Alþýðublaðið - 08.08.1939, Síða 1

Alþýðublaðið - 08.08.1939, Síða 1
ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XX. ÁRGANGUR ÞRIÐJUDAGINN 8. ÁG. 1939 179. TOLUBLAÐ Töluveriur saltsíldarafli fyr ir Norðurlandi um helgina. ————- . Saltsíldaratllnn pó miklu minni en fi fyrra En bræðsinsíldaraflinn 70 þús. hl. meiri Skjaldbaha finnst í VestHiannaeyjum. IGÆRDAG var Bjarni Bjarnason í Stakk- holti í Vestmannaeyjum að slá á Ofanleitistúni. Fann hann þá, að ljárinn fór yfir eitthvað hart, og hélt hann, að það væri steinn. Beygði hann sig niður til þess að athuga þetta — og var það þá skjaldbaka. Var skjaldbakan bráðlif- andi. Sá hann slóð eftir hana í grasinu og fann bæli eftir hana skammt frá. Var auðséð, að hún hafði verið þarna alllangan tíma og lifað á grasi. Er hún um 21 cm. á lengd. Hefir enginn hugmynd um, hvernig skjaldbakan gat verið þangað komin. A LLMIKIÐ hefir verið saltað á Siglufirði um helgina, svo að söltunin var í dag fyrir hádegi orðin um 30 þúsund tunnur. í gær og nótt og í morgun voru saltaðar á Siglufirði 6630 tunnur. Er þetta afli af um 90 skipum. Veður er enn hið bezta fyrir norðan. Bræðslusíldaraflinn síðastliðið laugardagskvöld var um 70 þúsund liektolítrum meiri en á sama tíma í fyrra. Saltsíldin var hins vegar margfalt minni. Alls hafði verið saltað á laug- ardagskvöld í 14 709 tunnur, en í fyrra á sama tíma í 90 194 tunnur. Bræðslusíldaraflinn var alls orðinn um 795 þúsund hektólítrar, en á sama tíma í fyrra 725 þúsund hektólítrar og í hitt eð fyrra 1 396 408 hl. Bræðslusíldaraflinn skiptist þannig á verksmiðjurnar mælt í hektólítrum: (Tölurnar í fyrra fyrir aftan): Sólbakki 3 760 Hesteyri 26 485 Djúpavík 72 044 84 816 Ríkið, Sigl. 269 550 264 874 Rauðka 24 964 35 181 Grána 9 666 10 108 Dagverðareyri 41 819 45 077 Hjalteyri 152 157 174 219 Krossanes 81 629 52 222 i Húsavík 13 200 4 124 Raufarhöfn 66 316 17 463 Seyðisfj. ca. 34 000 6 419 Neskaupstaður 26 428 4 425 795 533 725 413 Eftlr hverju er farlð við val knattspyrnuinanna I Pýzkalandsfðrina ? Athyglisverðar upplýsingar Ing. Isebarn, eins bezta knattspyrnumanns Víkings. ¥ NGÓLFUR ISEBARN, einn af allra beztu leik- mönnum í meistaraflokki Víkings, hefir beðið Alþýðu- blaðið að birta eftirfarandi grein. Sér Alþýðublaðið ekki annað en sjálfsagt sé að birta grein hans, enda eru í henni upplýsingar, sem hljótq að vekja mikla athygli meðal allra knattspyrnumanna og unnenda þessarar íþróttar hér í bænum. Grein Ingólfs Isebarn hljóðar svo: „Almenningur hér í bæ hefir nú or’ðið mikinn áhuga á knattspyrnu og eyðir miklum ])eningum til að horfa á knatt- spyrnuleiki. Það er þess vegna ekki nema sjálfsögð krafa hans, að knattspymumálin séu vel skipulögð, að þeim sé stjórnað af til þess hæfum mönnum, en ekki af lítilsigldum stráklingum. I hugsunarhætti hinna ráðandi þianna í þessum málum vill nú bera meira á heimskulegri vinn- ingagræðgi heldur en löngun til að vinna að framþróun knatt- spyrnunnar hér á landi. Flestum mun kunnur hinn villimannlegi rígur á milli félaganna hér, sem meðal annars hefir komið í veg fyrir samæfingu úrvalsliðs. I vali knattspyrnuþjálfam ttl féiaganna í vor gætti, að undan- teknum Val, alltof mikillar ó- vissu um hæfileika þeirra, en auðvitað er það skylda félaganna að leitast við á allan hátt að flytja aðeins inn ,,góða vöru“. Framarar munu nú hafa verið heppnir með sinn þjálfara, hr. Lindemann, sem vafalaust hefir kennt þeim mikið og verið á- hugasamur. En vafi virðist mér iiggja á um þjálfarahæfileika hr. Buchlohs, þjálfara Víkings. Það væri lika mjög einkennilegt af manni, sem hefir vit á knatt- spyrnu, að gefa það í skyn, að knattspyrna hér sé ca. 25 árum á eftir knattspyrnu á Þýzkalandi, því að það nekur sig þó beint á frammistöðu félaganna hér við þýzka úrvalsliðið síðastliðið sum- ar. í leiknum við Val heppnað- íst Þjóðverjunum aðeins á síð- ustu mínútu að skora mark og gera þar með jafntefli. Valur er þó aðeins eitt af fjórum knatt- spyrnufélögum í Reykjavík, sem telur ca. 35 000 íbúa, en i áður- nefndu þýzku úrvalsliði voru margir, sem leikið hafa í milli- iandaleikjum. Það má af þessu gera sér í hugarlund, að þetta þýzka lið hefir verið valið úr margfalt stærri hóp knattspyrnu- manna heldur en t. d. Valsliðið. Hrh. á 4. sið«. AfU togaranna. Afli skipanna hefir lítið vaxið síðastliðinn hálfan mánuð. Skallagrímur er enn hæstúr, en næstir honum koma línuveið- arinn Jökull og togarinn Skut- ull. Afli togaranna var á laug- ardagskvöld eins og hér segir: Skallagrímur 7527 mál, Skutull 7233, Garðar 7213, Gyllir 6564, Gulltoppur 5901, Belgaum 5542, Arinbjörn 5365, Þorfinnur 5328, Þórólfur 5218, Tryggvi gamli 5113, Maí 4937, Kári 4845, Sviði 4661, E. Skallagr. 4463, Júní 4434. Rán 4420, Haukanes4370. Snorri goði 4266. Surprise 4263, Óli Garða 4201, Jón Ólafsson 4124, Baldur 3763, Sindri 3232, Hilmir 2772 og Hafsteinn 2352. Línuveiðarinn Jökull er næst- hæstur af öllum skipunum með 7456 mál. Frá Akranesi. í gær komu til Akraness 4 bátar með góða veiði. Hæstur var Ægir með á annað hundrað tunnur. Hinir bátarnir voru með 40—50 tunnur hver. Saltaðar voru í gær á Akra- nesi"78 tunnur. Nokkuð af síld- inni var fryst til beitu. Undanfarið hafa hvað eftir annað borizt fréttir af landamæra- árekstrum milli Rússa og Japana á takmörkum Mansjúríu og Ytri Mongólíu. Nú hafa nýjar deilur bætzt við milli þeirra á eyjunni Shakalin, úti fyrir austurströnd Sibiríu, en eyjunni er skipt milli Rússa og Japana, og eiga Rússar norðurhlutann, en Japanir suðurhlutann. Á myndinni sést rússneskur landamæra- vörður á Shakalin. Brezkt æfingaflng til Frakk lands að nætnrlagi. -----^---- Á heimleiðinni eiga flugbátarnir að taka þátt í hugsaðri loftárás á England LONDON í morgun. FÚ. W LUGSVEITIR úr brezka flughernum byrja í kvöld hópflug að næturlagi yfir Frakkland, og eru þessi æfingaflug hluti af loftvarna- fiiring heldur stríðsæs- ingaræðn gegn Englandi. —-------- Tilgangslaust, segir hann, að ætla sér að svelta Þýzkaland inni nú. LONDON í gærkveldi. FÚ. IRÆÐU, sem Göring flutti í gær í Dessau, sagði hann, að í framtíðinni myndi Þýzka- land ekki una því, að deilur við önnur lönd um mestu hags- munamál hins þýzka ríkis yrðu til þess að tefja framgang þeirra. Þýzkaland vill ekki styrjöld, sagði Göring, og þegar Þjóðverjar vígbúast samt sem áður, þá er það gert til þess að vera undir búnir þann hild- arleik, sem þeir kynnu að verða neyddir til að heyja. „England,“ sagði Göring, „mið- ar að því að endurtaka harm- leikinn frá 1914, til þess að geta kúgað Þýzkaland til að undir- skrifa nýja Versalasamninga, verri enn þá, sem gerðir voru eftir heimsstyrjöldina.“ „Vér í Þýzkalandi,“ hélt Göring áfram, „munum berjast af eldmóði gegn nýrri Versalavansæmd. Við berum í brjósti brennandi löngun til þess að koma í veg fyrir slíkt. Tilraunir til þess að leggja hafnbann á Þýzkaland og svelta þjóðina inni öðru sinni, eru óframkvæmanlegar nú. — Frh. á 4. síðu. æfingum, sem standa yfir til næstkomandi föstudags. Sprengjuflugvélarnar stóru fara alla leið til Beauvais, áður en þær snúa við og hverfa aftur til þess að gera ímyndaða árás á Bretland að austan. Aðrar flugsveitir gera slíkar æfingaárásir norðar. Fljúga þær yfir Norðursjó og þaðan inn yfir landið. Yfir 60 manns lif- iátnir fjrrir pólitiskt morð í Madrid. LONDON í gærkveldi. FÚ. SAMKVÆMT fregnum frá Madrid í morgun var búið að íaka 53 menn af lífi fyrir morð, sem framið var fyrir viku, en fregnir síðar í dag segja, að 8 manns að auki, þar af ein kona, hafi verið líflátin vegna þessa morðs. Þa'ð var lögregiueftirlitsmaöur, Gabelon að nafni, sem myrtur var, dóttir hans og bílstjóri. 1 opinberri fregn segir, að allir samsærismennirnir hafi verið handteknir á fáum klukkutímum, og er því bætt við, að hvers Fjölmennarí pjðð- hátið en nobkrn sinnl áðnr i Vestmanna- eyjnm. VeðurbreytinBin dró nr pátttðkn f ferðaiðgiim verzlunarmanna. fx JÓÐHÁTÍÐ Vestmanna- eyja, sem haldin var á laugardag og sunnudag, var ein- hver sú fjölmennasta, sem þar hefir verið haldin. Fóru um 3 hundruð manns á vegum Verzl- unarmannafélagsins þangað, eða svo rnargt, sem Gullfoss gat tekið. En alls voru aðkomumenn um 700. Til Borgarfjarðar fóru einnig á vegum Verzlunar- mannafélagsins um 3 hundruð manns, og var á sunnudag hald- in skemmtun við Þverárrétt. Úr Þjórsárdalsför varð ekkert og skemmtanir Verzlunarmanna félagsins að Eiði voru verr sótt- ar en í fyrra, og er slæmu veðri aðallega kennt um. Ferðafélagið gekkst fyrir för til Hveravalla um Hvítárnes og Kerlingarfjöll. Tóku um 70 manns þátt í förinni, og skemmtu sér hið bezta, enda var veðrið ágætt, nema hvað það rigndi rúma klukkustund í gær. Annars var veðrið hér sunn- anlands mjög leiðinlegt, gekk á rigningarskúrum alltaf öðru hverju á sunnudag og í gær, og inun það mjög hafa dregið úr ferðalögum um helgina. Ginn frægasti hers- höfðingi Mexikérik- is myrtnr. LONDON í morgun. FÚ. INN af frægustu hershöfð- ingjum Mexíkóríkis, Ar- anda, var drepinn í gær, og var það galdramaður, sem varð honum að bana. Aranda hafði farið til þess að rannsaka kærur á hendur mann- inum, sem talinn var galdra- maður af hinum óupplýsta þorps lýð, þar sem hann átti heima. Höfðu margir menn farizt þar af eitrun, og var galdramannin- um um kennt. Galdramaðurinn sat fyrir Ar- anda og skaut hann til bana. Áður en lögreglan gæti náð galdramanninum, hafði múgur- inn handsamað hann og drepið. Nr. Strang ð helmlelð frð Mosfcva. LONDON í gærkveldi. FO. William Strang, fulltrúi brezka utanríkismáiaráðuneytisins, kom til Stokkhólms í dag á heimleið frá Moskva. I viðtali við blaðamenn kvaðst hann aftur mundu hverfa til Moskva. konar tilraunir til að stofna til slíkra pólitískra morða séu til- gangslausar og verði miskunnar- laust bældar riiður,

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.