Alþýðublaðið - 14.08.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.08.1939, Blaðsíða 2
MÁNUDAGINN 14. ÁG. 1939 AL£»YÐUBLAÐIÐ — Faðir minn, láttu mig fá hest, hrópaði Hans klaufi. •— Mig er farið að lan'ga til að kvænast. —Ef hún vill mig, þá vill hún mig, og ef hún —- Þú færð engan hest! Þú getur ekki einu vill mig ekki, þá kvænist ég henni samt — sinni talað. En bræður þínir! Það eru nú karl- Þetta er nú bara þvaður, sagði faðir hans. ar í krapinu. á ég þó sjálfur, og hann getur áreið- þorið mig. Og svo settist hann á bak hafrinum og barði fótastokkinn og þaut af stað eftir þjóðveginum. — Hér kem ég, sagði Hans klaufi, og svo söng hann svo að undir tók. Hlnar vlnsæln hraðterðir Stelndðrs m Aficure^rar iam &kranes ©rras Frá Keykjavik: Alla mánudaga miðvikudaga fðstudaga og sunnudaga. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtudaga laugardaga og sunnudaga. Afgreiðsle okkar á Akcreyri er á bif- reiðastðð Oddeyrar, M.s. Fagraiaes arnaasf sJéfieMliraa. Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. Allar okkar hraðfeiðir eru um Akranes. I nestið Niðursuðuvörur alls konar. Harðfiskur. Steinbítsriklingur. Lúðuriklingur. Smjör. Egg- Tómatar o. m. fl. Komið eða símið! TSpTTr* VSpafek WFW 1» SSISKKA Símar 1678 og 2148. rjarnarbúSin. — Sími 3670. ,0uldómHt‘ Arnðrs Sgurjóns suuar yflr sjálfum sór. —. . . ♦-.... Arnór sigurjónsson, fyrrum skólastjóri, núver- andi ritstjóri Nýs lands, hefir tekið sér fyrir hendur í Þjóð- viljanum síðastliðinn föstudag að sýna fram á með ljósum rök- um og reyndum kennarahæfi- leikum, hvernig ekki á að skrifa ritdóma. „Ritdómurinn“ sem hann skrifar í tilraunaskyni, heitir: „Duldómur yfir samtíð- inni og sjálfum sér“ og á að vera um bók Ólafs við Faxafen: Allt í lagi í Reykjavík. Til þess að greinin sýnist vera fyrsta flokks vara, stimplar Arn- ór hana með frægum ljóðlínum eftir Ibsen á þann hátt, að Ibsen gamli myndi sennilega snúa sér við í gröfinni, mætti hann skynja. Auðvitað þarf ekki að geta þess, að Arnór lætur svo lítið að minnast Jónasar í þess- ari grein, eins og öðrum grein- um, sem hann ritar, enda þótt lítt sé skiljanlegt, hvað Jónas kemur við ritdómi um nefnda bók. Með töluverðum sárindum sprottnum af persónulegri reynslu, kallar Arnór höfund bókarinnar: „uppgefinn og von- svikinn stjórnmálamann.“ Ekki þarf greinarhöfundur að skrifa langt mál til þess að koma upp um sjálfan sig. Þarna eiga áreið- anlega við orð Ibsens, sem grein- arhöfundur velur að einkunnar- orðum: „At digte det er at holde dommedag over sig selv.“ Það er engin furða, þótt Arnór sé orðinn bæði „uppgefinn“ og ,,vonsvikinn“ stjórnmálamaður, með allri þeirri pólitísku reynslu, sem hann á að baki. Hann hefir af þeim sannfæring- arhita, sem hann er þekktur að, fylgt að málum fjórum af þeim stjórnmálaflokkum, sem nú @ru uppi í landinu og auk þess um skeið verið „stikkfrí“ í hinum tveim flokkunum, sem eftir eru, eða meðan hann var ritstjóri málgagns Bændaflokksins. — Slíkt myndi þreyta þolnari mann en Arnór Sigurjónsson, enda þótt hann ætti yfir jafnmörgum sannfæringum að ráða. Arnór segir í „ritdómi" sín- um: „Menn hafa leitað að skáld- skap, sem þar er ekki til.“ Við mann, sem hefir þessar hug- myndir um bókmenntir, er ekki vert að deila um, hvað sé skáldskapur og hvað ekki. En Arnór hefir sennilega átt við góðan skáldskap og ekki fundið hann, af því að hann hefir ekki viljað finna hann, þegar hann vissi, hver höfundurinn var. En annars er bezt að fræða Arnór á því, fyrst hann veit það ekki, hvernig sæmilega menntaðir og siðaðir ritdómarar haga vinnu- brögðum sínum. Þegar þeir hafa lesið bók og setjast niður til þess að dæma hana, þá spyrja þeir fyrst: hvað hefir bókarhöf- undur ætlað sér að gera, og hvernig hefir honum tekizt það? Höfundur umræddrar bókar hefir sjálfur sagt það á prenti, að hann hafi ætlað sér að skrifa skemmtilega bók. Og þetta hefir honum tekizt á þann hátt, að jafnvel Arnór Sigurjónsson ját- ar hálft í hvoru, að svo sé, og má þá Ólafur við Faxafen sannar- lega vera ánægður. Enn fremur segir Arnór í „rit. dóminum: „Það er kunnara en svo að frá þurfi að segja, að Ólafur lék eitt sinn það hlutverk, að vera upp- reisnargjarn umbótamaður. . . “ Það er nú svo með það. Sagan á eftir að dæma starf Ólafs og starf Arnórs í þágu íslenzkr- ar alþýðu, og mun Ólafur ekki þurfa að vera undirleitur fyrir þeim dómstóli, þ. e. a. s„ svo framarlega, sem Arnór skrifar ekki söguna. En höldum áfram hinni „skáldlegu“ líkingu Arn- órs, Á hinu pólitíska leiksviði hefir Óíafur aldrei kpmið fram nema í einu gervi og farið vel með hlutverk sitt. Aftur á móti hefir Arnór komið fram í mörg- um gervum, og er flestra mál, að ekkert þeirra hafi farið hon- um vel, nema ef vera skyldi skoffínsgervi það, sem hann hef- ir varpað yfir sig nú, og hann mun sennilega ekki losna við. Að lokum þetta. Arnór segir um ádeilur þær, sem svokallað- ur Sameiningarflokkur alþýðu hefir orðið fyrir frá hinum á- byrgu stjórnmálaflokkum í landinu: „Svona æpa ekki aðrir en þeir, sem eru örvita af sam- vizkiikvöl, eða vita ekki sitt rjúkandi ráð og fuma í skelf- ingu.“ Grein Arnórs, sem hér hefir verið lítillega gerð að umræðu- efni, er eitt langdregið Rama- vein. En af hverju æpir Arnór? Það skyldi þó aldrei vera af „sam- vizkukvöl“? Ab. Srangeyjafsund Hauks Einarssouar. Athugasemd. Ur af ummælum í 180. télu- blaði Alþýðublaðsins um viðtal mitt við útvarpið um of- angreinda sundþraut, vildi ég biðja blaðið fyrir eftirfarandi athugasemd. Herra Ásgeir Magnússon fréttaritari útvarpsins sýndi mér þá kurteisi í þessu samtali að spyrja mig, hvort sundtími minn á þessari leið, sem út- varpinu hafði verið gefinn upp, væri réttur. Kvað ég svo vera, en bætti því við, að ég hefði ekki farið sömu leið og Haukur að Reykj- um, eftir því sem fréttaritarinn var búinn að skýra mér frá, vegna þess að mótvindur með straumi og kviku hefði hamlað mér frá að ná þar landi, og hefði ég því orðið að halda lengra inn með ströndinni og komið að landi þar sem heitir Krossavík- urnef, og mundi það veta nokk- uð á annan kílómetra fyrir inn- an Reykjanes. Taldi ég, að ár- angur á langsundum í sjó sem þessu væri jafnan að verulegu leyti kominn undir straumi og veðri. Jafnframt tók ég það fram, að mér þætti þetta sund Hauks mjög glæsilegt, og að það hefði verið leyst af hendi á þann hátt, sem ég áliti, að Drangeyj- arsundum sæmdi bezt, m. a. að Haukur kom aldrei við bátinn, þáði ekkert á leiðinni og notaði ekki gleraugu, því að eigi hafði Grettir forðum notað nein slík hjálparmeðul. Útvarpið var frjálst að því að birta af sam- talinu við mig það, sem því sýndist. En orsökina til þess, að það birti ekki ummæli mín um sund Hauks, hygg ég vera þá, að fregnin, er það flutti um það, var í sama anda og þau. Hins végar kemur mér það undarlega fyrir sjónir, að það skuli valda andúð nokkurs, þó látnar séu í té að gefnu tilefni sannar og réttar upplýsingar um íþrótta- mál. Erlingur Pálsson. Kaupið Alþýðublaðið! QHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisn&n á Bounty. 42. Karl ísfeld íslenzkaði. gæfunnar. En ég á samt ekki von á því, að þeir komist nokkurn tíma heim til Englands. Tinkler sat á þóftu. Nelson og Peckover, skyttan, og Elphin- stone og allir hinir voru í meir en þrjú þúsund mílufjórðunga fjarlægð frá þeim stað, sem næst var hjálpar að vænta. Um- hverfis þá voru eyjar, byggðar hinum grimmustu villimönnum, sem aðeins var hægt að halda í skefjum með skotvopnum. Það virtist nær því óhugsandi, að nokkur þeirra kæmist lífs af. X. SBEí Þeir, sem fylgdu Bligh í stóra skipsbátnum voru: John Fryer, stýrimaður. Thomas Ledward, aðstoðarlæknir. David Nelson, grasafræðingur. William Peckover, skytta. William Elphinstone, aðstoðarliðþjálfi. William Purchell, timburmeistari. Thomas Haward John Hallet Robert Tinkler John Norton Peter Lenkletter liðsforingjaftfni. varabátsstjá/ar. Thomas Burkitt M. Quintal John Summer John Millward William McCoy Henry Hillbrandt Alexander Smith John Williams Thomas Ellison Isaac Martin Richard Skinn»r Matthew Thompso* hásetar. George Simpson, aðstoðarvarabátsetjóri. Lawrence Lebgue, seglgerðarmaður. Mr. Samúel, ritari skipstjóra. Robert Lamb, slátrari. Þeir. sem eftir urðu á Bounty, inni, voru: Edward Young George Stewart en tóku ekki þátt í ufpreisa- liðsforingjaefni. FLETCHER CHRISTIAIf. Skipverjar á Bounty skiptust nú í tvo hópa. Og enda þótt hin sameiginlegu örlög tengdu okkur saman, þá átti þó ýmis- John Smith Thomas Hall matsveinar. Meðal þeirra, sem urðu eftir um borð í Bounty, höfðu eítirfar- andi menn tekið þátt í uppreisninni: James Morrison, aðstöðarbátsstjóri. Joseph Coleman, ryðmeistari. Charles Norman, timbursveinn. Thomas Mclntosh, timbursveinn. William Musprott, háseti. legt fyrir okkur að liggja. Ég efast um, að nokkru sinni, fyrr eða seinna, hafi skip lagt úr enskri höfn, þannig að skipshöfnin hafi dreifzt út um öll lönd heimsins á líkan hátt og skipshöfnin á Bou*ty. Fletcher Christian, settur liðsforingi. John Mills, aðstoðarskytta. Charles Churcbill, liðþjálfi. William Brown, garðyrkjumáður. Enn fremur Michael Byren, hálfblindi sjómaðurfnn, og ég. Wilfiam Muspratt hafði um stund látið svo, sem hann væri einn af uppreisnarmönnunum, og hafði tekið við byssu af Ohurchill. Hann haJSi heyrt Fryer segja, að hann vonaðist

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.