Alþýðublaðið - 09.08.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.08.1939, Blaðsíða 1
XX. ÁRGANGUR MIÐVIKUDAGINN 9. ágúst 1939 180. TÖLUBLAÐ RITSTJORI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN Saltsildln komin npp 138 pðsnnd tnnnnr. J DAG er ágætt veiðiveður fyrir Norðurlandi, en þó er ofuriítil þoka. Söltunin á öllu landinu er í dag orðin um 38 þús. tunnur. t gær og í nótt vioru saltaðar á Siglufirði 3—4 þúsund tunnur, en 352 á Djúpuvík. Allmörg skip hafa komið inn með slatta til söltunar, en ekkert i bræðslu. Aflahæsta skipið var um helg- ira línuveiðarinn Jökull frá Hafn- arfirði, sem hafði f>á fengið 7456 ,mál í bræðslu og 140 tunnur í salt. Togarinn Skallagrímur var næstur með 7527 mál í bræðslu. Þar næst var vélbáturinn Dagný 'með 7349 og fjórði togarinn Skutull með 7233 mál. Fimleikaflokkar Ármanns á Lingiaden komu heim í nótt. Hll blððin á Norðnrlðndnm luku miklu iofsorðl á fimleikasýningar fslendinga. Viðtal við Jens Guðbjörnsson: F JENS GUÐBJÖRNSSON Baðstofa M12. öld fnnd- in að Stðng í Þjórsárdal? --------- Tóftirnar,sem voru tvo metra undir gras sverði, eru lítið skemmdar, og rennurnar meðfram foáðum veggjunum sjást ennþá. Þorleifur jóhann- ESSON verkamaður frá Stykkishólmi, sem hefir stundum fengizt við forn- leifarannsóknir og verið með þjóðminjaverði, hefir undan- farið unnið við fornleifarann- sóknirnar í Þjórsárdal. Hann kom til bæjarins í gær, og spurði Alþýðublaðið hann, hvað rannsóknunum þar eystra liði. Þorleifur sagði þær fréttir, að oð Stöng hefðu nú verið grafnar út bæjarrústir, skáli eða stofa, og auk þess rústir, sem sennilegt er að sé baðstofa. Er þetta bakhús og er mjög lítið skemmt, enda hefir það fyllzt af vikri. Liggja rennur meðfram báðum veggj- um og út um gaflinn, sem snýr frá skálanum. Er taliÖ, að botn þéssara renna hafi verið lagður lueð hellum. Gólfið í þessari tóft hefir verið hellulagt. Er þetta mjög merkilegur fund- ur, og bendir byggingarlagið á, að baðstofan sé frá 12. öld. Gólf þessara rústa er fulla 2 metra undir núverandi grassverði. Bað- stofan er talin vera um 2 sinnum 3 nietrar að stærð. Eru veggir beggja húsanna alveg óhrundir. Er enn unnið að rannsókn þess- ara rústa, en Þorleifur telur, að hætta sé á, að rústirnar eyði- leggist í vetur, ef ekki verður byggt yfir þær, en á því telur liann mikla nauðsyn. Roussell verkfræðingur hefir síjórnað rannsóknunum á Stöng. Matthias Þórðarson heldur á- fram iannsóknum''að Skeljastöð- um, en þar virðist byggð hafa verið lengst. 1 kirkjugarðinum hafa komið í ljós um 60 beina- grindur. Um húsaskipun á þess- nm st»ð «r #nn lítið vitað; rann- sóknirnar eru enn ekki komnar svo langt. I Skallakoti er rannsóknum að mestu lokið. Bæði sænski vísindamaðurinn og sá finnski eru nú uppi í J3oig- arfirði. Vinna þeir að forleifa- rannsóknum, annar að Norðtungu en hinn að Lundi. Eldsvoði í lyfjaUð- IfflBi á Seyðísfirði. XJ* LDUR kom upp í lyfja- búðinni á Seyðisfirði um helgina. Varð eldsins vart um tvöleytið, en það tók slökkvilið bæjarins full- ar tvær klukkustundir að ráða niðurlögum hans. Var slökkvistarfið ákaflega erfitt vegna uppgufunar alls kon- ar meðala, sem mjög eitraði loftið. Tjónið af brunanum var ekki mjög mikið, og það eina, sem eyðilagðist, var nokkuð af vöru- birgðum í kjallara lyf jabúðarinnar. IMLEIKAFLOKKAR Ármanns á Lingiaden- mótinu í Stokkhólmi komu í nótt kl. 3 með Brúarfossi. — Jafnvel þó að um miðja nótt væri, var hópur manna mættur á hafnarbakkanum til að fagna utanförunum. Hefði þeim þó áreiðanlega verið fagnað miklu betur, ef skipið hefði komið á skap- legum tíma. Tíðindamaður Alþýðu- blaðsins hafði tal af Jens Guðbjörnssyni formanni Ár- manns og fararstjóra um borð í skipinu á leiðinni frá Vestmannaeyjum í gær. „Ferðin hefir gengið alveg prýðilega,“ sagði Jens Guð- björnsson, „við lögðum af stað með Lyru 13. júlí og sýndum fyrsta sinn í Þórshöfn, en skipið stóð þar aðeins við 2Vá tíma, svo að við urðum að fara beint í land til að sýna, og svo strax um borð aftur. „Hafnar fimleika félag“ tók á móti okkur — og hafði undirbúið sýninguna, hún tókst vel, og voru færeysku blöðin sammála um það, að heimsókn okkar hefði verið merkur viðburður. Frá Þórs- höfn sigldum við áfram til Bergen og komum þangað á mánudagsmorgun kl. 10. Undir eins og við vorum búin að þvo af okkur sjávarseltuna, höfðum við æfingu, enda var fimleika- sýning fyrirhuguð kl. 8 um kvöldið við „Bergenshus." — „Bergens Turnkrets“ tók á móti okkur og bauð okkur í hringferð um bæinn og í smásamsæti. Sýning okkar við Bergenshus tókst einnig vel, eins og líka blaðaummæli sýna: „Bergens Aftenblad“ sagði: „Stúlkurnar vöktu mikla hrifn- ingu. Æfingar þeirra, án undir- leiks, eru eitt af því bezta, sem undirritaður hefir séð.“ „Bergens Tidende“: „Karla- flokkurinn vakti mikla hrifn- ingu, sérstaklega fyrir dýnu- stökkin, sem voru sýnd með 4 stíl, öryggi og hraða.“ Stokkhólmsfarar Ármanns. Þannig skrifuðu og öll önn- ur blöð. Frá Bergen héldum við svo beint til Oslo og komum þangað á þriðjudagskvöld, þar höfðum við ekki sýningar, en fórum þaðan áleiðis til Stokk- hólms morguninn eftir. Frá Oslo fór með okkur Vilhjálmur Finsen, viðskiptafulltrúi íslands í Noregi, en hann var fulltrúi ríkisstjórnarinnar á Lingiaden. Til Stokkhólms komum við um kvöldið, og tók hópur vina og kunningja á móti okkur, en Jan Ottoson rektor, heilsaði okkur með ræðu og bauð okkur vel- komin. Daginn eftir, f-immtu- daginn 20. júlí kl. 7, hófst Lingiaden. Mótið hófst með skrúðgöngu 7500 fimleika- manna og kvenna frá milli 30 og 40 þjóðum. íþróttamennirnir gengu frá fjórum stöðum í borg- inni, en mættust allir á „Stadi- on.“ Þar var mótið svo hátíð- lega sett í viðurvist Gustav konungs. Athöfnin hófst með því, að fánar allra þjóðanna voru bornir inn, en að því loknu gen,gu flokkaxnir fyrir konung og heilsuðu honum. — Sýningunum var hagað þannig, að hver flokkur hafði eina ár- degissýningu. Við sýndum á Al- vikshallen, sem var einn af stærstu og beztu sýningarstöð- um mótsins. Sýndum við bæði á laugardag og sunnudag, og við gátum sannarlega verið ánægð með undirtektirnar. Blöðin luku öll lofsorði á frammistöðu flokkanna. „Nya dagligt Alle- handa“ sagði t. d., að hraði karlaflokksins og mýkt hans væru sérstaklega einkennandi fyrir hann — og sýndi hann, að hann væri vel æfður af kennar- anum. Var og mikið lof borið á Jón Þorsteinsson, kennara flokkanna, og sagði eitt blaðið, að hann hefði sýnt svo stílhreina — viðkunnanlega og vel æfða flokka, báða í anda Lings, og þó með persónulegum sérkenn- um, sem aðeins er hægt að skapa með ríku hugmyndaflugi og mikilli prýði. Sýningarnar voru, eins og áður er getið, á laugar- dagsmorgun og sunnudags- kvöld 1 Alvikshallen, og var hún fullskipuð. En á laugardags kvöld hafði kvennasflokkurinn aukasýningu á „Skansen“, og þar með var sýningum okkar í Stokkhólmi lokið. Einn daginn bauð félagið „Sverige-Island“ okkur til Salt- sjöbaden, rétt fyrir utan Stokk- hólm, og tóku 16 Ármenningar við það tækifæri sundmerki Svía. Annan daginn bauð fim- leikaflokkur K.F.U.M. í Stokk- hólmi, sem var hér í fyrra, okk- ur til íþróttaskólans í Lillsved, en Jan Ottoson er rektor þess Frh. á 4. síðu. Yfirmaður enska loftflotans, Sir Cyril Newall loftmarskálkur (til hægri), heilsar upp á flugmálaráðherra Frakka, Guy La Chambre, á flugvellinum í Croydon, þegar ráðherrann heim- sótti England fyrir nokkrum dögum. 509 sprengjiflngvélar lékn árás á brezkar borgir I gær. En loftvarnir reyndustalls staðar ilagi. ------4,---- Flotaæfingarnar hefjast í dag. LONDON í morgun. FÚ. ESTU loftvarnaæfing- ar, sem nokkuru sinni hafa verið haldnar á Bret- landi, byrjuðu í gærkveldi, og standa yfir til næstkom- andi föstudagskvölds. Eitt höfuðmarkmið loft- varnanna er að komast að raun um, hversu traustar séu Ioftvarnir gegn árásum á brezkar borgir að næturlagi. Fimm hundruð af hraðfleyg- ustu sprengjuflugvélum flug- flotans tóku að sér hlutverk fjandmannanna í loftvarnaæf- ingunum í gærkveldi og flugu inn yfir brezkar borgir og lands- svæði. Þrátt fyrir slæmt skyggni, tókst að sjá til ferða hverrar einustu af þessum flug- vélum úr loftvarnastöðvum borga og sveita og blustunar- stöðvum. Flotaæfingarnar byrjuðu í dag, og eru 130 herskip saman komin í Weymouth Bay á suð- urströnd Englands, og bíður flotinn reiðubúinn komu kon- ungs, sem er á leið til Wey- mouth frá Balmoral-kastala í Skotlandi, til þess að skoða flotann, áður en flotaæfingarnar í Norðursjó byrja. Almenningur á að taka mik- inn þátt í loftvarnaæfingum þeim, sem nú fara fram. í 28 héruðum í Suður-Englandi og Midlands verða öll ljós slökkt hvarvetna frá miðnætti næsta til klukkan 4 í fyrramálið. 250 pús. Þjóðverjar seldir fyrir batiarréttlidi í Triest ----&---- Svæsin yfirlýsing gegn Hitler foreidd út um Suður-Þýzkaland fyrir samninga hans við Mussolini um Suður-Tyrol. ------#------ LONDON í morgun. FÚ. FREGN FRÁ PARÍS segir, að félagsskapur lýðræðis- sinnaðra Þjóðverja, sem berst gegn Hitler og nazistum, hafi breitt út uni allt Suður-Þýzka- land yfirlýsingu, þar sem ráðizt er hvasslega á Hitler og stjórn nazista, aðallega fyrir að leyfa Itölum að reka þýzka menn hópum saman úr Suður-Tyrol. í yfirlýsingunni, sem er sögð rituð af Heinrich Mann, er Hit ler sakaður um að hafa „selt 250 000 Þjóðverja fyrir hafnar- réttindi í Triest“, Heræfingar h]á Dresden LONDON í morgun. FO. Heræfingar byrjuðu í Þýzka- landi nálægt Dresden. Taka þátt í þeim hersveitir, sem hafa vél- knúin farartæki og hafa með höndum vélknúin hergögn. Her- æfingarnar hófust með þvi, að lagðar voru í skyndi flotbrýr yf- ir Elbe. Almenningur í Þýzkalandi hef- ir ekki fengið nánar fregnir af þessum heræfingum. Mikið af Brk. á 4. tft«

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.