Alþýðublaðið - 12.08.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.08.1939, Blaðsíða 3
LAUGARDAG 12. ÁGÚST 1939 ALÞYÐUBLAÐIÐ ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru bans: STEFÁN PÉTURSSfWN. . AFGREIÐSLA: AIÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: A|greiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021: Stefáh Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMISJAN Eftir 25 ár. T BÓK sinni um heimsstyrjöld- ina segir brezki stjórnmála-- maÖurinn Winston Churchill frá tali, sem hann átti við þýzka ‘sendiherrainn í London árið 1911. Peir ræddu um ófriðarhættuna, sem skapazt haföi í Evrópu við það frumhlaup Þjóðverja að senda herskipið „Panther“ til Marokko til þess að ógna Frökk- um, sem nærri lá, að leiddi þá þegar til stórveldastríðs. Þýzki sendiherrann bar sig upp undan því, að þaö væri verið að reyna að umkringja Þýzkaland og fanga ,það í net, en bætti því við, að Þýzkaland væri of sterkt dýr til þess, að nokkurt net fengi hald- ið því. Churchill svaraði, að það væri kunnugt, að Þýzkaland ótt- aðist engan, en allir óttuðust Þýzkaland. Það voru nákvæmlega sömu hugsanimar og meira að segja sömu orðin, sern nú ganga aftur. Það var sama vigbúnaðarkapp- hlaupið milli landanna, sama bar- áttan um „olnbogarúm“ og mark- aði, sama vopnaglamrið og hót- animar, sem hvað eftir annað voru i þann veginn að hleypa öllu í bál og brand, löngu áður en hinn blóðugi hildarleik- ur hófst Og þó vildu rnenn ekki trúa því, að svo hryllilegir vib- burðir gætu gerzt á okkar „sið- ubu“ öld. Það var bara á Balk- anskaganum, í hinu „órólega Korni“ Evrópu, sem menn gátu hugsað sér slíkar aðferðir. En þjóðimar þar töldu menn tæp- ast til menningarþjóða. En svo sló eldingu ófriðarins niður um mánaðamótin júlí og ágúst 19.14, eða fyrir svo að segja nákvæmlega 25 árum- Og þegar hfeimsstyrjöldin haföi geisað í méira en fjögur ár, var -búið að grafa 9 milljónir manna á bezta aldri á vígvöllunum og flytja 20 milljónir særðra út um alla Evrópu. Manndrápin og hryðjuverkin á vígvöllunum voru svo hroðaleg, að um hitt var varla talað, hversu ægilega lík- amlega og andlega neyð styrj- Öldin leiddi yfir þær lumdruðir milljóna af konum, bömum og gamalmennum, sem biðu á bak við vígvellina eftir mönnum sin- um, feðrum og sonum, sem marg ir hverjiír aldrei komu aftur, en aðrir saarðir og fatlaðir ævilangt. Þegar við lesum i dag um að- draganda heimsstyrjaldarinnar, þá verður okkur það strax ljóst, að hún var undirbúin á bak við tjöldin, án þess aÖ almenningur ætti þess nokkurn kost að koma í veg fyrir hana- Það vom stjórn- arhættir einveldisins og hagsmun ír auðvaldsins, sem hleyptu strið- inu af stað, og það hefði því átt að mega væmta þess, að hömi- ungar styrjaldarinnar hefði kennt inönnum aö taka endanlega fyrir kverkarnar á hvoru tveggju til þess að tryggja raunverulegt lýð- rf*ði og þar með friðinn í fram- tiðinni. Surnir trúðu því líka, að það hefði tekizt með kollvörpun gömlu keisarastjómanna á Rúss- landi, Þýzkalandi og í Austurríki og Ungverjalandi, þannig að heimsstyrjöldin hefði þó ekki verið til einakis háð. En það er ekki svo að sjá í dag. Eftir 25 ár er ástandið aftur orðið það sama og 1914 og sá vísir til lýð- ræðis, sem menn vonuðu að næði þroska eftir heimsstyrjöld- ina, aftur troðinn niður í öllum þeim löndum, sem friðurinn nú veltur á. Og þó er eitt öðruvísi: Það hefir aldrei tekizt aftur aö varpa þeim dýrðarljóma yfir vilii- mennsku stríðsins, er leiddi menn blindandi út i það fyrir 25 ár- um. Hitler og Mussolini hafa ekk- ert látið ógert til þess að ala Upp þann eitraða hugsunarhátt hjá æskulýðnum, að það sé dýrð- legasta takmark tilvemnnar fyrir hvem rnann að fá að deyja fyrir föðurlandið á vígvellinum. En þessar andlegu eitrunartilraunir hafa ekki boriÖ árangur. Hvorki á Þýzkalandi né Italíu reynir fólk ið að leyna ótta sinum og hryll- ingi við nýja styrjöld. Fyrir 25 ámm hugsuðu allir, að stríðið myndi aðeins standa stutta stund, nokkrar vikur, mán- d'ði eða í mesta lagi hálft ár. Nú gengur enginn þess dulinn, að ný styrjöld myndi þýða langvar- andi hörmungar bæði fyrir her- mennina og þá, sem heima em og vafasamt, að þeir sæi nokkru sinni aftur siðaða veröld. Því að það er eins og Churchill seg- ir í bók sinni um heimstyrjöld- ina: „Næsta sinn verða verkanir vopnanna þannig, að alger auðn verður eftir“. En þrátt fyrir það þorir enginn að treysta komandi vikum, mán- uðum eða árum. Þar sem ein- ræðisherrar og auðmenn em við völd, er hægt að steypa þjóðun- Um út í stríð, hversu nauðugt, sem öllum almenningi er það. Friðurinn verður aldrei tryggður fyrr en auðvaldið og einræðis- herrar þess hafa verið 'kveðnir niður. Sjómannakveðja. FB. 10. ágúst. Byrjaðir veið- ar við Austurland. Kærar kveðj- ur. Skipverjar á Karlsefni. Útbreiðið Alþýðublaðið! Tiu danskir blaðamenn koma hingað á snnnudagskvðldið. ...♦--— Þelr eru gestlr Blaðamannafél. fslands og munn dvelja hér á landi í ellefn dagá. A NNAÐ KVÖLD koma hingað til Reykjavíkur með „Alexandrínu drottn- ingu“ 10 danskir blaðamenn, ritstjórar og blaðamenn við öll helztu blöð Kaupmanna- hafnar og forstjórar fyrir fréttastofum þeirra og flestra annarra blaða í Danmörku. Má fullyrða, að þetta sé mjög merk heimsókn og þýðingar- mikil. Það er Blaðamannafélag íslands, sem hefir boðið blaðamÖnnunum hingað, og verða þeir gestir þess, meðan þeir dvelja hér á landi. En Blaðamannafélagið nýtur styrks og stuðnings ríkis og bæjarfélaga svo og einstakra félaga og fyrirtækja við þetta heimboð. Gestirnir eru starfsmenn við eftirtöld blöð og fréttastofur: Social-Demokraten, Berling- ske Tidende, Poiitiken, Kriste- ligt Dagblad, Arbejderbladet og Nationaltidende, Den socialde- mokratiske Provinspresses Bii- reau, Venstres Pressebureau. Den konservative Generalkorre- spondance og Radikale Venstres Pressebiireau. Nefnd frá Blaðamannafélag- inu hefir undirbúið þessa heim- sókn hina dönsku blaðamanna undanfarna tvo mánuði og eiga sæti í þeirri nefnd: Pétur Ólafs- son, Þórarinn Þórarinsson, Ein- ar Olgeirsson, Kristján Guð- laugsson, Valtýr Stefánsson og Vilhjálmur S. Vilhjálmsson. Er öllum undirbúningi nú lokið og ákveðið, hvernig dvöl gestanna hér verður hagað. Og mennirnir, sem koma, eru þessir: Peder Tabor, annar ritstjóri við Social-Demokraten í Kaup- mannahöfn. Hann er 47 ára að aldri og hefir stundað bláða- mennsku síðan 1907. Byrjaði hann þá sem teiknari við ýms Peder Tabor G. K. Burmölle Gunnar Nielsen Martin Nielsen Bögholm Elin Hansen mannahöfn 1925—26 og hefir verið það frá 1930. Fulltrúar fréttastofanna eru þessir: I SpegllUnii er fægi* lðgur, sem gerir alla hlutl spegUfagra Oluf Bussmann Carl Th. Jensen Alex Christiansen H. Hansen vikublöð. Árið 1914 var hann fréttaritari í London og í Berlín 1919. Á árunum 1923—1930 var hann ritstjóri blaða Alþýðu- flokksins á Mið-Jótlandi, og 1930 gerðist hann ritstjóri „Hjemmets Söndag“, sem er aukablað Social-Demokraten á sunnudögum. 1934 gerðist hann meðritstjóri Social-Demokraten og síðan 1933 hefir hann skrifað neðanmálsgreinar í Social-Demo kraten um innanríkismál. Peder Tabor hefir skrifað margar smá. sögur. Áuk þess hefir hann skrifað bók um józka málaralist og fleiri bækur. 1924 stofnaði hann „Jydsk Forening for Ma- lerkunst". G. K. Burmölle blaðamaður við ,,Nationaltidende“ (íhalds- flokkurinn), 29 ára gamall. Hann byrjaði blaðamennsku 1929 við „Skanderborgs Amts- avis“, og vann við það blað til 1930. Þá vann hann við „Jyl- landsposteri1 í Árósum, og frá 1. desember 1938 hefir hann unnið við „Nationaltidende11 sem sér- fræðingur í verzlunarmálum. Gunnar Nielsen er 40 ára að aldri. Hann er ritstjóri um inn- anríkismál við ,,Politiken“ (Ra- dikali flokkurinn). Hann byrj- aði sem fréttaritari í Kaup- mannahöfn fyrir „Fyns Venstre. blad“ 1920 og gerðist ritstjóri þess 1927. Því starfi gegndi hann til 1929, er hann gerðist. starfsmaður Politiken. Hann hefir verið formaður Blaða- mannasambandsins síðan 1938. Martin Nilsen er 29 ára, upp- runalega verkamaður. 1930 gerðist hann framkvæmdastjóri „Arbejderbladets" (kommúnist- ar), og jafnframt vann hann sem blaðamaður við blaðið. Síðan 1934 hefir hann verið pólitísk- ur ritstjóri þess. Við síðustu fólksþingskosningar var hann kosinn á þing. Oluf Bussmann blaðamaðpr við „Kristeligt Dagblad“. Hann hefir stundað blaðamennsku í 10 ár, fyrst utan Kaupmanna- hafnar og síðan við „Kristeligt Dagblad". Hann hefir ferðazt á_ kaflega mikið, meðal annars til Suður-Evrópu og til Ameríku. Carl Th. Jensen ritstjóri „Ber- lingske Aftenavis“ síðan 1937. Hann byrjaði blaðamennsku sína við „Vort Land“ 1913. 1926 varð hann ritstjórnarritari við Berlingske Tidende og ritstjóri „B. T.“ 1926. Hann var formað- ur Blaðamannafélagsins í Kaup. Alex Christiansen forstjóri „Den social-demokratiske Pro- vinspresses Búreau“, tók við því af Hans Nielsen 1930. Nýlega hefir honum verið falið að veita forstöðu blaðadeild gjaldeyris- skrifstofunnar. Hann hefir starfað við blöð Alþýðuflokks- ins í 20 ár og aðallega haft með höndum fjármál og atvinnumál. H. Hansen forstjóri „Venstres Pressebureau“ frá 1937, blaða- maður frá 1914, hefir starfað við „Kolding Folkeblad“ og „Næst- ved Tidende“. Frá 1923—1927 átti hann sæti í stjórn sambands ungra vinstrimanna. K. Bögholm cand. mág. starfs- maður við „Den konservative Generalkorrespondance*1. Með- starfsmaður við ýms dönsk og útlend tímarit. Hefir skrifað mikið um utanríkismál. Elin Hansen ritstjóri „Skive Folkeblad“ (Radikali flokkur- inn). Hann er 42 ára og hefir verið blaðamaður síðan 1919, fyrst við „Silkeborg Venstre- blad“ og seinna við „Skive Folkeblad“ og frá 1935 hefir hann verið ritstjóri þess blaðs. Frá 1937 hefir hann átt sæti í bæjarstjórn Skive. Hann hefir ferðazt allmikið. Elin Hansen er starfsmaður „Radikale Venst- res Pressebúreau" og fulltrúi þess. Dvðlin hír á landi. Blaðamennirnir koma, eins og áður er sagt, annað kvöld eða aðra nótt hingað. Þá fá þeir gistingu að Hótel Borg. Á mánu- dag kl. 12 mæta þeir í boði bæj- arstjórnar við miðdegisverð, en kl. 4 hefir forsætisráðherra boð fyrir þá og ýmsa innlenda menn Frh. Á 4. »íð». Árásirnar á KRON SAMBANDI við árásir í- haldsbiaðanna á Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis, þar sem ótvírætt er gefið í skyn, að félagið styrki kommúnista að málum, og jafnvel nefnt „vopna- smiðja kommúnista“, er engin furða, þótt almenning í þessium bæ langi til að vita, í hverju þessi stuðningur sé fólginn, og auðvitað eru það ekki sízt Sjálf- stæðismenn innan kaupfélagsins, sem ástæðu hefðu til að koma með slíkar fyrirspumir. — En hvemig sem á því stendur, hefir íhaldsblöðunum alltaf láðst að nefna ákveðin dæmi um þennan margumtalaða stuðning, sem fé- lagið veitti kommúnistum. Ég minnist þess, að þegar blaðaárásimar voru sem harðast- ar s, 1. haust, gaf Kaupfélagið út blað, þar sem m. a. er skorað á Mgbl. og Visi að nefna eitt- hvað til sönnunar máli sínu, koma með þó ekki væri nema einn mann úr Kaupfélaginu eða jafnvel annars staðar frá —- helzt Sjálfstæðismann, — sem orðið hefði fyrir pólitískum áróðri aí hálfu félagsins eða trúnaðar- manna þess. Eftir þeim upplýs- ingum, sem ég hefi fengið, hefir þetta ekki verið gert og Mgbl. og Vísir hafa heldur ekki sýnt svo mikið sem viðleitni til að birta nokkur sönnunargögn í þessa átt. Það, sem að mínu áliti, og sjálfsagt einnig allra annarra fé- lagsmanna, er lífakkeri þessa unga og giftusamlega kaupfé- lags, eru efirfarandi íneginatriði úr stefnuskrá þess: 1. Það kappkostar að selja vandaðar og ódýrar vörur. 2. Það hefir enga lánsverzlun eða samábyrgð- 3. Það er hiutlaust um stjórn- mál. Fyrir nokkrum árum, þegar í- haldsblöðin beindu sókninni fyrst og fremst gegn sveitakaupfélög- unum, þá létu þau ætíð svo sem pau væru kaupfélögum mjög vel- viljuð, ef þau aðeins væru laus við lánsverziun og samábyrgðina. Nú höfum við Reykvíkingar fengið kaupfélag, sem hefir í lög- um sínum hin gullvægu megin- atiiði heilbrigðar samvinnu, sem íhaidsmenn töluðu sem fjálgleg- ast um hér áður fyrr. En hvað skeður? — Þegar til kemur, á allt þetta að vera kommúnismi? Hvað er áróður fyrir kommún- ista ef ekki þetta? Ekki er gerð minnsta tilraun til að sanna, að Kaupféiagið viki frá lögum sín- um eða stefnuskrá. Svo góður er málstaður félagsins, því varla mundi skorta, að staðreyndunum um það, sem miður færi, væri á lofti haldið, ef til væru. Sjálfstæðismenn í Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis, þessi hyggnari og sanngjarnari hluti flokksins, sem \dll vinna mfeð mönnurn úr öðrum flokkum að viturlegum umbótum í þjóðfé- laginu, þar á meðal gegn hinu mikia böli, sem dýrtíðin í Reykja- vík skapar — þeir ættu að gera tilraun til að kenna a. m. k. flokksblöðunum, að það er á- byggilega ekki vatn á myllu Sjálfstæðisflokksins, þegar blöð hans ráðast með heiftúðugum ó- sannindavaðli að fyrirtæid, sem af verkum sínum hefir hafizt til þeirrar virðingar i augum allra skynsamra og heiðarlegra borg- ara að líkja því við „grasey á eyðimörku“, eins og þekktur samvinnumaður orðaði það. Félagsmaður'í Knon.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.