Alþýðublaðið - 14.08.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.08.1939, Blaðsíða 4
MÁNUDAGINN 14. ÁG. 1939 GAMLA BI0B9 E Kjósnariim frá Saloeiki. Mikilfengleg og spennandi stórmynd frá United Ar- tists. Gerð undir stjórn þýzka kvikmyndasnillings- ins. G. W. Pabst. Aðalhlutverkið leikur hin fagra þýzka leikkona DITA PARLO ásamt Pierre Blanchar, Louis Jouvet o. fl. Börn fá ekki aðgang. 1. O. G. T. ST. VÍKINGUR nr. 104. Fundur í kvöid á venjulegum stað og tíma. Skipun fastra nefnda o. fl. Fjölsækið stundvíslega. Æ.t. STÚKAN Ver'ðandi nr. 9. Fundur annað kvöld kl. 8 1. Inníaka nýrra félaga. 2. Fiú Kristín Sigurðardóttir: Erindi. 3. Hr. Guðmundur Gunnlaugsson: Upplestur. 4. Hljóðfærasláttur. Bjðrn Krlstjáissoð fjfrrnm ráðherra látinn. Björn kristjánsson fyrrum alþingismaður, bankastjóri og ráðherra andað- ist í morgun að heimili sínu í Reykjavik á áttugasta og öðru aldursári, fæddur á Hreiðurborg í Flóa 26. febr. 1858. Samkvæmt heimildum í Al- þingismannatali var hann vinnumaður árin 1872—76, nam og stundaði skósmíði 1876—78, dvaldi í Kaupmannahöfn 1878 —79 og 1882—83 og nam söng- fræði. Hann var bókhaldari í Reykjavík 1883—88, kaupmað- ur 1888—1910, bæjargjaldkeri í Reykjavík 1880—91 og banka- stjóri í Landsbanka íslands 1909—1918. Fjármálaráðherra var hann frá 4. jan. 1917 til 28. ág. sama ár í ráðuneyti Jóns Magnússonar. Hann gegndi og mikilsverðum nefndastörfum. Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu var hann frá 1901 —1932. Björn Kristjánsson unni söng. list, nam hlóðfæraleik og rit- aði um söngfræði. Hann stund- aði og um 35 ára skeið rann- sóknir á íslenzkum málmum og steinum. (FÚ.) BÓK FRA BARÐA GUÐMUNDS- SYNl |.! Frh. af 1. síðu. nám á Islandi. Barði Guðmunds- son áformar að gefa út bök um fandnám tslands. Skúli Þórðarson magister hef- ir haldið fyrirlestur á Norræna sagnfræðingafundinum. Fjallaði fyrirlesturinn um konungsveldi á íslandi fyrir 1668. Vakti erindið mikla athygli allra fundarmanna. BRETAR ÓG JAPANIR. Frh. af 1. síðu. un um að herða andróðurinn gegn Bretum. Helmingur jap- anskra borgara í Peiping tók þátt í áróðursfundi gegn Bretum í gær. Allt fór fram tiltölulega frið- samlega í Shanghai í gær, en þá voru tvö ár liðin frá því bar- dagarnir í styrjöldinni byrjuðu þar. Japanskir unglingar og nokkrir Kínverjar og Hvít- Rússar fóru í kröfugöngu og báru kröfuspjöld með áletrun- LÖGREGLUMALIN. Frh. af 1. síðu. úr fleiri en einni átt, að ó- heppilegt hafi verið að það skyldi ekki nefna fleiri en eitt nafn í sambandi við þessi aga- brot innan lögreglunnar. Við því er það að segja, að fyrir Al- þýðublaðinu vakti alls ekki að fá neina einstaka menn stimpl- aða, heldur að knýja það fram, að hafizt yrði handa um lag- færingu á því ástandi, sem skap. azt hefir innan lögreglunnar. Það gat þess, að því væri ekki kunnugt um nema þetta eina nafn að svo komnu, en nú hefir þessi grein og það umtal, sem hún hefir vakið, þó orðið til þess, að ofurlítið hefir verið lyft hulunni af þessu ástandi — og Alþýðublaðið telur ekki nema sjálfsagt, réttlætisins vegna, að segja frá því í dag, að lögregluþjónarnir Steinþór Ás- geirsson, Leó Sveinsson og Sig- urður Thorarensen hafa gerzt sekir um slæm agabrot, ekki síður en Magnús Pétursson, — enda mun beinlínis hafa verið höfðað mál gegn einum þeirra fyrir mjög ósæmilega framkomu. Það getur vitanlega í einstökum tilfellum verið á- greiningsmál, hversu hart eigi að taka á einstökum yfirsjónum lögregluþjónanna og sjálfsagt ekki ástæða til að krefjast þess að brottvikningu verði beitt 1 fyrsta sinn, þegar um litlar yfir- sjónir er að ræða. En þess verð- ur hins vegar að krefjast, að þegar alvarlegri agabrot eða misfellur koma fyrir, þá sé ekki látið sitja við aðvaranir einar — heldur viðkomandi lögreglu- þjóni vikið úr stöðunni. Al- menningur á kröfu til þess, ör- yggis síns vegna, að einstökum lögregluþjónum, sem sýnt hafa, að þeir eru ekki starfi sínu vaxnir, sé ekki látið haldast það uppi að misbeita stöðu sinni, sem verðir laga, aga og reglu, í bænum. Það hlýtur einnig að vera ósk lögreglunnar 1 heild, að tekið sé fyrir það ástand innan lögregl- unnar, sem gert hefir verið að umtalsefni, og stöðugar sögur ganga af um bæinn — og þær oft ýktar og afskræmdar. Lögreglan má ekki við því, að áliti hennar sé spillt með á- byrgðarlausri framkomu ein- stakra manna innan hennar. Starf hennar er nógu erfitt samt. um um að verjast gegn Chiang- Kai-Shek. Öll vagnaumferð hefir verið stöðvuð um brúna milli jap- anska hverfisins og brezka for- réttindasvæðisins, vegna flóða. Mikið tjón varð á húsum am- eríkskrar trúboðsstöðvar í Changchow í Suður-Kína í gær. Gera Japanir hernaðar- bandalag við Þjéðverja op ftall? Japanska utanríkismálaráðu- nejdið er að ganga frá ákveð- inni stefnuskrá gagnvart Ev- rópu. Sagði Hiranuma forsæt- isráðherra í gær í viðtali við blaðamenn, að grundvöllur stefnuskrárinnar yrði samþykkt ríkisstjórnarinnar í júní. Um fund stjórnarinnar þá var engin opinber yfirlýsing gefin út, en það var sagt, að stjórnin hefði hafnað tillögu um algert hern- aðarbandalag við Þýzkaland og Ítalíu, en hins vegar ákveðið að veita þeim takmarkaðan stuðn- ing. Kaupið Alþýðublaðif! Býzhalaiðsfannir fara ntan í kvðld kinkkan 8. ÝZKALANDSFARARNIR leggja af stað áleiðis til Þýzkalands með Goðafossi kl. 8 í kvöld. Verða knattspyrnu- mennirnir alls 18, sem fara, 12 frá Val og 6 frá Víkingi, auk far- arstjórans, Gísla Sigurbjörns- sonar, sem er farinn til Þýzka- lands, en tekur á móti flokkn- um þar. Alls verður keppt fjórum sinnum. Fyrst í Essen, en áður verður æft þar í nokkra daga. Er Essen í Ruhrhéraðinu og mikill iðnaðarbær. íbúar eru um 600 þúsundir. Þrem dögum síðar verður keppt í Trier, sem er á landamærum Þýzkalands og Luxemburg, með um 70 þús. íbúa. Næst verður keppt í Krefeld, en það er mikil verzlunarborg í Rínarhéruðunum og hefir um 200 þús. íbúa. Fjórði og síðasti kappleikur- inn fer fram í Bremen, en það er önnur fjölmennasta borgin, sem keppt verður í, með um 400 þús. íbúa. Að kappleikjunnm loknum verða íslenzku knattspyrnu- mennirnir í boði borgarstjórans í Lubeck um vikutíma, og frá Þýzkalandi fara þeir þann 8. n. m. með Dettifossi. Stefán Jóh. Stefáns- soh nm sambands- málið. KHÖFN í gærkveldi F.Ú. OCIALDEMOKRATEN í KaUpmannahöfn birtir við- ta! við Stefán Jóh. Stefánsson félagsmáJaráðherra- Spurði blað- /ið ráðherrann um álit hans á Bambandsmálinu. Svaraði ráðherrann því svo: „Ég á óhægt með að gera mál- tð að umtalsefni, þar sem flokkur mínn hefir ekki enn tekið af- stöðu til þess, en ég get tekið það fram, að við munum við- halda samvinnu við Norðurlönd. Yfirleitt hefir afstaða flokks míns gagnvart Danmörku verið vin- samleg og einkanlega hefir sam- vinnan verið góð við flokk jafn- aðarmanna í Danmörku“. Tiðreisn Frakkiands. T>AUL REYNAUD, fjármálaráð herra Frakklands, hélt merki lega útvarpsræðu 29. júlí s. 1., þar sem hann tók til athugunar fjárhag Iandsins. Benti hann á, að menn flytti nú óðum fé sitt til Frakklands. Gullið streymir til Frakklandsbanka, svo að 31. marz s. 1. átti Frakkland mestar birgðir gulls, ef Bandaríkin eru undanskilin. Á fimm síðustu dög- unum fyrir ræðu ráðherrans höfðu ellefu smálestir gulls verið fluttar inn til landsins. Gullforði Frakklandsbanka náði þá 97 millj örðum franka. Ráðherrann benti einnig á, hversu sala verðbréfa ríkissjóðs og verðbréfa þeirra, sem gefin eru út til öflunar fjár landvörn- unum, hefði gengið vel. Spari- fjárinnstæður hafa aukizt mjög. „Frakkland endurfæðist“, sagði P. Reynaud. „Allir útlendingar — jáfnt vinir sem óvinir — veita því eftirtekt. Þeir sjá hið gamla Frakkland hverfa og nýtt, ungt jFrakkland rísa upp“, f Dið Næturlæknir er Axel Blöndal, Eiríksgötu 31, sími 3951. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfs apóteki. ÚTVARPIÐ: 19,15 Síldveiðiskýrsla Fiskifé- lagsins. 19,45 Fréttir. 20,10 Veðurfregnir. 20,20 Hljómplötur: Göngulög. 20,30 Sumarþættir (V.Þ.G.). 20.50 Hljómplötur: a) Kvartett í Es-dúr, eftir Haydn. b) 21,10 íslenzk sönglög. c) 21,30 Horovitz og Giese- king leika á píanó. 22.50 Fréttaágrip. Dagskrárlok. Súðin var á Djúpavogi í gær. Eimf kip: Gullfoss er í Kaupmannahöfn, Goðafoss fer til útlanda í kvöld kl. 8, Dettifoss er á leið til Vest- mannaeyja frá Hull, Lagarfoss er á leið til Austfjarða frá Leith. Sjómannakveðja. F.B. mánudag. Byrjaðir veiðar við Austurland. Kærar kveðjur. Skipshöfnin á Braga. Bifreiðastjórinn heitir mynd frá Metro-Gold- wyn-Mayer, sem Gamla Bíó sýn- ir núna. Aðalhlutverkin leika: Spencer Tracy og Luise Rainer. Þau hafa m. a. leikið i myndun- um „Sjómannalif" og „Gott land“. Njósnarlnn frá Saloniki heitir myndin, sem Nýja Bíó sýnir núna. Er hún frá United Artists og byggist á sönnurn við- burðum úr heimsstyrjöldinni. Að- alhlutverkið leikur Dita Parlo. GSbbels i klipn. LONDON í gærkveldi. FÚ. TEPHEN KING HALL, sem kunnur er fyrir fréttabréf sín um viðhorf í málefnum Ev- rópu o. fl., hefir birta látið í brezkum blöðum í heilu lagi bréf dr. Göbbels, þýzka út- breiðslumálaráðherrans, þar sem hann gagnrýnir Stephen King Hall fyrir bréf hans, en þeim hefir verið smyglað inn í Þýzkaland í stórum stíl. Stephen King Hall hefir greitt fyrir birtingu bréfs dr. Göbbels úr eigin vasa, og segir Stephen King Hall til skýringar á þessu, að hann hafi gert það vegna þess, að hann hafi áhuga fyrir því, að Bretar kynnist skoðunum og röksemdafærslu dr. Göbbels. í ávarpi til dr. Göbbels, sem birt er með bréf- inu, segir Stephen King Hall m. a.: „Skora ég nú á yður að birta í þýzkum blöðum fréttabréf mitt nr. 4. Það þarf ekki að baka yður nein útgjöld, en það kann að hafa aðrar afleiðingar.“ HITLER TIL UNGVERJALANDS Frh. af 1. síðu. 10 000 þýzkir hermenn væri sendir til þeirra héraða Ung- verjalands, sem Hitler ferðaðist um. Þegar Horthy, ríkisstjórnandi Ungverjalands, fór í hina opin- beru heimsókn sína til Þýzka- lands, voru aðeins tveir leyni- löreglumenn í fylgd með honum í öryggisskyni. Engin ákvörðun hefir enn verið tekin um, hve- nær Hitler fer til Ungverja- lands. Kleifarvatnsskállin tllkyaitr: Notið berjalandið, skoðið Krísuvík, hverina, vatnið, fjöllin. Njótið útsýnisins. Skálinn er opinn alla daga. Ferðir alla daga nema mánudaga. AfgreiÖsla á Bifreiðast. Geysir, sími 1633 Kaupum tuskur og strigapoka. Hr Húsgagnavinnustofan Baldursgötu 30. Sími 4166. E3 KYiA 8iO IS Bifreiða- stjórinn. Fyrirtaks mynd. — Aðal- hlutverk leika: Spencer Tracy, Luise Rainer, sem allir muna eftir úr myndunum „Sjómannalíf" og „Gott land“. Það íiíkynnist ættingjum og vinurn, að móðir mín og systir, Eybjörg Sigurðardótíir, andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 12. þessa mánaðar. Ásta Guðnadófíir. FIosi Sigurðsson. tnönniiB all: »—■—■— Ummæli Mr. Joe Devine í viðtali við Alpýðublaðið. KNATTSPYKNUFÉLAG- IÐ Valur hélt þjálfara sínum, Mr. Joe Devine, kveðjusamsæti í Oddfellow- húsinu s.l. laugardagskvöld. Voru þar mættir allflestir kappliðsmenn Vals úr öllum flokkum, varaforseti Í.S.Í. Erlingur Pálsson, Víkings- mennirnir, sem fara utan með Val til Þýzkalands o. m. fl. Voru í samsætinu margar ræð- ur fluttar, og hinum enska þjálf- ara þakkað hið mikla starf hans íyrir Val í sumar, en hann hefir nú undanfama 4 niánuði verið þjálfari félagsins. Voru Mr. De- vine margar gjafir gefnar í þakk- lætísskyni fyrir allt hans starf í þágu félagsins, og afhenti for- maður félagsins, Ólafur Sigurðs- son, honum þær, en gestir hróp- uðu húrra fyrir heiðursgestinum. Mr. Joe Devine hefir verið at- vinnuknattspyrnumaður í 17 ár, og keppt í mörgum af frægustu kappliðum Englendinga. Hefir hann verið í mjög miklu áliti meðal enskra knattspymumanna, enda hafði hann hin beztu með- mæli, þegar hann réði sig sem knattspyrnuþjálfara Vals nú s. 1. vor. Átti Alþýðublaðið tal af honum á laugardagskvöldið um íslenzka knattspymu. — Hvað hélduð þér áður en þér komuð hingað til landsins um íslenzka knattspymu? „Ég bjóst satt að segja tæp- lega við að sjánokkra knattspyrnu hér á Islandi, en mér til mikillar undmnar fékk ég að sjá mjög góða knattspyrnu leikna hér, eft- ir því sem skilyrðin hér Ieyfa“. — Alítið þér, að það standi ís- lenzkri knattspyrnu fyrir þrifum, að hún hefir ekki eins og aðrar þjóðir grasknattspymuvelli? „Já, og það er ákaflega mikill munur að keppa á grasvelli, eða malarvelli, og vegna þess að all- ar þjóðir hafa nú eingöngu gras- velli, þá er aðstaða Islending- anna f keppnum við erlendar Þjóðíf mjög erfið.“ — En standa íslenzkir knatt- spyrnumenn þeim ensku þá ekki langt að baki? „Nei, alls ekki, og ef hér yrði komið upp góðum grasvöllum, þá gætu knattspyrnumennirnir eft ir tveggja til þriggja ára æfingu, talizt fullkomlega jafnfærir bæði þeim ensku og þýzku! — En viljiö þér segja mér eitthvað um þá flokka, sem þér hafið nú undanfarna mánuði ver- ið að æfa? „1 öðrum og þriðja flokki eru margfr mjög góöir strákar, og ef þeir halda áfram og æfa sig vel, þá verða þeir prýðilegustu spilarar. En það verður að minna þá, sem nú eru í meistaiaflokki, á það, þegar þeir hætta að keppa verða þeir að hjálpa þeim ungu sem eiga að taka við, en því miður hefir það viljað koma fyr- ir, að um leið og þeir gömlu hætta knattspyrnukeppni, þá yfirgefa þeir knattspyrnuna með öliu. Og að lokum vil ég biðja blað- iö að flytja mínum mör,gu vin- ’um og kunningjum, mitt innir legasta þakklæti fyrir samver- úna og alla þá gestrisni, sem mér hefir verið sýnd í hvívetna þessa 4 mánuði, sem ég hefi ch'alið hér á íslandi. SÍLDIN. Frh. af 1. síðu. þannig á /verksmiðjurnar, mældur í hektólítrum, innan sviga tölurnar í fyrra: Flesteyri 0 (38222), Djúpavík 77696 (139851), Sólbakki 0 (2640), Ríkisverksmiðjurnar á Siglufirði 272531 (387811) Rauðka 25194 (46811) Grána 9665 (13529), Krossanes 82047 (108889), Hjalteyri 155 432 (230011), Dagverðareyri 42084 (63836), Húsavík 135«?4 (10214), Raufarhöfn 66806 (34041), Neskaupstaður 26428 (7300), Seyðisfjörður 35377 (10434), Akranesi 4076 (0). Sundknattleiksstúlkur Ármanns. Æfing í kvöld kl. 8 ef veður l«yör, annars næsta fimmtadag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.