Alþýðublaðið - 08.08.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.08.1939, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGINN 8. AG, 1939 ALÞYÐUBLAÐIÐ Uppi í sveit var gamall herragarður, og þar bjó gamall herra- maður því að húu hafði látið kunngera það, að hún Þeir bjuggu sig nú út 1 tvo daga, þeir höfðu tæki þeim manni, sem bezt gæti komið fyrir ekki til umráða lengri tíma, og þeir þurftu sig orði. heldur ekki lengri tíma, því að þeir voru vel að sér í öllu og það er alltaf nauðsynlegt. Hraðferðir Steindðrs 111 Akureyrar atm Akranes eru: Frá Reykjavík: Alla mánud., miðvikud. og föstud. Frá Ákureyri: Alla mánudaga, fimtud. og laugardaga. Afgreiðsla okkar á Akureyri er á bif- reiðastðð Oddeyrar, sími 260. M.s. Fagranes annast s|éleiðina. Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. Bifrelðastðð Steindórs Símar: 1580, 1581, 1582, 1583, 1584. I nestið Niðursuðuvörur alls konar. Harðfiskur. Steinbítsriklingur. Lúðuriklingur. Smjör. Egg. Tómatar o. m. f 1. Komið eða símið! BEEKKA Símar 1678 og 2148. rjarnarbúðin. — Sími 3570. UMRÆÐUEFNI DAGSINS Klukkan á íþróttavellinum gengur ekki rétt. Það þarf að mála vísana enn þá svartari. Knattspyrnumótunum lokið, aðgangseyririnn og framfarir félaganna. Lausir tappar á mjólkurflöskum. Bæjarbúar og siðferðisprófið. Indland og ísland. Getum við hafið kvikmyndaframleiðslu? ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. KLUKKAN Á ÍÞRÓTTAVELL- INUM kemur í mjög góðar þarfir. Geta nú þær þúsundir manna, sem sækja völlinn, þegar kappleikir eru, alltaf fylgzt með tímanum, en það er einmitt stór liður í gangi hvers leiks frá áhorfendanna sjónarmiði að geta fylgzt með tímanum. Það er stutt síðan klukkan var sett upp, en í fyrra kvöld voru margir, sem fullyrtu, að hún hefði seinkað sér dálítiö. Vonandi sjá forráðamenn vallarins svo um, að þessi nauðsyn- lega klukkan gangi rétt. ANNAÐ ER LÍKA, sem er að þessari klukku. Það er varla hægt að sjá vísana á henni úr stúkunni. Vel má bæta úr þessu með því að mála vísana svartari og vonandi verður það gert. Annars eru nú öll aðalknattspyrnumótin búin, þó að ef til vill verði leiknir fleiri leikir í sumar. AÐSÓKNIN að knattspyrnu- kappleikunum hefir aldrei verið eins mikil og í sumar, og er áreið- anlega. vaxandi áhugi meðal al- mennings fyrir þessari íþrótt. Þetta gefur knattspyrnufélögunum líka betra tækifæri til að æfa í- þróttina af meira kappi. Bæjarbúar hafa í sumar greitt geysifjárhæðir í inngangseyri, og er það ekki nema gott, þar sem féð rennur svo að segja allt til félaganna sjálfra, þó að þau þurfi hins vegar að greiða erlendum knattspyrnu- mönnum, er þeir koma hingað. Öll um knattspyrnufélögunum hefir og farið geysimikið fram síðan í fyrra, og þó Fram og Víkingi mest, enda má segja, að þessi tvö félög séu skipuð að langmestu leyti al- veg nýjum mönnum, en hin félögin eru að endurnýjast. HÚSFREYJUR í bænum kvarta mjög undan því, að tapparnir á mjólkurflöskunum séu lausir og flöskurnar ataðar í mjólk, þegar þær koma á heimili þeirra. Þetta á að vera hægur vandi að lagfæra, og vonandi verður það gert hið fyrsta. LÖGREGLUSTJÓRI telur, að það hafi verið of fljótt að gefa bæjarbúum siðferðisvottorð út af umgengni þeirra um Austurvöll, þegar Lúðrasveitin lék þar síðasta miðvikudagskvöld. Það má vera rétt. Sama kvöld fór fram kapp- leikur á íþróttavellinum, svo að tiltölulega fáir hlustuðu á Lúðra- sveitina og auk þess má gera ráð fyrir, að órólega liðið hafi verið á íþr óttavellinum. „KVIKMYNDAVINUR skrifar mér eftirfarandi pistil: „Indland er eins og menn vita stórt land. Það er eitthvað 47 sinnum stærra en ísland, og íbúatalan töluvert á fjórða hundrað milljónir manna, eða eitthvað 3558 sinnum fleiri én á íslandi. Allir eru ítaúar þess nokkuð dökkir á höndund, og þeir tala mörg tungumál, og sum fjar- skyld hvert öðru. Mestur hluti landsmanna eru bláfátækir bænd- ur, sem hvorki kunna að lesa né skrifa, en mjög er menningará- stand þar misjafnt, eftir landshlut- um og þjóðum. Blöð eru samt gefin út á mörgum tungumálum í Ind- landi, og fluttu þau flest um daginn greinar, þar sem þess var minnzt, að 25 ár væru liðin frá því að far- ið var að búa til kvikmyndir þar í landi. Eru þar nú sex stór kvik- myndafélög, auk nokkurra, sem minni eru þar í landi, og eru alls búnar til um 200 kvikmyndir þar á ári. Eru myndir þessar nær ein- göngu sýndar í Indlandi, en lítið sýnt þar af myndum, sem búnar eru til í Norðurálfu eða Vestur- heimi, af því að þær falla ekki kvikmyndahúsagestum þar í geð. Og geta má þess, að myndin „Trumban,“ er sýnd var hér í vet- ur og gerist á Indlandi, var bönn- uð þar.“ „FYRSTU MYNDIRNAR, sem búnar voru til á Indlandi, voru gerðar eftir sögnum úr goðafræði þeirra — allt sagnir, sem almenn- ingur þekkti frá barnæsku. En brátt breyttist þetta, og flestar kvikmyndir, sem nú eru taúnar til, eru um daglegt líf þar í landi, en lífið er þar í mörgu harla ólíkt þvi, sem við eigum að venjast, það er sem sé ekki alls staðar þar hin heilaga þrenning, sem H. G. Wells talar um, þ. e. maður, kona og barn, því sums staðar tíðkast þar, að menn eigi fleiri en eina konu, og eru sumar kvikmyndir um á- rekstra og erfiðleika, er af því leiða.“ an ?.ð jafna Indlandi og íslandi, þar sem íbúar hér eru, svo sem fyrr var getið, 3558 sinnum færri. En þess ber að geta, að fjórir af hverjum fimm Indverjum búa í sveit — og langmestur hluti landsmanna hefir aldrei séð neina kvikmynd, og ekki nema örlítill hluti landsmanna horfir að jafnaði á kvikmyndir. Við þetta bætist svo, að á Indlandi eru margar og mjög ólíkar tungur talaðar, eins og áður var getið, og eru þjóðir þessar margar hverjar allólíkar að hugsanagangi, því að frekar mætti segja, að Indland væri lítil heimsálfa en þjóðland.“ „AÐ ÖLLU' ÞESSU ATHUG- UÐU: Er ekki kominn tími til þess, að íslendingar fari að hugsa til að búa til kvikmyndir handa okkur sjálfum? Það væri fáránleg hugs- un, að við gætum búið allar mynd- ir til sjálfir, er við viljum sjá, en vel væri hugsanlegt að við gætum búið til eina og eina mynd — í fyrstu stuttar — ef til vill sögulegs efnis, er allir íslendingar vildu sjá, bæði þeir, er hér búa. og meðal framandi þjóða, og jafnvel ein- hverjir útlendingar vildu sjá líka? Þetta virðist ekki óhugsandi, og ef til vill væri þetta mál bezt farið í höndum félags, er áhugamenn í þessum efnum gerðu með sér. Hverjir vilja nú gera það að tóm- stundavinnu sinni að hugsa um þessi mál?“ ÞETTA er ágæt tillaga, og ættu einhverjir framgjarnir menn að hugsa um þetta og reyna að hrinda því í framkvæmd. Það er að vísu dýrt að búa til kvikmyndir, en þær gefa líka mikið í aðra hönd. Má vel vera, að þessi atvinnuvegur gæti orðið okkur að mörgu laytt mjög nytsamlegur. Iiannes á horninu. Kaupum tuskur og strigapoka. Húsgagnavinnustofan Baldursgötu 30. Sími 4166. (^IARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnfn á Bounty. 37. Karl ísfeld íslenzkaði. son þjótandi með byssustinginn á lofti. Það var ekkert illt í þeim pilti, en samt sem áður gerði hann alltaf einhver asnastrik og var hinn mesti ærslabelgur. Það var bersýnilegt, að hann leit ekki á uppreisnina öðruvísi en sem meinlaust gaman. Nú kom hann dansandi í áttina til Blighs, og var svo kyndugur á svipinn, að allir fóru að skellihlæja og hrópuðu: — Hæ, Tommi, þú ert líklega með okkur. — Látið mig gæta að gamla svíninu, herra Christian. Ég skal leika mér að honum, eins og köttur að mús. Hann dansaði fram og aftur fyrir framan Bligh og sveiflaði vopninu. — Fjandans þorparinn þinn! Þú ætlaðir að húðstrýkja okkur! Þú bannaðir, að okkur væri gefin rommblanda. Þú ætlaðir að láta okkur bíta gras. Hásetarnir öskruðu af hrifningu. — Gefðu honum inn, hrópuðu þeir, rektu úr honum garnirnar. — Þér og þessi herra Samúel yðar, þið eruð þokkalegir svik- arar, það eruð þið. Þið skerið matinn við neglur ykkar! Þið hafið grætt dálaglegan skilding í félagi. Þú hefðir átt að vera skipstjóri á sjóræningjaskipi, ég er viss um, að þú hefðir orðið ríkur á svipstundu! Það var napurlegt fyrir Bligh að þurfa að þola slík orð af vörum hins lægsta af undirmönnum sínum. En sannleikurinn var sá, að þetta var það heppilegasta, sem komið gat fyrir Bligh, eins og á stóð. Á þessari stundu hékk líf hans á bláþræði. Og í orðum Ellisons fékk hatur skipshafnarinnar á Bligh útrás. Ég held, að Christian hafi verið þetta ljóst, því að hann lofaði Ellison að tala. — En eftir ofurlitla stund þaggaði hann niður í Ellison: — Búið út litla skipsbátinn! hrópaði hann. — Herra Churc- hill. — Já! — Sækið herra Fryer og herra Purchell! Burkitt! — Já! — Þér, Summer, Mills og Martin standið vörð um herra Bligh! Burkitt tók í kaðalendann: — Við munum gæta hans vel! Það er engin hætta á öðru. — Hvað hafið þér í hyggju, herra Christian? Við höfum rétt á að fá að vita það, sagði Summer. Christian snéri sér að honum og horfði hvasst á hann: — Gætið starfs yðar, Summer, sagði hann. — Ég er skipstjóri hér! Flýtið ykkur að útbúa litla skips- bátinn. Margir skipverja klifruðu nú upp í litla skipsbátinn, til þess að bera úr honum yamsræturnar og aðrar birgðir, sem þar voru, en aðrir leystu hann og bjuggu sig undir það, að lyfta honum fyrir borð. Burkitt stóð beint fyrir framan Bligh og hélt byssu- stingnum fast við brjóst hans. Summer stóð á bak við hann með byssuna í sigti og margir menn stóðu við hlið hans. Að undanteknum Thompson voru þetta þeir óstilltustu af skips- verjunum, og Bligh var svo hygginn, að hánn sagði ekkert, sem gæti egnt þá upp. Hinir uppreisnarmennirnir voru á víð og dreif um þilfarið. Ég velti því fyrir mér, hvernig hægt hefði verið að skipuleggja uppreisnina svona vel, án þess upp hefðj komist. Ég hugsaði mig vel um, en gat ekki munað eftir neinum atburði, sem gæti talizt grunsamlegur. Ég hafði haft allan hugann við það, hvað yrði gert við Bligh — og hafði gleymt Stewart. Við höfðum verið skildir að, og meðan ég leitaði að honum, kom Qhristian auga á mig. Hann gekk til mín. Rödd hans var mjög róleg, en ég varð þess var, að hann var mjög æstur. — Byam, þetta mál kemur mér einum við, sagði hann. — Eng- um skal verða misþyrmt á nokkurn hátt. En sá, sem veitir mótþróa, getur átt von á því að vera drepinn. Gerið eins og yður sýnist. — Hvað ætlið þér að gera? spurði ég. — Ég hafði hugsað mér að flytja Bligh í böndum til Eng lands. En það er ekki hægt, því að hásetarnir vilja það ekki. Hann getur fengið minni bátinn og farið, hvert sem hann vill. Fryer, Hayward, Hallet og Samúel fara með honum. Við fengum ekki tíma til þess að segja meira. Churchill kom upp með stýrimanninum og Purcell. Timburmeistarinn var, eins og venjulega, súr á svipinn og þegjandalegur. Bæði hann og Fryer voru skelfdir út af því, sem við hafði borið, en þeir höfðu fullkomið vald yfir sér. Christian vissi mjög vel, að báðir þessir menn myndu grípa fyrsta tækifæri til þess að ná skipinu aftur, svo að hann lét gæta þeirra vel. — Herra Byam, þér eruð áreiðanlega ekki með þessum upp- reisnarmönnum ? — Ekki fremur en þér, svaraði ég. ’— Herra Byam á engan þátt í þessu, sagði Christian. — Herra Purcell. Fryer greip fram í fyrir honum. — En hamingjan góða, Christian, hvað eruð þér að gera! Hættið þessari vitleysu, þá skal ég lofa yður því, að við skulum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.