Alþýðublaðið - 16.08.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.08.1939, Blaðsíða 2
AHÞYÐUBLAÐIÐ IMHÐVIKUDAGUR 16. ÁG. 1#»9 — Halló, hér kem ég, sko hvað ég hefi fundið, þetta finnur maður ekki á hverjum degi. Og bræðurnir sneru aftur H.l þess að sjá, hvað — Klauíi, sögðu þeir, — þetta er gamall tré- skór, hálfónýtur. — Ætlarðu að gefa kóngsdótturinni hann? Og bræðurnir hlógu og slógu í og fóru langt '•— Já, sagði Hans klaufi. á undan. Hlnar vinsælu hraðferðir Steindórs tii Akureyrap i^n Akranes erns V,; ■ ýfcá . .. ■. ■ ’ / Frá Reykjavík: Alla mánudagamiðvikudaga föstudaga og sunnudaga. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtudaga Ikugardaga og sunnudaga. Afgreiðsla okkar á Akisreyri er á K»!f~ reiðastðð ©ddeyrar, M.s. Fagranes annast sjólelðlna. Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. ARar okkar hraðfeiðir eru um Akranes. Stelndér. fs©kk5 ijcsmijncja i^T^iriria «MATÖRJ)EIU1> KEHEDIA Avií+ur>str. 7 Kaupum tuskur og strigapoka. pr Húsgagnavinnustofau "1® Baldursgötu 30. ifmi 41§6. Sigurður Einarsson dósent flytur útvarpserindi á föstudag kl. 15,15, og Ellen Sch-röder seg- ir frá ferð sinni um Islancl með bjúkrunarkonum Norðurlanda. F.O. Útbreiðið Alþýðublaðið! Útuarpið vikuna sem leið. -------------«,-- VAFALAUST hefir erindi Sveins Björnssonar sendi- herra um sambandslögin vakið almennasta athygli af dagskrár- efni síðustu viku. Sendiherrann kvaðst hafa ákveðið, er hann tók við embætti sínu 1919, að hætta opinberum skiptum af stjórn- málum, og þeirri reglu hefði hann fylgt og ætlaði að fylgja. Hann kvaðst því ekki flytja þetta erindi sitt sem stjórnmála. maður né heldur sem sendiherra. En vegna þess að hann hefði orðið þess var, að sá skilningur væri mjög útbreiddur hér á landi, að vér gætum sagt upp konungssambandinu við Dan- mörku um leið og sambands- lagasamningum, með einhliða samþykkt Alþingis 1943, ef ekki hefði þá gengið saman um endurnýjun samningsins í ein- hverri mynd, kvaðst hann vilja skýra málið frá lögfræðilegu sjónarmiði. Sendiherrann taldi, að þessi skoðun væri röng, og færði að því allsterk rök, að því er virt- ist. Benti hann fyrst og fremst á ákvæði 1. gr. sambandslag- anna, þar sem svo er komizt að orði: „Danmörk og ísland eru frjáls og fullvalda ríki, í sam- bandi um einn og sama konung OG um samning þann, er felst í þessum sambandslögum.“ Á- kvæði fyrstu greinar væru því bersýnilega ekki samningsat- riði, heldur þau grundvallarat- riði, sem sjálfur samningurinn væri byggður á. Sambandslögin væru = þessi grundvallaratriði -f- samningurinn. En í uppsagn- arákvæðum 18. gr. er einmitt ávallt talað um samninginn, en ekki sambandslögin. 18. gr. hljóðar svo í heild: „Eftir árslok 1940 getur Rík- isþing og Alþingi hvort fyrir sig nær sem er krafizt, að byrjað verði á samningum um endur- skoðun laga þessara. Nú er nýr samningur ekki gerður innan 3 ára frá því að krafan kom fram, og getur þá Rikisþingið eða Alþingi hvort fyrir sig samþykkt, að SAMN- INGUR SÁ, SEM FELST í ÞESSUM LÖGUM sé úr gildi felldur. Til þess að ályktun þessi sé gild, verða að minnsta kosti % þingmanna annaðhvort í hvorri deild Ríkisþingsins eða í sameinuðu Alþingi að hafa greitt atkvæði með henni, og hún síðan vera samþykkt við atkvæðagreiðslu kjósenda þeirra, sem atkvæðisrétt hafa við almennar kosningar til lög- gjafarþings landsins. Ef það kemur í ljós við slíka atkvæða- greiðslu, að 3A atkvæðisbærra kjósenda að minnsta kosti hafi tekið þátt í atkvæðagreiðslunni og að minnsta kosti % greiddra atkvæða hafi verið með sam- bandsslitum, þá er SAMNING- URINN fallinn úr gildi.“ (Letur- br. hér.) Af samanburði þessara tveggja greina virðist auðsætt, að vér getum aðeins sagt upp „samningi þeim, sem felst í lög- um þessum“, en ekki grundvall- aratriðum samningsins, full- veldinu eða konungssamband- inu. Sendiherra færði fleiri rök fyrir þessari skoðun sinni, svo sem ýmsar þingmálafundasam- þykktir um sambandsmálið, ummæli minnihl. samninga- nefndarinnar 1918, og enn fremur kvað hann Einar Arn- órsson prófessor hafa lýst yfir sams konar skilningi á uppsögn hins dansk-íslenzka samnings. Hvernig sem menn kunna að líta á þessa skoðun sendiherr- ans, þá er víst, að sá skilningur er allmjög útbreiddur hér á landi, að vér getum sagt upp konungssambandinu árið 1943, um leið og sambandslagasamn- ingnum. Það er því vissulega gott að hyggja að hvar vér stöndum í þessum efnum, áður en farið er að skipa sér endan- lega í fylkingar um lausn sám- bandsmálsins. Þótt hin lög- fræðilega skýring sendiherrans sé vafalaust rétt, eru vitanlega möguleikar til að losna við kon- ungssambandið utan við samn- inginn, annaðhvort þannig, að konungur afsali sér sjálfviljug- ur konungdómi og ríkiserfðum hér á landi, t. d. að undangeng- inni þjóðaratkvæðagreiðslu um konungsríki eða lýðveldi, eða að vér „hrópum“ Hans Hátign „af“. En þeir flokkar og ein- staklingar, sem þegar kunna að telja uppsögn konungssam- bandsins sjálfsagða, og þeir stjórnmálamenn, sem ef til vill hafa hugsað sér að verða for- setar 1943, ættu að vera Sveini Björnssyni þakklátir fyrir það að hafa bent þeim á það í tíma, að hin beina eða venjulega laga. leið muni ekki vera fær að þessu marki. Útvarpið frá hátíðahöldum verzlunarmanna á frídegi þeirra fór vel fram, að því undanteknu, að hin skörulega ræða Magnús- ar Kjarans stórkaupmaims um „þróun íslenzkrar verzlunar“ var óhæfilega áróðurskennd, og seinni hluti hennar í rauninni ekki annað en samfelld pólitísk árás á einkasölur ríkisins, sam- vinnufélögin (þótt þeim væri að vísu unnað sannmælis öðru hvoru) og gjaldeyris- og verð- lagsnefnd. Ræðan var, í fám orð- um sagt, stórfellt brot á hlut- leysi útvarpsins, og er óskiljan- legt, að allt útvarpsráð hafi verið sammála um að leyfa flutning á henni, ef hún hefir verið lögð fyrir það. Yaltýr Stefánsson ritstj. ann- aðist sumarþætti að þessu sinni, og voru þeir vel samdir og hressilega fluttir. Mátti það að vísu að honum finna, að hann kom fullvíða við og gat því ekki dvalið nema stutta stund við hvert umtalsefni. Yfirleitt tala menn um of margt í sumarþátt- unum. En auðheyrt var, að Val- týr Stefánsson hafði nóg að segja hlustendum sínum og þurfti ekki að teygja tímann með efnislausu „aktaskrafi“. —- Mörgum hlustendum mun hafa orðið það minnisstætt, er V. St. hafði eftir einum þýzka fulltrú- anum á hinu alþjóðlega verzl- unarmannamóti í Kaupmanna- höfn, sem hann spurði, hvort hann teldi styrjöld vera í að- sigi. Svaraði fulltrúinn því, að ekki væri þess að vænta, að hann gæti sagt um slíkt, þar sem sjálfur ,,foringinn“ vissi það ekki. ,,Foringinn“ væri gæddur listamannseðli og starfaði eftir innblæstri. Ekki þótti V. St. þessar upplýsingar gefa vonir um aukið öryggi 1 alþjóðamál- um. Brynjólfur Jóhannesson leik- ari las upp snjalla smásögu eftir Þóri Bergsson (sem er rithöf- undarnafn Þorsteins Jónssonar bankabókara, bróður Magnúsar guðfræðiprófessors). — Þórir Bergsson hefir samið fjölmargar ágætar smásögur, sem birzt hafa, margar hverjar, í tímarit- um síðustu 20—30 árin, og getið sér miklar vinsældir. Vafalaust er hann eitthvert mikilvirkasta smásagnaskáld vort og í röð hinn allra fremstu. Upplestur- inn hefði getað verið betri; „pú“ið í gamla manninum var mjög óeðlilegt. En þau tíðindi flutti upplesarinn hlustendum, að von væri á sögum Þóris Bergssonar í bókarformi bráð- lega, Það verður ánægjulegur bókmenntaviðburður. Mr. Sffl CilAM*úS NORDHOFF eg JAMES NORMAN HALL: Uppreisnin á Bounty. 44.. Karl ísfeld ísle««kaði. uppreisninni. Þtir hefðu farið með Bligh, ef þeir hefðu komizt í bátinn.. — Bindið þá, hrópaði Mills — þeir gera okkur einhvern ó- skunda, ef þeir geta. — Hér verður enginn bundinn, nema ástæða sé til, svaraði Christian, — Það er ekki hægt að ásaka þessa menn fyrir það, þó að þeir tækju ekki þátt í uppreisninni með okkur. Þeir tóku þá ákvörðun, sem þeim fannst réttmæt, og það er virðingar- vert, en ég mun áreiðanlega geta haldið þeim í skefjum, ef þeir reynast svikulir. Nú verða þeir sjálfir að ákveða, hvernig þeir vilja láta fara með sig. Því næst kallaði hann á okkur, einn af öðrum, byrjaði á Young, og spurði, hvort hann mætti búast við því, að við ynn- um störf okkar á skipinu, svo lengi, sem við teldumst til skips- hafnarinnar. Young ákvað strax að hlýta sömu örlögum og upp- reisnarmenn. — Tilviljunin hefir ákvarðað þetta mál, að því ©r mér við- víkur, herra Christian, sagði hann. — Þar með vil ég ekki segja það, að ég hefði hjálpað yður til þess að taka skipið, ef ég hefði verið vakandi, þegar uppreisnin var gerð. En nú, þegar þér hafið tekið- skipið, er ég ánægður. Mig langar ekki sérlega mikið tíl þess að sjá England aftur. Þér getið farið hvert, sem þér viljið — og treyst því, að ég verði með yður. Meðal hinna hlutlausu var hann einn um þessa ákvörðun. Við hinir lofuðum því að hlýða skipunum, og hjálpa til við starfið um borð að öðru leyti og að hafa engin brögð í tafli, svo legni, sem við værum um borð í Bounty. Það var það eina, sem við gátum gert. Christian bannaði okkur að flýja, og ég hygg, að hann hafi búizt við, að við gerðum það strax og við fengjum færi á því. — Það er gott, sagði hann, þegar hann hafði hlustað á okkur. — Ég bið ekki um meira en þetta. En þið skiljið það, að ég verð að gera öryggisráðstafanir gegn því, að ég og menn mínir verði teknir. Og enn fremur verð ég að tilkynna ykkur, að við verðum fyrst að hugsa um okkur og því næst ykkur. Þið getið ekki búizt við því, að ég hagi mér öðruvísi. Því næst útnefndi hann yfirmenn sína. Young varð stýri- maður, Stewart annar stýrimaður, ég undirbátsstjóri, Morri- son bátsmaður og Alexander Smith updirbátsmaður. Churchill var liðþjálfi, eins og áður, Burkitt og Hillward voru gerðir að undirbátsstjórinn. Millward og Byrne urðu matsveinar. Chris- tian skipti okkur í þrjár varðsveitir. Þegar þessu var lokið, fórum við strax að sinna skyldustörf- um okkar. Stóri klefinn var gerður að bústað Christians. Þeg- ar því var lokið, var vopnakistan flutt þangað. Hann notaði hana sem rúmstæði og svaf alltaf með lyklana í vasanum. Einn uppriesnarmanna stóð alltaf vörð við dyrnar. Christian mataðist alltaf einn og talaði ekki við okkur, nema þegar hann gaf skipanir. Það er oftast svo, að skipstjóri gefur sig lítið á tal við skipshöfn sna, en aldrei hefi ég þekkt meira einmana mann en Fletcher Christian. Enda þótt ég væri reiður Christian um þessar mundir, gat ég þó ekki annað en kennt 1 brjósti um hann, þegar ég sá hann ganga um gólf á stjórnpalli klukku- tíma eftir klukkutíma, hvort sem var á nóttu eða degi. Öll gleði var horfin úr svip hans — en eftir var eintómt þunglyndi. Við Stewart og Young mötuðumst saman, eins og áður. Nú var gleðin minni en áður hafði verið, og það var erfitt að venj- ast þeirri ömurleikatilfinningu, sem ríkti um borð. Við hliðr- uðum okkur hjá að tala um þá. sem höfðu farið í bátinn, alveg eins og maður hliðrar sér hjá að tala um fólk, sem er nýdáið, en við vorum alltaf minntir á þá. Einkum vorum við Stewart í döpru skapi, það virtist svo, sem ekkert gæti bitið á Young, og hann virtist meira að segja hlakka til þess, að eyða því, sem eftir var ævinnar, á eyju í Suðurhöfum. — Það er bezt að taka með jafnaðargeði hverju, sem að höndum ber, piltar, sagði hann eitt kvöld, þegar við vorum að ræða um framtíðina. — Ef við lítum skynsamlega á þetta mál, þá er engin ástæða til þess að örvænta, sagði hann. — Frá því ég las frásagnir þeirra skipstjóranna Wallis og Cooks um rannsóknir þeirra á Kyrrahafinu, hefir mig ekki dreymt um annað en Suðurhafseyjar. Og þegar ég var svo heppinn að fá starf um borð á Bounty, varð ég ákaflega glaður. Ég skal játa það, að ef ég hefði getða flúið af skipinu við Tahiti, þá hefði ég gert það. — Við fáum aldrei framar að sjá Tahiti, það er áreiðanlegt, sagði Stewart þugnlyndislega. — Þar myndi Christian sízt af öllu detta í hug að fela sig. Hann veit, að þangað kemur ein- hvern tíma skip, til þess að leita að okkur. — Hvað sakar það? spurði Young. — Það eru til mörg hund-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.