Alþýðublaðið - 03.08.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.08.1939, Blaðsíða 3
FIMTUDAGINN 3. ágúst 1939. _ ALÞYÐUBLAÐiÐ_ Útgerðarmenn úti á landi verða að greiða olíulækk- unina á Siglufirði tvöfalda. —.—----- Olfufélðgln etga nú ðruggan þjén par, sem kommúnlstaflokkurinn er. - -$--— EVtir Finn Jónsson. ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. t fjarveru bans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 14906: Afgreiðsla. '5021: Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ♦------------------‘------• Þeir, sem I gler- taðsi búa. AÐ er til máltæki, sem mjög gott hefði vier- ið fyrir Morgunblaðiö að minnast, áður en það fór að iegg ja út af viðtali Alþýðublaðs- ins við Staunintg í leiðara sínurn í gærmorgun. Og það máltæki hljóðar þannig, að sá, sem í jgler- húsi býr, skuli fara gætilega í það að kasta sjálfur grjóti. Það er í sannleika broslegt, þegar Morgunblaðið er að reyna að þvo hendur sínar og heimfæra þau orð upp á aðra, að „hér sé ekki barizt nógu ákveðið á móti áhrifum kommúnismans“, eins og Stauning sagði, að sér hefði lengi skilizt. Og á engan hátt gat blað- ið gert sig hlægilegra en með því að ætla sér að nota þessi orð til að vega að neytendasam- fökum alþýðunnar hér í Reykja- vík. Því að þegar allt kemur til alls, eru þau ekki þýðingar- minnsti þátturinn í baráttynni gegn áhrifum kommúnismans hér á landi, þó að blað stórkaup- mannastéttarinnar muni að vísu eiga erfitt með að viðurkenna það. Og vissulega mun Stauning sízt hafa órað fyrir því, að vitnað yrði í orð hans í því skyni að skaða þau sjálfsbjargarsamtök alþýðunnar, sem hann hefir sjálf- ur átt mestan þátt í að efla á meðal þjóðar sinnar. Eins þrautreyndur verkalýðs- foringi og Stauning þarf áreiðan- lega ekki að láta segja sér neitt um það, hvaða baráttu það kost- ar að verja verkalýðinn fyrir undirróðri og áhrifum kommún- ismans á erfiðleikatímum, þegar atvinnuleysi og neyð sverfur að. Hann þekkir þá baráttu af eigin réynd, þó að kommúnistum hafi með moldvörpustarfi sínu aldrei tekizt að vinna verkalýðshreyf- finfunni í Danmörku neitt svipað tjón og það, sem þeim hefir tek- izt hér, þar sem verkalýðshreyf- ingin er miklu yngri og erfiðleik- arnir hafa verið ennþá meiri. Hann þekkir því þá baráttu, sem Alþýðuflokkurinn hér hefir orðið áð heyja fyrir því að halda uppi merki lýðræðisins, en veit líka, eins og ummæli hans við Alþýðu blafeið sýna, að „hér hafa nú verið skapaðar hreinar línur“, að minnsta kosti af hálfu Alþýfeu- flokksins. Hitt mun vera Stauning óþekkt fyrirbrigfei heima í Danmörku og þótt víðar væri leitafe, að íhalds- flokkur sýni sig svo ábyrgðar- lausan, [regar Alþýðuflokkurinn er að berjast sinni úrslitabaráttu vife kommúnista um stefnu og starfsaöferfeir verkalýðshreyfing- arinnar, að gera bæði leynt og Ijóst bandalag vife þá, eins og Morgunblaðsflokkurinn gerði við kommúnista hér á landi á árinu sem leið- Hann ætti vissulega •rfitt með að trúa því, að íhalds- OLÍUFÉLÖGIN hafa undan- farin ár gefið viðskipta- mönnum sínum tvenns konar afslátt af viðskiptum. Stærstu viðskiptamenn hafa fengið 5% af ársumsetningu, en auk þess hafa þeir, sem keypt hafa 15 smálestir eða meira, fengið 0,4 aur. af hverju kg., eða kr. 4,00 af smálest. Um síðustu áramót tilkynntu olíufélögin, að þau ætluðu að afnema hinn fyrr- greinda afslátt en hinn síðari, kr. 4,00 af tonni, yrði óbreyttur. Allur hráolíuinnflutningur til landsins nemur 11 000—12 000 smálestum árlega. Ef gert er ráð fyrir, að fólag Héðins og bróð- urfélag þess flytji inn um 10 000 1 smálestir af hráolíu á ári, hefir ársafsláttur sá, er þau veittu, numið um 40 þús. krónum. Tal- ið er, að síldveiðiskipin á Siglu- firði hafi undanfarn ár notað um 1500 smálestir af olíu yfir sumarið. Lækkunin, sem samið var um, nam IV2 eyri af hverju kg., eða um 22 500 krónum. Þó fylgdi henni sá böggull, að því er atvinnumálaráðherra hefir sagt þeim, er þetta ritar, að gengið var út frá, að olíufélögin greiddu ekki ársafslátt af oh'u þeirri, er seld var við hinu lækk- aða verði. Raunveruleg lækkun var því eftir samningunum að- eins um kr. 16 500. Jafnvel þótt lækkunin væri- ekki meiri en þetta og munaði hiry stóru auðíélög litlu, var Héðinn fúll yfir viðskiptunum og hugði á hefndir. Þeirra þurfti ekki lengi að bíða. Við samn- ingana hafði verið gengið út frá því sem vísu, að viðskiptakjör olíufélaganna stæðu, að öðru leyti en því, sem samið var um, óbreytt. Þetta þótti svo sjálf- sagt, að* ekkert var tekið fram um það í samningnum. Þarna sá Héðinn Valdimarsson sér leik á borði, og nokkru eftir að samningar höfðu verið gerðir um lækkunina á Siglufirði, aug- flokkurinn hér á landi hafi verið svo glórulaus, að afhenda fá- mennri klíku kommúnista völdin í verkalýðsfélagínu Hiíf í Hafn- arfirði með því skilyrði, að hún ræki tólf elztu og reyndustu Al- þýðuflokksmennina úr félaginu! Eða að hann hafi tekið höndum saman við kommúnista í bæjar- stjóm Norðfjarðar og stjórni þejm bæ enn í bandalagi við þá! Og hvar í veröldinni myndi hann vita annars eins dæmi og þess, þegar Morgunblaðið svaraði fyrir hálfu öðm ári áskomn kommúnista um að ofurselja Dagsbrún, stærsta verkalýðsfé- la,gið á landinu, einræði þeirra, með: „Sjálfstæðismenn segja já!“?! Það er í sannleika meira en broslegt að sjá Morgunblaðið, með slíkan feril að baki, bregða Öðmm flokkum um það, að þeir hafi stutt kommúnista til þeirra áhrifa, sem þeir hafa nú hér á landi! lýsa olíufélögin í útvarpinu, að ársafsláttur sá, er áður getur og nam um kr. 40 þús. á ári, sé framvegis afnuminn af öllum olíuviðskiptum. Fá olíufélögin þannig ekki einasta endur- goldna alla þá verðlækkun, sem þau sömdu um á Siglufirði, heldur 17 500 krónur umfram hana. Bæði verðlækkunin sjálf og aukagróðinn, sem olíufélögin fá, er tekin af þeim, sem hráolíu nota utan SigLufjarðar. Hinir smærri útgerðarmenn úti á landi, sem ekki gera út á síldveiðar, og hlutarsjómennirn- ir, sem greiða sjálfir olíu á þorskveiðum, verða að borga ol- íukarlinum þennan nýja skatt. Segja má, að óhönduglega hafi tekizt fyrir atvinnumálaráð- herra og stjórnarmeirihluta síldarverksmiðja ríkisins í þessu máli, að sjá ekki við þessum brellum Héðins, en þessir aðilj- ar hafa það sér til afsökunar, að þeir gengu út frá því alveg sem vísu, að ekki yrðu aðrar breytingar gerðar á viðskipta- kjörum olíusalans en þær, sem um var samið. Má nærri geta, hvort þes^ir aðiljar hefðu sam- þykkt samningana, ef þeir hefðu mátt ætla, að olíusalarnir ætluðu að taka lækkunina annars stað- ar og hana tvöfalda. Ríkisverksmiðjurnar hefðu vel getað, með því að flytja inn og selja hráoh'u, komið í veg fyrir, að þessi nauðsynjavara hækkaði vegna gengislækkunar. innar. Það eru mistök, að svo varð ekki að þessu sinni. Svona mistök myndu vera stjórnar- andstöðu í hvaða landi sem væri kærkomið árásarefni, en hér hjá okkur þegir andstöðublaðið Þjóðviljinn yfir þessu, sem þó er á allra vitorði, af því að hans voldugi styrktarmaður, Héðinn Valdimarsson, hirðir ágóða, sem er stærri en gengislækkunin, af þessari verzlun. Allir landsbúar heyrðu stóryrði kommúnista í vetur, þegar þeir staðhæfðu, að verið væri að „stela 22% af launum manna“ með gengis- lækkunínni. Núna, þegar búið er að sanna álíka háa óþarfa álagningu á olíuna og gengis- lækkuninni nemur, þegja kom- múnistarnir eins og þeir væru múlbundnir. Olíusalarnir þóttust nú hafa komið ár sinni vel fyrir borð, en þó var olíusögunni ekki lokið með þessu, því að ýmsir útgerð- armenn, er heyrt höfðu um ráða gerðir ríkisverksmiðjustjórnar og kunnað henni þakkir fyrir, undu illa þessum málalokum. Þessir útgerðarmenn ákváðu að kaupa sjálfir hráolíu handa sér á síldveiðunum 1 sumar. Fyrst þurfti að útvega olíugeymi. Átti ég fyrir þeirra hönd símtal við formann verksmiðjustjórnar, Þormóð Eyjólfsson á Siglufirði, og spurðist fyrir um, hvort út- gerðarmenn gætu fengið einn lýsisgeymi verksmiðjanna leigð- an undir olíu í sumar. Þormóð- ur kvað«t skyldi athuga málið, en þurfa tíma til umhugsunar. Tveim dögum síðar átti ég aftur símtal við hann um sama efni, og kvaðst hann mundu verða slíku meðmæltur og enn frem- ur, að leigan yrði ekki önnur en beinn kostnaður vegna leiðsla og þrifa á olíugeyminum. Enn fremur hafði ég átt tal við Þor- stein M. Jónsson um þetta sama efni, og var hann því einnig meðmæltur. Vissi Þormóður um Detta, er ég átti við hann síðara samtalið, og kvað hann mér ó- hætt að fara að vinna að mál- inu, þar eð meirihluti væri fyrir leigunni í verksmiðjustjórn að mér meðtöldum. Framkvæmdar- stjórinn, Jón Gunnarsson, var málinu einnig mjög fylgjandi frá upphafi. Um tvo meðstjórn- endur, þá hr. Jón Þórðarson og Svein Benediktsson, var talið að Jón myndi láta málið af- skiptalaust, en Sveinn Bene- diktsson var sigldur til útlanda, og náðist eigi til hans í svip. Var nú hafizt handa um und- irbúning félagsstofnunar, loforð útvegað fyrir bankatryggingu, safnað fjárframlögum hjá út- gerðarmönnum og útveguð til- boð um olíu og skip til þess að flytja hana. Allt tók þetta nokkurn tíma, því að útgerðar- menn, er þátt vildu taka í þessu, voru dreifðir út um allt land. Dagana 10.—15. júní var ég staddur á Siglufirði, var þá svo langt komið undirbúningi olíukaupanna, að búið var að út- vega loforð um bankatrygg- ingu, búið að fá næga þátttöku og safna fé, búið að fá mjög hagkvæm tilboð í olíu, aðeins eftir að senda síðasta símskeytið til staðfestingar á kaupunum. Þá kom bobb í bátinn. Olíusölunum hafði borizt til eyrna, að til stæði, að útgerðar- menn keyptu sér sjálfir olíu frá útlöndum og myndu fá leigðan olíugeymi hjá ríkisverksmiðj. unum. Nú voru þeir komnir á stúfana til þess að reyna að hindra þetta. Dagana, sem ég dvaldi á Siglufirði, gekk ekki á öðru en látlausum hringingum frá olíukörlunum til fram- kvæmdarstjóra verksmiðjanna. Honum var hótað ýmsu, eins og t. d. því, að vátryggingargjöld myndu hækka, ef hráolía yrði sett í lýsisgeyminn á verk- smiðjulóðinni og þ. u- 1. Fram- kvæmdarstjóri, sem eins og áð- ur segir, vildi brjóta vald olíu- salanna á bak aftur, og þótti framkoma þeirra dólgsleg og verksmiðj ustj órnin göbbuð með samningunum, lét hótanir þeirra sem vind um eyrun þjóta. Var umtalað milli okkar, að ég út- vegaði umboð frá verksmiðju- stjórn handa honum, til þess að undirrita samninga um leigu á olíugeymunum. Formaður verksmiðjustjórn- ar, Þormóður Eyjólfsson var þá staddur í Reykjavík. Var hann í símtali beðinn að senda framkvæmdarstjóra umboðið. Óskaði hann nokkurs frests, til þess að athuga, hvort nokkuð væri hæft í því, að vátrygging- ariðgjöld hækkuðu við það, að geymd væri hráolía í stað lýsis í geymi verksmiðjanna, og í- trekaði jafnframt loforð sitt um leigu á geyminum. Fullyrðing olíusalanna um hækkun á íð- gjöldum reyndist röng, og virt- ist þó, að ekkert myndi lengur vera því til fyrirstöðu, að olíu- geymirinn yrði leigður útgerð- armönnum, þótt vitanlegt væri, að olíusalarnir létu einskis ó- freistað til þess að koma í veg fyrir það. Fór ég nú enn fram á það við Þormóð Eyjólfsson að fá hið umtalaða umboð handa fram- kvæmdarstjóra, en þá óskaði hann enn að fá frest til þess að láta málafærslumann verk- smiðjanna, Pétur Magnússon, athuga, hvort slík leíga kæmi í bága við hina gerðu samninga. P. M. hefir undanfarið, að und- irlagi Héðins Valdimarssonar, flutt öll mál fyrir kommúnista- flokkinn og Olíuverzlunina. — Samningarnir eru birtir í heild í símskeytunum hér að framan. Þar er ekki minnzt einu orði á, að verksmiðjurnar megi ekki leigja olíugeyma sína, fremur en talað er um, að olíufélögin megi ekki afnema ársafsláttinn. Virtist því hvort tveggja myndi vera jafnheimilt eða óheimilt. En viti menn. Pétur Magnússon gefur Þormóði það álit, að ekki væri útilokað, að svo kynni að verða litið á af dómstólum, að það væri sama eðlis að leigja öðrum olíugeyminn og að flytja inn og selja olíu og verk- smiðjurnar yrðu af þeim ástæð- um skaðabótaskyldar. I álitinu er hins vegar ekkert minnzt á ársafsláttinn, enda ekki vitað, að um hann hafi verið spurt. Þar með var Þormóður Eyj- ólfsson búinn að fá átyllu til þess að bregðast loforði sínu um leigu á olíugeyminum til út- gerðarmanna. Ég hefi einu sinni verið sekt- aður fyrir að. spyrja í Alþýðu- blaðinu, hvers vegna Þormóð- ur Eyjólfsson hafi ekki þegið fyrir hönd ríkisverksmiðjanna, afslátt af vátryggingariðgjöld- um, sem ég hafði lögfullar sannanir fyrir að Brynjólfur Stefánsson forstjóri hafði sagt mér, að ætíð hefði staðið þeim til borða. Að þessu sinni vil ég því ekki eiga neitt á hættu um það að spyrja, hvað valdið hafi skoðanaskiptum Þormóðs Eyj- ólfssonar í baráttu útgerðar- manna við hin auðugu olíufé- lög, Þess skal þó getið, að Þor- móður styðst nú við skriflegt álit sameiginlegs málafærslu- manns, fyrir ríkisverksmiðjurn- ar, kommúnistaflokkinn og Héð. in Valdimarsson. Menn munu nú spyrja — hvað tapazt hafi á því, að út- gerðarmenn fengu ekki aðstöðu til að flytja inn olíuna sjálfir. Því er auðsvarað. Olían, sem útgerðarmenn ætluðu að kaupa til Siglufjarðar þurfti ekki að kosta í útsölu nema IZV2.—14 aura eða 1V2—2 aurum lægra en olíufélögin selja olíuna þar. Á eitt þúsund smálesta innflutn- ingi hefðu útgerðarmenn grætt 15 000 til 20 000 krónur. Þetta hefir Þormóður Eyjólfsson kom- ið í veg fyrir, með því að efna ekki loforð sitt um að leigja olíugeyminn. Olíufélögin geta að þessu sinni hrósað happi. Þau hafa ekki eingöngu komið í veg fyrir hina fyrirhuguðu olíulækkun á Siglufirði, heldur komið ár sinni þannig fyrir borð, að þau fá hana borgaða tvöfalda, og loks komið í veg fyrir, að útgerðar- menn gætu sjálfir komið fram olíulækkun. Um aðferðirnar til þess að ná þessum árangri, þarf ekki að fjölyrða. Þeim er lýst héír að framan. Ekki er þó líklegt, að þær verði til þess að auka vin- sældir olíufélaganna í framtíð- inni. Og einhvern tímá kemur að því, að útgerðarmenn hrinda af sér oki þeirra, þó að þau standi föstum fótum 1 krafti peninga sinna innan ýmissa stjórnmálaflokka í landinu, og þó einkum kommúnistaflokks- ins. Finnur Jónsson. íslenzk sýning i Leipzig. SIÐARI HLUTA októbennán- aðar verður opnuð íslenzk sýning í hinni fomfrægfu há- skólaborg, Leipzig á Þýzkalandi. Þýzkt menningarfélagf („Deutsche Kulturpolitische Gesellschaft und Institut fíir Auslandkunde" í Leip- zig) efnir til þessarar sýningar á 25 ára afmæli sínu. Að sýning- unni standa auk þess fjölmarg- ar opinberar menningarátofnir, t. d. háskólabókasöfnin í Leipzig, Kiel, Köln og Hamborg, en einn- ig margir Islands-vinir í Þýzka- landi. Sýningardeildir verða fyr- ir landafræði og þjöðminjar, þjóðlega list, málverk og hógg- myndir, úrvalsbókmenntir Islend- inga áð fömu og nýju, viðskipti og samgöngur, gagnkvæm menn- ingaráþrif Islendinga og Þjóð- verja. Stjóm sýningarinnar væri mjög þakklát hverjum Islendingi, sem styðja vildi að sýningunni með því að lána vel valda muni. Af- greiðsla Nord-Deutsche Lloyd í Reykjavík veitir slíkum mununi viðtöku til 15. ágúst og flytur þá til Þýzkalands (með General von Steuben). Hverjum mun fylgi kenniorð og greinilegt heimilis- fang sendanda. Nánari upplýsingar um sýning- una veitir íslenzki sendikennar- inn við Háskólann í Leipzig, dr. Kátthías Jónasson, 16.—3Ö. ágúst, fræðslumá’askrifstofunni, Reykja- vík. Atvinnnleyslnnjnm fæbk- aöi um hálfa milljón á Englandi siðasta ár. LONDON í gærkv. F.tJ. rVINNULEYSINGJUM hefir á Bretlandi fækkað um 93 000 í júlímánuði, og eru nú at- vinnuleysingjar þar í landi færri en nokkru sinni áður á undan- fömum 10 ámm. Þann 10. júlí var tala atvinnu- leysingja tæplega ij/i milljón, og hefir atvinnuleysingjum fækkað meira en hálfa milljón frá því í fyrra um þetta leyti. Hraðferðir B. S. A. Alla daga nema mánudaga. um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjó- leiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á Bifreiðasteð ís- lands, sími 1540. Bifreiðastftð Akureyrar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.