Alþýðublaðið - 15.08.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.08.1939, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGtlST 1939. ■ OAMLA BIÖU9 Bifreiða- stjórinn. Fyrirtaks mynd. — Aðal- hlutverk leika: Spencer Tracy, Luise Rainer, sem allir muna eftir úr myndunum „Sjómannalíf“ og „Gott land“. Snðín vestur um fimmtudaginn 17. þ. m. kl. 9 síðd. Flutningi veitt móttaka í dag og til hódegis á morgun. Pantaðir farseðlar óskast sótt- ir á morgun. SILDARAFLINN. Frh. af 3. síðu. Akr. 2101, Hrönn Ak. (339) 2019, Koíbrún Ak. (122)2093, Hvítingur Sigl. (103) 2014, Ámi Árnason Gerðum (194) 1946, Höskuldur Sigl- 1914, Poxgeir goði Ve. (135) 1834, Hilmir Ve. (156) 1826, Keil- ir Sandg. (411) 1732, Arthur & Fanney Ak. (473) 1709, Auðbjöm Is. (151) 1662, Hjalteyrin Ak. (49) 1663, Ema Ak. 1638, Bris Ak. 1633, Njáll Hf. (103) 1533, Krist- ján Ak. (306) 1515, Birkir Esk. 1593, Sæunn Ak. (385) 1493, Her- móður Re- (281) 1440, Ásbjörn ís. 1473, Bára Ak. 1440, Marz Hjalt. (162) 1392, Baldur Ve. (131) 1361, Gunnbjöm ls. 1384, Unnur Ak. 1331, Gla&ur Hnifsd. 1320, Orivette Stykkish. (41) 1259, Höfr- ungur Re. 1223, Aage Sigl. (196) 1113, Gautur Re. 1198, Freyja Súg. 1179, Kári Ak. (256) 1076, Valur Akr. (137) 1074, Bangsi Akr. (89) 1095, Hrafnkell goði Ve. (143) 1021, Liv Ak. 1074, Ágústa Ve. (137) 982, Gotta Ve. 982, Þórir Re. (96) 873, Pilot Innri- Njarðvík (29) 884, Gyllir Ve. 893, Stuðlafoss Reyð. (55) 830, Víðir Re. 769, Ársæll Ve. (320) 706, Frlgg Akr. (363) 496, Gylfi Rauðuvík 543, Helgi Ve. (183) 492, Vöggur Njarðvík (103) 489, Þingey Ak. (56) 435, Stathav Sigl. 459 og Skúli fógeti II. Ve. 428. VÉLBÁTAR TVEIR UM NÓT: Gulltoppur/Hafaldan Ve. (79) 3572, Gísli J. Johnsen/Veiga Ve. 3023, Erlingur I./Erlingur II. Ve. (69) 2729, Fylkir / Gyllir Nesk. (356) 2572, Muninn/Þráinn Nesk. (66) 2485, Reynir/Víðir Esk. (124) 2415, Barði/Vísir Húsav. 2393, Freyja/Skúli fógeti Ve. (210) 2201, Björg/Magni Nesk.2277, Kristiane /Þór Ólafsf. (161) 2159, Frigg/ Lagarfoss Ve. 2179, Bára/Síldin Fáskr. (149) 2062, Eggert/Ingólf- ur Kefl- (233) 1963, Muninn/Ægir Sandg. Garði (655) 1807, Óðinn/ Öfeigur II. Ve. 1882, Hilmir/Þór Nesk. 1559, Víðir/Villi Garði Sigl. (175) 1428, Jón Stefánsson/Vonin Dalv. 1486, Anna/Einar Þveræ- ingur Ólafsf. 1467, Anna/Bragi Njarðv. (93) 1393, Alda/Hrönn Fáskr. 1350, Valþór/Vingþór Seyð 1347, Muggur/Nanna Ve. (148) 931, Björn/lslendingur Nesk. 917, Reynir/öminn Keflav. 575, Alda/ Hannes Hafstein Dalv. 550, Leifur Eiriksson / Leifur heppni Dalv. (122) 477, Björgvin/Hannes lóðs Dalv. 421, Haki/Þór Hrísey (260) 317, Brynjar/Skúli fógeti Ólafsf. JÖKULHLAUPIÐ. Frh. af 1. síðu. jökultungunni. Hafa myndazt ákaflega mikil göng þarna und- ir jöklinum, og fossar vatnið undan 20 metra þverhnýptri jökulbrúninni. Er vöxturinn mjög mikill í Tungufljóti, og hefir fljótið grafið burtu undirstöðurnar að stöplunum á efstu brúnni, og flæðir nú beggja megin við hana, svo að þar er nú með öllu ófært yfirferðar. Jökulhlaup þetta telur Sig- urður Greipsson stafa af því, hversu ört Langjökull minnki, og safnist því fyrir undir jökl- inum vatnslón, sem svo á nokk- urra ára fresti brjótast fram. DÖNSKU BLAÐAMENNIRNIR. Frh. af 1. síðu. Hótel Borg. Ávarpaði Guð- mundur Ásbjörnsson, forseti bæjarstjórnar, gestina, en Carl Jensen ritstjóri við Berlingske Tidende svaraði fyrir hönd gest. anna. Klukkan 4 bauð forsætisráð- herra blaðamönnunum heim til sín í ráðherrabústaðinn. Var þangað boðið enn fremur ís- lenzkum blaðamönnum og ýms- um fleiri. Loks hélt Blaðamannafélag íslands gestunum samsæti í gærkveldi að heimili Valtýs Stefánssonar ritstjóra. DEILUR I HERBÚÐUM FRAN- COS Á SPÁNI. Frh. af 3. síðu. „möndulinn" Róm—Berlín. Ef til styrjaldar kemur, verður Spánn með þessum ríkjum. Breiðfylkingarmenn hafa þá samið stefnuskrá, sem í vissum atriðum er ekki í samræmi við það ástand, sem leiddi til borgarastyrjaldarinnar á Spáni. Það er ekki ósennilegt, að þeir hafi aukið atkvæðamagn sitt með þessum ákvörðunum, en þrátt fyrir það, eiga þeir mikilli andúð að sæta meðal fólksins. Spánverjar vilja fyrst af öllu frið, og því næst losna við út- lendingana. — Konungssinnar segja, að það séu þeir, sem vilji tryggja sjálfstæði Spánar. Friðinn vilja þeir tryggja á þann hátt, að binda sig ekki um of við „möndulinn,“ heldur hefja samstarf við Englendinga. En um leið er það þó hið gamla og rotna þjóðskipulag, sem þeir vilja viðhalda. Aðallinn, stórjarðeigendurnir, iðjuhöld- arnir, klerkavaldið, embættis. mennirnir, herforingjarnir og flestir hinna borgaralegu stjórn- málamanna eru andstæðir breið fylkingunni. Sú hreinsun, sem nú fer fram, sýnir, að konungssinnar og íhaldsmenn hafa fengið vind í seglin. Franco hefir alltaf haft þá stefnu að vega salt milli mótsetninganna, en nú hafa ít- alir bersýnilega neytt hann til þess að auka vald breiðfylking- arinnar. Þar með er deilan þó ekki útkljáð. Togstreitan bak við tjöldin mun halda áfram, og maður má búast við nýjum óvæntum atburðum frá hinum „frelsaða Spáni.“ (268) 222 og Björn Jörundsson/ Hegri Hrísey 144. VÉLBÁTAR ÞRiR UM NÓT: Einar Hjaltason/Frosti/Kristinn Húsav. (112) 1328, Gunnar Páls /Gullþór/Nói Dalv. (299) 861, Auðbjöm , Björgvin / Freyr Nesk. 700, Bragi/Kristján X. Skarphéð- inn Ólafsf- 212 og Bragi/Gullfoss /Kári Sölmundarson Ólafsf. 138- Drottningin er á ísafirði. I D AG Gyðiigar gerðir réttlaasir í Prag. -0-- LONDON í morgun. FÚ. ÖGREGLUST J ÓRINN í Prag hefir bannað öllum Gyðingum aðgöngu að veitinga- stofum, opinberum skemmti- görðum og mörkuðum, og Gyð- ingar, sem starfrækja sölubúðir og veitingastofur, verða að aug- lýsa greinilega, að þær séu starfræktar af Gyðingum. Ofsóknum í garð Gyðinga var haldið áfram í Bratislava í gær. Drengjamótið hófst í gærkveldi. DRENGJAMÓT Ármanns hófst í gærkveldi. Urðu úr- slit þessi: 80 m. hlaup: 1. Janus Eiríksson 9,7 sek. 2. Sig. Finnsson 9,7 sek. Kúluvarp: 1. Sig. Finnsson 15,92 m. 2. Gunn ar Huseby 15,42 m. Þrístökk: 1. Sig. Finnsson 12,66 m, 2. Anton B. Björnsson 12,42 m. 400 m. hlaup: 1. Janus Eiríksson 58,8 sek. 2. Anton B. Bjömsson 58,9 sek. Eftir daginn hefir K. R. 16 stig, íþróttafélag Kjósarsýslu 6 stig og Ármann 2. Flest ein- staklingsstig hefir Sig. Finnsson 10 stig, Janus Eiríksson 6 stig, Anton B. Bjömsson 5 stig. 1 kvöld heldur keppnin áfram. VerÖur þá keppt i 3000 metra hlaupi, stangarstökki, kringlu- kasti og 1000 metra boðhlaupi. Les nánar um mótið í íþrótta- síðunni á morgun. HERMDARVERKIN Á ENG- LANDI. Frh. af 1. síðu. an írlendingar í enskum fang- elsum væri ekki teknir af lífi. Sir Samuel Hoare innanríkis- ráðherra sagði í dag, að útbúnar hefði verið 5 nýjar brottvísunar. fyrirskipanir og bann við land- gönguleyfi eins manns. Alls hefði nú 79 írar verið gerðir landrækir og 7 bannað með úr- skurði að fá landgönguleyfi í Bretlandi. PÁLL ISÓLFSSON. Frh. af 1. síðu. Fimm menn sóttu um stöðuna, þeir Jakob Tryggvason söng- stjóri, Jón ísleifsson söngkenn- ari, Kristinn Ingvarsson organ- leikari, Páll Halldórsson söng- kennari og Páll ísólfsson tón- skáld. Raftækjaeinkasala ríkisins verður lögö niður frá næstu áramótum að telja. Um hestinn minn. Það er nú orðið svo .erfitt með hesta hér í bæ. Kostnaður nrikill og flækingur um haga, nema þá heldri borgarar, sem hafa þá 1 kirkjugarðinum og þar fyrir neðan, sem bærinn kostar. Nú er ég búinn að eiga hestinn jninn í 6 ár, fékk hann 9 vetra og er hann því 15 vetra, og er orðinn slæmur af gigt eins og ég. Eg er búinn að ákveða í samráði við beztu menn að farga honum næsta haust, og þar sem hann er rfú um fermingaraldur ætti ég á næsta hausti að fá 150 krónur fyrir hann í refafóður. Oddur Sigurgeirsson, hjá Guð- mundi Sigurðssyni skipstjóra við Sundlaugaveg. Berllngske Tidende birta viðtal við Gísla Sveins- son alþingismann um fundi Næturlæknir er Karl S. Jónas- son, Sóleyjargötu 13, sínri 3925. Næturvörður er i Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Létt lög. 19,45 Fréttir. 20,10 Veðurfregnir. 20,20 Hljómplötur: Söngvar úr tónfilmrun. 20.30 Erindi: Ættjar&arást og sig ursælasta vopnið (Pétur Sigurðsson erindreki). 20.55 Symfóníutónleikar (plötur): Tónverk eftir enska höf- unda, Coates, Berners og Elgar. 21.55 Fréttaágrap. Dagskrárlok. dansk-íslenzku nefndarinnar, og telur hann æskilegt, að Danir verði við kröfum Islendinga, urn að skila aftur íslenzkum hand- íítum úr dönskum söfnum. Enn- fremur kveðst Gísli Sveinsson vona, að samkomulag náist um, að Danir veiti innflutningsleyfi íyrir islenzkar niðursuðuvörur. F.Ú. Eimskip. Gullfoss er í Kaupmannahöfn, Goðafoss er í Vestmannaeyjum, Brúarfoss er á Siglufirði, Detti- foss kemur til Vestmannaeyja í nótt, Lagarfoss er á leið til aust- fjarða og Selfoss er á Siglufirði. Súðin er væntanleg til Reykjavíkur í kvöld. Alþýðuflokksfélag Reykjavikur nrinnir á, að skrifstofa félagsins er í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu, 6. hæð, og er opin frá kl. 5,15 til 7,15 alla virka daga nema laugardaga. Sérstaklega eru hverfisstjóramir beðnir að setja sig í samband við skrifstof- una og helzt að koma þangað. Sími skrifstofunnar er 5020. Tveggja ára drengur á Akureyri, Halldór Valur, féll í sjóinn við uppfyll- (ingu í Strandgötu kl. 8,30 í gær- morgun. Annar drengur, Valgarð- úr Edvarð, reyndi að ná í hann, en tókst ekki, en kallaði til Magn- úsar Valdimarssonar, er var þar á ferð, og náði hann drengnum. Gerði hann síðan ásamt Erlingi Fríðjónssyni, er hafði verið á ferð þar nálægt, lífgunartilraun- ir á drengnum, og sáu þeir lífs- mark með honum eftir svo sem 5 mínútur, en þá kom læknir og var örenguri'nn fluttur heím til sín með fullri meðvitund. F.Ú. I Keflavík féll 7 ára drengur, sem Ægir heítir í sjóinn við svonefnda Grófarbryggju síðast líðinn laug- ardag. Var hann ósyndur ogsökk þegar. Gunnar Þorsteinsson, er var að vinna skammt þaðan, varpaði sér þegar í sjóinn, náði honum og gerði á honum lífgun- artilraunir, og lifnaði hann við eftir nokkra stund. F.Ú. Viðtal við Barða Guðmundsson þjóðskjalavörð fer fram í danska útvarpinu á þriðjudag kl. 19,15 Viðtalið fjallar um landnám á Islandi til forna. P.Ú. • 1 • Jón Nikulásson læknir. Útbreiðið Alþýðublaðið! Norræna iðnskólaráðstefnan var sett í Helsiiigfors í fyrra- dag af Cajander forsætisráðherra. Helgi Hermann Eiríksson, for- séti Landssambands. iönaðar- manna, var kosinn forseti ráð- stefnunnar. Bar hann kve&ju frá íslandi til ráðstefnunnar, og að ræðu hans lokinni var íslenzki þjóðsöngurinn leikinn. F.Ú. 20. ÁRA KLOFNINGSSTARF Frh. af 3. síðu. um stefnu í utanrikispólitík til þess að fá samvinnu við lýð- ræðisríkin á móti Þýzkalandi og Japan. Alþjó&asambandið var ekkert annað en verkfæri í þess- ari baráttu og átti ekki lengur aÖ berjast fyrir byltingu, heldur aðeins í hverju landi að styðja utanríkispólitík Sovét-Rússlands. Og nú hafði það fengið nýtt hlutverk. En ekki fann það frekar en áður leiðina að hjarta- róturn verkalýðshreyfingarinnar. Öll barátta þess hefir þannig reynzt neikvæð fyrir alþýðuna í heiminum. J. H. G. Farþega? með Goðafossi til útlanda í gærkvöldi: Mrs. Rachel Jónsson, Mrs. Áslaug Poulton með dreng, j Guido Bernhöft og frú, Anton I Schneider og frú með börn, Mr. J. Devine, dr. Helgi Tómasson, Gústaf Jónasson, Jón Leifs, Við- ar Sigurðsson, Gunnar Hannes- son, ívar Guðmundsson, Frímann Helgason, Björgólfur Baldursson, Þorsteinn Ólafsson, Sigurpáll Jónsson, Haukur öskarsson, Sig- ur&ur Ölafsson, Hermann He - mannsson, Egill Kristbjörnsson, Ellert Sölvason, Brandur Brynj- ólfsson, Snorri Jónsson, Ólafur Sigurðsson, Björgvin Bjarnason, Jóhannes Bergsteinsson, Edwald Berndsen, Gísli Kjærnested, Hrólf ur Benediktsson, Grímar Jónsson, Hannes Þorsteinsson, Geoig Möli er, Kjartan Steingrímsson, Theó- dór Óskarsson, HalldórBjörnsson, Jón Ólafsson, Kristinn Þorbergs- son, Rögnvaldur Johnsen, Hauk- ur Johnsen, Jón Kárason, Tryggvi Guðmundsson, Axel Magnússon og margir útlendingar. wm kyía aið aa Njósnariiii frá Ssioniki. Mikilfengleg og spennandi stórmynd frá United Ar- tists. Gerð undir stjórn þýzka kvikmyndasnillings- ins. G. W. Pabst. Aðalhlutverkið leikur hin fagra þýzka leikkona DITA PARLO ásamt Pierre Blanchar, Louis Jouvet o. fl. Börn fá ekki aðgang. Kaupið Alþýðublaðið! Borfurnar fskyogilegar segir Roosevelí. Roosevelt forseti veitti blaða- mönnum áheyrn í gær í N§w Brunswick, þar sem hann er í sumarleyfisferðalagi. Kvaðst hann fá daglegar fregnir af öllu því, sem mark- vert gerðist í alþjóðamálum. Hann kvað horfurnar líkar og fyrir hálfum mánuði, en öllu í- skyggilegri en fyrir 1—2 mán- uðum. (FÚ.) Smáragalat. i 50 gr. smári, 50 gr. blaðbeðja, 50 gr. pípulaukur, nokkur heimanjóla- eða hvannablöð, 2 eggjarauður, Vz tesk. salt, 1 dl. matarolía, 2 matsk. rjómafroða, 1 matsk. tómat- mauk, J/á matsk. sítrónusafi. Eggjarauðurnar hrærist með saltinu, olían látist í smátt og smátt, grænmetið skerist í mjög smáar ræmur, heimíanjólablöð- in látist í hring á salatskálina, þar á hið smáttskorna grænmeti og yfir látist egta mayonnaise af 2 eggjarauðum handa 4. Eftir eigin vild skreytist skálin með tómötum o. fl. Helga Thorlacius. Seinasta bókin, sem bannað hefir verið að selja í Þýzkalandi, er dagbók Helen Keller 1936-1937, hinnar heims- frægu blindu og daufdumbu amer isku skáldkonu og mannvinar. Bókin fjallar aðallega um heim- sókn til Englands og Skotlands. F.Ú. Drengjamótið. SkemtUeot Mttakvðld II. fl. knattsp.mót. kl. 6,45 keppa K. R. og VíMngur ki. s Drengjamótið sooo m. hlaup, stangarstðkk og kringlukast. kl.8,45 Walur og Fram og á mllli hálfleika lOOO m. boðhlaup SJÁIÐ ÞESSASPENNANDIKEPPNI RIDER HAGGARD: « j KYNJALANDIÐ Spennandi frá upphafi til enda, 528 bls. í stóru broti. KOSTAR AÐEINS KR. 3,00. Rider Haggard er heimsfwegur fyrir Afríkusögur sínar. Margir kannast við Náma Salómens og Hvítramannaíand, sem báðar hafa komið út á íslenzku. Kynjalandið ©r ein af beztu sögum Rider Haggards. Fæst í afgreiðslu Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8, Rvík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.