Alþýðublaðið - 12.08.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.08.1939, Blaðsíða 4
LAUGARDAG 12. ÁGÚST 1939 ■ 6AMLA BlOgS Samkepni stálsmidanna. Afar spennandi mynd um ægilega samkeppni milli verksmiðja vestan hafs. — Myndin er gerð eftir sög- unni „ „BIG“, eftir Oven Francis. Aðalhlutverk leeikur VICTOR MCLAGLEN. Myndin er bönnuð fyrir börn innan 14 ára. I* ©• ffi® T® MUNIÐ vígsluhátíð landnámsins á morgun kl. 2. Sætaferðir frá B. S. I. og Þrótti frá kl. 10 í fyrramálið. Geri við saumavélar, allskon- ar heimilisvélar og skrár. H Sandholt, Klapparstíg 11. sími 2635. Kaupum tuskur og strigapoka. pjr Húsgagnavinnustofan ~Wí Baldursgötu 30. Simi 4106. LÖGREGLAN Frh. af 1. síÖu. láti þetta mál til sín taka, enda hefir blaðið heyrt, að svo muni verða. Svo virðist, sem agaleysi hafi vaxið gífurlega innan lögreglunnar síðan lög- regluþjónunum fjölgaði, því að góður agi ríkti innan lögregl- unnar meðan Hermann Jónas- son gegndi lögreglustjórastörf- um. Að vísu hafa störf lögreglu- stjóra vaxið mikið, en samt sem áður hefir hann nú fleiri að- stoðarmenn, og kröfur allra eru á þá leið, að lögregluþjónarnir gefi aldrei á sér hinn minnsta höggstað, ef þeir gera það, geta þeir ekki undir neinum kring- umstæðum notið trausts al- mennings, og þar með eru þeir orðnir óhæfir til að gegna hin- um ábyrgðarmiklu stöðum sín- um. SAMNINGARNIR I MOSKVA Frh. af 1. síðu. herforingja Sovét-Rússlands byrja í dag, Meðal þeirra, sem viðstaddir voru á járnbrautarstöðinni í Moskva, til þess að bjóða þá velkomna, þegar þeir komu, var Suvarov, yfirmaður setuliðsins 1 l Moskva. Skipstjórinn á enska her- skipinn nm ótriðarhættnna. Blaðamönnum var boðið í gær um borð í Pelican, og ræddu þeirvið skipherrann. ÞAÐ ER EKKI okkar Breta að ákveða það, hvort stríð verður eða ekki. Það er eingöngu undir Mr. Hitler komið, hvort ofan á verður. Ef hann ætlar sér að knýja kröfur sín- ar fram með valdi, þá knýr hann um leið af stað styrj- öld.“ Þetta sagði Bosswell skip- stjóri í viðtali við blaðamenn í gær um borð í skipi sínu „Peli- can“, einu af nýjustu herskip- uni Breta. Virtist skipstjórinn vera mjög áhugasamur um öll stjórnmál og alþjóðamál, og skyldi eng- inn lá honum það nú á þessum tímum, þegar ófriðarblikan er sem hæst á lofti. Um borð í „Pelican" gefur að líta alla þá nýtízku tækni á sviði sjóhernaðar og sjó- mennsku, sem nú þekkist. Fallbyssur eru 8 eða 4 sam- stæður — og þær fullkömn- ustu af sinni tegund, jafn- vígar til sóknar og varnar, hvort heldur er við óvin á sjó eða í lofti að etja, og ef óvinurinn úr lofti skyldi verða of nærgöngull, þá er til taks hríðskotabyssa, sem skýtur um 500 skotum á mínútu. Ef óvinurinn er á sjón- um, þá getur skipið með sér- stökum þar til gerðum áhöldum varpað í sjóinn sjósprengjum. Þá eru ekki síður fullkomin öll þau tæki, sem að sjómennsk- unni lýtur, og væri sjómönnun- um okkar mikill fengur í að kynnast þeim öllum. Á stjórn- palli eru að sjálfsögðu áttavitar — og þeir af fullkomnustu gerð. Einnig eru alls konar línuritun- ar. og mælingatæki, sem fag- manninum einum er fært að lýsa. Á skipinu er hátt á annað hundrað manns. Bið mikla leyndarmál. Bosswell skipstjóri bauð blaðamönnum til sín í gær, áð- ur en almenningi var boðið að skoða skipið. Fóru gestirnir undir leiðsögn eins sjóliðsfor- ingjans víða um skipið, bæði uppi og niðri, sýndi hann þeim það og útskýrði hina ýmsu hluti, þó að einum undanteknum, en hann var á stjórnpalli, og sagði sjóliðsforinginn, að þetta væri ,,hið mikla leyndarmál brezka herskipaflotans.“ Allt er skipið hin mesta furðusmíð. Hverri fallbyssusamstæðu stjórna 16 menn, eða þeim öllum 64 menn, ef þeir falla — eða forfallast t. d. í sjóorustu, þá geta þeir, sem á stjórnpalli skipsins eru, tekið við stjórn fallbyssanna frá stjórnpalli og skotið af einni eða öllum í einu með þar til gerðum tækjum. Bosswell skipstjóri bauð blaðamönnum, eftir að þeir höfðu skoðað skipið, í stofur sín- ar og ræddi við þá þar um heima og geyma. Var hann mjög gestrisinn. HELGRÍMAN. Frh. af 2. síðu. kenni „helgrímumannanna“, að þeir þola illa — jafnvel hógværa gagnrýni, og kom mér því ekki á óvart, þótt hin hreinskilna grein mín kæmi óþægilega við kaun þeirra. Ég mun á öðrum stað gera grein hins „kristi!ega“ blaðs fyllri skil, en vil í þetta sinn aðeins Iáta þess getið, að ef allt, sem hið „kristilega“ blað ber á borð fyrir lesendur sína, er jafn mikill sannleikur og það, sem það leyfir sér að halda fram í umræddri grein, þá mun að minnsta kosti sannleikshollustan naumast verða ritstjóra þess eða ritstjórum ör- uggt vegabréf til himnaríkis, — þrátt fyrir allar „postullegar“ trúarjátningar! Grétar Fells. Súðín var á Hornaflrði í gæikveldi. DÖNSKU BLAÐAMENNIRNIR Frh. af 3. síðu. heima hjá sér. Kl. 7 um kvöldið koma blaðamennirnir ásamt ís- lenzkum stéttarbræðrum saman til kvöldverðar, og verður þar skýrt fyrir þeim fyrirkomulag dvalarinnar hér á landi. Á þriðjudagsmorgun snemma verður lagt af stað í viku ferða- lag til Norðurlands. Verður far- ið upp í Borgarnes, en þar verða til taks 5 manna vagnar frá Steindóri, sem flytja blaða- mennina norður og heim aftur. í þessari för taka og þátt 7 ís- lenzkir blaðamenn. í þessu ferðalagi mun blaðamönnunum verða gefinn kostur á að skoða síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði, iðnfyrirtæki KEA á Akureyri, gróðrarstöðina þar, brennisteinsnámurnar við Mý- vatn, Laxárvirkjunina, auk ým- issa þekktra og fagurra staða. Mun þeim og verða gefnar ná- kvæmar upplýsingar um öll mannvirki og fyrirtæki er þeir heimsækja af forstjórum þeirra eða stjórnendum. Á Akureyri tekur bæjarstjórn á móti þeim, á Siglufirði stjórn Síldarverk- smiðjanna og bæjarstjórnin og við brennisteinsnámurnar for- stjóri h.f. Brennisteinn. Á heim- leiðinni munu þeir koma við á kunnum sögustöðum í Skaga- firði og einnig í Reykholti, en þaðan verður farið um Kaldadal til Þingvalla og þaðan um Grafning til Þrastalundar. Síð- an verður farið að Ljósafossi, Gullfossi og Geysi i boði bæjar- stjórnar Reykjavíkur. Hingað verður komið á mánudagskvöld. Þriðjudaginn, miðvikudaginn og fimmtudaginn munu gestirnir nota til að kynnast Reykjavík nánar og merkum fyrirtækjum, söfnum og byggingum. Það er mjög áríðandi, að þessi heimsókn hinna dönsku blaða- manna takist sem bezt, og hefir Blaðamannafélagið gert allt, sem í þess valdi he'fir staðið, til þess að svo megi verða, enda líka notið til þess góðs stuðnings margra ágætra manna. Farþegar með Brúarfossi vestur og norð- ur um land í gærkveldi: Egill Vilhjálmsson og frú, Svanfríður Hjartardéttir, Effa Georgsdóttir, Sigurlaug Guðmundsdóttir, Anna Jónsdóttir, Eggert Claessen hrm. og frú, Páll Sigurðsson læknir og frú, Jón Sveinsson, Eiríkur Þor- steinsson og frú, Sesselja Sig- urðardóttir, Þorbjörg Möller, Einar Eggertsson, Helgi Briem og frú, Theódór Líndal, Frieda 'Briem, Hávarður Valdimarsson og frú, Guðrún Jónsdóttir, Ása Guðmundsd., Ingibjörg Björns- dóttir, Jóhanna Jónsdóttir, Sig- ríöur Finnsdóttir, Guðrún Lár- usdóttir, Anna Eiríksdóttir, Sig- ríður Valdimarsdóttir, Guðríður Matthiasdóttir, Jónína Kristjáns- dóttir, Guðrún Síefánsdóttir, Agústa Magnúsdóttir, Garðar Guðmundsson, Tryggvi Pálsson, Ólafur O. Guðmundsson, Jón Halldórsson, Þórarinn Kristjáns- fios« ■ :H H1. T1 Knattspyrnufélagið Valur heldur kveðjusamsæti fyrir þjálfara sinn, Joe Devine, í kvöld kl. 9 í Oddfielloiwhúsinu. Allir Valsmenn, eldri og yngri, eru velkomnir, og eru þeir beðnir að íilkynna þátttöku sína í Kiddabúð við Þórsgötu eða til H. Biering, Laugavegi 3. S j ómannakveð ja. FB. laugardag. Komnir á veið- ar. Vellíðan. Kærar kveðjur. Skipshöfnin á Helgafelli. Útbreiðið Alþýðublaðið! f DA8 Næturlæknir er Kristján Gríms- son Hverfisgötu 39, sími 2845. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-apóteki. UTVARPIÐ: 19,30 Hljómplötur: Létt lög. 19,45 Fréttir. 20,10 Veðurfregnir. 20,20 Hljómplötur: Sjaljapin syngur. 20,30 Upplestur: „Sakra- mentið“, saga eftir Þóri Bergs- son (Brynjólfur Jóhannesson leik- ari). 20,55 Hljómplötur: a) Kór- lög. b) 21,15 Lög leikin á ýms hljóðfæri. c) 21,30 Gamlir dans- ar. 21,50 Fréttaágrip- 21,55 Dans- lög. 24,00 Dagskrárlok. Á MORGUN: Helgidagslæknir er Axel Blön- dal, Eiríksgötu 31, sími 3951. Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2231. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. UTVARPIÐ: 11,40 Veðurfregnir. 11,50 Hádeg- isútvarp. 18,40 Otvarp til út- landa (24,52 m.). 19,30 Hljóm- plötur: Létt lög. 19,40 Auglýs- ingar. 19,50 Fréttir. 20,10 Veð- urfregnir. 20,20 Hljómplötur: „Ameríkumaðurinn í París“, tón- verk eftir Gershwin. 20,35 Gam- anþáttur: „Ýtrasta sparsemi", samtal tveggja sálna (Valur Gíslason, Indriði Waage). 21,00 Einsöngur (Daníel Þorkelsson). 21,25 Kvæði kvöldsins. 21,30 Hljómplötur: Píanókonsert í Es- dúr, eftir Liszt- 21,50 Fréttaágrip. 21,55 Danslög. 24,00 Dagskrárlok. MESSUR Á MORGUN: I dómkirkjunni kl- 11, séra Fr. Hallgrímsson. I Laugarnesskóla kl. 2, séra Garðar Þorsteinsson. 1 Keflavík kl. 2, séra Eiríkur Brynjólfsson. Skipasmíðastöð Marzelíusar Bernharðssonar á ísafirði hefir nýlokið smíði tveggja vélbáta, og hljóp annar af stokkunum 2. þessa mánaðar — og heitir Morgunstjarnan, eign hlutafélagsins Muninn. Stærðin er rúmar 18 smál., og hefir báturinn 60 til 70 hestafla Völundarvél. Báturinn fer nú á reknetaveiðar. Skipstjóri verður Rögnvaldur Jónsson. — Hinn báturinn hljóp af stokkunum 3. þessa mánaðar. Heitir hann Páll Pálsson, og er eign hlutafélags- ins Hauks í Hnífsdal, 15 smál. með 40—50 hestafla Idealvél. Talsvert af kolkrabba rak á ísa- firði í fyrrinótt, og hefir íshús- félag ísfirðinga keypt nokkrar smálestir til frystingar í beitu. Reknetabátar fá talsvert af koL krabba í netin, auk þess, sem nokkuð hefir dregizt á færi. — Hæsti reknetaafli síðustu daga var 80 tunnur á bát. (FÚ). Eimskip: Gullfoss er í Kaupmannahöfn. Goðafoss er hér. Brúarfoss fór frá Stykkishólmi kl. 9,30 í morgun áleiðis til Patreksfjarð- ar, Dettifoss er 1 Hull. Lagarfoss fer frá Leith í dag til Aust- fjarða. Selfoss er á leið til Djúpu víkur. Ný ferðabók. Thos. Cook & Sons í London hafa gefið út ferðabók um Norð- urlönd (Guide to Norway, Swe- den, Denmark, Finland and Ice- Iand), Verð bókarinnar er 10 s. 6 d. Bókar þessarar er minnzt í mörgum enskum blöðum. Þetta er ný og endurbætt útgáfa, hin 17. í röðinni, af ferðabók Cook's Um Norðurlönd. FB. i . : J .) „Goðafoss“ feír á mánudagskvöld 14. ágúst um Vestmannaeyjar til Leith og Hamborgar. Útbreiðið Alþýðublaðið! Gull og jörð. Söguleg stórmynd frá Warner Bros, gerð eftir hinni frægu sögu Clements Ripley, „Gold is Where you find it,“ er lýsir svo aðdá- anlega vel barátta mann- anna um auðlegð jarðar- innar, og er fagur óður til vinnunnar, til móður jarð- ar, sem allt gefur og allt fær. Aðalhlutverkin lcika: George Brent. Olivia de Havilland, Claude Rains o. fl. Kaupið Alþýðublaðið! Innilegt lijartans þakklæti til allra nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og vináttu við fráfall og jarðarför mannsins míns og föður okkar, Þorsteins Þorsteinssonar, kaupmanns í Keflavík. Margrét Jónsdóttir og börn. Hfnar vinsæfu hraðferðlr Stelndórs til Akureyrar aam Akranes erns Frá Reykjavík: Alla mánudagamiðvikudaga föstudaga og sunnudaga. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtudaga Jaugardaga og sunnudaga. Afgreiðsla okkar á Aknreyi'i er á bif- reiðastðð Oddeyrar, M.s. Fagranes annasf sjéleiðfna. Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. Allar okkar hraðfeiðir eru um Akranes. Maðurinn — sem hvarf. Þessi óvenjulega skemmtilega skáldsaga er skrifuð af 6 þekktustu skáldsagna- höfundum Bandaríkjanna, eftir hug- mynd Franklin D. Roosevelts Banda- ríkjaforseta. Kostar 2 krónur. — Fæst í Afgreiðslu Alþýðublaðsins. Okkar vinsælu hraðferðir til eða frá Akureyri um Akranes eru alla daga, nema þriðjudaga. Allt af um Akranes. Sfeindér. Sfmi 1580. Drottningin er á leið hingað frá Færcyjum; væntanleg annað kvöld. Þýzka skemmtiferdaskipið von Steuben kom hingað í morgun. Sænska stjómin hefir nýlega veitt 4000 krónur til styrktar sænskum stúdent við nám við Háskóla íslands. 1 RAFTÆKJAVERILUH - RAFVIRKJUN - VIJ>GfcRÐAJTO.PA'- Selur nllskonar rdfmafíníitæki, vjclar og ráflágmngaefni. • « • Annasi r.kflagnir og viðgerðir ’ á lögnum og vafmágnsí&kjuni. | Duglegir rafvirkjar. Fljót afjgrcíðs/a

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.