Alþýðublaðið - 11.08.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.08.1939, Blaðsíða 4
FÖKTUDAG 11. ÁGÚST 1939 eiMGAMLA BIOH Samkepni I stðlsffliðanna. Afar spennandi mynd um ægilega samkeppni milli verksmiðja vestan hafs. — Myndin er gerð eftir sög- unni „ „BIG“, eftir Oven Francis. Aðalhlutverk leeikur VICTOR MCLAGLEN, Myndin er bönnuð fyrir börn innan 14 ára. Berjatinsla er leyfð í Skeggjastaðalandi (við Tröllafoss) gegn smávægi- legu gjaldi. Fólk getur ennfremur fengið leyfi til að tjalda. Öll önnur ónauð- synleg umferð um land jarðarinnar er bönnuð. Ódýrar og góðar slægjur til leigu á sama stað. Upplýsingar í síma 2841 kl. 12—1 og eftir kl. 6. JÓN HJARTARSON, Skeggjastöðum, Mosfells- sveit. Nýtt Í?S k:. Nýr lax Ódýrt blómkál Kjot & Fiskur Símai 3828 og 4764. I. O. G. T. VIGSLUHATIÐ Landnáms I.O. G. T. hjá ElliÖavatni fer fram á sunnudaginn, 13. þ. m. kl. 2 e. h. — Til skemmtunar verð- ur: Ræðuhöld, söngur (I.O.G.T. kórinn) og kappleikar. — Að- gangur er ókeypis, en merki verða seld peim, er styrkja vilja landnámið. — Maltöl, gos- drykkir og sælgæti verður til sölu; einnig molakaffi; en fólk hafi með sér ílát undir það. — Tjaldstæði verða leyfð. — Templarar! Fjölmennið með gesti! — Sætaferðir auglýstar á morgun. Aukahafnir í ferð E.s. „Brðarfoss" vestur og norður 11. p. m. verður sem hér segir: Norðurleið: Stykkishólmur Patreksfjörður, Skagaströnd. Suðurleið *. Önundarfjörður Bíldudalur. Skipið fer héðan kl. 8 í kvöld Útbreiðið Alþýðublaðið! BARNAHEIMILI VORBOÐANS 1 Frh. af 1. síðu. Á Flúðum er allt hitað og soð- ið við hverahita. Frá Fiúðum var ekið til Braut- arholts og öll híbýli þar skoð- uð. Er skólahúsið þar nokkuð stærra en á Flúðum og umgengni öll hin prýðilegasta. Var einkar skemmtilegt að koma í þvotta- herbeigfið og sjá 38 handklæði hanga meðfram veggjunum og jafnmaiga tannbursta á hillum yfir. Var gestunum boðið kaffi, og undir borðum þakkaði frú Guð- rún Jónasson fyrir ánægjulegan dag, og sagði hún m. a.: „Ég þekki mjög margar fjölskyldur í Reykjavk, þar sem bágar eru ástæður, og því er mér vel kunn- ugt um það mannúðarstarf, sem hér er unnið, og það er ósk mín, að fleiri konur taki höndum sam- an við þær, sem hér eru, og hjálpi til við þessa starfsemi," og tók frú Guðrún Guðiaugsdóttir í sama streng. Aö Brautarholti eru 38 böm á aldrinum 6—11 ára, og gætir þeirra kennslukonan Þorgerður Jónsdóttir, en henni til aðstoðar eru Þorgerður Grímsdóttir og Sigurlaug Ottesen, en í eldhúsinu eru ráðskonan, Jóna Magnúsdótt- ir og Áslaug Jónsdóttir. Vom börnin, bæði á Flúðum Og í Brautarholti, mjög glöð og ánægð yfir tilveru sinni, og hin sællegustu, og má með sanni segja, að Vorboðihn hafi með því að taka þau úr göturykinu hér í Reykjavík, veitt þéim sól og sumar í hreinu sveitalofti, og vonandi tekst Vorboðanum enn jað auka starfsemi sína, svo að pngu barni þurfi í framtíðinni að neita um sumarvist i sveit. SKEMMTISTAÐUR TEMPLARA Frh. af 1. síðu. girðingarefni, efni í skálann og bifreiðaakstur, sem hefir orðið mikill, vegna viðgerðarinnar og flutninga á vinnufólkinu. Góð- templarastúkurnar hafa lagt fram nokkurt fé til að standast þennan kostnað — og einnig einstakir félagar, — að það er alls ekki nóg'. Þingstúkan hefir því fengið leyfi til happ- drættis og er það hafið. Má vænta þess, að happdrættissöl- unni verði vel tekið. Á sunnudag verður landið vígt með mikilli viðhöfn, hefst athöfnin kl. 2 með því, að Sig urður Þorsteinsson þingtemplar flytur ávarp. Auk þess verða þarna ræðuhöld, söngur og ýms- ir kappleikar. Aðgangurinn að landinu verður ókeypis, en merki verða seld á staðnum — þeim, sem vilja styrkja land- námið. Eimskip: Gullfoss er í Kaupmannahöfn. Goðafoss er hér. Brúarfoss fer vestur og norður í kvöld kl. 8. Dettifoss fór frá Hamborg kl. 4 í gær áleiðis til Hull. Lagar- foss er í Leith. Selfoss er á leið til Djúpuvíkur. Torgsala á morgun við Hótel Heklu og á torginu við Njálsgötu og Barónsstíg. Alltaf nýtt og míkið grænmeti. Mikið af tómötum og alls konar græn- meti. Ódýrast á torginu. ísland nnfflið af Dðn- nm 09 Svfnn, en ekkl Norðmönnum? FjrHrlestar Barða Guð- mundssonar ð sapnfræð- inoamétinn i BanmSrkn KHÖFN í gærkveldi. FÚ. ARÐI GUÐMUNDSSON þjóðskjalavörður flutti er- indi sitt um upphaf íslands- byggðar á sagnfræðingafundin- um á Hindsgavl í gær. Hélt hann því fram, að það hefðu aðallega verið danskir menn og sænskir, sem lögðu á flótta til íslands, vegna ofríkis Haralds konungs hárfagra, er hann braut undir sig allan Nor- eg. Einkanlega hefði margt danskra manna flúið til íslands og áhrifa þeirra gætt mikið. Benti fyrirlesarinn á margt til þess að sýna fram á, hvað var sameiginlegt með því, sem ís- lenzkt var og danskt á víkinga- öldinni, og nefndi þar til útfar- arsiði, óðalsrétt, stofnun goð- orða, tungumál og margt annað, er hann taldi frábrugðið því, sem var 1 Noregi á sama tíma. Fyrirlesturinn hefir vakið mikla athygli. Búið að salta mn 45 þúsnnd tnnnnr ð ðlln landinu. SÖLTUN á öllu landinu mun nú vera orðin um 45 þúsund tunnur. Síðastliðinn sólarhring hefir lítið veiðzt í reknet. I dag er rigning á Siglufirði, en ekki mjög hvasst, og sæmi- legt veiðiveður. Síðastliðinn sólarhring voru saltaðar á Siglufirði 2—3 þúsund tunnur. Á Djúpuvík voru saltaðar 344 tunnur, Ólafsfirði 250 tunnur, á Akranesi 151 heiltunna og 93 hálftunnur. Ólafur Bjarnason kom í morg- un til Siglufjarðar með 350 tunnur. Þjóðverjt skotiaa inn an við landanæri Péilands. Fór áownt ftlðgnm sln- nm i taelmlldarleysi inn i landið og réðtat ð pðlskan tollvðrð. LONDON í morgun. FÚ. REGN frá Varsjá hermir, að Þjóðverji frá Þýzka- landi hafi verið drepinn í gær Póllandsmegin við landamæri Schlesíu. Pólverjar lýsa tildrögum þannig, að þrír vopnaðir Þjóð- verjar hafi farið yfir landamær- in í heimildarleysi og ráðizt á pólskan tollgæzlumann, sem snerisf gegn þeim, Var skipzt á skotum, en er pólskir tolleftir- litsmenn komu félaga sínum til hjálpar, lögðu hinir á flótta, en einn þeirra hafði orðið fyrir skoti og hneig niður við landa- mærin. Þjóðverjarnir skildu eftir 12 skammbyssur og þúsund skammbyssushmt, f DA« Næturlæknir er Kristín Ólafs- dóttir, Ingólfsstræti 14, sími 2161. Næturvörðux er i Reykjavíkur- og Iðunnar-apóteki. ÚTVARPIÐ: 19,45 Fréttir. 20,20 Hljómplötur: Göngulög. 20,30 Iþróttaþáttur. 20,50 Hljómplötur; a) Celló-só- nata í ie-moll, eftir Brahms. b) 21,15 Þjóðlög frá ýms- um löndum. c) Harmóniku- lög. Feróafélag Islands fer þrjár skemmtiferðir um næstu helgi. Gönguför um Snæ- fellsnes. Lagt af stað síðdegis á laugardag með ms. Laxfossi og siglt til Borgamess. Þaðan farið í tíifreiðum til Stykkishólms og gist þar. Á sunnudagsmorgun ekið út í Grundarfjörð, en þaðan farið gangandi út í Óiafsvk og kringum Snæfellsnes að Búðum. Gengið á Snæfellsjökul, ef veð- ur leyfir. Frá Búðum verður fiarið í bílum í Borgames og með m.s. Laxfossi til Reykjavikur á sunnudagskvöld 20. þ. m. Er þetta 8V2 dags ferð. — Hringferð um Borgarfjörð. Lagt af stað kl. 3 á laugardag og komið heim á sunnudagskvöld. Ekið austur Mosfellsheiði um Kaldadal, Húsa- fell og að Reykholti og gist þar. Á sunnudagsmorgun haldið upp í Norðurárdal. Gengið að Hreða- Vatni, verið í skóginum og í hrauninu og þá farið að Glanna og Laxfossi. Verði bjart veður, veiður gengið á Baulu eða Tröllakirkju. í bakaleið farið um Hvítárbrú fyrir framan Hafnar- fjall og um Hvalfjörð. Áskriftar- listar á skrifstofu Kr. Ó. Skag- fjörðs, Túngötu 5, og séu far- miðar teknir fyrir kl. 4 á föstu- dag. — Gullfoss- og Geysisferð. Á sunnudagsmoiigun ekið austur Mosfellsheiði niður með Heiðax- bæ,. suður með Þingvallavatni um Grafning yfir Sogsbrú og austur að Geysi og Gullfossi. Komið við hjá Brúarhlöðum og „Pjaxi“ skoðaður. Félagið hefir fengið leyfi fyrir gosi og gerir sitt bezta til að ná fallegu gosi. í bakaleið verður komið við í Skálholti, hinu fomfræga bisk- upssetri, og flytur magister Sig- urður Skúlason stutt erindi um staðinn. — Farmiðar seldir á bif- reiöastöð Steindórs á laugardag- inn frá kl. 1—7. STAUNING Frh. af 1. síðu. um hefir íbúum hennar fjölgað úr 20 000 upp í 37 000. Ég hafði ánægju af því að sjá, hvernig garðyrkjan hefir farið vaxandi og stórir kartöflugarðar komið upp. Þeir eru einn votturinn um hinar miklu framfarir og hið vaxandi framtak. Ég varð alls staðar var við hinn mikla áhuga íslenzku þjóð- arinnar fyrir norrænni sam- vinnu, og ég hygg, að hið per- sónulega samband milli þeirra, sem ábyrgðina bera, muni bera góðan ávöxt. Það var tekið á móti mér á hinn hjartanlegasta hátt og með frábærri gestrisni, og ég hefi hinar fegurstu endurminningar um þessa fjórðu og ef til vill síðustu för mina til bræðra- landsins íslands, sem því miður liggur svo langt í burtu.“ COLIJN I HNATTFERÐ. Frh. af 1. síðu. samt frú sinni í næsta mánuði. Hann ætlar til hollenzku Aust- ur-Indía, Japan, Kína og Banda- rikjanna. M.s. DroHiing Alexandrine fer mánudaginn 14. þ. m. kl. 6 síðd. til Isafjarðar, Siglu- fjarðar, Akureyrar. Þaðan sömu leið til baka. Farþegar sæki farseðla fyrir hádegi á laugardag. Fylgibréf yfir vörur komi fyrir hádegi á laugardag. Sktpaaf or Jes Ztmsen Tryggvagötu. — Sími 3025. Hl NVM BM> Gull og jörð. Söguleg stórmynd fri Warner Bros, gerð eftir hinni frægu sögu Clements Ripley, „Gold is Where you find it,“ er lýsir svo aðdá- anlega vel barátta mann- anna um auðlegð jarðar- innar, og er fagur óður til vinnunnar, til móður jarð- ar, sem allt gefur og allt fmc. Aðalhlutverkiu leikac Georga Brent, Olivia de Havillaud, Claude Rains o. fi. Kaupið Alþýðuhlaðið! Maðurinn — sem hvarf. Þessi óvenjulega skimratólega skáldsaga er skrifuð af 8 þekktustu skáldsagna- höfunduna Bandaríkjamaa, eftir hug- ■* mynd Frankliii D. Roasevelts Banáa- ríkjaforseta. Kostar 2 krónur. — Fæst í Afgreiðslu Alþýðuhlaðsias. Valnr vann K.R. með 6 gegn 0! VALUR og K. R. þreyttu auka kappleik að gamni sínu i gærkveldi. Veður var gott ög á- horfendur allmargir, þegar þess er gætt, að hér var ekki um mótskappleik að ræöa. Allmargt af nýjum mönnum (var í liði K. R. Valur sýndi yfirburði næstum allan leikinn, að minnsta kosti í hröðum og fáguðum samleik. Að vlsu náðu K. R.-ingar nO’kkrum sinnum skæðum upphlaupum og (settu mark Vals i bættu, en þettia virtist miklu fremur vera til- viljun en skipulögð sókn. Bak- vðrn K. R. var gersamlega einskis verð, og var oft opin leið fyrir Valsmenn í markiö. Haraldur Guðmundsson er þó góður bak- vörður, en vegna linieika fram- Tínunnar hætti hann sér of mikið fram, — og framhiaup hans báru ekki árangur vegna seinleika og skilningsleysis Guðm. Jónssonar, sem ekki var hægt að þekkja fyrir sama mann og áður. Birgi eyðilagði með hiki upplagt marit. Annars voru hinir nýju menn í liðinu mjög linir og þó sérstak- lega annar bakvörðurinn, sem var mjög óviss, enda ekld í góðri æf- ingu. Setti hann og eitt markið fyrir Val með hröðu og hörðu skoti á Anton félaga sinn. — Sí- felldar skiptingar fóm fram í liði K- R., meðan á leiknum stóð, og virtist sem þjálfari K. R., en hann dæmdi ieikinn, notaði hann til ýmiss konar tilraunastarfsemi — og við því er ekkert að segja nema gott eitt. — Það er mikil breyúng á K. R.-liðinu, að taka út úr því Þorstein, Sigurjón, Hans og Gísia. Það er þess vegna ekki von á góðu. Óþolandi er að lieyra skammir á milli félaga í kappleik, en það kom fyrir í gærkveldi; og félagsskapur, sem er sjálfum sér ósamþykkur, er í mikilli hættu. „Dronning Alexandrine" er væntanleg til Færeyja í kvöld. TÉKKAR FLUTTIR I ÞRÆLÐóM Frh. af 1. síðu. þeirra, sem eru taldar um 100 millj. punda virði, hafa verið fastsettar án loforða um endur- greiðslu. Engu hefír verið gleymt. Borg- jari í Piag skrifar svolátandi: „Nú eru nazistarnir farnir að stela því, sem verðmætast er úr listasöfn- um og höllum. Tíu hinna dýrustu glitsaumsmynda frá gömlu kon- ungshöHinni í Prag, hafa nú ver- ið fluttar til Berlínar“. Verðmæti þess, sem rænt hefir verið frá Tékkóslóvakíu, er talið vera um 600 millj. punda (yfir sextán milljarðar króna). Af þessu hafa Evrópumenn lært það, að nazistarnar í Þýzka- iandi trúa á hagnaðinn af því að loggja undir sig lönd. Mögu- legt er og, að Tékkóslóvakía þurfi ekki til langframa að lúta Þýzka- landi, þó að svo sé sem stendur. Og verið getur að Angeli hafi haft rétt fyrir sér, er hann sagði: „Hin þýzka tilraun mun mis- takast eftir takmarkalaust volæði og eymd“. ÍUar á ðliu land- inu veru 118,888 nm síðnstn áranót. UM síðustu áramót voru í- búarnir á öllu landinu 118,888 og hafði vaxið um 1196 manns á árinu. Við talninguna var farið eftir manntali presta, nema í Reykja- vík, Hafnarfirði og Vestmanna- eyjum, þar var farið eftir bæj- armanntölum, sem tekin eru af bæjarstjórunum. ViÖ manntalið hefir komið í ljós, að fólki hefir fækkað í flestum sýslum, en fjölgað í kauptúnum. Þó hefir orðið lítils háttar fjöigun í fjórum sýslum, Borgarfjarðarsýslu, Mýrasýslu, Barðastrandarsýslu og Stranda- sýslu. Samtals búa i sýslum á landinu 61 839 manns. Súðin fór í gærkveldi austur um í hringferð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.