Alþýðublaðið - 11.08.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.08.1939, Blaðsíða 3
FÖSTUDAG 11. ÁGÚST 1939 KLM&UBIMm ALÞÝÐUBLAÐIÐ JUTSTJÓBI: F. R. VALDRMARSSON. í fjarveru hana: &TEFÁN FÉTURSSON. AFOREIDSL A: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfiagðtu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021: Stefán Péturssen (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Innflutnings- höftin. HEILDSALABLAÐIÐ Vísir var í gær að reyna að bera í bætifláka fyrir síðustu hótan- ir sínar um að segja upp s'tjórn- arsamvinnunni, ef heildsalarnir fengju ekki þá „réttingu11, eins og það kemst að orði, á innflutn- ingshöftunum, sem þeim sjálf- um þóknaðist að l'ara fram á. Og blaðið gérir það með því að bera fyrir sig gamla gagnrýni Alþýðuflokksins á innflutnings- höftunum um það leyti, sem verið var að koma þejm á, án þess þó að geta þess með einu orði, hvaða leiðir það voru, sem Alþýðublaðið taldi bæði þá og endranær öruggara að fara til þess að tryggja þjóðina gegn á- byrgðarlausum innflutningi og endalausri skuldasöfnun erlend- is. Slíkar hártoganir eru heild- , salablaðinu að sjálfsögðu vel- komnar, enda mjög vel við þess hæfi. En þær eru engin afsökun fyrir sérhagsmunakröfur heild- salaklíkunnar og hótanir henn- ar um uppsögn stjórnarsam- vinnunnar, ef ekkf verði á þær fallizt. Alþýðublaðið hefir enga ástæðu til þess að draga neina fjöður yfir það, að það hefði heldur kosið, að farin væri leið landsverzlunar í stað innflutn- ingshaftanna til þess að tryggja afkomu þjóðarinnar í viðskipt- unum við útlönd. Og það sagði síðast í fyrradag, að „engum hefði dottið 1 hug að telja irtn- flutningshöftin rteitt keppi- kefli“. En það var augljóst, að þjóðarbúinu yrði ekki bjargað í áföllum viðskiptakreppunnar og því stórkostlega markaðshruni, sem fór í kjölfar hennar, néma því aðeins, að innflutningurinn til landsins yrði takmarkaður að miklum mun, þangað til tek- izt hefði að auka útflutninginn svo á ný, að hann gæti staðizt straum af frjálsum innflutningi erlends varnings. Og í þeirri vit_ und hefir Alþýðuflokkurinn ekki vikið sér undan þeirri á- byrgð að styðja innflutnings- höftin um skeið, enda þótt hann teldi þau allt annað en æskileg og áliti sjálfur öruggara að taka upp hreina og beina landsverzl- un. En slík hugsun um hag' og af- komu þjóðarheildarinnar liggur heildsölunum bersýnilega fjarri. Fyrir þeim vakir ekkert annað en sérhagsmunir þeirra sjálfra af viðskiptunum við útlönd, hvað sem hag þjóðarheildarinn- ar og afkomu hennar út á við líður. Og þegar innflutningur- inn hafði af knýjandi nauðsyn verið takmarkaður með inn- flutningshöftunum, tóku þeir bara upp aðra aðferð til þess að skgra eld að sinni köku: okurá- lagningu á vörurnar í skjóli innf lutningshaf tanna. Það var meðal annars þetta, sem Alþýðuflokkurinn sá fyrir og gerði það að verkum, að hann vildi heldur fara leið lands- verzlunar en innflutningshaft- anna. En það er ekki honum að kenna, að ekki voru um leið og innflutningshöftin voru sett gerðar ráðstafanir til þess að verja þjóðina fyrir slíkum verzl- unarháttum heildsalanna, því að hann benti þá strax á nauð- syn þess að koma samtímis á skörpu eftirliti með verðlagi á innfluttum vörum, ef almenn- ingur ætti ekki að standa varn- arlaus gegn okri heildsalaklík- unnar. En eins og kunnugt er, er það ekki fyrr en nú í allra seinustu tíð, að þessi nauðsyn, sem Al- þýðuflokkurinn benti þá á, hef- ir verið viðurkennd af öðrum flokkum, þannig að að minnsta kosti nokkur vottur af viðleitni hafi verið sýndur í þá átt að hafa hemil á álagningu heild- salanna. En það er þó vissulega engin tilviljun, að þessi sérhags. munaklíka hefir nú í stöðugum hótunum við þjóðarheildina, ef ekki verði látið undan kröfum hennar um afnám innflutnings- haftánna, eða „réttingu í þeim efnum“ eins og Vísir kýs heldur að orða það en að segja hisp- urslausan sannleikann. Úm hitt spyr þessi sérhags- munaklíka ekki, hvaða útlit er á því í dag, eins og nú horfir um síldveiðarnar, aðalútfiutnings- atvinnuveg þjóðarinnar, að þjóðarbúið þoli slíkt. Það er þýðingarlaust fyrir heildsala- blaðíð að ætla' að reyrta að blekkja fólk með skírskotun til „bræðraflokka Alþýðuflokksins í nágrannalöndunum“ og Stau- nings, sem það ge.rir sig svo hlægilegt að telja ,,í sömu af- stöðu til þessara mála“ og Sj álfstæðisflokkinn hér. Vísir veit, ofur vel, að Stauning og stjórn hans hélt fast við inn- flutningshöftin í Danmörku meðan gjaldé'yrisástæður dönsku þjóðarinnar voru nokkuð svipaðar því, sem þær eru hér nú. Og það er allt öðru máli að gegna, þótt Danir, sem eiga nú aftur hundruð milljóna í er- lendum gjaldeyri, geti leyft sér að slaka verulega á innflutn- ingshöftunum, eða við, sem skuldum við hver áramót tugi milljóna fyrir ógreiddar erlend- ar vörur. el|i keri- biriðir tii eiBS irs. OSLO í gærkveldi. FB. TT ORNBIRGÐIR Norðmánna nema nú 200000 smálestum, og ætti sá fiorði að duga þjóðinni x eitt ár. Frá því í haust verða tilbúnir geymslustaðir fyrir 50000 smálestir til. Þegar heimsstyrjöldin brauzt út 1914, höfðu Norðmenn aðeins kornbirgðir til nokkurra vikna. NRP. Víkingar héldu Fritz Buchloh, þjálfara síirum kveðjusamsæti í fyrrakvöld í Oddfellowhúsinu. Guðjón Ein> arsson, formaðux Vikings, þakk- aði Buchloh fyrir starf hans og afhenti honum íslendingasögurn ar í þýzkri útgáfu að gjöf frá félaginu. Einnig héldu ræður Er- lingur Pálsson yfirlögregluþjónn varaformaður I. S. í., ólafur Sig- urðsson, formaður Vals, Einar Björnsson, fulltrúi K. R. R., Gísli Sigurbjömksson forstjóri og loks talaði Buchloh sjálfur. Samsætið var fjölmennt og fór hið bezta fram. 200 pús. Tékbar fluttlr i þrældóm tll Þýzkalands 4--— Ætlunin er að útrýma tékknesku þjóðinni og láta Þjóðverja nema land í Bæheimi og Mæri AÐ eru ekki margar sögur, ** sem hingað til hafa farið af stjórn Hitlers á hinu nýja „verndarríki“ hans, Bæheimi og Mæri, eða „Tékkíu“ eins og það er nú kallað. Einstöku fregnir hafa þó bor- izt um flótta tékkneskra herfor- ingja og flugmanna til Póllands, morð bæði á þýzkum og tékk- neskum lögregluþjónum í Bæ- heimi, hernaðarástand í þekkt- um borgum þar og brottrekst- ur heilla bæjarstjórna úr emb- ættum, sem sýna, að Þjóðverj- ura gengur ekki eins vel að fá Tékka til að þýðast vernd þeirra, eins og þeir ef til vill hafa hald- ið. En nú hefir ameríski blaða- maðurinn Húbert Knickerbock- er nýlega komið með þær upp- Iýsingar í grein, sem birtist í mörgum útlendum blöðum, að harmleikur tékknesku þjóðar- innar fari nú ekki lengur fram aðeins innan hinna gömlu landa- mæra Bæheims og Mæris, held- ur einnig úti um allt Þýzkaland, þangað sem tékkneskir feður og synir hafi nú þegar verið fluttir til raunverulegrar þrælkunar- vinnu svo hundruðum þúsunda skiptir. Hingað til segir hann að um 200 000 Tékkum hafi þann- ig vei-ið dreift út um Þýzkaland. Þessir þjóðflutningar, eða rétt- ara sagt þrælaflutningar, eru aðeins upphafið að því, sem þýzka nazistastjórnin ætlast fyrir með tékknesku héruðin Bæheim og Mæri: að útrýrna tékknesku þjóðinni þar og flytja Þjóðverja inn í staðinn til þess að gera þau fyrir fult og allt að þýzku landi. Grein Kniokerbockers er á þessa !eið: Það, sem Hitler hefir x hyggju íað gera ákvarðar i dag pólitík allra Evrópulanda. Skilningur Ev- rópumanna á fyrirætlunum „for- ingjans", er byggður á verkum hans, en ekki á orðum. Ekki ein- asta skoöun manna á því, hvar óg hvenær hann ætli að hefja stríð, heldur einnig á því, hvað hann ætli sér að gera við þjóð, senx hann hefir lagt undir sig. Af þessum ástæðum hafa menn veitt nána athygli framkomu naz- istanna í „vemdarríki“ þeirra, Bæheimi og Mæri. Og nú er svo komið, að allar þær ríkis- sijórnir, sem ekki eru fasistiskar, em þeirrar skoðunnar, að fram- koma nazfstanna við sigraða þjóð yrði ekki beinlínis til þess að staöfesta fuliyrðin;gu Sir Norman Angells: „það borgar sig ekki að leggja undir sig lönd“. Enn fxemur: Enda þótt það sé máske satt, að „Hitler vilji ekki stríð“, þá virðast þó flestir, sem fylgjast með málunum, sann færðir urn það, að Hitíer vilji leggja undir sig . ný lönd. Því að hann hefir — að minnsta kosti sem stendur — hagnazt vel á því að ieggja Tékkóslóvakíu und ir sig. Hann befir náð gróða af því fyrirtæki með aðferðum, sem Norman Angell hefði álitiö að enginn rnaður notaði „á vor um tímum“. I Nobelsverðlaunabók sinni Hin mikla sjálfsblekking, segir Angeli: „Þar sem hin eina að ferð, sem sigurvegari getur við- haft á vorum dögixm, er sú að lita íbúa hins sigraða Iands búa von Neurath, landstjóri Hitlers Bæheimi og á Mæri eða „verndari tékknesku þjóðarinn- ar“ eins og nazistar kalla hann. að auðlegð lands sins, þá er það ekkert annað en blekking áð á- líta, að þjóð geti aukið velmegun sína á þann hátt að auka land- flæmi sitt. Sarnt sem áður játar Angell í bréfi til gagnrýnanda eins, ,,að ef svo fari að stjórnmálastefná Frakka og Englendinga verði í nánustu framtíð hin sama og hún hefir v~ríð síðustu ar, þá sé ekki vafi á því að Þjóðverjar sendi þýzka íbúa til hinna sigr- uÖu landa, með því að reka í- búa, sem þar áttu heima, í út- legð, eða gera þá að þrælum. Þær skýrslur, sem borizt háfa út frá hinu undirokaða riki, þrátt fyrir bréfaskoðanir, sanna það, að yfirráð nazistanna eru þannig, að þeir hneppa íbúana í þrældóm eða setja þá í fanga- búðir og leggja undir sig eign- ir þeirra. Það hafa fengist skýrslur um 10,000 manneskjur, sem sitja í fangabúðum. Þýzkir hermenn segjast fyrir- lita harðstjórn og •— þótt það hafi ekki tekizt — hafa þeir reynt að tengjast vináttuböndum við hina innfæddu íbúa. Öll of- beldisverk eru framin af Gestapo, hinni leynilegu ríkislögreglu. Til þessa dags hefir verið reikn að út að um 200,000 Tékkar hafi verið fluttir í þegnskylduvinnu hér og þar í Þýzkalandi. Þessir menn og skyidulið þeirra líta á sig sem þræla. Sumir þessara manna eru látnir vinna að uppskeru, en aðrir vinna að víggirðingunum við austurlandamæri Þýzkalands, gegn Póllandi. Þeim er skipt í smáhópa, sem eru það litlir, að þeir eru ekki færir um að gera uppneisn, og er sagt að meðferð á þeim sé sæmileg svo lengi sem þeir ekki skorast undan vinnu eða reyna að strjúka. Fyr- ir vinnu sína fá þeir lágmarks- laun. Búizt er við að þessum tékk- nesku verkamönnum verði fjölg- að töluvert jafnvel á friðartímum, en ef til stríðs kæmi, myndu verða gerðar tilraunir til að neyða flesta vinnufæra menn í Bæheimi og Mæri til vinnu í Þýzkalandi, og þannig leysa Þjóð verja til herþjónustu. Þjóðverj- ar álíta, að þeir með þessu rnóti geti fengið 1,000,000 jarðyrkju- rnanna, en Tékkar halda því fram, að hver viöleitni í þessa átt muni stranda á andstöðu þeirra og skemmdarstarfsemi. Dr, Karl Frank, einn af leiðtog- um nazista í Súdetahéruðunum, sem skipaður hefir verið vara- maður von Neuraths. Undir venjulegum kringumstæð um yrði það að teljast ógern- ingur, að skipa á svo mörgum jarðyrkjujnönnum gegn eigin vilja þeirra. En hugsazt gæti, að nauðugúnx verkamönnum, undir þvingandi eftirliti, mætti takast; að komast hjá vinnunni með mót- þróa og myndu heldur vilja fara í fangabúðirnar. En hingað til hefir það sýnt sig, að aðferðir Gestapo hafa getað hnekkt slík- um mótþróa jafnvei meðal hinna harðsnúnustu uppreisnarmanna. Við þetta dæmi um „þrælaflutn ing“ bætist svo athyglisverður listi unx herteknar eignir, sem verður nú æ stærri og stærri, samkvænxt staðfestum opinberum og hálfopinberum þýzkum upp- Iýsingum. Efstur á þessum lista er liinn frægi tekkneski gullforði, sem nemur 8 millj. punda (allt aó 220 rnillj. ísl. króna), sem Prag- stjórnin fól til varðveizlu hinum alþjóðlega banka í Basel, einmitt í því skyni, að koma í veg fyrir að hann félli Þjóðverjum í hend- Ur. Þar eð bankinn taldi sig þess þó ekki umkominn að varðveita gullið fól hann það aftur Enig- iandsbanka. En eftir að Þjóð- verjar tóku Prag í marz, afhenti Englandsbanki gullið þýzku stjórninni, þrátt fyrir ákveðin mótmæli vina Tékkóslóvakíu. Þar næst er hinn geypilegi forði tékkneskra vopna og sprengi efna, sem Hitler hefir gefið urn opinbera skýrslu, og sem nú er talinn allt að 1000 millj. króna v'iröi. Deutsche Wehr, hið þýzka heiTnála-tímarit, skráir 6 tékk- neskar vopna- og sprengjuefna- verksmiðjur meöal hinna verð- mætustu eigna, sem fallið hafá Þýzkalandi í hendur. Að jafnaði vinna þarna um 26 900 rnanna. Þessar verksmiðjur áttu höfuð- stól, er nam allt að 200 millj. punda. Forði sá af hráefnum til iðn- aðár, sem Þjóðverjar fengu, er áf enskurn sérfræðingum virtur á 270 millj. punda. Fjöldi véla, sem enginn veit tölu á, .hefir verið tekinn frá tékkneskum og slóvakiskum verksmiðjum og fluttar tií Þýzkalands- Öl) lönd- in, Bæheimur, Mæri og Slov- akía, hafa nú verið svipt yfir- ráðum yfír ökrum sínurn, en Slovakía ein hefir sent 27,000 vagnfarma af hveiti til Þýzka- lands. Fyrir nokkurn hluta þessa þýf- is hefir verið goldin lágmarks- þóknun, en líklega hefir mikið af því verið hernumið eða grein með ávísunum, sem ekki er hægt að leysa inn. Nokkuð af þessu, sem og aðrar eignir, var áður eign Gyðinga, en allar eignir Frh. á 4. síöm. Hraðferðlr Stelndóra tll Akureyrar um Akranes erus Frá Reykjavík: Alla mánud., miðvikud. ©g Histud. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtud. og laugarrdag*. AVgreiðsla okkar á Akureyri «r á foif- relðastoð Oddeyrar, slmi 260. M.s. Fagranes annast sjéleidlna. Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. Bifreiðastðð Steindðrs Símar: 1580, 1581, 1582, 1588, 15M. okinardropar Á.V.R. Rommdropar. Vanilludropar. Citrondropar. Möndludropar. Cardemommudrepar. Smásöluverð er tilgr&int á hverju glasi. Öll gl5s með áskrúfaðri kettu. ÁVengisverzlun rfklslns

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.