér, þá sendir hann Samúel til mín til þess að bjóða mér til kvöldverðar. — Þér hafið ekki þegið það? — Eftir það, sem við hafði borið? Nei, og aftur nei. Ég hefi aldrei séð jafn svarta örvilnan og birtist í augum Christians. Það leit svo út, sem hann gæti ekki þolað meira. Það var nærri því Óskiljanlegt, að Bligh skyldi hafa boðið honum til kvöldverðar eftir það, sem við hafði borið. Mér datt í hug, að það bæri vott um samvizkubit Blighs, en ég áleit, eins og Christian, að Bligh ætti ekki til neitt, sem héti samvizka. — Við erum allir á valdi hans, bæði yfirmenn og hásetar. Hann lítur á okkur eins og hunda, sem megi sparka í og kjassa til skiptis. Og á þessu getur engin breyting orðið, fyrr en við komum til Englands, hvenær, sem það verður. Hann þagði stundarkorn og horfði út yfir stjörnuljómað hafið. Loks sagði hann: — Byam, ég vildi gjarnan biðja yður að gera mér greiða. — Hvað er það? —■ Það má vel vera, að það sé ástæðulaust, en maður véit aldrei, hvað fyrir kann að koma á langferðum. Ef ég, einhverra ástæðna vegna, skyldi ekki koma heim .aftur, vildi ég biðja yður að bera fjölskyldu minni í Cumberland kveðju mína. Væri það til of mikils ætlazt? — Nei, það getið þér skilið, sagði ég. — Þegar ég talaði síðast við föður minn, rétt áður en ég kom hér um borð, bað hann mig að gera þessar ráðstafanir. Hann sagði, að sér væri huggun í því að tala við einhvern af vinum mínum. Ég hét honum þessu, og ég hafi látið tímann líða, án

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.