Alþýðublaðið - 10.08.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.08.1939, Blaðsíða 2
FIMMTDDAGINN 10. Agúst 1039 ALÞYDUBLAÐIÐ Hans klanfi. i Og svo gaf faðir þeirra þeim sinn hestinn hvorum, og það voru mestu stólpagripir. Sá, sem kunni orðabókina og dagblöðin utan Og sá, sem kunni að brodera, fékk snjóhvítan að, fékk kolsvartan hest. gæðing. Og svo smurðu þeir lifrarlýsi í munnvikin, Og allt þjónustufólkið fór út í garðinn til svo að þeir yrðu mælskari. þess að sjá þá stíga á bak. sass UMRÆÐUEFNI Heimilisdag- bókin 1939. Ritdifflur um ritdóm. MÉR datt í hug, hvort það væri gert í blóra við mig, þegar ég sá greinina um Heim- ilisdagbókina, sem birtist í Al- þýðublaðinu 5. þessa mánaðar. En svo sá ég, að svo myndi ekki vera, heldur tUviljun, að ritdóm- arinn á sömu bókstafi og ég. En ég get ekki verið sammála þessum háttvirta stafanafna min- um um það, að bókin sé óþörf, því þarna er komið fyrir á einum stað margvíslegum fróðleik, sem mönnum er nauðsynlegur. Nafni minn segir, að maður eigi betri aðgang að þessum fróðleik ann- ars staðar, en hvar það ætti að vera, veit ég ekki. Get ég ekki varizt því að hugsa, að hann hafi ritað dóminn til þess að spilla fyrir bókinni, en ekki af alrnenn- um áhuga fyrir því, að bækur séu góðar. Því ekki get ég skilið, að hann geti verið á móti bók- inni, af því að þar séu uppskriftir um, hvernig nota megi rabarbara og hvalkjöt. En í lok ritdómsins segir hann, að rnargur hefði vilj- að eignast bókina, ef sleppt hefði verið þessum uppskriftum. Ritdómari þessi segir, að daga- talið sé meir en hálf ónýtt, af því hálft árið sé liðið, og svipar þetta hjá honum mjög til annars, er hann segir um bókina, og bendir það á, að ekki hafi hann nú vandlega skoðað hana, því að 'dagatalið byrjar ekki með janúar, heldur með júlí. En fróðleikur sá, sem bókin hefir að geyma, er ölíum nauð- synlegur. Þar eru leiðbeiningar um framtal til tekju- og eigna- skatts, skattstigar, lög um bók- hald, leiðbeiningar um dagbókar- færslu, stimpilgjöld og ýmislegt annað viðvikjandi opinberu lífi, er aílir þurfa að vita. Þarna er lika um ræktun matjurta, um jurtakvilla, um fóðurefni, um fisk og fiskafurðir og dálkur fyrir húsmæður, (er þar í þetta um rabarbarann og hvalkjötið, sem nafna mínum féll svo illa). Og þarna fylgir iíka næringarefna- tafla og ráð til þess að ná úr blettum. Mesti sægur er í bök- inni um mál, vog, mynt, vega- lengdir, póstmál og símamál, þar með burðargjöld og símskeyta- gjöld. Þama er lika allmikið um söfn og opinberar stofnanir, stjórn, þing, ráðherra, kirkju, mennta- og heilbrigðismál, lög- gæzlu og dómsmál, banka- og sparisjóði. y Þarna er í stuttu máli saman kominn flestur sá fróðleikur, sem menn þurfa á að halda, ef menn þurfa eitthvað að snúa sér við, en fjöldi af greindustu mönnum standa gagnvart sem glópar, af því að þeir vita ekki, hvert þeir eiga að snúa sér, ef þeir eiga að fá þann fróðleik. Loks er ótalið dagatalið, sem varð til þess að Verðlaunasamkeppni - um bezta svarið um mismuninn á sveitastúlkunni og stúlk- unni við sjávarsíðuna. Sér- viturt bréf um þetta efni. Grétar Fells leiðréttir. Veg- farandi skrifar og slær á þjóðarmetnaðinn. Hafa ís- lendingar helgað sér Kol- beinsey? ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. EITT BLAÐ hefir nú gengizt fyrir fegurðarsamkeppni. Ég ætla nú að gangast fyrir annarri samkeppni. Ég veit, að menn gera oft samanburð á sveitastúlkunni og stúlkunni, sem býr við sjávarsíð- una — og eru dómarnir ákaflega misjafnir. Ég vildi gjarnan, að Ies- endur mínir sendu mér bréf um álit sitt á þessum systrum, og skal gera samanburð á þeim, búningi þeirra, Iframkoniu og fviðhorfi þeirra til lífsins. Verðlaunin fyrir bezta svarið geta ekki verið há. En ég veiti þó 10 króna verðlaun fyrir snjallasta svarið. Ekkert svar má vera meira en 50 línur — hér í þessum dálkum minum. ÉG MUN svo birta bezta svarið — og jafnvel fleiri, ef þau eru snjöll, og mun ég fá einhverja góða menn og gegna til að dæma með mér milli svaranna. Öll bréf um þetta efni verða að koma til mín fyrir mánaðamöt, og fylgja skal nafn og heimilisfang með, en svarið sjálft má vera undirritað dulnefni. Ég skal strax hér með birta bréf, sem ég hefi fengið um þetta efni fyrir nokkru, en vitan- lega kemur það ekki til greina við verðlaunaveitinguna, enda ékki hæft til þess. „SÉRVITUR SVEITAMAÐUR" skrifar mér eftirfarandi bréf um mismuninn, sem hann álítur vera á sveitastúlku og stúlku við sjávar- síðuna. Hann segir: „ÍSLENZKA SVEITASTÚLK- AN er snotur, bústin og góð vera, en samkvæmt fenginni reynslu, talsvert lengur óþæg, — hvort sem hún er heima, eða dvelur í kaupstað, heldur en systir hennar í borginni. Sannanir fyrir þessu fást bezt með því að horfa á fötin hennar. Þau eru allmikið snjáðari en klæði borgarstúlkunnar. Ef til vill öðr.um þræði vegna þess, að sveitastúlkan er annaðhvort fá- tækari eða nýtnari. En þó einkum vegna þess, að hún þarf að standa í brauki við piltinn sinn, sem klædd- ur er í gróf vaðmálsföt, er ýfa yfir borð fata hennar, þegar hún legg- ur svona mikið kapp á að verjast — t. d. kossum o. þ. h.“ „MENNTUN SVEITASTÚLK- UNNAR stendur yfirleitt á langt koma upp um nafna minn, aÖ ekki hefÖi hann athugað bókina vel. Prentun og frágangur bók- arinnar er hinn snotrasti, og hef- ir Víkingsprent annazt það. G. G. DAGSINS. um hollari merg en bæjarstúlkunn- ar, því að hún gefur sér meiri tíma til hagnýts náms — og stundar það af öllu meiri alúð og kappi. En eins og eiturlyfin vinna bug, jafnvel á sterkasta manni, þannig veikir borgarmenningin (eða ó- menningin) varnir og mótstöðu- kraft sveitastúlkunnar að lokum, ef hún flyzt í kaupstað og skapar úr henni þæga borgarstúlku, sem vill búa dag hvern í skýjaborg. En í kaupstaðnum er það mjög jarð- nesk höll, sem heitir slíku nafni. Og það er tilviljun háð, hvort hún fæst byggð á bjargi.“ GRÉTAR FELLS leiðréttir mis- sögn mína. „„Guðspekingar borða hvorki kjöt né fisk“ —■ sagðir þú, Hannes minn, nýlega í Alþýðublað- inu, er þú varst að segja frá sum- arskóla Guðspekinema í Þrasta- lundi í sumar og hrósa matnum þar og allri aðhlynningu, svo sem mak- legt var. En hafa skal jafnan það, er sannara reynist. Því fer mjög fjarri, að allir þeir, er telja sig Guðspekinema, borði hvorki kjöt né fisk, enda er oft lítt mögulegt — og stundum ómögulegt — að lifa á eintómri jurtafæðu, svo að háskalaust sé fyrir heilsuna, að minnsta kosti hér á landi. Sumir Guðspekinemar kjósa þó að hafna algjörlega kjöti og fiski, og geta ýmsar ástæður valdið, enda er slíkt ekkert sérkennilegt fyrir þann flokk manna.“ „ÞAÐ ER hinn mesti misskiln- ingur, að það skipti miklu málí fyrir andlegan þroska manna eða sálarheill, hvort þeir lifa á fæðu úr jurta- eða dýraríkinú, og oft koma mér í hug orð spekingsins Emersons, þegar menn eru að. heimska sig á því að telja það til aðalatriða, hvort neytt sé jurta- eða dýrafæðu. En orð Emersons eru á þessa leið: Stórmenni víta naum- ast af því, hverju þau klæðast eða hvað þau borða. Mætti um þetta rita langt mál, en ég vildi í þetta sinn aðeins reyna að koma í veg fyrir, að farið sé að halda, að Guðspekinemar séu — fremur en aðrir menn — á valdi einhvers mataræðisrétttrúnaðar, og veit ég — að þú, Hannes minn, tekur það ekki illa upp, þótt ég telji, að áð- urnefnd ummæli þín geti valdið misskilningi og vilji varna því.“ „VEGFARANDI“ SKRIFAR: — „Ég hefi, mér til mikillar ánægju, fylgzt með pistlum þínum í AI- þýðublaðinu. Ekki vegna þess, að ég hafi ánægju af, hve margt fer miður hjá okkur, heldur vegna þess, að ég sé, að hér er á ferð- inni maður, sem hefir áhuga fyrir umbótum. Það er ekki nóg, að leggja langa vegi eða byggja brýr og stórhýsi til þess að sýna og gorta af, bæði út á við og inn á víð, ef öll umgengni við þessi mannvirki ber slóðaskap og hirðu- leysi vott.“ „VIÐ VERÐUM að sætta okkur við þá staðreynd, að við erum ekki stór þjóð og læra að sníða stakk eftir vexti, og þar sem ekki er hægt að koma við stórframkvæmdum, verðum við að vinna vel að hinu smærra, sem minna kostar, en «et- ur þó mörgu öðru fremur menning- arsvip á okkur. Hér á ég meðal annars við góða umgengni og reglusemi í smáu sem stóru. Þegar við berum saman smæð og fátækt okkar og stærð og auð annarra þjóða, finnum við flest til van- máttarkendar, en til að breiða yfir hana hættir okkur við að fara að gorta af hinu og þessu, sem okk- ur er algerlega ósjálfrátt, jafnvel því, að við höfum ekki herskyldu.“ mtm mm* ípw mm m •» „ÞETTA A LÍKA við um bók- menntirnar, sem eru að vísu ágæt- ar, en eru þó bara arfur frá for- feðrum okkar, en í engu verðleik- um núlifandi kynslóðar að þakka; og vafalaust á einangrun meiri þátt í þeím en bókmenntaáhugi.“ i- % „SVO ÉG snúi mér nú að öðru, þá hefir mér oft fundizt margt vanta hjá þér. En það er ekki hægt að krefjast þess af einum manni, að hann sé með nefið niðri i öllu í einu. Loks kom svo greinin þín um lögregluna. Það var orð í tíma talað, því það má segja, að þar hafi þurft að finna að. Annars ætti maður ekki að lasta lögregl- una um of en athuga þann jarð- veg, sem þeir eru vaxnir úr, en það er óstundvís, sinnulaus, óorð- heldin, kærulaus og illa siðuð þjóð, ef til vill ekki verri en aðrar, en hreint ekki betrí.“ „VEGFARANDI sá, sem þetta ritar, er bersýnilega ákaflega óá- nægður með lögregluna. Það er kunnugt að það hefir legið í landi hér, að leggja allt út á versta veg fyrir lögreglunni og smíða um hana hinar verstu sögur. Ég get ekki birt slíkar sögur, sem gripnar eru úr lausu lofti, en ég mun hins veg- ar sýna lögreglustjóra bréf, sem mér berast um þessi mál. - m ,-^mm w&a mtm ÓLAFUR HANSSON ségir í bréfi til mín: „Getur þú svarað þeirri spurningu fyrir mig, hvort fslendingar hafa nokkurn tíma helgað sér Kölbeinsey formlega? Ég er hræddur um, að svo sé eigi, en okkur gæti stafað hætta af því, að eyjan félli í hendur erlends rík- is. Fyrir allmörgum árum var rætt um það í norskum blöðum, að Norðmenn ættu að helga sér eyna og koma þar upp veðurathugana- stöð. Var auðséð á þeim skrifum, að Norðmenn viðurkenndu ekki rétt íslendinga til eyjarinnar." 4 0, mqjg -ti'rfBfSt. „FYRIR SKÖMMU sá ég grein í ameríksku blaði, þar sem rætt er um lönd og eyjar í Norður-íshafi. í þeirri grein er Kolbeinsey, sem þar er nefnd hollenzka nafninu „Mew- enklint“ (mávaklettur), talin „no man’s land“. Ef íslendingar hafa ekki helgað sér eyna, ættu þeir að gera það hið fyrsta, því að ella er viðbúið, að eitthvert stórveldi eða annað erlent ríki slái eign sinni á hana. Þó að eyjan sé örsmá, er ekki óhugsandi að hún geti á ein- hvern hátt haft hernaðarlega þýð- ingu, og væri þá íslandi hætta bú- in.“ ua ’sa ~:iís* wm >e:’-a ÍSLENDINGAR munu ekki hafa helgað sér þetta útsker fyrir norð- an Grímsey. Það mun vera „no man’s land“, ef land skyldi kalla. Ilannes á horninu. CHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnin á Bounty. 39. Karl ísfeld íslenzkaði. Þegar Nelson minntist á það, að Purchell fengi ef til vill að vera um borð, ef hann óskaði þess, varð hinn gamli sjómaður hinn æfasti. — Haldið þér, að ég vilji vera um borð með þorpurum og sjóræningjum? Nei, aldrei! Ég fer með skipstjóranum. í sama bili kom Churchill auga á okkur. — Hvað hafið þér í hyggju, Purchell? Ætlið þér að stela verkfærunum okkar? —- Verkfærunum ykkar? Ég á þessi áhöld og fer með þau. — Þér fáið ekki svo mikið sem einn nagla, svo lengi sem ég ræð nokkru, svaraði Churchill. Hann kallaði til Christians, og aftur var rifizt — ekki aðeins um verkfærakistuna, heldur einnig um timburmeistarann. Christian langaði til þess að hafa timburmeistarann um borð, af því að hann var góður smiður, en hinir allir voru andvígir því. Purchell var skap- maður mikill og var álitinn harðstjóri, sem gengi næst Bligh. — Hann er bölvaður þorpari. — Við getum haldið sveinunum, herra Christian, þeir geta gengið í stað timburmeistrans. — Látið hann fara 1 bátinn. — Láta mig fara, bölvaðir sjóræningjarnir! grenjaði hann. — Mér þætti gaman að sjá framan í þann mann, sem ætlaði að reyna að hindra mig. Því miður var Purchell jafnheimskur og hann var hugrakkur. Hann gleymdi nú að gæta varúðar og gortaði af því, hvað hann myndi gera, þegar hann væri kominn burt frá uppreisnarmönnum. — Takið eftir því, sem ég segi, bölvaðir þorpararnir. Við skulum draga ykkur alla fyrir lög og dóm. Við skulum smíða okkur skip, sem við getum siglt á heim. . . . — Það er einmitt það, sem hann gerir, ef þér látið hann fá verkfærin, herra Christian, hrópuðu margir af skipshöfninni. — Þessi gamli refur gæti smíðað skip með vasahníf. Of seint varð Purchell skiljanlegt, hvað hann hafði gert. Ég held, að Christian hefði fengið honum eitthvað af verkfærum, en þegar hann var minntur á það, hvað timburmeistarinn gæti gert, skipaði hann strax svo fyrir, að verkfærakistan yrði borin undir þiljur. Purchell fékk því ekkert annað í hend- urnar en handsög, litla öxi, hamar og lítinn poka með nöglum. Bligh hafði heyrt allt, sem sagt var, og réði sér nú ekki leng- ur: — Bölvaður hálfvitinn þinn! hrópaði hann til Purchells, en Burkitt hindraði hann í því að segja meira, með því að setja byssustinginn fyrir kverkar honum. Þiljurnar voru þéttskipaðar fólki, en Christian gætti þess vel, að þeir, sem voru á móti uppreisnarmönnum, gætu ekki náð saman. Um leið og búið var að útbúa stóra skipsbátinn, gaf hann bátsmanninum skipun um, að setja bátinn á flot: — Og gætið vel að, herra Cole! Ef þér brjótið rá eða ræði, fer illa fyrir yður. Um fimmtán af okkur fengu skipun um að hjálpa honum, því að uppreisnarmennirnir voru alltof skyn- samir til þess, að leggja frá sér vopnin. Einn þeirra fyrstu, sem skipað var að fara ofan í bátinn, var Samúel. Þar næst komu þeir Hayward og Hallet. Báðir hágrétu og báðu sér miskunnar og það þurfti að bera þá að skipsstig anum. Hayward snéri sér að Christian og sagði: — Herra Christian! Hvað hefi ég brotið af mér, svo að þér farið þannig með mig. Lofið mér að vera kyrr um borð. — Við getum komizt af án yðar hér um borð, svaraði Christi- an — farið báðir ofan í bátinn, Næsti maður var Purchell. Það þurfti ekki að herða á hon- um. Ég held, að hann hafi heldur viljað láta drepa sig, en að vera kyrr í skipinu, eftir að það var komið á vald uppreisn- armanna. Hin litilfjörlegu verkfæri, sem hann fékk að hafa með sér, voru rétt honum ofan í bátinn. Christian skipaði svo fyrir, að Bligh yrði leiddur að skipsstiganum. Þar voru hendur hans leystar. — Jæja, herra Bligh! Þarna er báturinn yðar. Og þér eruð heppinn að hafa fengið stærri bátinn. Farið strax í bátinn. — Herra Christian, sagði Bligh. í síðasta skipti bið ég yður að athuga, hvað þér eruð að gera. Ég lofa yður því, að minn- ast aldrei framar á þetta mál, ef þér hættið við þetta. Hugsið um fjölskyldu mína! — Nei, herra Bligh. Þér hefðuð fyrr átt að hugsa um fjöl-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.